Morgunblaðið - 05.02.1960, Qupperneq 9
Föstudagur 5. febrúar 1960.
M O R C V /V B LA Ð IÐ
9
framundan. En þá dó faðil
minn og siglingin til útlanda
varð ekki lengri og ég hrökkl-
aðist aftur heim í mína þröngu
sveit, ekki þó beinlínis á fá-
tækraframfæri, en samt í
minnsta kotið í hreppnum.
— Fórst sem sagt heim í
þína einangrun.
— Þú mátt hafa það svo-
leiðis, ef þú vilt og getur bætt
við: móti vilja mínum. Karl
Löwe, aflakóngur, flutti mig
vestur á Eyri vegna vinsemda
við konu mína. En af ókunn-
ugleik treysti hann sér ekki
til að sigla inn fyrir skerja-
garðinn á svo stóru skipi. Það
var 30 tonn. Eg benti honum
á að Díana, sem væri miklu
stærra skip, hefði siglt inn-
fyrir. Það stoðaði ekki og dót-
inu var skipað á landi í Norð-
urfirði. Við hófum búskap á
Eyri með engin efni. Eg varð
að hafa allar klær frammi til
að geta dregið fram lífið. Eg
reri stundum á árabát, sem ég
hafði eignazt, en samt blasti
fátæktin við. 1916 reri ég í
róður með Jóni Guðmunds-
syni á Seljanesi, hálfbróður
mínum, og fórum út fyrir Sel-
sker. Þegar við vorum komn-
ir á miðin, hvessir hann á
suðvestan og það er þýðingar-
laust að reyna að berja til
lands, en þá er krökt af norsk-
um síldveiðiskipum þar lengra
úti, svo við tókum þá ákvörð-
un að komast út í eitt af þess-
um skipum og fá bátinn fest-
an við skipið. Við komum að
Barðanum frá Alasundi, þar
sem hann lá og lét reka. Það
var tekið á móti bátsfestinni
og við fórum um borð og okk-
ur var tekið með kostum og
kynjum. Eg talaði við skip-
stjórann um það, hvort ég
mætti ekki festa bátinn aftan
í þar til vind lægði. — Jú,
það er í lagi, sagði hann. En
hvaðan ertu? bætti hann svo
við. Eg segi það. — Þangað
er ekki hægt að komast á skip
inu, sagði skipstjóri. — Jú,
þar er bezta höfn við Húna-
flóa, segi ég. — Treystir þú
þér til að sigla mínu skipi
inn á Ingólfsfjörð, fyrst höfn-
in er svona góð, spyr skip-
stjóri. — Já, svara ég, þó þú
værir á þrisvar sinnum stærra
skipi.
Hann segir þá körlunum að
hala inn bátinn og er það
gert, og ég fer á stjórnpall
með skipstjóra og segi fyrir
um innsiglinguna. En í kjöl-
far Barða koma 14 Norðmenn
svo fólkið heima varð dauð-
hrætt, hélt hundtyrkinn væri
kominn eða brezk herskip,
eða eitthvað ekki betra.
— Þetta hefur verið að
næturlagi?
— Já.
— Og hvernig gekk þetta
svo?
— Daginn eftir talaði ég við
nokkra skipstjóra af þessum
skipum og töldu þeir þetta
beztu höfn á þeim slóðum. Á
næstu árum komu margar
beiðnir frá Noregi um gott
athafnasvæði, þar sem hægt
væri að byggja hús og salta
síld. Svo voru mældar út 10
lóðir, en aðeins tveir byggðu,
það voru þeir Langvad, sem
hyggði síldarstöð á Valleyri
og Skarb0vig frá Álasundi,
sem keypti hús í Bandaríkj-
unum og flutti norður. Þetta
gekk allt ágætlega, þangað til
sett var ný löggjöf um að út-
lendingar mættu ekki hafa
hér landsetu til atvinnu-
rekstrar. Þá fór heldur að síga
á ógæfuhliðina, en samt komu
margir ágætir athafnamenn
bæði til Djúpavikur og Ing-
ólfsfjarðar og má segja, að
þangað hafi verið miklar
skipakomur og fjörlegt at-
hafnalif frá 1918—1944.
— Þá hefurðu kunnað Vel
við þig?
— Já, þetta var blómaskeið
ævi minnar. Eg var kominn í
margmennið og það var gam-
an að vera hreppstjóri í Ár-
neshreppi. Sýslumaðurinn sat
á Borðeyri og þess vegna
kölluðu karlarnir mig stund-
um „sýslumann Norður-
stranda“. Halldór Kr. Júlíus-
son, sýslumaður, gerði mig
að hreppstjóra. Hann var
ágætur maður. Það var 1929.
— En samt ekki orðinn
skipstjóri?
