Morgunblaðið - 31.12.1959, Síða 13
Fimmf»<íacnir 31 1959
jfrtBcrnvnr inifi
13
Lag eftir Scliuberl
1>AÐ hafði verið ofsaveður milli
jóla og nýárs. Járnbrautarlestirn
ar sátu fastar í margra metra há-
um sköflum; og dögum saman
tepptist öll umferð um þjóðveg-
ina. Enginn vogaði sér ótilneydd-
ur út fyrir dyr í jólaheimsóknir,
og ég var hættur við að efna
gamalt loforð um að dveljast
nokkra daga um jólin hjá göml-
um vini, sem bjó á dálítið róman-
tísku, hrörlegu óðalssetri á Norð-
ur-Jótlandi. Ég hafði ekki komið
þangað lengi. I>ó að við hefðum
um nokkurra ára skeið í æsku
verið óaðskiljanlegir, höfðu lífið
og öriögin hagað því svo, að leið-
ir okkar skildu, og við bjuggum
nú hvor í sínu landshorni, áttum
hvor sína kunningja og sín áhuga
mál. Á undangengnum árum höfð
um við annað veifið reynt að
endurnýja samband okkar, en
alltaf varð eitthvað til að hindra
þetta, svo að ekkert varð úr
framkvæmdum.
En þá bar svo við, að þessi sí-
vinnandi, dálítið fáláti pipar.
sveinn tók á sig rögg og gifti sig.
Og hlýlegt heillaóskabréf til
þeirra beggja frá mér, varð til
þess, að við endurnýjuðum sam-
band okkar, sem virtist verða
traustara en nokkru sinni. Okkur
kom saman um, að ég heimsækti
þau um sumarið, en því varð að
slá á frest, og ekkert varð úr heim
sókn um haustið vegna annríkis.
En þá var ákveðið að gera úr
þessu jólaheimsókn, sem stæði
fram yfir nýár með öllu, sem því
fylgdi. Og nú átti að láta verða
af þessu.
Og síðan versnaði veðrið svo
mjög, að ekki varð betur séð en
þessu yrði að fresta einu sinni
enn. En þriðja í jólum birti upp,
og þá hringdi siminn; þau bjugg-
ust' við mér næsta dag. Þennan
dag komust lestarferðirnar i samt
lag, og næsta dag hlaut að falla
ferð til norður-józka bæjarins,
þangað sem þau voru vön að
sækja gesti sína.
Og það stóð heima. Þykkt snjó
lag var á gömlu linditrjánum í
skrúðgarðinum, svo að endarnir
á greinunum dýfðust niður í sef-
og reyrþykknið í virkisgröfinni.
Veðurbitið, gamalt óðalssetrið var
líka tilkomumikið, þar sem það
blasti við augum, og snjóbreiðan
á þakinu glitraði í sólskininu.
Reykur liðaðist úr reykháfnum
upp í tæran, bláan himininn,
þegar sleðinn stöðvaðist fyrir
framan dyrnar. Tröppurnar voru
þaktar einiberjalyngi, og yfir úti-
dyrunum hékk grenisveigur með
löngum grenikönglum. Hér voru
jól. Það gat ekki leikið nokkur
vafi á því, að hér voru jól. Og
þegar dyrnar opnuðust, barst að
vitum mínum notalegur greniilm
ur, og hjónin stóð þarna hlið við
hlið hýr á svip og buðu mig vel-
kominn.
Og nú var komið kvöld. Þykk
gluggatjöld voru dregin fyrir háu
gluggana; eldurinn á arninum
snarkaði kyrrlátlega og fyllti stof
una birkiangan, seni varð undar-
lega áfeng, er hún blandaðist
greniilminum.
Sumir þurfa vel útilátið glas af
víni, góðan vindil eða hamborgar
hrygg soðinn í búrgundarvíni til
þéss að verða einlægir og opin-
skair. En ekkert slíkt hefði getað
rifjað upp fyrir okkur á svo Ijós-
an og lifandi hátt allt samneyti
okkar í æsku að sama marki og
ilmurinn og hátíðablærinn, sem
umvafði hægindástólana fyrir
fr'aman arininn. Og allir viðburð-
ir og barátta undangenginna ára
hurfu í skuggann, svo að við vor-
um að nýju tveir ungir vinir,
sem lifðum lífinu í sama heimin-
urri ög áttum sömu glæstu draum-
ana. Hárið var reyndar tekið að
grána, hrukkurnar á enninu orðn
ar dálítið dýpri, og munnsvipur-
inn bar ekki lengur vott um
trúnaðartraust öllu heldur vor-
kunnláta kaldhæðni, en andinn
var eins ungur og leitaði útrásar
iaf sama óbrigðula trúnaðar-
traustinu og fyrir nærri 20 árum.
