Morgunblaðið - 08.01.1960, Side 10

Morgunblaðið - 08.01.1960, Side 10
10 M O R C Tl v n r *mn Fðstudagur 8. Jan. 1960 Tjtg.: .H.f. Arvakur Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsirgar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargald kr 35,00 á mánuði innamands. 1 lausasölu kr. 2.00 eintakið VERÐBÓLGA OG EFNAHAGS SAMVINNA Eru sendiherrar nauðsynlegir? FYRIR skömmu var haldinn merkilegur fundur um efnahags- mál í Ziirich í Sviss. Þar töl- uðu tveir heimsfrægir hag- fræðingar, þeir Ludwig Er- hard frá Þýzkalandi og Jacques Rueff frá Frakk- landi. Báðir lýstu þeir efna- hagsþróuninni í löndum sín- um. Erhard skýrði frá því, hvernig grundvöllurinn hefði verið lagður að hinu trausta efnahagskerfi, sem Vestur- Þýzkaland býr nú við. Með róttækum aðgerðum tókst að vekja trú fólksins á verðgildi peninganna og henni hefur verið haldið við með stöðugri og árangursríkri baráttu gegn verðbólgunni. Tekizt hefur að halda verðlaginu niðri, enda var samkeppni tryggð, bæði vegna hins stóra heimamark- aðar, en þó ekki síður með lækkun tolla, sem leiddi til hæfilegrar samkeppni erlend- is frá. Gjaldmiðill landsins öðlaðist traust á alþjóðamark- aði og hægt var að safna vara- sjóðum. Reynsla Frakka Prófessor Rueff sagði, að ástandið hefði að ýmsu leyti verið öðru vísi í Frakklandi, en þó hefði ekki verið síður nauðsynlegt þar að vinna gegn verðbólgunni. Þessi við- leitni hefði gengið misjafn- lega. Þrátt fyrir verðbólgu- þróunina hefðu orðið miklar framfarir á ýmsum sviðum í atvinnulífi landsins, og hefði það blekkt marga, sem hefðu haldið, að áfram væri hægt að halda á sömu braut. En þetta hefði verið mikill mis- skilningur. Sannleikurinn væri sá, að á miðju ári 1958 var svo komið, að þessi leik- ur hlaut að taka enda. Tvær leiðir Framundan voru tvær ' leiðir. Annars vegar að taka upp flókið haftakerfi, með öllum þeim afleiðing- um, sem það mundi hafa á stjórnmálin og frelsi þjóð- arinnar, hins vegar var að stefna að frjálsu efnahags- kerfi og fylgja þar með þróuninni í nágrannalönd- unum. Síðari leiðin var valin. Ríkisútgjöldin voru sam- ræmd efnahagsástandinu bet- ur en áður hafði verið. Gerð- ar voru raunhæfar ráðstafan- ir til að hvetja til sparnaðar og skattar hækkaðir nokkuð. Víxlhækkanir kaupgjalds og verðlags höfðu lengi valdið miklum áhyggjum, og var að miklu leyti komið í veg fyrir kauphækkanir um skeið, til að treysta grundvöll efna- hagslífsins. En jafnframt voru gerðar róttækar ráðstafanir til að verðlag hækkaði ekki. Meðal annars var í þessu augnamiði leyfður miklu frjálsari innflutningur á ýms- um vörutegundum, en áður haf ði verið, og þar með tryggð aukin samkeppni á heima- markaðnum. Árangurinn hef- ur verið mjög góður og hefur það komið fram í ýmsu, svo sem því, að frankinn er nú meira metinn, en verið hefur um áratugi. Báðir áðurnefndir ræðu- menn voru bjartsýnir á efna- hagssamstarf Evrópuríkjanna Án heilbrigðs efnahags- kerfis, sem lönd þeirra hefðu stefnt að, væri slíkt efnahagssamstarf Ianda í milli útilokað. Er sú niður- staða vissulega umhugsun- arverð fyrir íslenzku þjóð- ina. Getum ekki staðið álengdar Allt ber að sama brunni um það, að við íslendingar getum ekki staðið álengdar og látið verðbólguna halda áfram að sökkva bjargræðisvegum okk ar í fen hallareksturs og vandræða meðan aðrar þjóðir- byggja upp efnahag sinn og bæta aðstöðu sína. En það er ekki aðeins að verðbólgan valdi íslenzkum framleiðslu- tækjum rekstrarerfiðleikum. Hún stuðlar stöðugt að auk- inni