— Nei, ekki orðinn skip-
stjóri, það er rétt. En heyrðu,
hvenær kemur Gullfoss? Eg
hef nefnilega verið umboðs-
maður Eimskipafélagsins frá
því það var stofnað og mér
þykir vænt um skipin þeirra.
Mig langar að sjá, þegar
svona fagurbúið skip legg \st
upp að bryggju.
II.
Peninga/ykt
Þegar Guðjón á Eyri hafði
verið um borð í Gullfossi kom
hann til mín og sagði:
— Það er stundum erfitt
að vera í fjósinu, en ég held
það sé erfiðara að vera gest-
komandi hér 1 Reykjavík.
Maður hefur svo mikið að
gera. Hér gæti maður eigin-
lega verið hálffullur alla daga
vikunnar.
— Já, en við vorum að tala
um hreppstjórastarfið I gær.
— Það var nú ekki það
fyrsta. Sýslumaður gerði mig
að umboðsmanni sínum í sýsl-
unni 1917 og skildi ég ann-
ast afgreiðslu erlendra skipa
og innheimta gjöld og tolla.
Það var mikið að gera, þang-
að til síldin hvarf upp úr
1940. Á þessum árum var mik-
il velmegun í Árneshreppi og
það var ekkert smáræði, sem
ég innheimti í ríkissjóð, þó
ekkert yrði úr því fé í ráð-
lausra manna höndum.
— Það er hálfgerð peninga-
lykt af þessu hjá þér.
— Já, er nokkuð á móti
því?
— Ertu peningamaður,
Guðjón?
— Nei, ég er bjargálnamað-
ur. En vertu ekki að grípa
þetta fram í. Eg ætla heldur
að segja þér einn hlut, sem
er afarmerkilegur. í Árnes-
hreppi eru 400 íbúar, aldir
upp í meiri eða minni fátækt
og vesaldómi. En svo gerðist
ævintýrið. Hreppurinn varð
ríkasti hreppur landsins, hik-
laust, á árunum 1920—1954.
Á því er enginn vafi, og þetta
skalt þú færa til bókar, ef þú
ert maður til.
— Hvernig gaztu svona illa
menntaður annað öllum þess-
um störfum?
— Hja, ég tók fegins hendi
að vera umboðsmaður sýslu-
manns og vildi vinna störf
mín eins vel og mér var unnt
En hvað segirðu, illa mennt-
aður? Eg hafði lesið Egilsögu
og svo fékk maður nú blöðin
einstaka sinnum. Eg hef
aldrei haft neina minnimátt-
arkennd og það get ég sagt
þér í fúlustu alvöru að ég
taldi mig hálfan sýslumann
Strandasýslu.
— Hálfan? Hefurðu verið
drykkfeldur um dagana?
— Hvers konar útúrsnún-
ingur er þetta? Jæja, segðu
það, ef þú vilt, mér er fjand-
ans sama. Eg var a. m. k.
kominn um borð í skipin og
æskudraumurinn að rætast.
Eg sat þeirra veizlur og hafði
allt, en þeir ekkert. Og ég
gerði meira. Eg greiddi skatt-
peninginn með fullum skilum
í ríkissjóð og fékk aldrei um-
vöndun úr þeirri átt. Eg var
ríkissjóði í Strandasýslu það
sem Pontius Pílatus vai
Rómaríki í Gyðingalandi. En
fyrst þú ert farinn að leyfa
mér að komast að, er bezt ég
segi þér dálitla sögu frá starfi
mínu. Eg var að taka mó, þeg-
ar ég fékk skilaboð frá bónda
einum úr Árneshreppi að
koma sem bráðast og taka út
jarðarkotið hans, því hann
ætlaði að flytjast úr sýslunni.
Þegar ég hafði lokið því
starfi, kom boðberi frá Gjögri
og sagði, að þar hefði legið
norskt skip í nokkra daga og
hlyti að eiga að greíða gjöld.
Ég taldi það lítt markvert,
hélt þó sem leið liggur til
Gjögurs og um borð í skipið.
Ég var ekki vel búinn, en
þó sæmilega á bónda vísu, í
mórauðum jakka og svörtum
stígvélum. Það var varla þeir
tækju við festarhaldi bátsins.
Stýrimaður stóð við borð-
stokkinn: — Hvar er skip-
stjórinn, spurði ég. — í sal-
úngen, sagði hann. — Gerðu
boð fyrir hann? — Nei, þú
getur sjálfur bankað upp á,
sagði hann.
Eg gerði það og heyrði loks-
ins að kallað var: — Kom inn.
