Morgunblaðið - 29.12.1959, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.12.1959, Blaðsíða 20
VEÐRIÐ S.já veðurkort á bls. 2. OTgtmMafcib 289. tbl. — Þriðjudagur 29. desember 1959 Bók Krabbe Athugasemdir eftir Pétur Eggerz á bls. 11. Viscount-vélin Gullfaxi í Syðri Straumfirði. Flugfélagid vill Grænlands- ferðir til almennra farþegaflutninga hefja FLUGFÉLAG ÍSLANDS hefur nú sótt um leyfi til þess að hefja reglubundið farþegaflug til Grænlands. Hefur félagið farið á sjöunda hundrað leiguferðir til Grænlands fyrir danska aðila síð- asta áratuginn og öðlazt mikla reynslu í Grænlandsfluginu. — Flutningaþörfin til Grænlands fer stöðugt vaxandi og félaginu berast nú æ fleiri fyrirspurnir frá ferðamönnum, bæði íslenzk- nm og erlendum, um far til Grænlands. — ★ — I>ess vegna hefur Flugfélagið nú tekið það 'ráð að leita leyfis íslenzkra og danskra stjórnar- valda til þess að hefja ferðir frá Reykjavík til Kuiusuk á austur ströndinni — og Syðri Straum- fjarðar og Narsarssuaq á vestur- ströndinni. Ef leyfin fást er áætl- að að hefja vikulegar ferðir til Kulusuk og Syðri Straumfjarðar I byrjun maímánaðar, en flug- vélar félagsins hafa farið þessa sömu leið vikulega í heilt ár á vegum danskra aðila. Ekkert er ákveðið um ferðir til Narssars- suak. — ★ — Engar reglulegar flugsamgöng- Ur eru nú við Grænland að því undanskildu, að flugvélar SAS á leiðinni Kaupmannahöfn — Los Angeles koma stöku sinnum við í Syðri Straumfirði, en sjaldnast eru þá laus sæti fyrir Græn- landsfarþega. Samgöngur á sjó eru stopular ef undanskildar eru fáeinar skipsferðir frá Kaup- mannahöfn yfir hásumarið og farþegarúm á þessum skipum er mjög takmarkað. — ★ — Flutningaþörfin er hins vegar vaxandi og kemur þar margt til. tJtgerð Dana og ekki sizt Fær- eyinga hefur færzt mjög í auk- ana þar, mikið er orðið um alls kyns byggingaframkvæmdir á Grænlandi, bæði hernaðarlegar og í samhandi við uppbyggingu atvinnuvega Grænlendinga. Og svo eru það kröfur nútímans um bættar samgöngur, því Grænlend- ingar og þá einkum Danir bú- settir á Grænlandi, una því illa hve litlar framfarir hafa orðið á sviði samgangna við Græn- land á sama tíma og samgöngu- tækjunum fleygir fram og sífellt fleiri lönd verða þeirra aðnjót- andi. Og ákafir ferðamenn á meg- inlandi Evrópu ýta svo á eftir. — ★ — Danir hafa hingað til verið mjög ófúsir til að hleypa ferða- mönnum til Grænlands og fyrir því eru margar ástæður. Senni- lega fyrst og fremst óttinn við ■ að slíkt mundi raska ró Græn- lendinga, en jafnframt það, að á Grænlandi eru engin skilyrði til að taka á móti ferðamönnum á sama hátt og í Evrópu, þ. e. a. s. lítið um gistihús og samgöngur innan lands lélegar og víða með hinu frumstæðasta sniði. Engu að síður tókst Flugfélagi Islands að fá leyfi til að fara með nokkra ferðamannahópa til Grænlands til dagsdvalar á síð- asta sumri. Voru þessar ferðir rómaðar mjög, því Grænland er fagurt að sumarlagi, jafnfagurt og það er fráhrindandi í vetrar- hörkunum. - ★ - En ef Flugfélaginu tækist nú að fá leyfi til þess að hefja reglu- bundnar ferðir til Grænlands opnuðust ekki einungis mögu- leikar fyrir íslenzka ferðamenn að skreppa þangað vestur til vikudvalar með tjald og veiði- stöng, því Grænland yrði þá jafnframt komið í beinar sam- göngur við