Morgunblaðið - 29.12.1959, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.12.1959, Blaðsíða 8
8 MORCirNTtLAÐIÐ Þriðjudagur 29. des. 1959 Baldvin Jónsson stendur lijá dúnofni utan við' Sylgju. Blóðþrýstingurinn var kominn í 200 Rœtf við Baldvin Jónsson uppfinnanda BALDVIN Jónsson, uppfinn- andi, er landsmönnum löngu að góðu kunnur, ekki sízt þeim, sem hafa æðarvarp og stunda dúntekju. Fyrir fimm árum fann Baldvin upp dún- hreinsunarvél og í fyrra kom á markað endurbætt dúnhit- unarvél, sem hann hefur einnig fundið upp. — Hefur Baldvin smíðað 14 dúnhreins- unarvélar og 6 þeirra hafa verið seldar úr landi, 5 til Kanada og ein til Noregs. Þá eru nú komnir í notkun fimm dúnofnar frá Baldvin. Ný uppfynding Um daginn fréttum við utanað okkur, að Baldvin væri með nýj- ar uppfyndingar á prjónunum. Lögðum við því leið okkar í Sylgju á Laufásveginum til að vita hvers við yrðum vísari. Það er þröngt í Sylgju, dúnofn stendur á gólfi og allar hillur eru fullar af ýmsum tilraunaverk- færum. Baldvin gengur um gólf og spjallar við okkur hinn alúð- legasti. Hann skýrir frá ýmsum staðreyndum er snerta fyrri upp- fyndingar, en okkur finnst annað veifið eins og hann muni jafn- framt vera að hugsa um nýju uppfyndinguna. Fiðurplokkunarvéi — Viltu ekki segja okkur frá uppfyndingunni, sem nú er í athugun hjá þér? — Ég hef verið að athuga möguleika á að smíða fiðurplokk- unarvél, sem gæti reytt fiðrið af fuglinum. Eyjabændur og aðrir, sem hafa tekjur af fugli, verða að plokka hann sjálfir, en það er mikið og erfitt verk, enda eru þeir flestir hættir því. Þeir ham- fletta fuglinn og henda fiðrinu, sem áður var útflutningsvara frá Islandi. Nú er aftur svo komið að fiður er flutt til landsins. Hér væri því full þörf á að bæta úr og hef ég fengizt nokkuð við til- raunir í því skyni. — Hafa fiðurplokkunarvélar verið smíðaðar erlendis? — Já, það hefur verið gert, en þær hafa ekki reynzt vel. Það mun t. d. algengast að kjúkling- ar séu enn handplokkaðir á ali- fuglabúum, því ekki þykir borga sig að nota plokkunarvélar við þá. — Virðist gefa góðar vonir — Ertu kominn langt á veg með þessa vél? — Nei, ég hef teiknað upp nokkur „system", sem mér virð- ast gefa góðar vonir um að hægt sé að endurbæta eldri gerðir stórlega. En þetta er mjög kostn- aðarsamt fyrirtæki, sem ég get ekki hafizt hannda með af eigin ramleik. Ég hef sótt um styrk til fjárveitinganefndar Al- þingis til að vinna að þessari vél, en ég fékk nokkurn styrk frá fjárveitinganefnd er ég var með fyrri vélarnar. Ef ég fæ þennan styrk núna mun ég þegar byrja framkvæmdir, en annars get ég það ekki. Sannast að segja hef ég ekki kjark til að halda þessu áfram nema ég fái styrk út á það. Útdragssamar tilraunir — Hefurðu ekki hagnazt á þeim vélum, sem þú hefur smíð- að til þessa? — Nei. Ég hef selt þær undir kostnaðarverði. Ég hef getað það vegna þess styrks, sem ég hef fengið út á þær. Þessar vélar væru dýrar ef hvert handtak, sem unnið er við þær, væri reiknað. Þá verður einnig að gera mjög margar tilraunir með- an maður er að þreifa sig áfram með eitthvað nýtt, og þær til- raunir eru útdragssamar. Fiðurhreinsun — Hefurðu nokkrar fleiri nýj- ungar í athugun? — Já. Ég hef verið að gera tilraunir með fiðurhreinsun, sem er nauðsynlegt að hafa ef skil- yrði skapast til að ná