Morgunblaðið - 05.01.1960, Blaðsíða 10
10
MORCVNBLAÐ1Ð
ÞriSjudagur 5. Jan. 1960
nroðMttMofri
r
Otg.: H.f. Arvakur Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Lesbók: Arni Óla, sími 33045.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Asknftargald kr 35,00 á mánuði innamands.
1 lausasölu kr. 2.00 eintakið
AUKIÐ FRELSI OG BETRI LÍFSKJÖR
STJÓRNMÁLALEGT frelsi
er hyrningarsteinn lýð-
ræðisins og er hverjum
einstaklingi miklu meira virði,
en menn gera sér almennt grein
fyrir. Það er ekki fyrr en þjóðir
lenda í þeirri ógæfu að missa
þetta frelsi, sem fólki verður
fyrst vel ljóst, hve það er dýr-
mætt. Og þá vilja skyndilega
margir friðsamir borgarar leggja
lífið í sölurnar fyrir það.
Efnahagslegt frelsi
En það eru til mörg milli-
stig milli þess að njóta full-
komins frelsis og missa það
alveg. Á síðari árum hefur
sifellt fleirum á Vesturlönd-
um orðið ljóst, að stjórnmála-
legt frelsi getur aldrei orðið
fullkomið, ef ekki fylgir jafn-
framt frelsi á sviði efnahags-
mála.
Ef einstaklingar, starfshópar
og stéttir þurfa alltaf að sækja
eitt og annað undir pólitískt
skipaðar nefndir og ráð, þá get-
ur ekki hjá því farið, að hinir
opinberu aðilar fái meiri völd og
áhrif, en heilbrigt getur talizt.
Fyrir utan allmargar skipulags-
Og þjónustugreinar, sem tví-
mælalaust eiga að vera í hönd-
um hins opinbera, á hlutverk þess
fyrst og fremst að vera fólgið í
fjölþættu eftirlitsstarfi, til þess
að gæta þess að borgararnir fari
eftir heilbrigðum settum reglum,
og að hinir fáu, sem hafa inn-
ræti til að sýna óheiðarleika í
réttlátu þjóðfélagi, fái ekki tæki-
færi til að misnota frelsi sitt.
Þetta hlutverk hins opinbera
er augljóslega geysi mikilvægt,
en verður aldrei rækt sem skyldi
meðan verið er að vasast í verk-
efnum, sem einstaklingarnir eru
miklu færari um að gegna. Ef
heilbrigð athafnaþrá þeirra er
skert er það áfall fyrir allt þjóð-
félagið. Efnahagurinn og frelsið
bíða hnekki.
ENGIN STJÓRN
ÞJÓÐ
r
Iútvarpsávarpi sínu á
gamlárskvöld ræddi Ólaf-
ur Thors, forsætisráð-
herra, fyrst og fremst um þróun
efnahagsmálanna á undanförnum
árum og þá erfiðleika, sem þjóð-
in ætti við að búa á því sviði
nú. Hann upplýsti, að íslending-
ar hefðu sl. 5 ár eytt 1000 milljón
um króna meira en þeir öfluðu,
og greitt þennan halla á búskap
með erlendum lánum.
Af þessu leiddi meðal annars
það að möguleikar þjóðarinnar
til þess að fá hagkvæm erlend
lán til nauðsynlegra fram-
kvæmda væru nú sáralitlir.
Forsætisráðherra ræddi einn-
ig um þær leiðir, sem til greiná
kæmu til lausnar vandanum.
Hann fullyrti ekkert um það,
hvaða leið yrði valin. En hann
lýsti því yfir að ríkisstjórnin
væri „einhuga um stefnubreyt-
ingu“.
Forsætisráðherra . komst síðan
meðal annars að orði á þessa
leið:
,En hvað sem þessu líður, má
engin stjórn blekkja þjóð sína,
skirrast við að horfast í augu
við staðreyndir, víkja sér undan
Breytt efnahagskerfi
Öllum íslendingum mun Ijóst
vera, að langt er síðan hér hefur
ríkt frelsi á efnahagssviðinu.
Þrátt fyrir það hafa orðið miklar
framfarir, en óvenjulegar aðstæð-
ur á ýmsum sviðum hafa átt
verulegan þátt í þeim. Nú getum
við hvorki búizt við né æskt
þess, að þessar óvenjulegu að-
stæður verði áfram fyrir hendi.
Nú verðum við að fara að takast
á við erfiðleikana óstuddir og
dugir ekkert minna en að koma
á breyttu efnahagskerfi, ef sigur
á að vinnast. Það verður að
byggjast á viðskipta- og fram-
kvæmdafrelsi, því að haftaleið-
irnar hafa allar verið reyndar.