meginland Evrópu. Grænlandsferðirnar yrðu að sjálf sögðu tengdar ferðum Flugfélags- ins til hinna Norðurlandanna, Þýzkalands og Bretlands. — ★ — Allt er hins vegar í óvissu um það hvort Flugfélaginu tekst að 10 0 <f 0 0 0 0-0 0 0 0 0 0 0 0 0~\ Mestíi flóð arsins í nánd EINS og skýrt hefur verið frá í fréttum, gerði flæði mikið í Reykjavík í desem- berbyrjun, svo að langt var umfram hið venjulega. Sérfræðingar hafa vakið athygli manna á því, að nú um mánaðamótin gerir annað flóð eins mikið. Er þeim, sem eignir eiga við sjávarmál á lágum eyrum því ráðlegra að gjalda var- hug við fyllinum nú, sem meiri líkur eru á því að lægð verði á ferðinni nú á þess- um tíma vetrar. Aðalhættan er ef flóðinu skyldi fylgja hafátt. Hátt verður í þegar á morgun miðvikud. 30. þ.m. Mest verður flóðið að morgni gamlársdags, kl. 6,15 í Reykjavík, og svo enn á nýársdagsmorgun. — Sam- kvæmt flóðtöflu rís víir borð sjávar þá 2,86 inetra yfir flæðarmál hálffallins sjávar. 0 0 0,ft 0-i0*0^'0^0^0x0 0 0 0I ryðja þessa braut. Afstaða danskra stjórnarvalda miðast að sjálfsögðu að einhverju leyti við hagsmuni SAS, sem hingað til hefur þó algerlega vísað á bug öllum tilmælum frá Grænlandi um að félagið taki upp sérstakar Grænlandsferðir. Nú horfir hins vegar þannig fyrir SAS, að útlit er fyrir að félagið sitji uppi með töluverðan hluta af flugvéla- kosti sínum. Engir kaupendur fást að DC-7 flugvélunum, sem stóru þoturnar leysa nú af hólmi og hyggst félagið því reyna að koma þeim í notkun hvar sem smuga finnst. Er ekki ólíklegt að Grænlandsflugið komist á dag- skrá hjá SAS í því sambandi. Óttast að skipstjóri á ísafirði hafi drukknað ISAFIRÐI, 28. des. — Sá hörmu legi atburður varð hér á Þorláks- messu að maður héðan úr bæn- um drukknaði við Bæjarbryggj- una. Hét maður þessi Sveinbjörn Benediktsson og var hann for- maður á rækjuveiðabátnum ’Mumma1. Síðdegis á Þorláksmessu fór Sveinbjörn niður í bát smn. Mun hann hafa ætlað að skreyta bát- inn fyrir jólin. Um klukkan 6 um kvöldið var farið að lengja eftir Sveinbirni. Þegar komið var að bátnum, var vél hans í gangi, en Sveinbjörn var hvergi sjáanlegur. Á lestarlúgunni fannst úlpa hans. Helzt hallast menn að því, að 'Sveinbjörn hafi stigið upp á borð Frejas-söfnunin MBL. hafa nú alls borizt rúmar 8 þús. krónur í söfnina til þeirra, sem sárast eiga um að binda eftir flóðið í franska bænum Frejus. Heldur söfnunin áfram. Söfnun- arnefndinni hefir m.a. borizt 10 þús. kr. virði í vörum frá Sam- bandi ísl. samvinnufélaga. Þrír glœsilegir vélbátar að Djúpi Tveir til ísafjarðar og einn til Hnifsdals ÍSAFIRÐI, 28. des. — Þrír bátar komu til hafnar hér á ísafirði nú um hátíðarnar, þar af eiga tveir heimahöfn hér og einn í Hnifsdal. Tveir bátanna komu hingað á Þorláksmessukvöld og höfðu þeir haft samflot alla leiðina. Voru það „Straumnes" og „Mímir.