Morgunblaðið - 29.12.1959, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 29.12.1959, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 29. des. 1959 MORCTlNTtT AÐIÐ 3 Hinn týndi sauður ANTHONY Maynard Wraight, fyrrverandi liðsforingi í brezka flughernum, hvarf bak við járntjaldið í desember 1956. Nú í vikunni kom hann aftur til Bretlands. Wraight hafði verið í flug- hernum síðan 1953, en varð að hætta flugnámi í október 1955, samkvæmt læknisráði, áður en hann hafði lokið því. Flugmálaráðuneytið til- kynnti að hann hefði verið í sambandi við fulltrúa Sovét- ríkjanna í Bretlandi, en ekki hefði þótt ástæða til að setja nokkrar hömlur á ferðir hans. í>ó hafði tvisvar verið rætt við hann um samband þetta. Hinn týndi sauður snýr heim Hvarfið Þann 3. desember 1956 átti Wraight að koma til augnskoð unar, en hringdi og kvaðst ekki geta mætt sökum veik- inda. Þegar hann mætti heldur ekki 6. des., hófst rannsókn í málinu. Kom þá í ljós, að hann hafði tekið sér far með flugvél frá London til Ber- línar hinn 3. des. 1956. í janú- ar 1957 sendi austur-þýzk út- varpsstöð ,út yfirlýsingu, sem höfð var eftir Wraight, þar sem hann segist hafa leitað pólitísks hælis í Austur- Þýzkalandi. í yfirlýsingunni segir meðal annars: „Ákvörð- un mín að stíga þetta spor var lengi í undirbúningi, en á með an var andstaða mín gegn ný- lendu- og utanríkisstefnu stjórnarinnar sífellt að auk- azt“. Þá foi'dæmdi Wraight heimsvaldastefnu Breta í Kýpurmálinu og þá stefnu að viðhalda þurfi sambandinu við Bandaríkin, hvað sem það kostaði. Þá kvaðst Wraight tvisvar hafa heimsótt ræðis- mann Sovétríkjanna í London til að spyrjast fyrir um náms- möguleika í kvikmyndatækni í Sovétríkjunum, en árangur- inn hafi orðið yfirheyrslur hjá hernum. „Svona afskiptasemi gagnvart mínum einkamálum varð mér óbærileg og flýtti ákvörðun minni um að yfir- gefa flugherinn". Snýr heim Ekkert heyrðist frá Wraight eftir þetta, fyrr en hinn 26. nóvember sl., er hann gekk inn í brezka sendiráðið í Moskvu og óskaði eftir aðstoð við að komast heim aftur. Ef hann hefur dvalizt eitt- hvað að ráði í Moskvu, er lík- legt að hann hafi komizt í samband við þú Burgess og Maclean, sem hurfu frá Bret- landi 1951. Ekki er kunnugt um störf Wraight’s síðan hann yfirgaf Bretland, en ein frétt hermir að hann hafi stundað ensku- kennslu í Moskvu. Talsmaður flugmálaráðu- neytisins sagði að ráðuneytið hefði engan áhuga lengur fyr- ir Wraight. Hann hafi verið skráður úr flughernum frá og með 3. des. 1956, fyrir fjarveru án leyfis, og í svona tilfellum væri ómögulegt að hegna hon- um fyrir fjarveruna. — Jól i landhelgi Framhald af bls. 1. um ekki nafn skipsins á skrá hjá okkur, var ákveðið að 6 varð- skipsmenn sigldu út í togarann til frekari athugunar. Landhelgisgæzlan hafði áður komizt i kast við Fairtry II. Það var í sumar þegar sá togari stund aði ólöglegar veiðar í íslenzkri landhelgi við Grímsey. Isaksen svaf Þegar við komum um borð í togarann, var Isaksen sofandi, en karlarnir stóðu á þiljum uppi, hissa og heimóttarlegir í senn: „Við bjuggumst ekki við að sjá ykkur á jólunum", sögðu þeir. Þeir töluðu við varðskipsmenn- ina, en síðan var haldið á fund Isaksens skipstjóra og fagnaði hann fslendingunum vel. Þegar Bretarnir höfðu jafnað sig, léku þeir á als oddi og fannst horfurnar nú betri en í fyrstu. Þeir héldu að við mundum taka skipið. Þeir skýrðu frá því, að