fiðrinu af fuglinum með sæmilegu móti. Þær fiðurhreinsunarvélar, sem til eru erlendis vilja flestar skemma fjaðurmagnið í fiðrinu, sem er þess dýrmætasti eigin- leiki. Auk þess yrðu fiðurhreins- unarvélar erlendis frá mjög dýr- ar. Ég hef gert tilraunir með fið- urhreinsun eins og ég sagði áð- an, og hafa þær tilraunir gefið mjög góðan árangur að því ég tel. En það tekur langan tíma að fullkomna slíkar aðferðir, því lengi finnur maður eitthvað, sem betur má fara. Verkstæðið til að lifa af Við spyrjum Baldvin nú um eigin hagi og um menntun hans og komumst að raun um að hann hefur gengið á unglingaskóla, en er að öðru leyti sjálfmenntaður. Hann hefur unnið 11 ár á verk- stæði hjá Landssímanum, en hef- ur starfrækt vélaverkstæðið Sylgju síðan 1946. — Hér á verkstæðinu geri ég mikið við saumavélar, utanborðs- vélar og fleira, sem komið er með. Ég hef verkstæðið til að lifa af og maður hefur of lítið getað helgað sig áhugamálun- um vegna brauðstritsins. Maður gleymir sér alveg — Finnst þér ekki erfitt að stunda önnur störí þegar þú ert með uppfyndingu í smíðum? Baldvin er fljótur til svars. — Jú. Maður gleymir sér alveg yfir uppfyndingunni og vildi helzt ekkert annað gera. Þegar ég var með dúnhreinsunarvélina vann ég stundum til 4 og 5 á nóttunni, en svo þurfti ég alltaf að byrja á verkstæðinu kl. átta, því uppfyndingin var óarðbær. Ég gætti hvorki svefns né mat- ar og blóðþrýstinguirnn var kominn upp í 200 áður en varði. Uppfyndingarnar taka hug manns allan meðan verið er að fást við þær. Baldvin segir okkur að lokum frá ýmsum brösum, sem hann hefur staðið í við erlendar ríkis- stjórnir vegna einkaleyfa, en þau mál eru þó öll leyst farsæl- lega, eða í þann veginn að leys- ast. Á leið niður Laufásveginn verður okkur hugsað til þess, hve illa sé nýtt starfsorka mikils hug- vitsmanns, er Baldvin í Sylgju er látinn lifa af því að gera við saumavélar. J. H. A. ^Stubbur' í Bolungavík Laufdalaheimilið Selma Lagerlöf: Laufdala- heimilið. Sr. Sveinn Vík- ingur þýddi. Bókaútgáfan Fróði. Reykjavík 1959. SAGA ÞESSI gerist á öndverðri 19. öld og er hugþekkari fyrir það að hún lýsir ættaróðali skáld- konunnar. Sjónarsvið sögunnar, Laufdalir, er Márbacka út í yztu æsar. Um þær mundir var Már- backa prestssetur og í fátt var lagt af almenningi, nema ráðgazt væri áður við prestinn, og ekk- ert brúðkaup þótti sómasamlegt, nema einhver af Márbackafólk- inu sækti það. Uppistaðan er hér ekki sízt hin vonda stjúpa. Hún kvelur Maju Lísu og bælir. Stjúpan aftrar því, eins og hún frekast hefur vit á, að Maja Lísa og Liljecrona nái saman. Þá er hrekkjabrögð stjúpunnar komast upp, stekkur hún burt frá Lauf- dölum, og fólk í sveitinni heldur, að hún hafi verið skógartröll. — Liljecrona var ákaflega þung- lyndur, og spratt þynglyndi hans af því, að fiðluleikur hans hafði hrundið stúlkunni, sem hann unni, í dauðann. Eftir það afneit- ar hann hljómlistinni. En Maju Lísu verður þess auðið að lækna hann með því að fá hann með lagni til að leika á fiðlu, hætta að flýja það, sem var honum allt. Ást hennar léttir af bölvuninni, sem yfir honum hvílir. Það kemur fram í Laufdala- heimilinu, að Selma telur að- drátt karls og konu fólginn í sál- I rænni þrá og snortnu hjarta. BOLUNGARVÍK, 19. des. — Um síðastliðna helgi var sýning hér í Félagsheimilinu, á