Og síðan rann auðvitað upp sú
stund, þegar varð að segja það.
Fyrrum áttum við allan trúnað
hvor annars; og nú ætluðum við
aftur að hafa það svo. Ef til vill
hefir augnaráð mitt verið ofur-
lítið fjarrænt annað veifið, en ég
vona, að hann hafi ekki tekið eft-
ir því, þar sem við sátum í rökkr-
inu. Vissulega brann ein spurning
á vörum mér: Hvernig átti það
sér stað? Hvernig fann hann
hana? Hann, sem hafði lifað
í undarlega einmannalegum
draumaheimi, síðan leiðir okkar
skildu, hvernig hafði hann fund-
ið þessa dásamlegu veru, sem
virtist sköpuð til að skipa sæti
húsfreyju í þessari gömlu þyrni-
rósahöll.
Hann sat og var að spjalla um
elskulega gamla prófessorinn
P.C.V. Hansen, skakka hálsbind-
ið hans og lafandi neðri vörina,
sem sennilega hafði byrjað að
slapa, af því að hann notaði hana
alltaf til að þurrka krítina af
fingrunum á sér. — Og þegar
hann tók sér málhvíld andartak
til að leggja nýtt skíði á eldinn,
heyrðust tónar frá flyglinum í
músíkstofunni; og skömmu síðar
hljómaði Litanei eftir Schubert
um stofurnar.
Við sátum þögulir ofurlitla
stund; en þegar tónverkinu var
lokið, og tónarnir höfðu smogið
á burt bak við gluggatjöld og
dyratjöld og aftur var orðið
kyrrt, þá sagði ég: Hvernig átti
þetta sér stað?
— Já, ég hefi hugsað mikið um,
hvort ég ætti að segja þér það,
því að ég hefi allt síðan þetta
varð, þjáðst af samvizkubiti gagn
vart þér. En nú verð ég að segja
það, af því að ég get blátt áfram
ekki afborið lengur að þegja yfir
því.
Manstu eftir því, þegar við
kvöld nokkurt seint í maí geng-
um eftir hafnarbakkanum á
Löngulínu. Það úði og grúfði af
ljósum í höfninni, og sífelld og
tíð högg fallhamranna hljómuðu
frá skipasmíðastöðinni. Við vor-
um að labba og tala um konur —
það varst þú, sem byrjaðir — það
var nærri alltaf þú, sem brydd-
aðir á því umtalsefni. Og við vor
um mjög ungir og mjög barna-
legir; og við röbbuðum um,
hvernig hún ætti að vera; og ég
held, að við höfum verið nokkurn
veginn sammála. Þú sagðir nokk-
uð, sem hefi aldrei getað gleymt,
það var eitthvað, sem þú hafðir
lesið hjá Gunnar Engberg: „Það
skiptir engu máli, hvort hún er
falleg eða ekki, en hún verður
að vera yndisleg“. Og síðan bætt-
ir þú við af allri þinni lífs-
reynslu: En ef hún er falleg, má
hún ekki vita af því sjálf.
Þessi orð hafa geymzt í huga
mínum öll þau ár, sem liðin eru
síðan, og þegar ég hefi hitt ungar
stúlkur — og ég hefi hitt töluvert
margar eins og þú getur skilið —
þá hefi ég notað þessi orð sem
mælikvarða á þær. En ég fann
enga, sem í mínum augum var
yndisleg. Og ef þær voru það,
voru þær líka fallegar — en vissu
af því sjálfar. Ég héfi oft spurt
sjálfan mig, hvort ég væri kröfu-
harður, hvort ég krefðist ein-
hvers, sem ég gæti ekki fengið.
En nú lofa ég hamingjuna fyrir,
að ég skyldi hafa þessa mæhstiku
til að miða við, svo að ég tók
engri með þökkum fyrr en sú
rétta kom.
Þú manst efthr henni Jóhönnu
gömlu frænku þinni, sem þú
bjóst hjá við Ole Suhrsgötu . . .
— Ja hérna, henni Kristínu
gömlu Eiturtungu, er það hún,
sem hefir . . .