þeir hefðu verið ásamt öðrum út- lendum togurum, einkum ensk- um og þýzkum, að veiðum á Hal- anum, en veður hafi tekið að versna og hafi þeir þá leitað vars undan Grænuhlíð á aðfangadags- kvöld. Bretarnir voru mjög vin- samlegir, eins og ég sagði áðan, og þökkuðu okkur kærlega fyrir heimsóknina og óskuðu okkur gleðilegra jóla. Lá vel á karli Þegar við hittum Isaksen skip- stjóra, sagði hann: „Mér þykir leitt, að ég skyldi ekki hafa verið uppi, þegar þið komuð og látið flagga fyrir ykkur“. Við töluðum svo við hann um það bil stundar- fjórðung og lá vel á karli og var hann hinn vingjarnlegasti. Hann kvaðst ekki mundu hafa gerzt svo djarfur að halda jól í land- helgi, ef hann hefði áður gerzt brotlegur við íslenzk lög sem stýrimaður eða skipstjóri. Þegar við spurðum hann, hvers vegna hann hefði ekki stundað ólögleg- ar veiðar í íslenzkri landhelgi svaraði hann: „Þetta er verk- smiðjutogari, þess vegna þurfum við ekki að vera í togarafélaginu. Ákvarðanir þess látum við okk- ur í léttu rúmi liggja“. Síðan minntist hann á landhelgisdeil- una og sagði að hún væri bæði óþörf og leiðinleg. Hann var ánægður með fiskiríið, kvaðst hafa fengið góða veiði, en sagði okkur frá því að hann hefði átt í talsverðum útistöðum við brezku og þýzku togarakarlana á miðunum, því þeir hefðu ekki get að skilið, að ómögulegt er að víkja fyrir öðrum togurum, með- an verið er að hífa inn trollið á lóferð áfram. Isaksen skipstjóri er maður um fimmtugt. Hann var eini Færey- ingurinn um borð, en talaði ágæta ensku. Þegar við kvöddum hann, sagði hann við okkur: „Við erum mjög ánægðir með það að geta haldið jól í íslenzkri land- helgi“. Bretarnir trúðu ekki Isaksen Það var augsýnilega mikil há- tíð hjá Bretunum og héldu þeir upp á jólin með góðum mat og drykk. Þegar við vorum komnir um borð í Albert aftur, kallaði Isaksen skipstjóri til okkar og bauð Lárusi Þorsteinssýni skip- herra um borð í togarann að borða með sér jólamat, en Lárus afþakkaði boðið. — Þetta heyrðu brezku togararnir úti á miðunum í talstöðvar sínar. Þeir kölluðu Isaksen skipstjóra og spurðu hvar hann væri. Hann kvaðst vera í landvari. Þeir spurðu, hvort hann hefði verið að bjóða íslenzkum varðskipsmönnum um borð til sín. Hann kvað svo vera. Þeir sögðust ekki trúa orði af því sem hann segði, en vildu þó fá nánari upplýsingar um það, hvar skip hans væri. Að lokum gat Isaksen sannfært þá um að hann lægi í vari í íslenzkri land- helgi og íslenzku varðskipsmenn- irnir hefðu komið um borð, en farið mjög friðsamlega og látið skipið afskiptalaust að öðru leyti. Hefði hann og skipsfélagar hans fengið að vera óáreittir vegna þess að þeir hefðu ekki gerzt brotlegir við íslenzk lög. Þetta þótti brezku togarakörlunum úti á miðunum mikil dirfska og ætl- uðu þeir varla að trúa því, að hættulaust gæti verið að liggja þar sem Isaksen var með skip sitt og fá slíka heimsókn sem raun bar vitni. En ekki þýddi fyrir þá að deila við dómarann — Isaksen og áhöfn hans voru með pálmann í höndunum: Þeir höfðu lögin sín megin og jólagleðina líka! Vantar togara- rnemi á Isafirði ísafirði, 28. des. — Báðir tog- ararnir ísborg og Sólborg, eru hér nú, nýkomnir úr söluferðum til útlanda, ísborg frá Þýzkalandi og Sólborg frá Engandi. Er gert ráð fyrir að þeir fari báðir á veið- ar nú um áramótin, en eins og er, vantar háseta á þá. — Erfiðlega hefur gengið að manna togarana. GK. Jólatónleikar í KVÖDL