Morgunblaðið - 31.12.1959, Side 8
8
MORCVN BLAÐÍÐ
Fimmtudagur 31. des. 1959
IVIeð Valtý á Mföðruvöllum
„Af hverju eru fjöllin blá?“
IV.
Gunna nunna
VALTÝR Stefánsson hóf nú
frásögnina með því að segja
mér frá Gunnu nunnu:
— Af vinnufólkinu er mér
minnisstæðust Guðrún Guð-
mundsdóttir, sem í daglegu
tali var kölluð Gunna nunna,
því hún átti á tímabili heima á
Nunnuhól, sem er í túninu á
Möðruvöllum og var þurrabúð
1 mínu ungdæmi. Hún var af
Þelamörk, systir Snorra
bónda á Steðja, dugnaðar-
manns sem gekk .á Möðru-
vallaskóla á sínum tíma.
Gunna nunna var víkingur að
burðum og hafði það fram
yfir aðrar vinnukonur að hún
var baggatæk og gat þess
vegna farið í viðlögum út í
sveit að afla sjófangs fyrir
heimilið.
Úr því ég minnist á Gunnu
verð ég að geta þess, að hún
átiti það til að skvetta dug-
lega í sig og fyrir kom að hún
drakk brennivín af slíkum
myndarskap að hún varð lítt
vinnufær, en réðst þá á vinnu-
fólkið, sem henni fannst hafa
misboðið sér á einhvern hátt.
Sérstaklega var mér það minn
isstætt eitt sinn, þegar farið
var að skyggja af hausti, að
hún hafði fengið sér óvenju-
mikið í kollinn og tolldi ekki
í Vesturstofunni, þar sem
kaupakonurnar sváfu. Hún
fullyrti að kölski væri kominn
að sækja sig og var engu tauti
við hana komandi. Þá var
gripið til þess bragðs að sækja
Guðrúnu ömmu til að sefa
hana en Gunna hafði óvenju-
miklar mætur á þeirri gömlu,
góðu konu, taldi hana slíka
mannkostamanneskju — sem
hún líka var. Stundum kom
það fyrir, að Gunna skvetti í
sig við heyskapinn. Ég man
eftir því að Steini ráðsmaður
sagði mér einhverju sinni, þeg
ar vel lá á honum, að Gunna
hefði verið í bindingi á Möðru
vallanesi, sem eru nyrztu
spildurnar á Möðruvallaengj-
um, og gengið svo rösklega til
verks að ekki hafi verið eftir
nema sex tindar í hrifunni
hennar, þegar yfir lauk. Hafði
hún í ölæði trampað á hrífu-
hausnum með fyrrgreindum
afleiðingum. Ekkert skal ég
um það segja, hvernig móttök-
ur hún fékk hjá Stefáni afa,
þegar heim kom!
Heimþrá
Skólastarfið og piltarnir
höfðu auðvitað mikil áhrif á
mig í úppvextinum. Ég segi
piltarnir, því aðeins ein kona
tók próf við skólann. Það var
Jóhanna Jónsdóttir, frá Litlu-
Brekku. Skólinn var eins kon-
ar safngler, þar sem ólíkir
geislar söfnuðust í einum
punkti. Geislarnir voru úr
mörgum byggðalögum lands-
ins og áhrifin frá þeim vöktu
mig til umhugsunar um
margt, sem ég hefði ella látið
liggja milli hluta. Hegðun pilt
anna var mér líka oft og tíð-
um framandleg og hátternið
á ýmsa lund, til dæmis man ég
glöggt eftir því, hversu sterkt
það orkaði á mig og hve undr
andi ég varð, þegar piltar sem
áttu heima í fjarlægum sveit.
um lögðu áherzlu á að komast
heim um jólin og taka á sig
bæði erfiði og jafnvel áhætt-
una af ferðalaginu. Ég skildi
ekki þessa heimþrá og var
sannfærður um, að ástæðan
væri sú, að þeir hefðu ekki
hugmynd um, hve skemmti-
legt væri á Möðruvöllum um
jólin. Skólapiltarnir höfðu
málfundafélag, sem efndi til
umræðufunda á laugardags-
kvöldum. Þar voru rædd mörg
mál, sem vörðuðu almennan
hag landsins og það kom fyr-
ir, að þeir sem höfðu lokið
námi á Möðruvöllum héldu
tryggð við laugardagsfundina.
