Morgunblaðið - 08.01.1960, Page 20

Morgunblaðið - 08.01.1960, Page 20
Rúmlega stolið í AÐFARANÓTT miðvikudagsins fóru innbrotsþjófar með miklu brambolti um húsnæði Bifreiða- stöðvar íslands, hér í „hjarta“ höfuðstaðarins. Gerðu þeir æðis- gengna leit að peningum, en hún bar ekki árangur. I fyrrinótt færðust þjófarnir meira í fang, er þeir hugðust- ræna fjárhirzlur Benzín- og smurstöðvar Olíufél- agsins Skeljungs við Hafnarfjarð arveg. Þar inni er allþungur peninga skápur og eru undir honum lítil hjól. Þjófarnir hafa ýtt skápn- um út úr stöðinni. Þeir hafa sjálfir haft verkfæri meðferðis, til þess að sprengja skápinn upp. Það mun hafa verið a.m.k. 1—2 klst. verk að sprengja skápinn, og það tókst þeim um síðir. I Nýjo vorðskipið ofhent í dog í DAG verður afhent í Álaborg hið nýja varðskip Landhelgis- gæzlunnar. Pétur Sigurðsson, forstjóri Landhelgisgæzlunnar veitir skipinu móttöku. í dag og á morgun fer skipið í reynsluferðir, en áætlað er að það haldi heimleiðis um miðj- an janúar. Óðinn er 700—800 lestir að stærð, eins og áður hefur verið getið, og verður á skipinu 26 manna áhöfn. Skipherra verð- ur Eiríkur Kristófersson. Togaraútgerð kaupir frystihús EIGENDASKIPTI hafa nú orðið á frystihúsinu við Fífu- hvammsveg í Kópavogi. Gísli Jónsson, alþm., er var síðasti eigandi þess, seldi það nýstofn- uðu hlutafélagi, Kóp. hf. Að þessu hlutafélagi stendur Axel Kristjánsson framkvæmda- stjóri í Hafnarfirði, eigandi tog- arans Keilis, Karl Bjarnason, er verið hefur verkstjóri í hrað- frystihúsi Bæjarútgerðar Hafn- arfjarðar og Hilmar A. Kristjáns son, forstjóri. Togaraútgerð sú er Axel Krist- jánsson er fyrir, á einn togara, Keili, og rekur’ annan, Brimnes, frá Seyðisfirði. Föðurlausu börnin eru 19 1 FRÁSÖGNINNI af sjóslysinu mikla í blaðinu í gær, féll niður, að Jón Sveinsson háseti í Sand- gerði, lætur^ eftir sig tvö börn. Vilhjálmur Ásmundsson vélstjóri lætur eftir sig 4 börn. Hafa því 19 börn orðið föðurlaus, er vél- báturinn Rafnkell fórst, en í blaðinu í gær var sagt a'ð þau væru 15. Eru aðstandendur beðn- ir afsökunar á þessum mistókum. AKRANESI, 7. janúar. — Fjórir línubátar, sinn frá hverju útgerð- arfélagi, reru í nótt og var afli tregur. Þetta voru Sigurvon, Böðvar, Skipaskagi og Sigrún. Enginn síldarbáta fóru héðan á veiðar í dag. — Oddur. 6000 kr. fyrrinótt skápunum var 1000—1500 krónur í peningum, — allt skiptimynt í smápokum, en annað fémætt var þar ekki, því skápurinn er ekki notaður til geymslu á öðrum pen ingum en skiptimynt. f fyrrinótt var brotizt inn í Brauðborg á horni Frakkastígs og Grettisgötu. Var þar stolið úr peningakassa rúmlega 5000 kr. í peningum, en að auki 15—20 lengjum af sígarettum. Þessir innbrotaþjófnaðir eru báðir í rannsókn. Hurfu eins og dögg fyrir sól UMBOÐSMENNIRNIR okkar hafa nú aðeins undir höndum ó- endurnýjaða miða viðskipta- manna sinna, en að öðru leyti er hver einasti miði í happdrættinu seldur, og hvaðanæfa berast fyr- irspurnir til okkar, hvort við get um veitt úrlausn. Þannig komst Páll H. Pálsson skrifstofustjóri Háskólahappdrættisins, að orði í samtali við Mbl. í gær. Við gerð- um þá breytingu nú að fjölga verulega hálf. og heilmiðum, á kostnað fjórðungsmiðanna. Öll þessi viðbót, alls 5000 miðar, hvarf eins og dögg fyrir sól. Á föstudaginn kemur, eftir viku, verða viðskiptamenn happ- drættisins, sem ekki hafa enn endurnýjað miða sína, að hafa lokið því, ella verða miðarnir án tafar seldir þeim mörgu, sem nú bíða þess að fá miða keypta. Á þessu happdrættisári verða í umferð 20,625 heilmiðar, 38,300 hálfmiðar og 56,900 fjórðungs- miðar. Alls eru miðar Háskóla- happdrættisins 116.000 og greið- ir happdrættið 18,5 millj. kr. í vinninga. Dregið verður í 1. flokki 18. þ.m. Aflinn 42 þús