heldur Ríkisútvarpið opinhera jólatónleika í Dóm- kirkjunni, er hefjast kl. 9. Er efnisskráiu eingöngu helguð ha- tíðlegri músík frá baroktíman- um og skyldum tíma.nótum. — Hljómsveit Ríkisútvarpsins leik- ur undir stjórn Hans Antolitscu, en einleikarar eru dr. Páll L ólfsson, Björn Ólafsson, Karel Lang og einsöngvari Sigurve.g Hjaltested. Fyrst leikur hljómsveitin þrjú lög fyrir strengjasveit eftir Pur cell, þá konsert fyrir fiðlu, óbó og strengjasveit eftir Johan.i Sebastian Bach, en Sigurveig Hjaltested syngur þrjú andleg lög eftir sama við undirleik Páls ísólfssonar. Tvö síðustu verkin eru Ciaconne fyrir orgel eftir Pachelbel og Sinfónía í E-dúr op. 18 nr. 5 fyrir tvöfalda hljóm- sveit eftir Johan Christian Bach. STAKSTEINAR Samkomulaj inu almennt fagnað fslendingur á Akureyri ræðir í forystugrein sinni 22. desember s. 1. um samkomulag framleið- enda um afurðaverðið. Kemst blaðið þá meðal annars að orði á þessa leið: „Almennt er því fagnað, að viðunandi lausn fyrir báða að- ila skyldi finnast á máli þessu. Þó má vel finna á skrifum Fram sóknarblaðanna að þau eru ekki sem ánægðust. Deilurnar <um bú- vöruverðið hugðust þau nota sér til pólitísks framdráttar, enda eru hagsmunir Framsóknarflokks ins þar settir skör hærra en hags- munir bænda eða neytenda." Það er víst alveg óhætt að fullyrða það að leiðtogar Fram- sóknarflokksins áttu sér enga ósk heitari en að illindi héldu áfram um verðlagningu landbúnaðar- afurða. Það hafa alltaf verið ær og kýr Framsóknarmanna að ala á úlfúð milli sveitafólksins og íbúa sjávarsiðunnar. Háskólafyrirlestur um Niels Steensen í kvöld I KVOLD kl. 8:30 flytur dr. Gustav Scherz, prófessor fyrir- lestur í fyrstu kennslustofu Há- skólans um Niels Steensen biskup, sem einnig var mikilvirt- ur og snjall vísindamaður. Nefn- ist fyrirlesturinn „Niels Steen- sen — vísindi og trú“. ★ Dr. Scherz er þýzkur að ætt- erni, en hefir lengst af starfað í Danmörku. Hann er dr. phil. frá Hafnarháskóla, en doktorsritgerð Hjónin skullu á hálkunni og lentu undir leigubíl HJÓN slösuðust í umferðarslysi hér í bænum um jólin. Voru það þau Olga ’Steingrímsdóttir og Ragnar Elíasson, Njörvasundi 20. Hlaut konan meiri meiðsl en maðurinn. Urðu þau undir bíl, eftir að hafa skollið á götuna í flughálku, en bíllinn var stjórn- laus, einnig vegna hálkunnar, er hann rann yfir fólkið. Þetta gerðist á Suðurlandsbraut inni á annan í jólum. Ragnar og kona hans voru að fara yfir brautina, en flughálka var. Vorj þau komin yfir miðja brautina er leigubíl bar að. Voru aðeins 5—6 m á milli fólksins og bíls- ins, er bílstjórinn telur sig hafa séð til hjónanna. Hafi hann gefið hljóðmerki um leið og hann heml aði. Er hjónin urðu hættunnar vör munu þau hafa ætlað að snúa við, en þá skullu bæði í götuna Bíllinn flaug áfram á hálkunm og hjónin, þar sem þau lágu bæði í götunni og fóru bæði inn undii' bílinn án þess að lenda undir hjólunum. Ragnar komst hjálpar laust undan bílnum, er hann nam staðar. Aftur á móti varð að lyfia bílnum til þess að hægt yrði að hjálpa frú Olgu. Hafði hún hloáð mikla áverka í andliti og nef- brötnaði. Ragnar kvartaði um þrautir í mjöðm. Lögreglumaður kom á slysstaðinn nokkrum and- artökum síðar. Farþegar í leigubílnum báru að bílstjórinn hefði ekið varlega og bílstjórinn skýrði frá því, að hann liefði verið á nýjum snjó- hjólbörðum, en ekkert dugði í þeirri flughálku sem var þetia