Morgunblaðið - 05.01.1960, Blaðsíða 18
18
MOKCTJTSnr 4 Ð1Ð
Þriðjudagur 5. jan. 1960
Sjötug
Guðrún
Fjórða áfanga byggingar
KR-heimilisins lokið
Glæsilegir bað- og búningsklefar tilbúnir
til notkunar
S.L. ÞRIÐJUDAG bauð KR
hópi manna til kaffisamsætis
í félagsheimili sínu. Var það
til að minnast mikils áfanga
er náð hefur verið við bygg-
ingu hins glæsilega félagsheim
ilis Eru nú fullgerðir og tilbún
ir til notkunar nýir bað- og
búningsklefar, sem að stærð
eru álíka stórir og þeir sem
fyrir voru. Auk þess hefur
verið gerð áhaldageymsla. Var
brýn nauðsyn á stækkun bað-
klefa vegna mikillar notkun-
ar hússins. Baðklefarnir nýju
eru hinir glæsilegustu í hólf
og gólf og jafnframt hafa hin-
ir eldri verið endurbættir og
eru sem nýir. Einar Sæmunds
son form. KR hafði orð fyrir
KR-ingum í hófi þessu og
rakti þar að nokkru sögu hús-
byggingar KR-inga. Fórust
honum orð m.a. á þessa leið.
A vori komanda, eða nánar til-
tekið hinn 15. apríl 1960 eru 10
ár liðin síðan fyrsta skóflustung-
an var tekin að félagsheimilinu.
Þremur árum áður eða vorið 1947
hófust framkvæmdir við sjálfan
leikvanginn, sem gengu frábær-
lega vel, svo að á miðju sumri
árið 1951 voru knattspyrnuvell-
irnir tilbúnir til notkunar;
hlaupabrautin var fullgerð og
landið hafði verið girt.
Fyrsti áfangi félagsheimilisins
var fullgerður í síðari hluta maí-
mánaðar 1951 eða rúmu ári frá
því að framkvæmdir hófust við
það. í þessum fyrsta áfanga voru
tveir fundarsalir, skrifstofa, af-
greiðsla, tvö búningsherbergi
ásamt baði og geysmlur og var
byggingin 335 ferm.
Haustið 1951 hófust byggingar
framkvæmdir við íþróttaskálann
og var þá grafið fyrir undirstöð-
um og þær steyptar, en vorið
eftir var haldið áfram af fullum
krafti og byrjað á því að reisa
hina miklu steinboga sem bera
þakið uppi. Til gamans má geta
þess að hver bogi vegur 7 smá-
lestir, en þeir eru 7 talsins. Skál-
inn er 512 ferm. að flatarmáli en
3800 rúmmetrar.
Byggingunni var að fullu lok-
ið í febrúar 1953 og hún tekin
í notkun.
Þag kom brátt í ljós að bún-
ingsherbergi þau og bað, sem
byggt var í fyrsta áfanga voru
allsendis ónóg, vegna þess mikla
fjölda sem sótti íþróttaæfingar.
Bar því brýna nauðsyn til að
byggja fleiri búningsherbergi
með böðnm og hraða þeim fram-
kvæmdum sem unnt væri.
Það hefir því verið eitt af aðal-
verkefnum fé'lagsheimilisstjórn-
arinnar að undanförnu, samfara
daglegum rekstri, að hrinda
þessu máli í framkvæmd. Haust-
ið 1956 var sótt um fjárfestingar-
leyfi fyrir fyrirhugaðri byggingu,
en leyfið fékkst þó eigi fyrr en
að áliðnu vori 1958 og var þá
strax hafizt handa.
Byggingu þessari er nú lokið
og hún verður tekin í notkun nú
með nýju ári og er þá aðstaða
NÆSTKOMANDI laugardag fer
fram 3 umferð bikarkeppninnar
ensku. f raun og veru er þetta
eiginlega fyrsta umferð keppn-
innar því nú keppa liðin úr I. og
II. deild í fyrsta sinn. 64 lið eru
nú eftir í keppni þessari og eru
þau flest úr ensku deildarkeppn-
inni en þó hafa 2 lið, Peterbrough
og Bath sem eru utan deildar-
keppninnar náð þetta langt og
hefur það að vonum vakið mikla
athygli.
