Morgunblaðið - 08.01.1960, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.01.1960, Blaðsíða 1
20 síður ttttMðMfe 47. árgangur 5. tbl. — Pöstudagur 8. janúar 1960 Prentsmiðja Morgunblaðsins Mr. Kennedy Mr. Stevenson Mr. WiHiams Mr, Johnson Mr. Níxon Hanv & Ew;;w l'SXíEWR Vhow's Mr. Brown Mr. Symington Mr. Humphrey Mr, Meyner Mr, Rockefeiler Fœreyingar fá sömu kjör og íslend- ingar FISKIM ANN AFÉL AGIÐ f Færeyjum hefur, eins og ■kýrt var frá í blaðinu í gær, sett fram kröfur um bætt kjör fyrir færeyska sjómenn á vetrarvertíð á íslandi, og bannað þeim að ráða sig á ís- lenzk fiskiskip fyrr en sam- komulag um þær hefur náðst. Kl. 5 í gær hélt stjórn Land$samhands íslenzkra út- vegsmanna fund, og var að þeim fundi loknum sent svar til Fiskimannafélagsins í Fær- eyjum. Svarið var á þá leið að Landssambandið gæti ekki boðið færeyskum sjómönnum önnur kjör en þau sem ís- lenzkum sjómönnum eru boðin. Um þann lið í kröfunum, sem fjallar um niðurfellingu á útsvörum fyrir færeyska sjómenn, getur Landssam- bandið að sjálfsögðu engin svör gefið, þar eð það er bæj- arfélaganna að ákveða slíkt. ÞANN i. nóv. n.k. eiga for- setakosningrar að fara fram í Bandaríkjunum. Eisenhower getur ekki boðið sig fram, því að stjórnarskrá Banda- rikjanna bannar að nokkur maður sé forseti landsins lengur en tvö kjörtímabil. Mun mikill spenningur ríkja í Bandaríkjunum um það hver tekur við þessu virðulega og valdamikla em- bætti. Margir þykja koma til mála einkum í hópi demo- krata, en sá flokkur er nú taiinn hafa meiri sigurmögu- leika en republikanar. Hér birtast myndir af þeim mönnum sem helzt þykja koma til greina. Vinstra meg in eru republikanarnir tveir NIXON varaforseti og ROCKEFELLER ríkisstjóri í New York. Þeir máttu heita einu keppinautarnir um framboð republikana. En um áramótin ákvað Rockefeller að draga sig í hlé og kemur þá enginn annar til greina en Nixon. Hægra mcgin við strikið eru hugsanlegir frambjóðend ur demokrata. Þar er sam- keppnin mikil og hörð, enda eru sigurvonir demokrata taldar meiri. I efri röðinni eru: JOHN- SON öldungadeildarþingmað Uf fra Texas, STEVENSON frambjóðandi demokrata í tveimur síðustu forsetakosn- dcildarþingmaður frá Mass- achusetts, og WILLIAMS rík- isstjóri í Michigan. í neðri röðinni eru: SYMINGTON öldungadeildarþingm. frá Missouri, HUMPIIREY öld- ungadeildarþingmaður frá Minnesota, WEYNER rikis- stjóri í New Jersey og BROWN ríkisstjóri í Kali- ingum, KENNEDY, öldunga- forníu. Nkruma boðar þing Afríkuþjóða til að rœða um Bandaríki Afríku ACCRA, 7. janúar. NKRUMA, forsætisráðherra Ghana, sagði á fundi með fréttamönnum í dag, að Ghana væri reiðubúið að fórna sjálfstæði sínu, ef tak- ast mætti að stofna upp úr því Bandaríki Afríku. Hann var spurður að því hvort hann teldi, að önnur Afríkuriki yrðu fús til að gera það sama. — Já, sagði hann, sérstaklega þau, sem nýlega hafa hlotið sjálf- stæði. En ég geri ekki ráð fyrir að öll önnur Afríkuríki komi strax á eftir. ★ Hann sagði, að mjög vel gengi að undirbúa sambandssáttmála Ghana og Guineu. Tvö aðalmál væru nú á dagskrá. 1 fyrsta lagi gjaldmiðillinn, hvernig sam- ræma mætti hann — og í öðru lagi, hvort bæði ríkin ættu að af- sala sér sjálfstæði og sameinast í eitt. Nkhruma var spurður að því hvort hann teldi, að einstök ríki í hinum hugsanlegu bandaríkjum Afríku ættu að hafa völd og áhrif inn á við í hlutfalli við stærð eða fólksfjölda. ★ — Nei, svaraði forsætisráð- herrann. Öll ríki ættu að hafa jafna aðstöðu, allir ættu að sitja við sama borð. Hitt er annað mál, að ég tel, að lönd, sem væru tæknilega framar öðrum mundu í reyndinni hafa meiri áhrif, enda þótt valdaaðstaða allra ætti að vera jöfn. Þá skýrði Nkruma frá því, að á morgun ætlaði hann i ræðu að gera þá tillögu, að allir stjórnmálaflokkar í Afríku kæmu saman til þings. Slíkt mundi gera Afríku- mönnum fært að samhæfa stefnuskrá sína og gerðir. Við munum ekki veikja aðstöðu okkar — sagði Eisenhower WASHINGTON, 7. janúar. EISENHOWER forseti hélt hina árlegu