Morgunblaðið - 08.01.1960, Side 6
6
MORCVNBLAÐIÐ
Föstudagur 8. jan. 1960
óknfar um:
* KVIKMYNDIR *
Gamla Bíó:
G I G I
1 YFIRLITI mínu hér í blaðinu
um jóiamync1 irnar, sagði ég laus-
lega frá þessari frábæru
amerísku kvikmynd frá Metro-
Goldwyn Mayer, sem tekin er í
litum. Það sem ég þá sagði gaf
ekki nema ófullkomna hugmynd
um þessa ágætu mynd og vil ég
því fara um hana nokkrum orð-
um hér til viðbótar.
Myndin gerist í París hinni
glæsilegu heimsborg, um alda-
mótin síðustu. Var París þá talin
glaðværasta og léttúðugasta borg
heimsins, heimkynni lista og
lasta, auðs og örbrigðar. Enginn
þótti maður með mönnum, sem
ekki átti sér ástkonu og helst
til skiptanna og á íburðarmiklum
veitingahúsum og hinum óbrotn-
ustu knæpum var þéttsetinn
bekkurinn kvöld eftir kvöld og
allan sólarhringinn og lifað þar
taumlausu lífi yfir freyðandi
skálum. — í þessari borg elst
Gigi, þetta unga og aðlaðandi
stúlkubarn upp á vegum ömmu
sinnar, sem hún kallar Manitu
Og Aliciu frænku sinnar. — Þær
höfðu báðar lifað léttúðlega í
samkvæmislífi borgarinnar á
sínum yngri árum og nú hafa
þær ákveðið að Gigi skuli feta í
fótspor þeirra. En það er ýmsum
erfiðleikum bundið. Gigi er nefni
lega heilbrigð ung stúlka og barn
í aðra röndina. Manita og Alicia
frænka kenna henni að vísu þá
list að heilla karlmennina, en
lengra nær kennsla þeirra ekki,
því að Gigi er aðeins hrifin af
einum manni, hinum unga og
glæsilega heimsmanni, Gaston
Lachaille. Hann hefur átt margar
ástkonur og hefur fengið auga
stað á Gigi til þeirra hluta. Hann
gerir allt sem hann má til að ná
Gigi á vald sitt og eru Manita og
Alicia þess mjög hvetjandi, en
leikar fara þó svo að Gigi sigrar
hinn veraldarvana unga mann
með yndisþokka sínum og barns-
legum innileik, en sá saga verður
hér ekki sögð frekar.
Mynd þessi er ákaflega heill-
andi, enda afbragðsvel gerð og
ágætlega leikin. Leslie Caron,
sem leikur Gigi er blátt áfram
töfrandi þó hún sé ekki sérstak-
lega fríð og leikur hennar er skín
andi góður. Louis Jourdan, sem
leikur Gaston, er gæsilegur mað-
ur og fer prýðilega með hlutverk
sitt og þá verður maður að nefna
hinn gamla „sjarmör" Maurice
Chevalier, sem leikur þarna aldr
aðan frænda Gastons og gamla
samkvæmishetju og kvenna-
mann með þeim þokka, sem hon-
um einum er gefinn. Reyndar má
segja að allir leikendurnir fari
Höfuðbólið
Þ'.ngeyrar í Húnaþingi
er laust til ábúðar í næstu fardögum. Sala á jörð-
inni, ásamt meðfylgjandi veiðiréttindum í Vatns-
dalsá og Víðidalsá, kemur einnig til greina. Tilboð
um ábúð, eða kauptilboð, óskast send undirrituðum
fyrir 1. febr. n.k.
PÁLL S. PÁLSSON, hæstaréttarlögmaður
Bankastræti 7 — Sími 24200.
Sjóvinnunámskeið
fyrir drengi 13—17 ára, hefjast í þessum mánuði.
Kennd verða undirstöðuatriði almennra sjóvinnu
björgun og fleira, sem sjómennsku við kemur.
Þátttaka tilkynnist að Lindargötu 50 eða í síma
15937 fyrir 12. þ.m.
Æskulýðsráð Reykjavíkur.
TILKYNINIIIMG
frá póst- og símamálasjórninni
Fyrirtæki og einstaklingar, sem eiga reikninga við-
komandi árinu 1959 á póst- og síma, eru hér með
beðnir að framvísa þeim eigi síðar en 14. jan. 1960.
Reykjavík, 7. janúar 1960.