Höftin eru að hverfa
1 þessu sambandi verðum við
einnig að muna, að heimurinn er
ekki sá sami og hann var fyrir
10 árum. Allar nágrannaþjóðir
okkar sigla hraðbyri til frjálsra
viðskipta, og gömul höft og bönn
hverfa eins og dögg fyrir sólu.
Lífskjörin fara batnandi með
hverju ári og á hin nýja skipan
mála hvað mestan þátt í því.
íslendingar mega ekki dragast
aftur úr öðrum þjóðum. En til
þess að svo verði ekki þurfa að
eiga sér stað skjótar og gagn-
gerðar breytingar. Við megum
ekki einangrast vegna heimatil-
búins ófrelsis, heldur þurfum við
að fylgja nágrönnum okkar á
hinni nýju braut frelsisins, sem
þeir hafa markað.
Enginn kærir sig um að sitja
uppi með fullar hendur af einsk-
isverðum peningum. En það er
mikilsvert að geta keypt vörur
þar sem þær eru beztar og ódýr-
astar.
Þetta er aðstaða, sem verið
er að veita nágrannaþjóðum
okkar og Islendingar mega
ekki fara á mis við þau bættu
lífskjör, sem aukið frelsi á
efnahagssviðinu veitir.
MÁ BLEKKJA
SÍNA
vandanum, hliðra sér hjá að
glíma við örðugleikana, kveinka
sér við að gera nauðsynlegar ráð-
stafanir. Engin stjórn má leyna
því á hættutímum hvernig kom-
ið er, breiða yfir óþægilegar
staðreyndir reyna í lengstu lög
að leyna háskasamlegri þróun,
skjóta úrræðum á frest til að forð
ast óþægindi fyrir sjálfa sig“.
Undir þessi ummæli forsæt-
isráðherrans hljóta vissulega
allir hugsandi menn hvar í
flokki sem þeir standa, að
geta tekið.
Villa V-stjómarinnar
Vinstri stjórnin sáluga gerði
sig hins vegar seka um þá tvö-
földu villu að segja þjóðinni það
í fyrsta lagi, að hún ætti næg ný
úrræði til lausnar efnahagsvanda
málum hennar, og í öðru lagi að
dylja hana sannleikans um á-
standið eftir að augljóst var orð-
ið að hún átti engin úrræði. Þessi
villa vinstri stjórnarinnar eru
vissulega víti ti! að varast Er
vel farið, að núverandi ríkis-
stjórn hyggur ekki á sömu vinnu-
brögð.
UTAN UR HEIMI
Frá saltvinnslu við Dauðahafið
Leitað oð Sódómu og Gómorru
— á botni
Dauðahafsins
D ANDARÍSKI fornfræðing-
urinn Allen Vincent,
landi hans, Melvin Rezzie og
prófessor Barwood frá Kan-
ada hófu nýlega rannsóknir
við suðaustur-strönd Rauða-
hafsins — en tilgangur þeirra
rannsókna er að freista þess
að finna leifar „syndaborg-
anna“ Sódómu og Gómorru,
sem frá er sagt í Biblíunni og
drottinn tortímdi vegna spill-
ingar þeirrar er þar ríkti. •
• Sukku 1900 f. Kr.
Samkvæmt sögnum eiga þess-
ar borgir, á.samt þrem öðrum,
að hafa „sokkið“ í Dauðahafið
eftir mikla landskjálfa og neð-
anjarðarsprengingar kringum ár-
ið 1900 f. Krist. — Þeir félagar,
sem fyrr er getið, eru allir þjálf-
aðir kafarar (froskmenn), og er
það fyrsti þáttur rannsóknanna,
að hver þeirra „tekur fyrir“ nokk
urt svæði við ströndina og kafar
þar í leit að hinum löngu týndu
syndabælum. — Vatnsflötur
Dauðahafsins liggur mjög lágt,
eða 35 metru undir haffleti —
og strendur þess eru lægstu
byggðu svæðm á jörðinni. — Sait
innihald vatnsins er svo mikið, að
menn fljóta í því. Köfun er bar
því erfiðari en annars staðar að
þessu leyti, og verða kafaramir
að þyngja sig mjög til þess að
komast undir yfirborðið — binda
við sig um 20 kg. þunga.
• Skiptar skoðanir.
