Morgunblaðið - 05.02.1960, Side 10

Morgunblaðið - 05.02.1960, Side 10
10 MOlfCTlNTlT Anifí Fðstudagur 5. febrúar 1960. í'östudainir 6 febrúar 1960. Moncr’ivnT aoið 11 intMðMfr tJtg.: H.f. Arvakur Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (óbm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Lesbók: Arni Óla, simi 33045. Auglýsir.gar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 40,00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 2.00 eintakið ☆ GENGISBREYTING JL/íEÐ viðreisnartillögum rík- isstjórnarinnar er fyrst og fremst horfið frá styrkja- og uppbótakerfinu og íslenzk króna jafnframt skráð á raunverulegu gengi. Miðað við það meðalgengi, sem nú er á Bandaríkjadollar í út- flutningi, kr. 30,36, er hér um að ræða lækkun á gengi krónunnar um 20%. En mið- að við hið almenna gengi, sem nú er á Bandaríkjadollar í innflutningi, krónur 25,30, er hér um að ræða 34% lækkun á gengi íslenzkrar krónu. FRÁLEIT STAÐHÆFING Þegar það hefur þannig verið athugað, hvert hið raunverulega gengi íslenzkr- ar krónu er í dag, áður en gengisbreytingin kemur til framkvæmda, verður það augljóst, hversu fráleit sú staðhæfing kommúnista og Framsóknarmanna er, að með tillögum ríkisstjórnar- innar sé erlendur gjaldeyrir hækkaður um 135%. Þessi staðhæfing er fráleit vegna þess, að allir vita, að hið skráða gengi á dollarnum, kr. 16,26, er einungis pappírs- gengi, sem enga stoð á í raunveruleikanum. VIÐREISN í STAÐ UPPLAUSNAR Með tillögum ríkisstj órnar- innar er lagður grundvöllur að efnahagslegri viðreisn í landinu. Horfið er frá hinu spillta styrkja- og uppbóta- kerfi, sem haft hefur í för með sér sívaxandi verðbólgu á undanförnum árum. Um það getur engum blandazt hugur, að mikil áherzla er á það lögð af hálfu ríkisstjórnarinnar að koma í veg fyrir kjaraskerðingu hinna efnaminnstu af völd- um hinna nauðsynlegu við- reisnarráðstafana. Þess vegna eru skattar af almennum launatekjum afnumdir, fjöl- skyldubætur til barnmargra fjölskyldna stórauknar og bætur almannatrygginga til gamals fólks og sjúkra tvö- faldaðar. AHir sanngjarnir menn munu gera sér það ljóst, að viðreisnartillögur ríkis- stjórnarinnar eru fyrst og fremst miðaðar við alþjóð- arhag til lausnar á miklu og erfiðu vandamáli. TVÍSTIRNIÐ fjAÐ liggur nú opinberlega fyrir, svo ekki verður um villzt, að kommúnistar og Framsóknarmenn hafa mynd- að með sér bandalag. Báðir höfðu þessir flokkar lýst því yfir fyrir kosningarnar á sl. hausti, að þeir hyggðust sam- eiginlega beita sér fyrir myndun ríkisstjórnar, ef .þeir fengju bolmagn til þess á þingi. En niðurstaðan varð sú, að þjóðin vildi ekki fela Framsóknarmönnum og kommúnistum umboð til þess að mynda nýja vinstri stjórn. UM HVAÐ ER SAMIÐ? En um hvað er þá þetta nýja bandalag stjórnarand- stöðuflokkanna myndað? Það er í fyrsta lagi myndað í þeim tilgangi að tryggja og auka völd kommúnista innan verkalýðshreyfingarinnar. Er þetta samningstitriði þegar komið til framkvæmda. Annað samningsatriðið er að. leiðtogar Framsóknar- flokksins og kommúnista- flokksins hafa skuldbundið sig til þess að hafa samvinnu í einu og öllu um andstöðu gegn viðreisnarráðstöfunum ríkisstjórnarinnar. Hermann Jónasson og Eysteinn Jónsson hafa lofað leiðtogum komm- únistaflokksins að styðja þá í hvers konar skemmdarverk- um gegn viðleitni ríkisstjórn- arinnar til