kvölú. hans fjallaði einmitt um Niels Steensen, ævi hans og störf. Þá hlaut hann einnig doktorsnafnbót í guðfræði (honoris causa) í Múnster í Westfalen. — Dr. Scherz hefir hér mjög skamma viðdvöl — kemur í dag og held- ur áfram vestur um haf í fyrra- málið, en hann hefir verið skip- aður prófessor um stundarsakir við Kaliforníuháskólann í Los Angeles. ★ Niels Steensen fæddist í Kaup- mannahöfn 1638 og lézt í Þýzka- landi 1886. Hann var framúrskar andi vísindamaður á ýmsum sviðum og um margt langt á und- an samtíð sinni. Einkum eru fræg afrek hans á sviði líffæra- fræði og jarðfræði, og þá sérstak- lega uppgötvanir hans varðandi byggingu hjartans og vöðvanna og byggingu á starfsemi heilans. — Steensen starfaði alllengi á Ítalíu, mest í Flórens, og þar gerði hann hinar stórmerku upp- götvanir sínar í jarðfræði, sem urðu til þess, að margir vilja telja hann upphafsmann þeirrar vísindagreinar. Steensen var trúmaður mikill, en honum þóttu mótmælendur sjálfum sér sundurþykkir — og árið 1667 gerðist hann kaþólskur. Arið 1675 var hann vígður til prests, og tveim árum síðai tók hann vígslu til biskups yfir Norð- ur-Þýzkalandi. — Hann var af mörgum talinn helgur maður þegar í lifanda lífi — og nú vinna sterk öfl, þ.á.m. sérstakt félag, er ber nafn hans, að því, að hann verði tekinn í tölu helgra manna kaþólsku kirkjunnar. Brennimerktar fyrir- fram Þjóðviljinn heldur áfram að brennimerkja allar viðreisnar- ráðstafanir ríkisstjórnarinnar fyrirfram sem „árásir á alþýð- «na“. Áður en að tillögur ríkis- stjórarinnar í elnahagsmálum hafa litið dagsins ljós hamast Þjóðviljinn gegn þeim á degi hverjum. Kommúnistar nota meira að segja tækifærið til þess að skrifa svæsna árásargrein á ríkisstjórnina í jólablað Þjóðvilj ans. f grein þessari er meðal annars komizt að orði á þessa leið: „Augljóst virðist að rökin gegn afturhaldsbrölti ríkisstjórnar- innar hafi fengið meiri hljóm- grunn en eymdaráróður ráðherr anna. Má ráða það meðal annars af því, að í gær hefur Alþýðu- blaðinu þótt nauðsyn að reyna nýjan tón og taka undir þær rök- semdir sem fluttar hafa verið í Þjóðviljanum hvað eftir annað, að kjör alþýðufólks séu sízt of góð og óhæfa að leggja til að þau verði enn skert“. Það er af þessu auðsætt að Þjóðviljinn óttast það mjög að almenningur muni taka lífsnauð- synlegum viðreisnarráðstöfunum ríkisstjórnarinnar með velvild og skilningi. Ein sit ég úti á steini Þór, blað Sjálfstæðismanna í Neskaupstað ræðir stjórnarskipt- in fyrir skömmu og kemst þar meðal annars að orði á þessa leið: „Síðan hið nýkjörna Alþingi kom saman hafa Framsóknar- menn verið mjög órólegir. Það leynir sér ekki hvað þessum óróa veldur. Framsókn verður nú að láta sér nægja venjulega þing- mannastóla meðan andstæðingar hennar í lýðræðisflokkunum hafa tekið sér sæti i ráðherra- stólunum eftirsóttu. Eflaust eru allir gætnir Framsóknarmenn fyrir löngu búnir að átta sig á því feigðarflani, sem Hermann Jónasson dró flokkinn út í á ár- unum 1955—1958. Framsóknar- menn sætu eflaust ennþá í ráð- herrastólum sínum ef flokksfor- ysta þeirra hefði tekið ábyrga afstöðu til þjóðmálanna á þess- um árum í stað þess að hlaupa í fangið á hinum austrænu kósökkum. Framsókn gerði hin viðkvæmu efnahagsmál íslendinga að póli- tísku leikfangi á þessum árum og i því fór sem fór, að maddaman ^situr nú ein úti á steini“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.