— Nei, sagan er sennilega
hversdagsleg, en ekki eins hvers-
dagsleg og þú heldur. — Þú hlýt
ur að muna, hvað hún var góð
við mig, þegar ég kom og heim-
sótti þig á þeim árum, sem við
vorum við nám. Ég bjó líka einn
í herbergiskytru og átti engan að
til að hjálpa mér með fötin mín
óg annað slíkt; og þar hljóp hún
undir bagga, þó að hún hefði
sannarlega nóg með þitt. Vegna
þessa bauð ég henni hingað fyrsta
sumarið, eftir að ég hafði tekið
óðalsetrið í mínar hendur, og síð
an hefir hún dvalizt hér töluvert.
Og það hefir alltaf verið svo
notalegt að hafa hana hérna.
— Já, en hvernig gazt þú verið
í friði fyrir hjónabandsáætlunum
hennar?
— Jú, er það ekki einkenni-
legt, að henni fannst ekkert at-
hugavert við, að ég væri pipar-
sveinn, þó að hún velti því ber-
sýnilega fyrir sér dag og nótt,
hvernig hún ætti að koma þér
í hjónabandið. Miklu fremur hef-
ir hún varað mig við konum; og
henni fannst, að hvorki ég né
setrið þyrfti á húsfreyju að halda.
Þegar hún var hér, gegndi hún
því hlutverki, og hvers vegna
þurfti ég þá að fá einhverja aðra?
Smásaga
eftir
J. Plov
— Nei, hún hefir aldrei ónáðað
mig með því; og ég hefi oft hugs-
að um, hvort hún hafi álitið, að
ekki væri hægt að telja nokkra
unga stúlku á það að giftast mér.
Eða kannski áleit hún, að ég yrði
sjálfur að sjá um þau mál, úr
því að ég var ekki bróðursonur
hennar.
En skömmu fyrir jólin í fyrra
fékk ég bréf frá henni, þar sem
hún skrifaði, að nú hefði hún
fundið rétta konu handa þér . . .
— Handa mér?
— Já, handa þér! Hún skrif-
aði, að hún hefði einu sinni svar-
ið, að hún skyldi finna réttu kon-
una handa þér, þó að hún yrði
að „grafa“ hana upp úr jörð-
inni . . .
— Ó, Guð minn góður, ég get
heyrt hana segja „grafa“ með
mjög löngu og flötu a-i.
— Já, og nú hafði hún hitt
þessa ungu stúlku. Og frænka
vildi sömuleiðis „grafa" upp úr
jörðinni mann handa henni, ef
ekki væri annars úrkosta. Og svo
lýsti hún ungu stúlkunni: hún
var grönn og vel vaxin, fjörug,
glaðlynd og spilaði og söng eins
og engill. Hún saumaði frábær-
lega vel út, óf dásamlegar ábreið-
ur, bjó til stórkostlegan mat og
kunni að gera heimili smekklegt
og notalegt. Hún var viðförul,
talaði þrjú erlend tungumál og
bar skynbragð á bókmenntir og
listir. Hún elskaði börn og blóm
og hefði verið vís til að gefa
einu skóna, sem hún átti, ef ein-
hver hefði þurft þeirra með.
En karlmenn sögðu, að hún
væri ljót! Frænka gat nú ekki
komið auga á þetta, og henni
fannst, að unga stúlkan væri á
vissan hátt áðlaðandi, Svo að
manni gleymdist, að andlitsdrætt
ir hennar voru ekki eins reglu-
legir og venjulega er átt við, þeg-
ar talað er um fagurt andlit, og
frænka gat ekki skilið, hvers
vegna karlmenn hópuðust ekki
utan um hana. Hún var rúmlega
þrítug og hana langaði til áð eign
ast heimili og eiginmann, sem
hún gæti umvafið elsku sinni. Og
frænka ætlaði að útvega henni
eiginmann. Og þú hafðir orðið
fyrir valinu!
Og ég átti að hjálpa henni við
þetta. Hana langaði að koma í
heimsókn hingað a jólunum og
taka ungu stúlkuua með sér, og
svo átti ég að bjóða þer án þess
að segja, hvað væri á seyði. „Jól-
in gera menn svo blíðlynda",
skrifaði frænka, „að Vilheim hlýt
ur að láta undan í þetta sinn‘.
Eins og þú manst skrifaði ég
þér og bauð þér hingað, hlýlegar
og innilegar en nokkru sinni fyrr.