þess að sigrast á verðbólgunni og leggja nýjan og traustari grundvöll að .af- komuöryggi þjóðarinnar. BOTNLAUS STJÓRN- MÁLASPILLING Svona botnlaus er stjórn- málaspillingin orðin á íslandi. Tveir stjórnmálaflokkar, sem nýlega hafa látið af völdum í ríkisstjórn, er reyndist þess ómegnug að leysa nokkurn vanda í þjóðfélaginu, efna til samsæris um það að hindra eftir fremsta megni að nýrri ríkisstjórn takist að koma í veg fyrir það hrun og þjóðar- ógæfu, sem yfir vofir. En hvernig lízt íslenzku þjóðinni á þetta nýja tví- stirni á stjórnmálahimni sínum? Þegar Jíkið” handtdk Stalin HANN heitir Victor Kon- stantin Kaledin og ber ofurstanafnbót. — Þessi gamli hermaður hefir frá mörgu að segja — mörgu misjöfnu — m.a. eins árs þjáningum í Selanga- fangabúðunum í Síberíu, sem hann ber enn menj- ar eftir. — Kaledin hefir löngum verið það, sem kallað er „karl í krapinu“, og hann var ekki gamall að árum, þegar í ljós kom, að hann lét sér ekki allt fyrir brjósti brenna og hafði ráð undir hverju rifi. Það sannaðist þegar árið 1909, er hann tók Ræninginn ★ En hér kemur frásögn af því, þegar Kaledin handtók Stalin, lauslega þýdd úr dönsku blaði, sem átti við- tal við gamla ofurstan ný- lega. Árið 1909 var hinn ungi Kaledin starfandi í „Ochr- ana“, leyniþjónustu keisar- ans. Var hann þá eitt sinn settur til eftirlits við höll eina hjá bankanum í Tiflis. Hann stóð á svölum hallar- innar, þegar komið var með peningasendingu til bank- ans. — Skyndilega var ráð- izt á „peningavagninn". — Sprengja sprakk undir vagn inum og fleiri þar í kring. í sama bili kom maður nokk- ur ríðandi á hesti, stökk af baki, greip peningaskrínið — og var á bak og burt að andartaki liðnu. — En Kale- din hafði haft augun hjá sér — og þekkt reiðmanninn. Það var hinn ungi Jósef Stalin, sem framið hafði rán til þess að útvega peninga lent hefir i til byltingarundirbúningsins. rnörgu UlÍsjÖfnU um dagana — og aldrei látið sér neitt fyrir brjósti brenna lánaði honum á sínum tíma. — Maðurinn hafði rétt fyrir sér. Konan sagði mér, að Stalin héldi til í þorpinu Dusket. Hún sagði hins veg- ar, að ekki mundi unnt að komast til bæjarins með liðs- safnað, án þess að hann fengi spurnir af og gæti kom izt undan — og þess vegna settum við „á svið“ dálitla líkfylgd! „L í kið“ reis upp ★ Ég lét leggja mig í kistu, búinn líkklæðum að kákasiskum sið. Og við feng- Victor Kaledin ofursti er karl i krapinu, sem „Líkfylgd“ ★ Kaledin segist svo frá: — Mér var kunnugt um, að Stalin þótti mjög gott kákas- iskt vín, sem nefndist Tchi- taev 105 — og það var ein- mitt þetta vín, sem varð honum að f alli að þessu sinni. — Mér datt í hug þessu sambandi, að hann"* mundi vera vel þekktur á ýmsum krám. Því tók ég mig til og gekk milli kránna og spurðist fyrir. Þar kom líka, að ég hafði heppnina með mér. Maður nokkur sagði við mig: — Ef þú hefir áhuga á að hafa uppi á Stalin, þá ættirðu að reyna að setja þig í samband við frænku hans — sem hann nánar til- sjálfan Jósef Stalin fast- greindi. — Mér er kunnugt an í þorpinu Dusket í um, að hún hugsar honum Kaledin ofursti — maðurinn sem handtók Stalin — átti fyrrum 500.000 hektara lands og hafði 2 millj. gullrúblna í árstekjur. Nú býr hann við lítil efni í Kaupmannahöfn, ásamt hinni stórættuðu, skozku konu sinni .... tók hann fastan. Stalin var dæmdur til dauða, en — þótt