Man ég sérstaklega eftir Guð-
mundi Friðjónssyni, skáldi á
Sandi, sem var tíður gestur á
þessum fundum og féll Stefáni
afa mínum einkarvel í geð,
vegna afstöðu hans til Vestur-
fara. Oft urðu umræður heit-
ar og tóku kennarar stundum
þátt í þeim, til dæmis Jón
Hjaltalín og faðir minn.
„Merkilegir“ brunar
Það orð lék á, að með stofn
un Möðruvallaskóla hefði
kirkjusókn aukizt hjá séra
Davíð á Hofi. Eins og þú veizt
var Möðruvallaskóli stofnað-
ur 1880. Hann var arftaki
Hólaskóla hins forna, en fyr-
irrennari norðlenzka mennta
skólans. Skólinn var reistur
á „Friðriksgáfu“-grunninum.
„Friðriksgáfa" hafði verið
steinhús á sínum tíma og
Danakonungur gefið fé til
hennar.
Á staðnum hafa orðið marg-
ir „merkilegir" brunar og
varð sá fyrsti, þegar klaustr-
ið brann þar 1316, vegna þess
að bræður fóru óvarlega með
ljós: „-----Auðunn biskup
gaf bræðrum þær sakir, að
fyrir óskynsamlega meðferð
ljóss þess, sem þeir höfðu
drukknir með farið um nótt-
ina, sem þeir komu af Gás-
eyri, mundi hafa lagt upp i þá
refla, sem í kórnum voru, en
sumt niður i skrúðkistu
þá, sem þeir luku upp, því
þar þótti mest upprás elds-
ins“, — segir í sögu Laurent-
íusar Pálssonar Hólabiskups.
Síðar urðu enn nokkrir elds-
voðar á staðnum, amtmanns-
stofur voru tvær og brunnu
báðar, hin fyrri 1826 í amt-
mannstíð Gríms Jónssonar.
Kirkjan á Möðruvöllum
brann 1865 og var það mikill
bruni, auk smábruna, sem þar
urðu á staðnum á þessum ár-
um. Loks brann Möðruvalla-
skóli 22. marz 1902, en á það
hef ég víst minnzt, í bruna-
rústunum fannst öxi ein mik-
il og var þar komin öxi sú,
sem hafði verið notu- við af-
tökuna í Vatnsdalshólum forð
um og hafði hún verið flutt til
amtmannssetursins á Möðru-
völlum og orðið þar innlyksa,
en síðast verið geymd í
geymslukompu á skólaloftinu.
Þrjú hús brunnu ofan af
henni þau ár, sem hún var á
Möðruvöllum, kirkjan 1865,
„Friðriksgáfa" 1874 og skólinn
1902. Eftir það kom hún ekki
undir þak, en lá nokkur ár á
dyrapalili úti fyrir húsdyrum,
þar sem gestir og gangandi
gutu til hennar í laumi ótta-
fullum augum oig vafalaust
hafa einhverjir ferðalangar
kviðrað því að samferðafólki
sínu, að þarna væri tákn dauð
ans í öllu sínu veldi. F.n þetta
var útúrdúr, því við vorum
að tala um skólann.
Það var mikil aðsókn að
honum fyrst í stað, en fljót-
lega dofnaði yfir honum, og
þegar faðir minn varð kenn-
ari við hann 1887 mátti heita,
að allt skólalíf væri í rústum.
Það ár voru nemendur aðeins
sjö í báðum bekkjum og allt
eftir því. Strax og hann kom
að skólanum tókst mikil vin-
átta með honum og Jóni
gamla Hjaltalín, skólameist-
ara, sem var af léttasta skeiði
(f. 1830) og ekki sá öndvegis-
kennari, sem hann hafði ver-
ið í upphafi. Það kom því í
hlut föður míns að hefja mark
vissan áróður um allar jarðir
undir kjöroiðinu: „Skólinn
skal upp!“ Tókst smám sam-
an að blása nýju lífi í þessa
virðulegu stofnun og áður en
langt um leið var hvert sæti
skipað í báðum bekkjum.