Og frænka skrifaði þér líka. Og
þú lofaðir að koma á annan í
jólum. Frænka og Vibeke komu
nokkrum dögum fyrir jól; og
frænka hófst strax handa um að
undirbúa jólin. Þú þekkir
frænku, þegar hún hefst handa
um eitthvað. Ég var vissulega
vanur því; en það var eins og
eitthvað nýtt hefði komið til sög-
unnar. Það var ekki aðeins um að
ræða matargerð og annað þess
konar umstang heldur voru svo
margir smáhlutir í stofunum, sem
voru teknir til hangargagns —
hlutir, sem aldrei hefði hvarflað
að frænku að líta á. Það var
Vibeke, sem fór sér að engu óðs-
lega og fékkst við hitt og þetta,
kom auga á horn, sem var dap-
urlegt og snautt og gerði það í
einu vetfangi svo aðlaðandi, að
mann langaði til að setjast þar.
Á liðnum árum hafa svo sann-
arlega orðið á vegi mínum ýms-
ar konur, sem langaði til að gera
heimili mitt notarlegra — og
framar öllu með því að setja sinn
svip á það. Til þess að koma í
veg fyrir nokkurn misskilning,
sagði ég þegar fyrsta kvöldið við
frænku: Segðu mér nokkuð: veit
ungfrú Wulff, hvað á að gerast
hérna, og hver er tilgangurinn
með komu Vilhelms?
— Já, auðvitað, sagði frænka;
hún gerir reyndar gys að þessu,
en hún hefir fallizt á að taka
þátt í gamninu. Og ég vona, að
þú hafir ekkert á móti því, að
hún lagfæri ofurlítið i stofunum.
Hún getur ekki stillt sig um það;
og Vilhelm getur haft reglulega
gott af því að sjá, hvernig heim-
ili lítur út, þegar hún fær að
bæta ofurlítið um.
— Og sussu nei, sagði ég; og
svo fór ég að hátta, um leið og
ég velti því fyrir mér, hvort
frænku hefði alls ekki dottið sá
möguleiki í hug, að ég gæti einn-
ig komið auga á, hvers virði konu
hönd var — hönd þessarar konu.
Aldrei fyrr hafði mér fundizt ég
vera jafn hvorugkenndur í hönd-
um frænku og þá.
En, Vilhelm ,ég bið þig að
trúa mér, þegar ég segi að ég
gerði allt, sem í mínu valdi stóð
til að vera áfram hvorugkyns
mitt í öllum undirbúningnum að
komu þinni, öllum þessum undir-
búningi ,sem af hálfu frænku var
löng keðja af vel skipulögðum
gildrum sem voru vandlega dul-
búnar og gerðar af nærri djöful-
legri uppfinningasemi. Þáttur Vi-
beke í þessu — það sá ég strax
— var að leika hlutverk sitt bros-
andi. Og þegar hún annað veifið
varð niðursokkin í eitthvað var
það mjög greinilegt, að sjálft við-
fangsefnið hafði vakið áhuga
hennar, en vélræði frænku voru
henni fjarlæg og óviðkomandi. í
ákafa sínum lét frænka oft og
tíðum skína allt of greinilega í
áorm sín, þá leit Vibeke bros-
andi til mín, og ég fann til und-
arlegrar sektartilinningar gagn-
vart þér, að því að mér fannst
að ég hefði farið á bak við þig og
frænku og væri á laun í vitorði
með tilvonandi eiginkonu þinni.
Og þá stóð ég alltaf á fætur og
fór, því að í öllu þessu var eitt-
hvað, sem ég vildi spyrna gegn.
Framh. á bls. 14.
, , , /
K-jlecilecjt nýar !
T O L E D O
MiJ , , , I
Cjlealegt niýar l
Þökk fyrir viðskiptin
á liðna árinu.
Verzlunin VEGt'R.
u . , , j
K-jleoileýt nijarí
með hökk fyrir viðskiptin.
Sigurður Kjartanssoa
Laugavegi 41.
rp a , ,, j
K-jleoilegt nýar!
Veið imaðurinn.
/
| (jle&ilecjt nýár l
Reiðhjólaverksmiðjan
Ö R N I N N
i'/ / " I
jleóilecjt nijar!
H.F. DVERGUR
Hafnarfirði.
/
(°f U L , . ,
Ljlealecjt nýar!
KJÖT & ÁVEXTtR.
/?/ t.f f .. / j
K-jleoilecjt nýar! «
Verzlunin LUNDUR.
5 rj u , ,, r
z \-jleoiieýt nijar!
Verzlunin JENNÝ.
Cj!eoi!('ýt mjdr1
/
tío o
ooL
OOOd
J Qi4
rúði*
rfif , ., /
K-fleoilejt nýar!
Hljóðfæraverzlun
Sigríðar Helgadóttur
Vesturveri.
Pf {.( , . . /
C-jleoilecjt ntýar!
Húsgagnaverzlun
Kristjáns Siggeirssonar.