ólíklegt kunni að virðast — keisara- drottningin bað honum lífs, og fékk bón sína uppfyllta. Hún var vanfær, er þetta gerðist — og einhvern veg- inn hafði hún fengið þá flugu í höfuðið, að barn hennar mundi verða fáviti, ef ein- hver væri tekinn af lífi á meðan hún gekk með það. Á f 1 ó 11 a heimsstyrjaildarinnar síðari dvaldist hann lengst af í Englandi og starfaði þar að ýmsu á vegum hersins — t.d. gerðist hann þá dulmálssér- fræðingur, og einnig vann hann að mannúðarmálum á ýmsum sviðum. Eyðilagður m a ð u r Kaledin: — Eg lærði fjórtán nýjar pyndingaraðferðir Kákasus. —★— Sú var tíðin, að Kaledin átti um 500.000 hektara iands í Suður-Rússlandi, ásamt olíulindum í Baku — og var þá talið, að árstekjur hans mundu nema um 2 miiljon- um gullrúblna. — Nú er öid- in önnur. Hann býr við lítii efni í „pensjónati“ á Nórre- bro í Kaupmannahöfn, ásamt konu sinni, sem er skozk — og ekki af neinum hvers- dagsættum, a. m. k nefnir Kaledin hana „Her Serene Highness Louise The Frinc- ess of Razibor, By the Grace of God and James Stuart III of Scotland“ ,— hvorki meira né minna. Faðir hans var hermála- fulltrúi við rússnesKa sendi ráðið í London arið 1892, og þar fæddist Vietor Kale- din. Hann dvaldist þó ekki nema fyrsta mánuðinn af lífi sínu í Englandi, því að þá var faðir hans kallaður heim — og hann steig ekki fæti sínum aftur á enska jörð fyrir en eftir rússnesku byltinguna árið 1917. þegjandi þörfina, vegna þess, að hann hefir neitað að end- urgreiða henni fé, sem hún um laginn mann til þess að „sminka“ mig í framan, svo að í fljótu bragði sýndist ég steindauður. — Síðan lögð- um við af stað, og eins og siður var, stönzuðum við hjá hverri krá, sem á leið okkar varð. Þannig bættist alltaf nokkuð í hópinn-, svo að það varð álitlegur flokkur manna sem kom að lokum inn í Dusket. — Og heppnin var með okkur. Stalin lét freist- ast og leit niður í kistuna til hins „dauða“. En þá reis „líkið“ snarlega upp með skammbyssu í hönd — og ★ Þegar byltingin var gerð, flýði Kaledin gegnum Síberíu til Kína og þaðan um Japan og Filippseyjar til Bandaríkjanna — og loks þaðan til Vestur-Evrópu. Honum skaut aftur upp í Suður-Rússlandi 1918—’19, eftir að Bretar og Frakkar höfðu gert innrás sína, og á árunum milli heimsstyrjald- anna starfaði hann fyrir leyniþjónustu ýmissa Evr- ópuríkja — sem sagt ekki við eina fjölina felldur. Þá var hann einnig búsettur í Bandaríkjunum um nokk- urra ára skeið. A árum Síðan uppreisnarmenn í Alsír gáfust upp hafa de r'-r" í þúsundatali, þar sem honum er óskað t il hamuiwu mikla „atvinnu“, eins og sjá má á myndinni. ~ "—osr símskeyti uajjuí ■»»-»veitir ★ Árið 1944 var Kaledin sendur til Ytri-Mongólíu í mikilvægum erindagerðum — með fullu samþykki Rússa. Hann hafði þó ekki dvalizt þar nema skamma hríð, þegar hann var hand- tekinn. — Eg var, ásamt ýmsum fleiri, fluttur til Selanga- fangabúðanna í Síberíu, en þar voru þá um 70.000 manns í haldi við hin hörmulegustu kjör, segir Kaledin. — Það- an kom ég sem sjúkur og eyðilagður maður. Ég var skyndilega látinn laus í febrúar 1945, eftir að ég hafði verið látinn skrifa undir yfirlýsingu um. það, að ég hefði hlotið góða með- ferð í fangabúðunum. En þar hafði ég reyndar lært fjórtán nýjar pyndingarað- ferðir! Gamlir vinir ★ Þegar Kaledin kom loks aítur til Bretlands, var hon- um tekið með kostum