lest- sl. um meiri en ar Síldaraflinn meiri, fogarafiskurinn minni FISKAFLINN á sl. ári hcfur orð- ið 42 þús. lestum meiri en árið 1958. Það er síldaraflinn, sem hef ur orðið miklu meiri eða 76 þús. lestum meiri. Aftur á móti hefur afli togaranna orðið 34 þús. lest- um mínni. Heildaraflinn er 623 þús. lestir og er það mesta afla- magn, sem komið hefur á land á einu ári. Aflinn í desembermánuði sl. er áætlaður 25 þús. lestir miðað við fisk upp úr sjó og mun það vera varlega áætlað. Skv. skýrslu Fiskifélagsins var aflinn orðinn 525.723 lestir í lok nóvembermán- aðar eða 598 þús. lestir, ef hann er umreiknaður í fisk upp úr sjó. Samanlagt er þetta 623 þús. lest- ir og er síldin um 183 þús. lestir af því. Árið 1958, sem var metár í afla brögðum, var heildaraflinn 581 lest miðað við fisk upp úr sjó og var síldaraflinn 107 þús. lestir þar af. Sé'st af því að aflaaukn- ingin er í síldinni, en fiskaflinn er minni. ■ um þeim, sem taldir enu sek- s ir um banatilræðið við Kass- 'í em, eru nú hafin í Bagdad. j Hér eru 57 þeirra ákærðu í S sakborningastúkunni í rétt- S arsalnum, allir í handjárn- • um. Á borðinu fyrir framan S stúkuna eru vopn, sem fund- í izt hafa í fórum mannanna. | Dauðadóms hefur verið kraf- i S izt yfir þeim öllum. ■ s i Stefnis-skemmtiin HAFNARFIRÐI. — Stefnir, félag ungra Sjálfstæðismanna, heklur skemmtun í Sjálfstæðishúsinu annað kvöld, og hefst hún kl. 9. — Lions-kvintettinnn leikur fyr- ir dansinum, en auk þess verðh skemmtiatriði. Möguleikar athugaðir a að „Syngjandi maður“ heitir þessi höggmynd eftir Ernst Barlach myndhöggvara. Hefur hún verið steypt í bronz og stendur í listasafni í Köln. Barlach, sem var þekktur þýzkur mynd- höggvari og rithöfundur var fæddur árið 1870 en lézt árið 1938. Hann stundaði nám í París, Dresden og í Rússlandi. Hin persónulegu séreinkenni hans birtust m. a. í mörgum lista- verkum er hann skar i tré. En hann hjó einnig í stein og vann að „keramik“ og „grafik“. Bæjarútgerðin reki niðursuðuverksmiðjú Á SÍÐASTA fundi útgerðarráðs Bæjarútgerðar Reykjavíkur skýrðu framkvæmdastjórar út- gerðarinnar frá því að miklar breytingar og endurbætur færu nú fram í fiskiðjuveri útgerðar- innar á Grandagarði. Á þessum fundi var samþykkt ákvörðun framkvæmdastjóranna um kaup á þorskflökunarvél og - flatningsvél frá Baaderverk- smiðjunum í V-Þýzkalandi. Hafði Framkvæmdabanki íslands haft um þetta milligöngu. Þá var rætt um fiskniðursuðu- vélarnar sem Bæjarútgerðin eign aðist með kaupunum á fiskiðju- verinu. Gerði útgerðarráðið sér- staka samþykkt viðvíkjandi þess- um vélakosti. Er þar ákveðið að láta fram fara athugun á því hvort hagkvæmt muni að reka niðursuðuverksmiðju á sjávar- afurðum til útflutnings, á vegum Bæj arútgerðarinnar. Til þess að framkvæma þessa athugun ákvað útgerðarráðið að kjósa fimm manna nefnd og skal hún skila áliti fyrir lok marzmánaðar n.k. Eru í þessari nefnd þeir Sigurð- ur Pétursson gerlafræðingur, Sig urður Ingimundarson efnafræð- ingur, Jóhannes Zoega, verk- fræðingur, Sveinn Benediktsson, framkvæmdastjóri og Gunnar Flóventz, skrifstofustjóri. 28 menn í hœttu á ísjaka — Washington, 7. jan. l'M 710 km. undan strönd Alaska er ísjaki á reki með 28 mönnum. Þetta eru banda- rískir vísindamenn og her- flugmenn, en vísindamenn- irnir hafa veriff á jakanum um árs skeið. 1 morgun brotn affi jakinn og eru mennirnir á broti, sem er fjórðungi minna en jakinn var allur áður. — Fjöldi bandarískra herflugvéla af mörgum stærffum hefur veriff sendur á vettvang og á að freista þess að lenda á jakanum og bjarga mönnunum. Flug- brautin ,sem rudd hafffi ver- ið á jakanum styttist veru- lega, þegar jakinn brotnaði, er nú aðeins 1,100 m löng.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.