ræðu sína um ástand og hag ríkisins í þjóð- þinginu í dag. í upphafi ræð- unnar sagði hann, að eyðilegg ingarmáttur vopnanna, sem hinir tveir sundurskildu hlut- ar heims, hefðu í fórum sín- um, væri ótrúlega mikill. — Mannkynið væri nú komið á það stig, að gagnkvæm gjör- eyðing væri hugsanleg. Ekk- ert í vorum heimi er jafnör- lagaríkt og þessi staðreynd hefur áhrif á allt, sem við segjunt, bollaleggjum og ger- um, sagði Eisenhower. N azistasamtök bönnuð með lögum Bonn, 7. janúar. — BORGARSTJÓRNIN í Berlin samþykkti í einu hljóði í dag að nazistasamtök í borginni skyldu öll bönnuð, þeir, sem gerzt hefðu sekir um gyðingaofsóknir dregn- ir fyrir lög og dóm — og víðtæk- ar ráðstafanir gerðar til að upp- ræta leifar nazismans. „Þessir skammarlegu atburðir eru hneysa fyrir borgina" sagði í sam þykktinni. Brandt borgarstjóri flutti ræðu við þetta tækifæri og sagði: — Erum við í rauninni svo langt leiddir, að Þjóðverjar hafi gleymt þeim, sem sviptu þá frels inu ,steyptu þeim út í styrjöld leiddu hörmungar eftirstríðsár- anna yfir þjóðina og rændu hana þjóðlegri einingu? — Það er siðferðisleg og þjóð- leg skylda okkar að kæfa aiiar nazistiskar tilhneytingar í fæð- ingunni, sagði Brandt. Fulltrúi alheimsráðs Gyðinga ræddi við von Brentano í Bonn í dag og gerði tillögur um að- gerðir gegn nazistum. Fulltrúinn varð að viðræðunum loknum mjög ánægður með afstöðu von Brentano og sagði, að ráðherr- ann hefði verið einbeittur. Með varkárni Hann sagði að Ráðstjómin hefði að undanförnu látið í ljósi áhuga á að draga úr styrjaldar- hættunni. En hvorki Bandaríkin né önnur frjáls ríki mundu láta villa sér sjónir með blíð- mælgi, en við reynum að kanna með varkárni hvort einlægni er hér að baki, sagði hann. Það væri varla ástæða til að taka fram, að Bandaríkin hefðu ekki áhuga á að hafa afskipti af nnanríkismálum annarra ríkja. Tafnframt mundu . Bandaríkin vísa á bug öllum tilraunum ann- arra til að þröngva upp á þá eða aðrar þjóðir þeirra skipulagi — með valdi og moldvörpustarf- semi. Og umhyggja okkar fyrir frelsi annarra þjóða er hin and- lega kjölfesta, sem bindur okkur og meira en fjörutíu aðrar þjóðir í eina heild til varnar. Við gleym um því ekki eitt andartak, að ör- lög okkar eru samtengd örlögum Framh. á bls 18. Vörðurinn drukhinn, 16 létu lífið VARSJA, 7. janúar. — Sextán manns létu lífið og 32 slösuð- ust, sjö þeirra hættulega, er járnbrautarlest ók á fullhlað inn vörubíl í Opolc í gær- kvöldi. Slysið varð þar sem þjóðvegur liggur yfir járn- brautarteinana. Vörubillinn var að aka yfir, þegar lestin kom á fleygi ferð og þeyttist billinn um 100 metra. Lestar- stjóranum tókst síðan naum- lega að stöðva lestina. Þarna átti að vera vörður. sem lokaði þjóðveginum með slá og ljósmerkjum, á meðan lestin fór framhjá. En vörður- inn fannst hvergi eftir slysið. Síðar handtók lögreglan hann. Hafði maðurinn verið drukk- inn og vanrækt starf sitt með f.vrrgreindum afleiðingum. Bardot fangi fréttamanna PARÍS, 7. jan. — Þokkadísin Brigitte Bardot hefur ákveðið að ala barn sitt á heimili sínu í stað þess að fara að ráði lækna og láta flytja sig á fæðingarheimiii. Á- kvörðun þessa tók hún vegna þess að heimili hennar er stöð- ugt umsetið af sæg blaðamanna og fréttaljósmyndara. Henni finnst hún engan veginn geta hreyft sig út af heimilinu. Eigin- maður hennar, Jacques Charri- er, skrifaði fréttastofum og blöð um í fyrri viku og bauðst til þess að halda íund með frétta- mönnum strax eftir ad kona hans hefði alið barnið, ef þeir vildu i staðinn hætta umsátinu um heimili þeirra hjóna. En tilboðið leysti Bardot ekki úr umsátinu. Finna fiskimerki ÁLASUNDI, 7. jan. (NTB) — Fiskieftirlitinu í Álasundi liefur borizt fjöldi af merkjum af fiski, sem veiðzt hefur á heimaniií _,m, við ísland, Grænland >g við Bjarnarey. Eru merkin norsk, íslenzk, þýzk og rússnesk að upp- runa. Frá Grænlandi hafa borizt færri merki en undanfarin ár, og lítið hefur verið um dönsk merki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.