“ — Þetta eru 93 lesta stálbátar, nákvæmlega eins að stærð og útliti. Báðir eru smíðaðir í Brandenburg skipasmíðastöðinni í A-Þýzka- Iandi, en það er borg alllangt uppi í landi. Þaðan var bátunum fleytt niður til Stralsund og síðan var þeim siglt til Kaupmanna- hafnar. — „Straumnes" verður gert út frá ísafirði en „Mímir“ frá Hnífs dal. „Straumnes" er eign „Kög- urs“ h.f. og er formaður félags- ins Matthias Bjarnason hér á Isafirði. Páll Pálsson skipstjóri sigldi Straumnesi til landsins en skipstjóri verður Haukur Helga- son ungur maður héðan úr bæn- um. 6 sólarhringa á leiðinni „Mímir er eign hlutafélagsins í Hnífsdal og er Ingimundur Finnbjörnsson framkvæmda- stjóri þess. Guðmundur Ingi- marsson sigldi bátnum til lands- ins, en skipstjóri verður Karl Sigurðsson í Hnífsdal. Gang- hraði bátanna er rúmlega 10 míl- ur og tók ferðin frá Kaupmanna höfn tæpa sex sólarhringa. Reyndust bátarnir vel. Þeir eru búnir öllum nýjustu siglinga- og fiskileitartækjum og munu hefja róðra næstu daga. Þriðji báturinn sem hér um ræðir kom hingað í fyrradag. Er nafn hans „Guðbjörg“. Báturinn er byggður í Niendorf Ostsee í V-Þýzkalandi. Er þetta 76 smá- lesta bátur smíðaður úr eik. Hann er eign h.f. Hrönn á ísa- firði og er framkvæmdastjóri þess félags Guðmundur Guð- mundsson skipstjóri hér í bæ. Sigldi hann bátnum til landsins og gekk ferðin vel og reyndist báturinn ágætlega. Hann er bú- inn nýjustu siglingatækjum af Simrad-gerð. Ásgeir Guðbjarts- son verður skipstjóri á þessum nýja báti og mun hann fara fyrsta róðurinn nú í kvöld. — Guðjón. stokkinn til að koma fyrir ljósa- skreytingu. Hált var á lunning- unni og líklega hefur Sveinbjörn fallið útbyrðis. Leit var hafin. Á aðfangadag var henni haldið áfram og tóku þátt í henni skátar, félagsmenn úr Slysavarnafélag- inu og sjómenn af rækjuveiða- bátum. Þá var og slætt í höfninni og kafari sendur niður þar sem báturinn lá. Þessi leit bar ekki neinn árangur. Er henni enn haldið áfram. Sveinbjörn Benediktsson var fæddur á aðfangadag jóla 1906. Hann hefur lengi verið búsettur hér í bænum og alllengi stundað rækjuveiðar. Hann lætur eftir sig konu, uppkominn son og fóstur- dóttur unga. Var Sveinbjörn vel látinn hér í bænum. Er mikill harmur kveðinn að ættingjum hans. —GK. Hvarvefna var mikil kirkju- sókn KIRKJUSÓKN hefur verið mjög góð nú um jólin alls stað- ar þar sem Mbl. hefur haft spurnir af henni. Hefur það sízt dregið úr áhuga manna að sækja kirkju að fjórir helgir dagar voru nú í röð. Hér í Reykjavík voru allar kirkjur yfirfullar jóladagana og kirkjusókn víðast hvar góð á þriðja í jólum. Var þetta sam- róma álit presta, er Mbl. náði tali af í gær. f Neskirkju var ágæt kirkju sókn og mikið meiri en í fyrra og mun aldrei hafa verið meiri. — í Dómkirkjunni var kirkjusókn meiri en verið hef- ur í mörg ár.' — í Hallgríms- kirkju var fullt út úr dyrum á aðfangadagskvöld og jóla- dag og ágæt kirkjusókn hina dagana. — í Laugarneskirkju urðu nokkrir frá að hverfa á aðfangadagskvöld. Við þá guðsþjónustu var vígður nýr altarisdúkur, sem konur í kvenfélagi safnaðarins saum- uðu og gáfu í tilefni af tíu ára afmæli kirkjunnar. — í Háteigssókn var messað i Sjó- mannaskólanum og var hvert sæti skipað á aðfangadags- kvöld og vel það og ágæt kirkjusókn alla jóladagana. Þá má geta þess að lokum, að biskupsritari skýrði blað- inu svo frá, að þeir prestar utan af landi, sem hann hefði hitt að máli eftir jólin, hefðu sagt kirkjusókn óvenjugóða nú um þessi jól. Þessa sérkennilegu mynd tók Guðmundur Ingimarsson skipstjóri á „Mími“ af „Straumnesinu“ á Ieiðinni yfir hafið. Eins og myndin ber með sér er „Straumnesið ’ niðri í öldudal þegar hnn er tekin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.