Lagermaður
Ábyggilegur maður óskast á vöoruaf-
greiðslu hjá heilverzlun í Reykjavík.
Þarf að vera vanur bílkeyrslu. Góð með-
mæli nauðsynleg. Upplýsingar hjá Ráðn-
ingarstofu Reykjavíkurbæjar, Hafnar-
stræti 20.
ágætlega með hlutverk sín þó að
fleiri nöfn séu ekki nefnd. — Þá
hefur tekizt mjög vel að skapa
myndinni það rétta umhverfi og
þá stemmingu, sem auðkenndi
París þessara tíma.
Tjarnarbíó:
DANNY KEY OG HLJÓMSVEIT
ÞETTA er ný amerísk mynd, tek-
in í litum. — Danny Kay er mik-
ill æringi og bráðsnjall gaman-
leikari og þannig höfum við oft-
ast séð hann ,,á léreftinu“. Mynd
sú, sem hér ræðir um á þó
nokkra sérstöðu að því leyti, að
það er ekki fyrst og fremst ær-
inginn Danny Kay, sem leikur
listir sínar. Það koma að vísu
mörg hlægileg atriði fyrir í mynd
inni, en að meginefni er hún
alvarlegs eðlis. — Loring „Red“
Nichols er ungur hljómlistarmað
ur, sem leikur á horn.. Hann er
kröfuharður listamaður við sjálf-
an sig og aðra og því á hann bágt
með að vinna með hvaða hljóm-
sveit sem er. Hann öðlast þó að
lokum mikinn frama í list sinni.
Kynnist Louis Armstrong, sem
verður honum stoð og stytta og
stendur þá vegur hans sem hæst.
Hann er nú kvæntur og á eina
dóttur, en þá steðjar óhamingj-
an að. Dóttirin fær lömunarveiki
og „Red“ Nirhols kennir sér um.
Hann ákveður að hætta að leika
á hljóðfæri — og varpar því út
í fljót eitt. Líður svo tíminn að
„Redd“ vinnur önnur störf, —
en þegar dóttir hans fer að batna
verður bjartara í huga „Reds“.
Hann ákveður að snúa sér að list
sinni á ný. Það virðist ekki ætla
að heppnast í fyrstu, en þá kem-
ur Louis Armstrong aftur til sög-
unnar . . .
Um mynd þessa er margt gott
að segja. Hún er hugnæm að efni,
en sérstaklega er hún athyglis-
verð fyrir það að við sjáum
hér nýja hlið á leikgáfu Danny
Kay’s, sem sýnir að hánn ræður
fult eins vel við alvarleg hlut-
verk og gamanhlutverkin-
Trípolibíó:
FRÍDAGUR í PARÍS
ÞESSI mynd, sem tekin er í lit-
um og Cinemascope, gerist í Par-
ís. Lystiskipið „Ile de France“, er
á leið frá New York til Frakk-
lands. Meðal farþega eru skop-
Austurbæjarbíó hefur síðan um áramót sýnt amerísku stór-
myndina „Sayonara“, sem byggð er á samnefndri skáldsöga
James A. Michener. Marlon Brandon og japanska leikkonan
Miiko Taka fara með aðalhlutverkin, en myndin fjallar um ástir
þeirra. Texti við lagið „Sayonara", sem sungið er í myndinnt
er eftir Irving Berlin.
leikarinn ameríski Bob Hunter
(Bob Hope) og franski gaman-
leikarinn Fernydel (Fernandel).
Verða þeir góðkunningjar á ferða
laginu. Auk þeirra eru um borð
tvær ungar og fríðar stúlkur,
Zara (Anita Ekberg) og Ann
McCall (Martha Hyer), sem
koma mjög við sögu. Erindi Bob
Hunter til Parísar er að kaupa
handrit að nýju leikriti eftir rit-
höfundinn Serge Vitry. En það er
ekki eins auðgert og ætla hefði
mátt. Dularfull öfl eru að verki
að reyna að ná handritinu úr
greipum Bobs (sem reyndar hef-
ur ekki náð í það) og gengur
svo langt í því efni, að reynt er
að myrða Bob. Það mistekst þó,
en hinum dularfullu bófum tekst
að koma honum á geðveikrahæli.
Gerist nú margt spennandi þegar
reynt er að frelsa Bob úr hönd-
um geðveikralæknanna og er vin
ur hans Fernydel gamanleikari
höfuðpersónan í þeim tilraunum.