sjónleiknum Stubbur, eftir Arnold og Bacn, í þýðingu Emils Thoroddsen. — Leikstjóri var Einar Kristjáns- son Freyr úr Reykjavík. Sýning- in tókst mjög vel miðað við allar aðstæður. Með hlutverk fóru: Halldór Halldórsson, sem lék Stubb, og skilaði erfiðu hlutverki með mestu prýði, Karvel Pálmason, sem aldrei hefur leikið betur hér, Dóra Magnúsdóttir, nýliði á sviði, en reyndist hlutverki sínu vaxin, Ósk Guðmundsdóttir og Ósk Ól- afsdóttir, sem báðar eru sviðs- vanar sýndu báðar góðan leik, Halldór Sigurbjörnsson og Birgir Sigurbjartsson léku báðir me3 ágætum. Halldór B. Halldórsson, Jón V. Guðmundsson, Margét Guðmundsdóttir, Sigurður Bernó dusson, Guðmundur Magnússon, Jónatan Ólafsson og Hálfdán Háífdánsson fóru með smærri hlutverk, en gekk mæta veL Guðbjartur Þ. Oddsson og María Haraldsdóttir önnuðust andlits- förðun. Sveinn J.ónsson var leik- sviðsstjóri. Hvíslari var Hallfríð- ur Jónsdóttir. Leikstjórinn átti sinn góða þátt í sýningunni og tókst vel að samæfa leikendur til þess að sýning þessi færi fram með miklum sóma og til mikillar skemmtunar. Fréttaritari. Sagan er hollur lestur og stingur mjög í stúf við reyfara með lýs- ingum á kynóðu fólki. Dr. Björg C. Þorláksson þýddi bók þessa, en fékk aldrei for- leggjara á kreppuárunum. Ekki þarf að efa, að þýðing dr. Bjarg- ar hafi verið frábær. Þýðing sr. Sveins er viðfelldin. Eigi að síður eru fáeinir hnökrar á þýðingu hans. Ég kann t. d. ekki við að tala um brugghús og brugghús- loft, sem kemur alloft fyrir. Það má m. a. nefna hituhús og hitu- hússloft. Fatabúr (bls. 33) ætti að vera búr, enda nefnir skáldkon- an það: „matbod. Enn þann dag í dag (bls. 44) ætti að vera: enn í dag. Að læra kvæði utan að (bls. 85) og að kunna utan að (bls. 228) ætti að vera: að læra utan bókar og að kunna utan bókar. Hún hafði það á tilfinn- ingunni (bls. 46) ætti að vera: hún fann það á sér. Þýðanda er helzti tamt að rita búin eða bú- inn að, s. s. búinn að klæða sig (bls. 26). Ég kann ekki við orða- tiltækið: í einum grænum hvelli (bls. 70), né súr á svipinn (bís. 44); eða aldeilis hissa (bls. 18 og víðar). Ekki fer vel á að tala um: að ómaka sig (bls. 10) eða upplit á manni (bls. 8). Óviðfelldin setning er þetta: Henni fannst sér rýmkast um hjartað (bls. 129). Prentvillur eru nokkrar, en ekki meinlegar. Þýðandi og for- lag eiga þakkir skildar fyrir að koma bók þessari á framfæri fyr- ir jólin. Einar Guðmundsson. Er þetta koma SUZIE WONG er nýjasta fyrir mynd þeirra enskra stúlkna, sem fylgjast vilja með tízk- unni. Síðan leikritið „Heimur Suzie Wong“ var sýnt í Lon- don, brauzt þar út nýr móð- ur vegna áhrifa leikritsins — þröngir kjólar úr kínasilki með klauf í hliðinum. Á tízku sýningu í London fyrir skömmu voru sýndir þessir fallegu Wong-kjólar (efri myndin) og blómahattarnir (neðri myndin) og gerðu þeir jboð sem skal ? mikla lukku bæði hjá karl- mönnum og kvenfólki, og er það meira en hægt er að segja um margt það, sem fram hefur komið í tízkunni undanfarm ár. Hér á landi kannast menn við Suzie Wong — kínversku stúlkuna sem þjáðist og elsk- aði í Hongkong — saga hennar birtist sem framhaldssaga Morgunblaðsins á sl. ári. Og ef til vill fara íslenzkar stúlk- ur að klæða sig líkt og hún, áður en langt um líður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.