viðskiptalegri einangrun landsins, torveldar samvinnu íslenzku þjóðarinnar við aðr- ar þjóðir um framfarir og uppbyggingu. Frammi fyrir þessum vanda stendur íslenzka þjóðin í dag. Hún á vissu- lega um tvær leiðir að velja á sama hátt og franska þjóðin, áður en hún hóf hina efnahagslegu viðreisn sína eins og minnzt var á hér að ofan. SÚ SAGA gengur nú í hópi þeirra, er gerst mega vita, að mjög eftirsóknarverð staða verði brátt laus til umsóknar. — At- hugum staðreyndirnar: — Laun- in eru 6.000 pund á ári — risna: 651 pund á viku — tollfrjáls varn ingur — frítt húsnæði. — Sá, sem hlýtur umrædda stöðu, mun verða að stofna heimili í Was- hington. Svo er mál með vexti, að snemma á árinu 1960 mun Sir Harold Caccia, sendiherra Bret- lands í Bandaríkjunum, að sögn hverfa heim og gerast ráðuneyt- isstjóri í utanríkisráðuneytinu — og þar með verður laus eftirsótt- asta staða brezku utanríkisþjón- ustunnar erlendis. — Hver mun setjast í hið auða sæti? Þessi spurning er þegar til umræðu í sendiráðum Bretlands víðs veg- ar um heim. FYRIR skömmu, eða í desem- ber s.l. birtist í brezka blaðinu Sunday Express grein með fyrirsögninni „Are ambassa- dors really necessary?“, og er höfundur hennar Percy Ho- ward. — Birtum við hér grein þessa í lauslegri þýðingu og nokkuð stytta. k Tunga og eyru stjórnarinnar Samt sem áður ætla ég að leyfa mér að bera fram aðra spurningu í þessum sambandi. Og hún hljóðar svo: — Hvers vegna skyldum við vera að skipa nýjan mann í þessa stöðu? Hvaða ástæða er til að hafa hafa sendi. herra í Washington? — Fyrir einni öld hefði svarið legið í aug um uppi. Þá voru sendiherrar Bretlands bæði tunga og eyru brezku stjórnarinnar, ef svo mætti að orði komast. — Ef upp- lýsingar þeirra hefðu ekki komið til, hefði utanríkisráðherrann að eins haft óljósa hugmynd um, hvað var að gerast erlendis og þá einkum, hvað fram fór á bak við tjöldin, það er að segja í innsta hring valdamanna erlendra ríkja. — Sendiráðsveizlurnar voru meira en réttlætanlegar á þeim tíma, er sendiherrarnir höfðu aðstöðu til þess að hlera, hvað var að gerast í innsta stjórn málahringnum, á meðan strengja hljómsveitin lék menúettana — og „hirðin" dansaði. Breytt viðhorf En viðhorfin hafa breytzt. — Nú tiðkast það, einkum í Banda- ríkjunum — að talið er sjálfsagt, að fólkið fylgist náið með öllu, sem í stjórnmálum gerist. Þannig höfum við t.d. orðið vitni að því, að meltingartruflanir forseta Bandaríkjanna eru innan stund- ar orðnar kunnar öllum heimin- um. — A meðan sendiráðsmenn eru önnum kafnir við að skrifa skipulegar skýrslur um upplýsin- gar sínar, eru yfirmenn þeirra að lesa þær hinar sömu fréttir í brezku morgunblöðunum. —- Satt bezt að segja er það svo á stundum, að hlutverk sendiráðs. ins er sér í lagi það að koma í veg fyrir, að stjórnin trúi því sem al menningur veit þá þegar. ★ Þannig var það t.d. árið 1958, að Erroll Flynn, kvikmyndaleik- arinn, vissi, að Castro uppreisn- arforingi átti sigurinn vísan á Kúbu. — En brezka stjórnin vildi heldur hlusta á sendiherra sinn í Havana. — Og sendiherrann hafði þær fregnir að færa, að Castro væri ekki þess virði, að eftir honum væri tekið — hvað þá meira. — Sendiherrann hafði laun, sem námu 2.700 pundum á ári og 6.985 pund í risnu. k Blóm í forstofunni Hvað um hlutverk sendiherr- ans, sem talsmanns stjórnar sinn ar nú? — Áður og fyrr gerðu sendiherrar t.d. frumdrög að mikilvægum samningum þjóða á milli. En hvað gerist nú? — Ef mikilvæga samninga þarf að gera, þá gerir