Glæddist þá mjög allt félags-
lif og staðurinn tók stakka-
skiptum og óx nú álit hans
með hverju ári sem leið.
Dansað
á föstudaginn langa
Jón Hjaltalín var að eðlis-
fari heldur íhaldssamur og
formfastur maður og vildi
hafa reglu á hlutunum: Dans-
inn á Möðruvöllum þótti mik-
il skemmtun og dró að staðn-
um margt manna á sunnudög-
um. Var þessi skemmtun fræg
um allar sveitir.
Steinunn, móðir Valtýs
Auðvitað hófst dansinn
ekki fyrr en undir kvöld,
enda þótti óhæfa að byrja á
honum áður en messu var lok
ið. Aldrei var þó dansað fram
á nætur, því skólareglurnar
mæltu svo fyrir, að eftir kl. 10
skyldi vera komin á kyrrð á
svefnloftunum. Venjulega um
það leyti sem ballið átti að
hætta og grunsemdir vökn-
uðu hjá Hjaltalín um að pilt-
arnir mundu gléyma sér, brá
hann sér út úr skrifstofu
sinni í „leikihúsið“, eins og
það var kallað, og slökkti þar
Ijós með þeim einfalda hætti
að púa niður í lampaglasinu
með blikkpípu. Á samri
stundu hættu allir að dansa
og yfirgáfu húsið. Enginn
drykkjuskapur var á þessum
skemmtunum og minnist ég
þess aldrei að hafa séð vín á
piltum. Þá höfðu menn meiri
áhuga á kvenfólkinu en vin-
inu. Enginn skortur var á
kvenfólki á Möðruvöllum.
Átta eða tíu stúlkur unnu á
staðnum í sambandi við skól-
ann, þjónuðu og matreiddu
handa piltum og kennurum.
og svo tóku þær stúlkur, sem
verið höfðu kirkjugestir um
daginn, þátt í dansinum, en
hitt þekktist ekki að þær
kæmu aðeins til að dansa.
Held ég það hafi verið arfur
frá gömlum tíma. Þá lifðu
menn eftir því boðorði á ís-
landi að gjalda keisaranum
það sem keisarans er og guði
það sem guðs er.
Dansinn var afskaplega vin
sæll hjá fólki og var alltaf
dansað á messudögum, nema
þegar sérstaklega stóð á.
Margrét Jónsdóttir, mágkona
mín, sagði mér einhverju
sinni, að hún hefði verið send
til séra Davíðs að fá hans sam
þykki til þess, að kirkjugest-
ir mættu slá upp balli eftir
messu á föstudaginn langa.
Veitti prestur leyfi til þess.
En mönnum var svo þungt í
skapi út af þessu, ekki sízt
föður mínum, að Margrét-
sagðist hafa heitið því með
sjálfri sér að biðja aldrei aft-
ur um leyfi til að dansa á
föstudaginn langa.
V.
„Fjaðrahatturinn“
— Þú hefur sagt mér frá
því Valtýr, að þú hefðir séð
þá félaga Steindór og Ölaf
Davíðsson heima á Möðruvöll-
um eftir að báðir voru dauðir.
Sástu stundum svona sýnir?
— Það kom fyrir. En ég vil
helzt sem minnst um það tala.
Af því þú ert svo ágengur,
skal ég samt minnast lítillega
á tvö eða þrjú atriði til við-
bótar. Góðkunningi minn,
Ólafur Jónsson frá Leysingja-
stöðum í Þingi, fylgdi mér tll
Akureyrar í júní 1926. Þá var
ég á ferðalagi um Skagafjörð
og Eyjaf jörð til að athuga um
útbreiðslu vikublaðsins Isa.
foldar. Ólafur var dálítið
hreyfur. af víni. Er við vorum
komnir inn undir Mýrarlón,
sá ég ekki betur en karlinn
væri kominn með einhvern
furðulegan höfuðbúnað og
líktist þetta helzt fjaðrahatti.
Einkennilegt var það, að ljós-
trefjarnar veittu viðnám og
fylgdu ekki líkamanum, þegar
hann hossaðist á hestinum.
Karlinn reið með þetta aftan
úr höfðinu alla leiðina inn að
Bændagerði, en þangað er að
minnsta kosti fimm kílómetra
leið. Það var kyrr júnínótt um
lágnætti, þokuslæðingur, en
góð birta, og þegar við riðum
í hlað í Bændagerði, kom
fjallakast úr Glerárdalnum
og eyddi þunnri slæðunni.
