Morgunblaðið - 05.02.1960, Page 20
VEDRID
Sjá veðurkort á bls. 2.
29. tbl. — Föstudagur 5. febrúar 1960
í fáum orðum sagt
Sjá blaðsíðu 8.
Ö ng þveiti u pp bótakerfisi ns:
Greiðsluhalli við útlönd forsenda
góðrar afkomu útflutningssjóðs!
Þrjú almenn gengi fyrir útflufning
/958. Tvö gengi fyrir innflutning
t RÖKSTUÐNINGI viðreisnar-
tillagna ríkisstjórnarinnar er m.
a. rætt um hið einstæða öng-
þveiti, sem uppbóta- og styrkja-
kerfið hafði skapað í gengismál-
unum. Er þar m. a. komizt að
orði á þessa leið:
Það er alkunnugt, að hin opin-
bera gengisskráning hefur ekki
verið að öllu Ieyti rétt síðan á
árinu 1951, og að sú skekkja hef-
ur farið sívaxandi. Ef ráðstafan-
ir hefðu ekki verið gerðar æ ofan
í æ til að leiðrétta að nokkru
leyti gengisskráninguna með
bátagjaldeyri, útflutningsbótum
og yfirfærsiubótum, hefði fram-
leiðsla þjóðarinnar fyrir löngu
stöðvazt. Lögin um útflutnings-
sjóð frá vorinu 1958 voru rót-
tækasta skrefið, sem stigið hefur
verið til leiðréttingar gengis-
skráningarinnar fram að þessu.
ÞRJÚ GENGI
Með þeim lögum voru tekin
upp þrjú almenn gengi fyrir út-
flutning, 155%, 170% og 180%,
miðað við hina opinberu skrán-
Ingu. Svaraði þetta til þess, að
verð á Bandaríkjadollar væri
25.20 kr., 27.64 kr. og 29.27 kr.
Jafngilti þetta lækkun á gengi
krónunnar í útflutningsverzlun-
inni um 35—45%. Tvö almenn
gengi voru tekin upp fyrir inn-
flutning og aðrar gjaldeyrisyfir-
færslur, 130% og 155%, miðað
við hina opinberu skráningu.
Svaraði þetta til þess, að verð á
Bandaríkjadollar væri 21.22 kr.
og 25.30 kr., og jafngilti lækkun
á gengi krónunnar um 23—35%.
1 viðbót við þetta voru svo
greiddar ýmsar sérbætur á út-
flutning og lagt sérstakt inn-
flutningsgjald á nokkurn hluta
innflutningsins. Það var aðeins
kaup og sala varnarliðsins á er-
lendum gjaldeyri, sem Iaut hinni
opinberu gengisskráningu, og
var þar þó um augljósa bráða-
birgðaráðstöfun að ræða, eins og
nánar verður vikið að síðar. Það
kerfi, sem sett var á fót með lög-
unum frá 1958, hefur í aðalatrið-
um verið við lýði síðan, þótt
nokkur hækkun hafi orðið á út-
flutningsbótum, einkum ýmiss
fconar sérbótum.
SKAPAÐI
GREIÐSLUHALLA
Mikið vantaði á, að gengis-
ckráningin væri með þessu móti
leiðrétt til fulls. Þótt bætur og
gjöld væru samræmd miðað við
það, sem áður tíðkaðist, var
samt um margs konar gengi að
ræða. Enn þýðingarmeira var þó
hitt, að gengið á meginhluta inn-
flutningsins (155%) var langt
fyrir neðan gengið á meginhluta
útflutningsins (180%). Þetta lága
gengi á innflutningnum hlaut að
leiða til þess, að mikil eftirspurn
yrði eftir meginþorra innfluttra
vara og þar með stöðug hætta á
halla í greiðslujöfnuðinum. Enn
fremur var varla mögulegt ann-
að en að þessi gengismunur
leiddi til halla hjá útflutnings-
sjóði.
ÁÆTLANIR STÓÐUST
EKKI
Rcynt var að komast hjá þessu
með því að Ieyfa sem frjálsastan
innflutning hátollavöru, en hvort
s
tveggja var, að hin háu gjöld á
þessum vörum drógu úr eftir-
spurn eftir þeim, og eins hitt, að
gjaldeyrisskortur gerði stundum
erfitt að úthluta gjaldeyri til
þeirra. Stóðust því aldrei þær
áætlanir, sem gerðar voru um
innflutning þessarar vöru. Þann-
ig hafði verið gert ráð fyrir því
vorið 1958, að innflutningur há-
tollavöru yrði 226 millj. kr. það
ár, en hann reyndist 190 millj.
kr. í ársbyrjun 1959 var gert ráð
fyrir, að þessi innflutningur yrði
212 millj. kr. það ár. Stóðst sú
áætlun allvel lengi fram eftir ár-
inu, en í október varð að mestu
að hætta gjaldeyrisúthlutun til
innflutnings þessarar vöru, og
mun innflutningur hafa orðið
svipaður og árið 1958, eða um
190 millj. kr.
SÖFNUN
GJALDEYRISSKULDA
Áætla má, að á árinu 1959 hafi
útflutningssjóður greitt bætur á
útflutninginn, er námu 86.7% af
fob-verðimæti hans. Hins vegar
voru tekjur sjóðsins af innflutn-
ingi ekki meir en sem svaraði
68.5% af fob-verðmæti hans.