forsætisráðherrann þá sjálfur. Sendiherranum er j afn vel ekki lengur falið að ganga frá hinum lítilvægustu samningum milli ríkja — slík mál fær Sel- wyn Loyd utanríkisráðherra að útkljá. Yfirleitt er hlutverk sendi- herra á viðkomandi stað aðeins þetta: — 1 Að semja um dagskrá ýmiss konar funda. — 2) Að út- vega nauðsynlega túlka. — 3) Að sjá um, að fersk og fögur blóm séu ávallt til staðar við aðalinn- gang sendiráðsins. k Minni not — — meiri kostnaður Einn hlutur er eftirtektarverð- ur við allt sendiherrakerfi okkar — að jafnframt því sem við höf- um æ minni not af sendiherran- um, þeim mun meiri verður kostnaðurinn af upþihaldi þeirra fyrir þjóðina. — Við skulum taka dæmi: — Fyrir 1914 hafði Bret- land aðeins 9 sendiherra en þá þurftum við raunverulega á slík- um sendimönnum að halda er- lendis. — Nú höfum við yfir 70 sendiherra á opinberu framfæri — suma þeirra í smáríkjum, sem eru svo áhrifalítil í alþjóðamál- um, að fáir mundu veita því eftir tekt, þótt þau máðust skyndilega út af yfirborði jarðar í land- skjálfta eða öðrum náttúruham- förum. ★ Af hverju starfar þá öll sú út- þensla, sem gerzt hefir á þessu sviði undanfarið — Hvers vegna eyðum við svo miklu fé í sendi- ráð okkar erlendis Svarið er sennilega það eitt — að allir aðrir gera slíkt hið sama, enda þótt enginn virðist græða á því nema sendiherrarnir sjálfir og fylgisveinar þeirra. En þeir hafa líka sannarlega til nokkurs að vinna! 'k „Friðhelgi“ Við skulum taka tvö dæmi. — I nóv. s.l. gerðist það í Washing- ton, að sonur írska sendiherrans þar ók á blökkukonu, og beið hún bana af. En ekki reyndist unnt að höfða mál á hendur hon- um vegna slyssins, þar sem öku- maðurinn naut „friðhelgi“ sem starfsmaður sendiráðsins. Þá gerðist það í London í fyrra, að bifreið frá hollenzka sendi- ráðinu ók á Lundúnabúa. Slasað- ist maðurinn svo, að hann lézt af sárum sínum. En ökumaður- inn fékk ekki einu sinni áminn- ingu — hann var „friðhelgur", sem starfsmaður erlends sendi- ráðs. Slík atvik gerast æ ofan í ae. í Bretlandi njóta um 3.000 manns slíkrar „helgi“ það er að segja erlendir sendiherrar og starfs- menn erlendra sendiráða. — 1 Washington einni njóta um 5.000 manns slíkra forréttinda. — Ætl- azt er til, að þetta fólk sé sí og æ að vinna að vinsamlegri sam- búð sinnar þjóðar og þeirra, sem það dvelst hjá — en sannleikur- inn er sá, að í hvert skipti sem einhver úr þessum stóra hópi skír skotar til „friðhelgi“ þeirrar, sem sendimenn erlendra ríkja skulu njóta í hverju landi, þá er skaði skeður fyrir alþjóðlega vin áttu og samvinnu. k Draumur — án „diplomata“ Samt sem áður eykst sam- keppnin á sviði utanríkisþjónust, unnar stöðugt. — Þegar sendiráð annarra þjóða auka starfslið sitt, aukum við einnig okkar. Þegar önnur lönd reisa sendiráðsbygg- ingar, álíka glæsilegar og dóm- kirkjur viðkomandi borga, þá reynum við að byggja enn glæsi- iegri hús en hinir. Er unnt að stöðva þessa heimskulegu samkeppni eða veita henni í nýjan farvegí — í draum um mínum finnst mér, að slíkt kunni að geta gerzt — að Harold Caccia fari frá Washington, og brezka stjórnin lýsi því yfir að enginn verði skipaður í hans stað! Slík ráðstöfun virðist mér vera hið eina, sem gæti komið þjóð- um heimsins til þess að fækka I hinum fjölmennu og ónauðsyn- legu „diplómataherjum", sem þær nú halda uppi. Þessi mynd eftir hinn kunna skopteiknara Cummings fylgdl greininni í Sunday Express. S kýrir hún sig væntanlega sjálf ..

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.