Með henni hvarf „fjaðrahatt-
ur“ Ólafs.
Þegar ég dvaldist í Kaup-
mannahöfn 1916, upplifði ég
nokkra undarlega hluti, sá t.d.
Ijóta sýn eina nóttina, þegar
við vorum saman Davíð Stef-
ánsson og röbbuðum fram
undir morgun um heima og
geima. Þegar ég hef spurt
Davíð um það síðar, hvort
hann myndi eftir þessu, hefur
hann neitað því, enda líklegast
haldið að ég hafi verið að
grínast eða þá ekki með öll-
um mjalla. Mér leiddist þetta
og fór til læknis og sagði hon-
um allt af létta og meðal
annars að ég hefði það ráð
eitt við þessum „sjúkdómi" að
drekka mig kenndan: „Það er
alger óhæfa", sagði læknir-
inn, „Þér verðið þá alltaf að
vera undir áhrifum!“. Svo gaf
hann mér einhverja mixtúru,
Valtýr með föður sínum. Hann
þorði ekki að vera einn á
myndinni — hélt hann
mundi meiða sig!
sem gerði auðvitað lítið gagn,
en þetta var allt svo ómerki-
legt, að við skulum ekki vera
að eyða tímanum í að tala 'um
það.
Faðir minn var afskaplega
næmur á öllum sviðum. Hann
sagði mér, að hann hefði
aldrei séð neitt, en heyrt hafði
hann aftur á móti ýmislegt.
Má segja að hann hafi þjáðst
af ofheyrn. Þegar ég var í for-
eldrahúsum, vaknaði hann
einhverju sinni við það, að
honum fannst heimilisfólkið
tala um, að móðir hans væri
dáin og þegar hann sá hana
í fullu fjöri um morguninn,
ætlaði hann ekki að trúa sín-
um eigin augum. Mér virðist
þetta ofnæmi, sem var aðvitað
heldur óþægilegt á köflum,
hafa haft svipuð áhrif á hann
og sýnirnar á mig, þó með
ólíkum hætti hafi verið. Það
er mikið lagt á ungan dreng
að fá sönnur fyrir því að hann
geti ekki trúað sínum eigin
augum. Hann fer að óttast um
andlegt heilrigði sitt. Þegar ég
stálpaðist, tók faðir minn eftir
því, að ég var langa stund
hugsi og ólíkur öðrum börn-
um og eins og úti á þekju.
Ég sagði honum eins og var,
að allt sem ég heyrði frá öðr-
um, sæi ég í huganum og gæti
gert mér nákvæma grein
fyrir því. Hefði þetta alltaf
svo verið. Faðir minn bað þá
Ólaf Davíðsson að prófa mig
og ganga úr skugga um, hvort
ég væri við góða andlega
heilsu. Ólafur valdi þá aðferð,
að segja mér frá einni af ferð-
um sínum til Akureyrar og
þegar hann hafði tæpt á
henni, reyndist mér auðvelt að
lýsa henni fyrir honum.
Þannig hefur þetta alltaf ver-
ið, að ég „sé“ frásagnirnar um
leið og ég heyri þær. Er ekki
ólíklegt að það hafi hjálpað
mér í blaðamannsstarfinu
síðar.
Á þúfunni
Hallgrímur Sigtryggson,
fulltrúi hjá Sambandinu, var
mikill vinur minn í gamla
daga, og var þá kallaður
Grímsi. Einu sinni stríddi ég
honum á því, að ég væri miklu
merkilegri maður en hann:
„Eg hef séð geislabaug kring.
um höfuðið á mér, en ekki
þér“, sagði ég ertnislega.
Þannig stóð á; að einhverju
sinni síðsumars, þegar kýrnar
voru farnar að ganga á tún-
inu, var ég með Grímsa í tún-
jaðrinum og þá fannst mér
allt í einu eins og ég sæi
geislabaug fyrir ofan mig.
Sólin var í Staðarskarði og
varpaði skuggum okkar
drengjanna niður í Syðri-
Akramýrina. Ég hafði staðið
uppi á lítilli þúfu og sagði nú