Ef listinn yfir leikina n.k. laug-
ardag er athugaður, þá kemur í
Ijós að svo einkennilega hefur
viljað til að eingöngu einn leikur
er milli liða úr I deild er það leik
urinn milli Newcastle og Wolver-
hampton sem án efa verður spenn
andi:
þeirra sem iðka íþróttir í þessu
íþróttahúsi eins góð og frekast
verður á kosið. I þessari viðbót-
arbyggingu eru tvö búningsher-
bergi, tvö böð, herbergi fyrir
kennara og dómara. Þá eru
geymslur, gangur og sérstakur
inngangur fyrir þá sem stunda
íþróttir úti á leikvanginum. Frá-
gangur allur er samkvæmt
ströngustu nútímakröfum.
Jafnframt þessari nýbyggingu
fór fram gagngerð breyting á
eldri búningsklefum og baðinu
til samræmis við hið nýja. Við-
bótarbyggingin er 180 ferm. að
flatarmáli og kostar fullgerð,
ásamt breytingum og endurnýj-
un á eldri mannvirkjum kr.
500.000.00.
A undanförnum árum hefur
íþróttaheimilið verið mikið sótt
dag hvern; en árlega koma í það
um 70—75 þúsund unglingar, auk
skólaæskunnar sem notar húsið
fyrir íþróttaæfingar sínar alla
virka daga.
1 hússtjórn eru nú: Gísli Hall-
dórsson, formaður, Sveinn Björns
son gjaldkeri, Haraldur Guð-
mundsson ritari, Haraldur Gísla-
son, Kristján L. Gestsson, Svein-
björn Árnason, Haraldur Agústs
son og Sigurður Halldórsson.
Leikirnir á laugardaginn verða
þessir:
Newcastle — Wolverhampton
Watford — Birmingham
Derby — Manchester United
Sunderland — Blackburn
Scunthorpe — Crystal Palace
Bornemouth — York
Manchester City — Southampton
N. Forest — Reading
Bristol City — Charlton
Wrexham — Leicester
Bristol Rovers — Doncaster
Cardiff — Port Vale
Cheísea — Bradford
Lincoln — Burnley
Gillingham — Swansea
Bury — Bolton
Fulham — Hull
Stoke — Preston
Bath — Brighton
Bradford City — Everton
Crewe — Workington
Sheffield W. — Middlesbrough
W. B. A. — Plymouth
Sheffield United — Portsmouth
Newport — Tottenham
Rotherham — Arsenal
Exeter — Luton
Aston Villa — Leeds
Ipswich — Petersborough
Blackpool — Mansfield
Liverpool — Leyton Orient
Huddersfield — West Ham.
*
Armenningar
fresta drætti
HANDKNATTLEIKSDEILD Ár-
manns efndi fyrir áramótin til
skyndihappdrættis, en tekjum af
því verður varið til utaníarar
handknattleiksflokks Ármanns til
Þýzkalands. Draga átti í happ-
drættinu í dag, 5. jan. en af óvið-
ráðanlegum orsökum hefur orðið
að fresta drætti og er ákveðið að
dregið verði hlaupársdaginn 29.
febrúar. Meginástæða til frestun-
arinnar er að skil öll hafa mjög
tafizt vegna hátíðunna.
GUÐRÚN Egilsson f. Thorsteins-
son er fædd á Bíldudal 5. jan.
1890, dóttir þeirra þjóðkunnu
sæmdarhjóna Ásthildar Guð-
mundsdóttur frá Kvennabrekku
og Péturs J. Thorsteinsson og eru
ættir þeirra svo kunnar að óþarfi
er að rekja þær hér.