og kynjum, og m.a. var hann sæmdur ensku heiðursmerki fyrir störf sín í þágu hersins. •— Já, Kaledin gamli hefir vissulega frá mörgu að segja, enda hefir hann skrifað nokkrar bækur um ýmsa þætti lífs síns, og á borð- inu hjá honum liggur nú handrit að nýrri bók, þar sem fyrst og fremst er sagt frá hörmungaárinu í Selanga fangabúðunum. — Og nú er hann seztur að í Danmörku. Ástæðuna til þess segir hann m.a. vera þá, að ýmsir vinir hans frá hinu gamla Rúss- landi liggi grafnir í danskri mold. Hann vill gjarna vera nálægt þeim. Hrikalegur greiðsluhalli á þjóðar- búskapnum gagnvart út- löndum árin 7955-7959 Greiðslubyrðin orðin þyngri en í nokkru öðru landi Liggur við greiðsluþroti í EFTIRFARANDI kafla grein- argerðar efnahagsmálafrumvarps ríkisstjórnarinnár er gerð ræki- leg grein fyrir síversnandi gjald- eyrisaSstöðu og greiSsluhalla í viSskiptum þjóðarinnar gagnvart útlöndum: Hér á eftir verður gerð grein fyrir því í einstökum atriðum, hvers vegna ríkisstjórnin telur gagngera stefnubreytingu i efna- hagsmálum þjóðarinnar nauðsyn- lega, í hverju ráðstafanir þær, sem hún leggur til, eru fólgnar, og hvaða áhrif er sennilegt, að þær hafi á efnahagslífið og af- komu landsmanna. 200 milljón króna greiðsluhalli á ári Um mörg undanfarin ár hefur þjóðarbúskapur íslendinga verið rekinn með halla gagnvart öðr- um löndum. Þessi halli kom í ljós í lok styrjaldarinnar og hef- ur haldizt síðan að heita má ó- slitið, ef frá er talið árið 1954. Hallinn var fyrst jafnaðui með notkun þeirra erlendu innstæðna, sem safnazt höfðu á stríðsárun- um, en síðan með efnahagsað- stof frá Bandaríkjunum á tím- um Marshalláætlunarinnar (1948 —1953). Á sl. fimm árum hefur hallinn verið greiddur með mikl- um erlendum lántökum, og með því að eyða gjaldeyriseignum og mynda gjaldeyrisskuldir. Hallinn hefur á árunum 1955—1958 num- ið samtals 776 millj. kr., eða tæp- um 200 millj. kr. á ári að meðal- tali. Af þessari upphæð hafa 568 millj. kr. verið jafnaðar með er- lendum lántökum, en 208 millj. kr. með því að eyða gjaldeyris- eignum og mynda gjaldeyris- skuldir. Upplýsingar liggja enn ekki fyrir um það,hver hallinnhafi verið á árinu 1959, en gera má ráð fyrir, að hann hafi ekki verið lægri en 350 millj. kr. Af þeirri upphæð voru 92 millj. kr. jafnaðar með eyðingu gjaideyriseigna og myndun gjaldeyrisskulda og hinn hlut- inn, eða um 260 millj. kr., með erlendum lánum opin- berra aðiia og einkaaðila. — Halli ársins 1959 varð sérstak- lega mikill vegna aukningar birgða útflutningsvöru, eink- um bræðslusíldarafurða, er nam um 84 millj. kr. Þyngri greiðslubyrði en hjá nokkru öðm landi Hin mikla lánsfjárnotkun und- anfarinna ára hefur leitt til þess, að greiðslubyrði landsins vegna vaxta og afborgana af erlendum lánum hefur vaxið ört.. Á ár- unum 1951 til 1955 nam gjald- eyrisbyrðin ekki nema um 30 millj. kr. á ári og um 3% af heild- argjaldeyristekjum. Síðan 1956 hefur greiðslubyrðin farið ört vaxandi. Var hún 87 millj. kr. árið 1958, 138 millj. kr. árið 1959 og verður 163 millj. kr. árið 1960. Hámarki sínu, 183 millj. kr., nær greiðslubyrðin árið 1961, og svo framarlega sem nýjar lántökur koma ekki til, mun hún byrja að lækka að nýju árið 1962. Á- ætla má, að á árunum 1959—1963 muni greiðslubyrðin nema að meðaltali um 10% af heildargjald eyristekjum þjóðarinnar. Þetta er mjög þung