Eg fór inn og sé þar virðu-
legan mann í hásæti salúngs-
ins og geng fyrir hann, illa
búinn, segi: — Hér er hrepp-
stjóri Ámeshrepps. Hann
hresstist ekkert við það. —
Þú ert pligtugur 'að innklar-
era, sagði ég. Hann sagði: —
Hér er engin höfn og mér ber
ekki skylda til að sýna nein
skilriki. Eg neitaði því og
krafðist málbréfsins. Hann
sagðist ekki sjá á mér, að ég
væri embættismaður rikisins:
— Hvort sem þú sérð það
eða ekki, heimta ég málsbréf-
ið, sagði ég. Karlinn sagði:
— Eg var í Flatey fyrir tveim-
ur árum og einhver bónda-
garmur kom um borð og
kvaðst vera fulltrúi sýslu-
manns, svo ég greiddi honum
gjöldin, en þegar ég kom til
Akureyrar síðar um sumarið,
sýndi ég fógetanum skilríkin
og þá kom í ljós að bóndinn
hafði gabbað mig.
En þá hafði ég réttu svör-
in á teppinu og segi: — Gott
og vel. Ef ég skrifa réttan
reikning, sem er eins og
reikningur fógetans á Akur-
eyri, veiztu að ég er hrepp-
stjóri hér um slóðir og greiðir
mér, annars ekki. Svo skrifaði
ég reikninginn og aldrei hef
ég vandað mig eins vel að
reikna. Ég afhenti honum nið-
urstöðuna: — 700 kr. í norsk-
um peningum, takk! Karlinn
fann gamla reikninginn frá
Akureyri, athugaði hann og
sagði: — Reikningurinn er
réttur, fór siðan niður í skatt-
holið og afhenti mér pening-
ana. Þetta er sennilega í eina
skiptið, sem ég hef reiknað
mitt dæmi algjörlega rétt, en
það var mikið í húfi. Ekki
rétti karlinn mér svo mikið
sem vindil, eins og þeir gerðu
venjulega útlenzku skipstjór-
arnir, ónei, hann bara kvaddi
mig og lét þar við sitja. En
ég fór í land og hafði álitleg-
an pening upp úr krafsinu,
því hlutur hreppstjóra var 20
eða 25% af gjaldinu. Það var
góður peningur og sárabætur
fyrir vindilinn.
III.
Samverjinn
— Hvernig var þér innan-
brjósts, þegar þú varðst
hreppstjóri?
— Mér leið vel. Eg var
ánægður yfir því að ég skyldi
hafa hlotið vegsemd til valda.
Og ég veit ekki betur en það
hafi gengið þolanlega.
— Heldurðu að þú hafir
verið virðulegt yfirvald?
— Ætlarðu að spyrja að
því?
— Já.
— Nei, það held ég ekki.
Persóna mín og virðuleiki
hafa aldrei átt samleið.
— En hvers konar yfirvald
varstu þá eiginlega?
— Eg skilaði vænum skatt-
peningi í ríkissjóð og fékk
aldrei neinar ákúrur út af
starfinu, sagði ég það ekki?
— Varstu aldrei í hrepps-
nefnd, Guðjón?
— Jú, illu heilli, mér leidd-
ist það starf. Bezt ég segi þér
af þessu eina afreki mínu úr
því starfi: Ég var staddur hér
í Reykjavík gestkomandi, og
hitti þá prestshjónin úr Ár-
neshreppi, þau frú Ingibjörgu
Jónasdóttur frá Skarði og séra
Svein Guðmundsson. Eg fékk
boð frá frú Ingibjörgu um að
bæjarfógetinn í Hafnarfirði,
Magnús Jónsson, kallaði mig
strengilega á sinn fund vegna
þurfalings, ungrar stúlku úr
Árnéshreppi, sem flytja átti
norður nauðuga viljuga, jafn-
vel í böndum. Haust var kom-
ið. Eg fór á fund bæjarfógeta
og óskaði eftir að fá viðtal
við stúlkukindina í skrifstofu
hans. Það var auðsótt mál.
Hún hermdi mér sögu sína.
Hún hafði skilið samvistum
við unnusta sinn, en orðið
þunguð af völdum annars
manns. Sveitastjórnarlögin á
íslandi á þeim árum voru
ströng og hörð, og mig sveið
undan þeim, fann að löggjöf-
in var ekki í samræmi við
mannlegt eðli. Eg hafði auð-
vitað ekkert vald til að skera
úr um málið, en þó leizt mér
illa á að stúlkan yrði send
svona á sig komin norður á
Strandir, í langt og erfitt
ferðalag á sjó. Þá var eins
og einhver hvíslaði því að mér
hvað gera skyldi. Eg sagði við
sýslumann, að hér hefði ég
ekki ráðin, en vildi samt
hjálpa stúlkunni: — Þekkirðu
engan lækni hér í bænum?
spurði ég. — Jú, sagði hún,
hún þekkti lækni. — Eina
leiðin til að koma í veg fyrir
þennan flutning er sú, að þú
fáir læknisvottorð um að þú
sért ekki ferðafær, svo þung-
uð sem þú ert af þínum ást-
huga.