Það var bjart yfir kaupmanns
heimilinu á Bíldudal um það bil,
sem sjötta og yngsta dóttirin
fæddist. Verstu harðinda- og erf-
iðleikaárin voru að baki og fram-
tak og stórhugur kaupmannsins
fór að geta notið sín. Það er sagt
að ýmsir barnmargir mektar-
menn á landi hér hafi keypt jörð
fyrir hvert barn, sem þeir eign-
uðust. Pétur J. Thorsteinsson
hafði annan hátt á þessu. Hann
keypti eða lét byggja skip fyrir
hverja dóttur, sem honum fædd-
ist, og þegar hér var komið
sögu voru þau orðin 4 fiskiskipin
sem færðu björg í bú Arnfirð-
inga, Katrín, Helga, Ásta, Borg-
hildur og Gyða. Og þegar Guðrún
litla var komin svolítið á legg
fékk hún líka sitt skip sem hét
Rúna Þegar Rúnu var hleypt af
stokkunum kvað yfirsmiðurinn,
sem var ágætur hagyrðingur,
þessa vísu:
Flýtur Rúna fram á sæinn
fyrstann til að stíga dans,
farðu vel og björg í bæinn
berðu heim til eigandans.
Fetaðu létt um fleti hranna
fast og traust þá báran gín,
vertu yndi allra manna,
eins og hún litla nafna þín.
Þó að hann Kristján smiður
hefði á þeirri stundu, sem hann
gerði þessa vísu, getað séð fyrir
alla ævi Guðrúnar virikonu minn
ar hefði hann ekki getað valið
henni betri einkunnarorð en
þetta: ,Yndi allra manna“. Það
get ég ,sem hefi þekkt hana frá
því ég fyrst man eftir mér, vott-
að
Guðrún fluttist með foreldr-
um sínum til Danmerkur árið
1903 og stundaði nám bæði þar
og í Þýzkalandi. 21. okt. 1909
giftist hún Gunnari Egilssyni og
dvöldu þau í Reykjavík til 1918,
að undanskildu einu ári, er þau
voru í Vestmannaeyjum. —
Snemma árs 1918, þegar heims-
styrjöldin fyrri geisaði, og landið
var að verða bjargarlaust var
Gunnar Egilsson sendur til
Kennsla í talmáli
ísland er í þjóðbraut, málakunnátta verður því íslend-
ingum æ nauðsynlegri með hverju ári, sem líður. En
hún er ekki aðeins nauðsynleg heldur opnar hún mönn-
um líka sýn inn í nýjan og framandi heim, sem býr yfir
óþekktum töfrum. Þetta vita allir, sem hafa lært mál.
Það er líka deginum ljósara, að þeir sem kunna að-
eins móðurmál sitt geta síður fylgzt með því sem er
að gerast í heiminum í viðskiptum og verklegum
framkvæmdum, listum og vísindúm. Ósjaldan er klifað
á því hve mikil menningarþjóð við íslendingar séum,
en getum við með réttu talizt það fyrr en hver full-
tíða maður í landinu kann að minnsta kosti eitt erlent
tungumál.
Fylgist með tímanum og lærið tungumál í fámenn-
um flokkum, þar sem hverjum nemenda er gefið gott
tækifæri til að æfa sig í mæltu máli.
Innritun frá 5—1 í kennaraskólanum og í síma 1-32-71.
Næstsíðasti innritunardagur.
Jólafrésfagnaður Vals
verður í félagsheimilinu að Hlíðarenda miðvikud.
6. jan. kl. 3,30 e.h. — Ýmis skemmtiatriði.
Aðgangur kr. 25.00 — Gosdrykkir og sælgæti inni-
falið. Aðgöngumiðar fást í Valsheimilinu, Verzl.
Varmá og Verzl. Jóns Þórarinssonar.
Knattspyrnufélagið Valur
Enska bikarkeppnin:
1. og 2. deildarliðin
mæfast á laugard.
i dag:
Egilsson
Ameríku á vegum ríkisstjórnar-
innar, til að gera innkaup á nauð
synjavörum og vann eftir það
sem erindreki ríkisstjórnarinnar
á Ítalíu og Spáni 1920 og frá
1925 á Spáni þangað til hann and-
aðist 1927 Það þarf ekki að taka
það fram að fjölskyldan fylgdi
honum hvert sem hann fór. Gunn
ar Egilsson var mikill hæfileika-
maður og er víst óhætt að full-
yrða ,að hann vann landi sínu ó-
metanlegt gagn á þeim fáu árum,
sem honum auðnaðist að starfa,
sem erindreki fyrir land sitt.