greiðslubyrði, og að öllum líkindum þyngri en i nokkru öðru landi að einu und- anteknu. Álit hagfræSinganefndarinnar 1958 Þessi mikli og ískyggilegi vöxt- ur greiðslubyrðarinnar var þegar fyrirsjáanlegur fyrir nokkrum árum. Hagfræðinganefnd sú, sem starfaði í ársbyrjun 1958 á veg- um þáverandi ríkisstjórnar, gerði þessu máli ýtarleg skil í einni af skýrslum sínum (Erlend lán, dags. 5. febr. 1958), en í nefnd þessari voru hagfræðingarnir Haraldur Jóhannsson, Jónas H. Haralz, Klemens Tryggvason, Kristinn Gunnarsson og Torfi Ás- geirsson. Þá voru lántökurnar ekki orðnar eins miklar og síð- ar hefur orðið, og gerði nefnd- in ekki ráð fyrir, að greiðslubyrð- in á árunum 1958—1962 yrði þyngri en 130 millj. kr. á ári og um 8% af gjaldeyristekjunum. Þetta taldi nefndin þó mjög hátt hlutfall, og segir um það efni: „f flestum þeim löndum, þar sem upplýsingar um þetta efni liggja fyrir, er hlutfallið á milli greiðslu byrðar annars vegar og gjaldeyr- istekna hins vegar lægra en 5%. Af 53 löndum er það aðeins í 13, sem greiðslubyrðin er meir en 5% af gjaldeyristekjum, og að- eins í 3, sem hún er hlutfalls- lega þyngri en á íslandi“. (Þ. e. yfir 8%). Af þessu dregur nefnd- in síðan þá ályktun „að á næstu árum megi ekki bæta á þá greiðslubyrði, sem þegar hefur myndazt, eða nú er að myndast“. Gjaldeyrisstaðan versnaði stöðugt Lækkun gjaldeyriseigna og aukning gjaldeyrisskulda hefur leitt til mjög erfiðrar gjaldeyris- stöðu, einkum í frjálsum gjald- eyri. f árslok 1954 áttu bankarn- ir hreinar gjaldeyriseignir í frjáls um gjaldeyri að upphæð 22i0 millj. kr. í árslok 1959 voru þess- ar eignir með öllu horfnar, og í staðinn komin hrein skuld, að upphæð 65 millj. kr. Gjaldeyris- staðan hafði með öðrum orðum versnað um 285 millj. kr. í frjáls- um gjaldeyri á fimm árum. Á sama tíma hafði hún versnað um 15 millj. kr. í jafnkeypisgjald- eyri, eða um 300 millj. kr. sam- tals. Það rmin óhætt að fullyrða, að um sl. áramót hafi gjald- eyrisstaða fslands verið verri en nokkurs annars lands, sem upplýsingar liggja fyrir um, að einu eða tveimur e. t. v. undanskildum. Allir yfir- dráttarmöguleikar íslenzkra banka erlendis voru nýttir til hins ýtrasta og mjög tiliinn anlegar hömlur á gjaldeyris yfirfærslum, jafnvel til brýnna nauðsynja. Enginn gjaldeyrisforði til Það hefur lengi verið Ijóst, að hverju stefndi um gjaldeyris- stöðuna. Almennt er talið, að til þess að geta haldið uppi eðli- legum rekstri þjóðarbúskapsins og mætt þeim áföllum, sem ætíð kunna að verða af völdum slæms árferðis eða óhagstæðra viðskiptakjara, sé nauðsynlegt að eiga gjaldeyrisforða, er nemi a. m. k. 30—40% af árlegum inn- flutningi. Jafnvel I árslok 1954 var gjaldeyrisforði íslands ekki svo stór, og undanfarin tvö ár hefur enginn forði verið til. Af þeim sökum þurfti ekki annað að koma fyrir en nokkur tregða á sölu bræðslusíldarafurða í árs- lok 1959, til þess að skapa slíkt vandræðaástand, að varla reyn- ist mögulegt að úthluta gjald- eyri til að standa við umsamdar greiðslur erlendra lána og til að kaupa rekstrarvörur atvinnuveg- anna. Liggur við greiðsluþroti Hin þunga greiðslubyrði og hin slæma gjaldeyrisstaða hafa skap- að mjög alvarlegt ástand í efna- hagsmálum þjóðarinnar. í fyrsta lagi liggur við borð, að landið geti ekki staðið við umsamdar Annað ráðhús — önnur tjörn Fyrirhugað er að reisa