En hversu því lýkur skal ekki
sagt hér, en mörg sagan hefur
endað ver.
Mynd þessi er skemmtileg, en
full öfgakennd á köflum. Bob
Hope og hinn góði kunningi okk-
ar Fernandel eru báðir bráð-
skemmtilegir og má ekki á milli
sjá hver fremri er í því efni.
Hinsvegar er leikur kvenfólks-
ins framur tilþrifalítilL
Urn ung-
barnaföt
leiðbeiningabœkl-
ingur Neytenda-
samtakanna
NÝLEGA er kominn út bækling-
ur um Ungbarnaföt, og er hann
gefinn út af Neytendasamtökun-
um. Er hann 15. bæklingurinn,
sem samtökin hafa gefið út. Segir
þar, að bæklingur þessi sé snið-
inn eftir dönskum ritlingi, sem
náð hafi mikilli útbreiðslu þar í
landi og gefinn hafi verið út af
Neytendasamtökum þar. Honum
er ætlað að vera til líiðbeiningar
um vöruval — fyrst og fremst
fyrir þær, sem þurfa að kaupa
bamafatnað í allra fyrsta sina.
Hin verðandi móðir hefur sjaldan
reynslu af því, hvað á barnafót
getur reynt í notkun og þvotti.
En ef til vill hefur hin reyndari
móðir einnig áhuga á því að bera
þekkingu sína saman við álit
annarra, og þá er hugsanlegt, að
hún geti fundið eitthvað, sem
henni gæti komið að gagni.
Bæklingur þessi er sendur með
limum samtakanna, sem benda
þeim á að gefa hann öðrum, þurfi
þeir hann ekki sjálfir. Tekið er
á móti nýjum meðlimum í síma
19722 milli kl. 1 og 4 og 5 og 7.
Árgjald er kr. 25. —
ur
skrifar , .
dagleoa lifmu
• Við hvað er miðað?
Það hefur verið farið mörg-
um orðum um hve óvenju frið
samlegt hafi verið á gamlárs-
kvöld. Hefði þetta ekki verið
tekið svona ákveðið fram,
hefði mér sjálfsagt ekki dottið
í hug að fara að hugleiða
hvernig kvöld það væri, sem
talizt gæti þó ekki væri nema
svolítið órólegt, hvað þá á-
kaflega ófriðsamlegt.
Smámunir eins og brotnar
rúður vegna sprenginga, og
skemmdir á stöðumælum af
sömu sökum eru víst ekki um-
talsverðir. Og kvöldið er víst
jafn ákaflega friðsamlegt, þótt
alla nóttina streymi á Slysa-
varðstofuna fólk, sem hefur
skaðað sig í gleði sinni á að
sprengja rakettur, við að
klappa náunganum helzt til
harkalega, eða við að stinga
hnefanum gegnum gler. Ekki
gerir það kvöldið heldur neitt
órólegt, þó kvikni tvisvar í
sama húsinu, seoailec* aI
mannavöldum. Og þó sprengt
sé í loft upp listaverk, sem
Listaverkanefnd bæjarins hef-
ur valið og borgararnir keypt,
þá kemur það ekki í veg fyrir
að talað sé um sérlega rólegt
kvöld.
Við hverju er búizt á gaml-
árskvöid?
Einn hjólastóll —
ekkert dagatal
Sjúklingur skrifar:
Ég hef legið á Landspítalan-
um í nokkrar vikur, og þar
sem ég hef legið víðar á sjúkra
húsum, undraði mig mjög
ýmislegt smávegis, sem ég sá
þar.
Eitt var það, að hvergi var
dagatal á sjúkrastofu. Er ekk-
ert fyrirtæki, sem gefur út slík
dagatöl, svo efnum búið, að
það sjái sér fært að gefa daga-
töl á sjúkrastofur Landsspítal-
ans?
Annað fannst mér einnig öm
urlegt og það er, að á hand-
læknisdeild Landspítalans er
aðeins einn hjólastóll og hana
mjög f. íálegur. Eru engir
efnaðir einstaklingar, sem eiga
Landspítalanum þakkir að
færa, og vildu sýna það á þana
hátt að gefa í hjólastól, sem
gæti orðið sjúklingunum til á-
nægju og hjúkrunarkonum til
hægðarauka við þeirra fórn-
fúsa starf.
Sjúklingur"