Ástríkara hjónaband en þeirra
Guðrúnar og Gunnars hefi ég
ekki þekkt. Heimili þeirra hjóna
var jafnan til fyrirmyndar, og
erlendis opið öllum íslendingum
til fyrirgreiðslu eins og nokkurs
konar sendiráð. Og móttökurnar
þannig að margir gestir þeirra
bundu við þau vináttu til ævi-
loka.
Fjárhagur þeirra hjóna mun
fyrstu hjúskaparárin hafa verið
heldur örðugur, en það er til
marks um lyndiseinkunn Guðrún
ar að maður hennar gaf henni
strax auknefni og kallaði hana
„Krösus". Hún átti alltaf ríki-
dæmi af glaðlyndi, bjartsýni og
trúnaðartrausti. Guðmundur
(Muggur) bróðir hennar, sem
elskaði hana og móður sína allra
manna mest kallaði hana heldur
aldrei annað í ávarpi. Hjónaband
Guðrúnar var einn óslitinn sól-
skinsdagur. Þau hjónin höfðu
eignast 8 mannvænleg börn, en
brátt syrti að. Gunnar hafði ver-
ið helsutæpur í nokkur ár og í
ágúst 1927 réði hann af að fara
til íslands til að gangasc undir
uppskurð. Elsta dóttirin, Elísa-
bet, var í fylgd með honum, en
Guðrún var eftir á Spáni með
barnahópinn. Hann átti ekki aft-
urkvæmt úr þeirri för, en and-
aðist í Reykjavík 14. ágúst 1927.
Má fara nærri um hvílíkt reið-
arslag sú fregn hefir verið ungri
konu með 7 ung börn í fjar-
lægu landi. Eitt barn höfðu þau
misst áður, dóttur á öðru ári. Þá
voru þau hjónin stödd í Kaup-
mannahöfn og höfðu farið í leik-
hús, en í miðjum leik sagði Guð-
rún við mann sinn: „Ég verð að
fara héðan mér líður svo hræði-
lega illa, ég er viss um að það er
eitthvað ógurlegt að ske heima“.
Næsta morgun kom svo skeytið
um andlát barnsins. Þetta finnst
mér sýna hversu náið samband
hennar var við börnin, jafnvel x
fjarlægð.
Eftir andlát manns síns flutt-
ist Guðrún heim með börnin og
hafði ýmislegt fyrir stafni saum-
aði m.a lampaskerma og mun
hafa verið með þeim fyrstu er
stunduðu þá iðn hér á landi.
Nokkur sumur var hún ráðskona
hjá veiðimönnum á fjöllum uppi
og vann fjölda ára á skrifstoíu
Alþingis yfir þingtímann. Þrátt
fyrir ástvinamissi og annað mót-
læti, sem hún eins og flestir aðr-
ir, hefir orðið fyrir á lífsleiðinni
hef ég alltaf álitið hana ham-
ingjusama konu. Hún hefir eign-
ast marga trygga vini og eftir að
börnin komust á legg, verið um-
vafin ástríki þeirra óg umönn-
un. Ég óka henni blessunar ófar-
in æviár.
Börn þeirra hjóna sem nú eru
á lífi eru þessi: Elísabet gift
Indriða waage leikara. Ásthildur
Gyða, gift Hauki Þorleifssyni,
bankabókara. Þorsteinn, skrif-
stofumaður, kvæntur Snæfríði
Davíðdóttur. Helga, gift Rögn-
valdi Sigurjónssyni, píanóleik.
ara. Katrín, gift Jens Vigfússyni
iðnaðarmanni. Þórunn, gift Stef-
áni Ólafssyni veðurathugana-
manni. Gunnar, hljóðfæraleikari,
kvæntur Ásu Gunnarsdóttur.
í dag dvelur Guðrún að heim-
ili Ásthildar dóttur sinnar og
Hauks tengdasonar síns að Urð-
artúni við Laugarásveg.
S. J. M.