Hún fór og kom aftur
nokkru síðar með skýlaust
vottorð um að hún væri ekki
ferðafær. Þetta kom í veg fyr-
ir að hún væri flutt fátækra-
flutning þessa löngu leið.
En hreppsnefndin £ Árnes-
hreppi var ekkert yfir sig
hrifin af þessari ráðagerð
okkar. Og þegar ég kom heim,
varð ég að bera kinnroða fyr-
ir mín afskipti af þessu máli,
því í bréfi bæjarfógeta til odd
vita í Ameshreppi, þess mæta
manns Guðmundar Guð-
mundssonar, bónda á Finn-
bogastöðum, sagði að heim-
flutningi hefði verið frestað
vegna afskipta bóndans frá
Eyri. Eg neitaði og sagði að
læknisvottorðið hefði ráðið
úrslitum. Auðvitað vildi
hreppsnefndin heldur láta
stúlkuna dúsa í fátæktinni
fyrir norðan en þurfa að
borga með henni i Hafnar-
firði. Kjörorð þessara ára
voru eitthvað á þessa leið:
Fátæklingarnir heim í fá-
tæktina. En þess vil ég geta,
því ég er sannorður maður,
að bæjarfógeti, sá góði og
skyldurækni embættismaður,
leiðrétti síðar ummæli sín i
bréfinu. Og ég held hann hafi
ekki tekið þetta síður nærri
sér en ég.
Þarna var ég hinn misk-
unnsami Samverji, þó ég segi
sjálfur frá, og þessi afskipti
mín af stúlkunni ungu hafa
veit mér mesta gleði á æv-
inni. Það getur stundum kom-
ið sér vel að hvislað sé að
manni. M.
Stjórnarkjör
Félags Jám-
iðnaðarma, inna
UM HELGINA var auglýst eft-
ir tillögum um stjórn og trún-
aðarmannaráð Félags Járniðn-
aðarmanna fyrir næsta kjörtíma-
biL Var frestur til að skila til-
lögum útrunninn kl. 6 í gær-
kvöldi. Aðeins ein tillaga barst,
frá trúnaðarmannaráði félagsins,
og er því stjórn félagsins sjálf-
kjörin. Stjórnina skipa: Snorri
Jónsson, form., Hafsteinn Guð-
mundsson, varaform., Tryggvi
Benediktsson, ritari, Þorsteinn
Guðmundsson, vararitari, Guðjón
Jónsson, fjármálaritari og Ingi-
mar Sigurðsson, gjaldkeri.
Trúnaðarmannaráð skipa auk
stjórnar: Einar Siggeirsson,
Hannibal Helgason, Ingimundur
Bjarnason og Hörður Hafliðason.
Varamenn: Guðmundur Rósin-
kransson, Jóhann Indriðason og
Sigurður Jónsson.
Umræðufundur um stjórnar-
kjör, sem vera átti í kvöld, fellur
því niður.
Gerum gömul HUSGÖGN sem ný
MÁLARASTOF AN
Barónsstíg 3. — Sími 15181.
Fclagslíf
Sunddeild Ármanns og K.R.
Skemmtun £ kvöld í K.R.-
heimilinu kl. 10. Mætið öll og
takið með ykkur gesti.
Skemmtinefndirnar.
Þróttarar, eldri sem yngri
Munið kynningarkvöldið í
Breiðfirðingabúð, uppi, í kvöld,
föstud., kl. 8,30 stundvíslega. —
Skemmtiatriði. Hafið töfl og
spil með. Mætum öll. — Mætum
stundvíslega. — Skemmtinefnd.
Farið verður í skálana sem
hér segir:
Á Hellisheiði, laugard. 6. fébr.
kl. 2 og 5,30. Á sunnud. 7. febr.
kl. 10 f.h. — í Skálafell laugard.
6. febr., kl. 2,15 og sunnud. kl.
10. — Ferðir frá B.S.R.
Skiðafélögin í Reykjavík.
Ódýru prjónavörurnar
seldar í dag eftir kl. 1.
Ullarvörubúðin
Þingholtsstræti 3.
Smurt brauð
og snitfur
Sendum heim.
Opið frá kl. 9—11,30 e. h.
Brauðborg
Frakkastíg 14. — Sími 18680.
Tjarnargötu 5. Sími 11144.
Ford Fairlane 1959
Hagkvæmt verð og greiðslu
skilmálar. Skipti koma til
greina.
Ford Fairlane 1958
Ekinn 32 þús. km., 6 cyL
Opel Capitan 1955
mjög glæsiiegur einkavagn
Opel Record ’54, ’55, ’58
Opel Caravan ’55, ’59, ’60
Tjarnargötu 5. — Simi 11144