Auðséð er, hve erfitt hlaut að
vera að ná jafnvægi í fjárhag
útflutningssjóðs við slíkar að-
stæður. Sannleikurinn er sá, að
slíku jafnvægi var aðeins hægt
að ná með einu móti: með þvi
að hafa mikinn greiðsluhalla við
útlönd, er jafnaður væri með er-
lendum lánum, en þó umfram
allt með eyðslu gjaldeyrisforða
eða söfnun gjaldeyrisskulda. —
Stafaði þetta af því, að aðeins
voru greiddar 55% yfirfærslu-
bætur á erlend lán og engar yfir-
færslubætur á notaðan gjald-
eyrisforða eða söfnun gjaldeyris-
skulda. Hins vegar hlaut aukinn
útflutningur að leiða til vaxandi
halla, vegna þess hversu miklu
hærri meðalbætur eru á útflutn-
ingi en meðalgjöld á innflutn-
ingi. Það var eingöngu vegna
hins mikla greiðsluhalla við út-
lönd, sem afkoma útflutnings-
sjóðs varð eins tiltölulega góð á
árunum 1958 og 1959 og raun ber
vitni.
Cengi
krónunnar
Efnahagsráðstafanimar nýju
eru nú mjög ræddar manna
á meðal, og þá ekki sízt
gengisbreytingin. — Samkv.
efnahagsmálafrumvarpinu,
sem lagt var fram á Alþingi
á miðvikudaginn, mun gengi
ísl. krónunnar verða breytt
þannig, að 38 kr. verði í
Bandaríkjadollara. — Ef mið
að er við það, verður gengi
nokkurra annarra gjaldeyr-
istegunda gagnvart krón-
unni sem hér segir, lauslega
útreiknað:
sterlingspund
dönsk króna
norsk króna
sænsk króna
v.-þýzkt mark
fr. franki
kr.
100 pesetar
106,00
5,50
5,31
7,34
9,11
7,76
63,30
Fallbyssa Öðins drynur í fyrstu reynsluförinni hér við land, vestan við Skaga í gær. Guðmundur Gíslason frá Papey, hin gamal-
kunna skytta og skipstjóri, „hleypir af“. — Sjá frásögn á bls. 2. Ljósm. vig.
Orkuver knúið jarðgufu
tilbúið í Hveragerði 1964
Boranir eftir gutu að hetjast
í GÆRDAG staðfesti dr.
Gunnar Böðvarsson forstöðu-
maður Jarðborana ríkisins,
við Mbl., að fyrirhugað væri
að bráðlega hæfust boranir
vegna jarðgufuorkuvers —
hins fyrsta sem fyrirhugað er
hér á landi. Verða þær gerð-
ar austur við Hveragerði.
A 2000 metra djúp hola
Dr. Gunnar Böðvarsson sagði,
að væntanlega myndu þessar bor
anir geta hafizt þegar stóri djúp-
borinn hefði lokið borun holunn-
ar, sem nú er verið að bora inni
í Laugarneshverfi.
Ráðgert er, að þegar borinn er
kominn austur, verði byrjað á
því að bora 2000 metra djúpa
holu, og að hreinsa eina af fjór-
um borholum, sem boraðar voru
á jarðhitasvæðinu í Ölfusdal í
fyrrá. Verður 2000 metra djúpa
holan á þeim slóðum.
★ 15.000 kw. stöð
Nú er búiff aff nokkru aff
gera drög aff jarffgufuorkuver
inu. Verður þaff 15.000 kíló-
watta stöff, sem getur fram-
leitt á ári 110.000.000 kíló-
wattsstunda. Fyrirhugaff er
aff orkuveriff verffi komiff upp
áriff 1964, en þaff sama ár er
taliff aff orkuframleiðsla Sogs-
ins verffi fullnýtt.
A Frá 10 holum
Sveinn S. Einarsson, verk-
fræðingur, sem hefur unnið að
áætlunum að orkuverinu, sagði
að til þess að tryggja því næga
jarðgufu myndi þurfa 10 djúp-
holur. Frá þeim verður gufan
lögð i pípum inn í stöðvarhúsið
og hún leidd inn í túrbínur, sem
knýja rafala orkuversins. Slík
stöð sem þessi, 15.000 kílówatta
stöð, þarf um 170 lestir af gufu
á klukkustund. Sveinn kvað
vonir standa til að á þessu ári
yrði nauðsynlegum undirbúningi
lokið — þannig að í ársbyrjun
1961 væri hægt að snúa sér að
útboði á vélabúnaði orkuversins.
Hafnarfjörður
HAFNARFIRÐI. — í kvöld
kl. 8,30 heldur Landsmálafé-
lagiff F r a m
aðalfund sinn
í Sjálfstæffis-
húsinu. A u k
venjulegra aff-
alfundarstarfa
flytur Matth-
ías Á. Mathie-
sen, alþingis-
maður ræffu og
talar um ráð-
Matthías stafanir ríkis-
stjórnarinnar í dýrtíffarmálun
um. Á eftir verffa frjálsar um
ræffur.
Sækja á djúpmið
Viðir með 17 tonn
AÐFARANÓTT miðvikudagsins
hafði Víðir II. úr Garði komið
úr róðri og var hann þá með
mikinn afla, en nokkuð blandað-
an. Landaði báturinn alls 17,1
tonni. Mun þetta vera mesti afli
í róðri á landróðrabáti á þessari
vertíð. Ekki var vitað á hvaða
mið Eggert skipstjóri Gíslason,
hafði sótt þennan afla, en talið
var að hann hefði farið alldjúpt.
í gærkvöldi fréttist að Hafþór
héðan frá Reykjavík, væri á inn-
leið. Er það útilegubátur og var
sagt að hann væri með um 40
tonn eftir sex lagnir. Hann mun
hafa verið á djúpmiðum. Var bú-
izt við bátnum fyrrihluta nætur.