Mjög eru iræðimenn ósammála
um líkurnar til þess, að þessar
umræddu borgir hafi raunveru-
lega verið til — sumir telja ,il-
veru þeirra tvímælalausa, aðrir
eru mjög vantrúaðir. — Þeir,
sem trúa sögunni um Sódómu og
Gómorru, eru hins vegar á eitt
sáttir um, hvar líklegast sé, að
þær hafi staðið. — Israels-megin
við Dauðahafið er staður, sem
enn þann dag í dag ber nafnið
Sódóma. Ekki er það þó talin
vera sú hin sama Sódóma og tal-
að er um í Biblíunni. — Nokkru
norðar er staðurinn, þar sem hin
merku Biblíuhandrit fundust á
árunum. Á einum stað við strönd-
ina er allmikil salthrúga eða súla,
sem íbúarnir á þessum slóðum
telja að sé „kona Lots“.
• Líklegasti staðurinn.
Það, sem hvað helzt hefur nú
styrkt trú fornfræðinga á það, að
leifar 'Sódómu og Gómorru séu á
þeim stað, sem fyrr getur — ef
borgimar hafa einhvern tíma
verið til — er að þetta er eir.i
staðurinn við Dauðahafið, þar
,sem nægt vatn er fyrir hendi, til
þess að fullnægt hefði fimm all-
stórum borgum. — Jórdanskir
flugmenn, sem flogið hafa lágt
þarna yfir, hafa sagt frá því, að
þeir hafi séð „skugga“ í vatninu,
sem helzt hafi virzt vera húsa-
rústir á botninum. Bedúinar hafa
staðfest þessa . „kenningu“ —■
’segja, að komið hafi fyrir, að sézt
hafi á húsarústir upp úr vatninu,
þegar yfirborð Dauðahafsins hef-
ur lækkað í miklum þurrkum.
— ★ —
Þessar vísbendingar, ásamt
fleiru, hefir nú leitt til þess, a3
hafnar eru ýtarlegar rannsóknir
við suðaustuströnd hafsins, sem
fyrr segir, til þess að leita að
hinum tveim borgum spillingar-
innar, sem drottinn tortimdí.
Kynþokkinn í þjónustu
landbúnaðarins
IBÚUM Parísarborgar fjölgar nú
um nálægt því 100.000 á ári
hverju. Hefir þessi öra fólksfjölg-
un í borginni að sjálfsögðu mörg
vandamál í för með sér — og
stjórnarvöldin hafa þungar
áhyggjur af þróuninni. Hafa ýmis
ráð verið reynd til þess að stöðva
fólksstrauminn til Parísar, en ár-
angurinn orðið harla lítill til
þessa.
dísir sveitamanna á sig mynd
Brigitte Bardot að meira eða
minna leyti, en hún er eins konar
ímynd kynþokkans og æskufeg-
urðarinnar í augum Frakka — og
raunar margra fleiri. Því eins
hafa heyrzt raddir um það, að
sennilega sé enginn einstaklingur
jafnhættulegur frönskum land-
búnaði og Brigitte Bardot!
'A-
Það hefir meðal annars verið
tekið til bragðs í von um að eig-
\ s
{ Frumleg tillaga \
s )
\um það, hvernigl
| draga megi úr j
n „flótta" fólksins \
s )
\burt úr sveitunum\
endur iðnfyrirtækja flyttu þau
þau burt úr borginn, að veita ríí-
legan ríkisstyrk og skattaívilnan-
ir þeim verksmiðjufyrirtækjum,
sem reist eru utan Parísar —
jafnframt því sem ýmsar hindr-
anir eru lagðar í götu þeirra, sem
hyggjast stofna slíkt fyrirtæki
innan lögsagnarumdæmis höfðuð
borgarinnar. — En, sem sagt, þess
ar ráðstafanir hafa hrokkið
skammt til þess að ráða bót á
vandanum.
Annað er það í þessu sambandi,
sem veldur ráðamönnum áhyggj-
um. Tala fæðinga fer sífellt lækk
andi í sveitum, á sama tíma og
hún hækkar í borgum og bæjum,
og þá sér í lagi í „borg borganna",
sjálfri París. — Það er sannreynt,
að ein af helztu ástæðunum til
sívaxandi fólksstraums til París-
ar er sú, eins og svo víða annars
staðar, að ungir sveitamenn hei'.l-
ast af glæsileik stórborgarinnar,
glaumi hennar og gleði — og von-
ast til að hitta bar „draumadís-
ina“ sína. Oft taka þessar drauma
En hin franska rökhyggja lætui
ekki að sér hæða — fremur en
franska „rómantíkin". Atvinnu-
málaráðherra Frakklands hefir
nú sett fram hugmynd, sem hann
telur hina vænlegustu til þess að
hefta flóttann úr sveitunum. —
Og þetta ráð Fransmannsins til
þess að stuðla að „jafnvægi 1
byggð landsins“ er í stuttu máli í
Framh. á bls. 19.
BRIGITTE BARDOT — hættv' -
"•’skum landbúne'*