ráð- hús í Bergen, og sézt hér hveruig gert er ráð fyrir að þa ðlíti út fullgert. Fyrst um sinn mun ætlunin að byggja aðeins Iághúsið á miðri mynd-( inni, en síðan bæta við eftit þörfum og getu. Ekki er í i vkeðið hvenær byggingar framkvæmdir hefjast, því i lóðinni stendur nú gömu) skólabygging, og vilja sumi' af ráðamönnum borgarinnar að sú bygging verði innréttuS sem skrifstofur fyrir almann; tryggingar, framfærslunefnd barnaverndarnefnd og áfeng isvarnarnefnd. Aðrir vilj; hins vegar að gamla bygging in verði nú rifin og strai byrjað á ráðhúsinu. Bent < á í því sambandi, að kostnað ur við að breyta byggingur verði alltaf meiri en áætlað e> Margt er skylt með frændun skuldbindingar sínar erlendis, þ. e. a. s., að það komist í greiðslu- þrot. Slíkt ástand, sem óvíða hef- ur þekkzt síðan á dögum heims- kreppunar miklu, hefur nú skap- azt hér á landi í góðu árferði innanlands og í hagstæðu verzl- unarárferði á erlendum mörkuð- um, ef frá eru talin nokkur verð- lækkun á bræðslusíldarafurðum. f öðru lagi hlýtur gjaldeyrisskort urinn innan skamms tíma að leiða til samdráttar í framleiðslu landsmanna, vegna þess að ekki er hægt að flytja inn rekstrar- vörur og byggingarefni jafnt og eðlilega, og gjaldeyrir er ekki af- lögu til kaupa á framleiðslutækj- um. Þetta ástand hlýtur von bráð ar að rýra lífskjör almennings bæði sökum minnkandi atvinnu og skorts á innfluttum neyzlu- vörum. Röng gengisskráning Það er óhjákvæmileg nauðsyn, að gera þegar í stað ráðstáfan- ir til að binda endi á greiðslu- hallann við útlönd. Ríkisstjórn- ir. telur, að þetta sé ekki hægt nema á þann hátt, sem lagt er til í þessu frumvarpi og nánari grein er gerð fyrir hér á eftir. Orsök greiðsluhallans er ekki sú, að útflutningsframleiðsla og gjaldeyristekjur séu ekki miklar. Þær hafa aldrei verið meiri i sögu þjóðarinnar. Orsökin er röng gengisskráning og útlán banka umfram sparifjáraukn- ingu. Meðan þær orsakir eru ekki brott numdar, hlýtur greiðslu- hallinn að haldast, hversu mik- ið sem útflutningsframleiðsla og gjaldeyristekjur aukast. Nauðsyn sparnaðar Þegar útflutningsframleiðsla eykst, skapast um leið auknar tekjur innanlands. Sé þeim tekj- um varið til neyzlu og fjárfest- ingar, mynda þær nýja eftirspurn eftir erlendum gjaldeyri, sem jafnar út hina upphaflegu aukn- ingu gjaldeyristekna, þannig að greiðsluhallinn verður óbreyttur. Því aðeins, að hluti af hinum auknu tekjum sé hvorki notað- ur til neyzlu né fjárfestingar, þ. e .að hann sé sparnaður, sem ekki sé lánaður eða afhentur öðrum til afnota, getur greiðsluhallinn minnkað. Við þær aðstæður, sem hér hafa verið ríkjandi undan- farin ár, þ. e. að menn hafi litla trú haft á verðgildi peninganna, eru litlar líkur til þess, að nokk- ur verulegur hluti af tekjuaukn- ingunni sé sparaður á þennan hátt. Það er meira að segja ekki ósennilegt, að aukin framleiðsla og auknar tekjur geti beinlínis leitt til aukningar fjárfestingar, og þannig aukið hallann. Þegar eðlilegt ástand hefur skapazt f efnahagsmálum, eins og þetta frumvarp stefnir að, verður við- horfið allt annað. Þá stuðlar framleiðsluaukning beinlínis a5 því að halda góðu jafnvægi f efnahagslífinu með því að skapa skilyrði til myndunar nauðsyn- legs gjaldeyrisforða samhliða bættum lífskjörum og aukinni fjárfestingu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.