Alþýðublaðið - 09.11.1929, Síða 2

Alþýðublaðið - 09.11.1929, Síða 2
AisÞYÐUBlSAÐIÐ Hnoið árshátið F. D. J. í kvðld kl. 8 i Iðnö Aðgöngumiðar seldir á sama stað til kl. 8 í kvöid. GJafir borgarsstjóraliðsins. Meiri hluti bæjarstjórnar sampykktir að gefa. Scfieving lyfsala 15000 krönur eða meira af samelgn bæjarmanna. Eða ká skíða-stipél, með heilli tungu, plukkuð og úr ekta leðri, fyrir 14,50. Alt af eiffhvað nýtt« Eirfiknr Leifsson. Skóverzlun. Laugavegi 25. Rausn, örlæti og gjafmildi hef- ir jafnan verið talið til hinna á- gætustu mannkosta, en f»ó því að eins, að fram hafi komið í meðferð eigin fjármuna. Ekki verður því neitað, að meiri hluti bæjarstjómarinnar er ákaflega örlátur og stórgjöfull — það er að segja á sameiginlega fjármuni bæjarbúa allra. Varla er haldinn svo nokkur bæjar- stjórnarfundur, að borgarstjóra- liðið ekki gefi einhverjum af „betri borgurunum" fleiri eða færri þúsund af eigum bæjarins. Á síðasta bæjarstjórnarfundi var samþykt að gefa Magnúsi Kjaran nærri 1000 krónur og Scheving lyfsala 15000 krónur eða meira. Fyrir fáum vikum vom Helga Magnússyni einnig gefnar 6000—7000 krónur. Munu flestir telja, að þessir menn séu ekki svo efnum búnir eða van- efnmn, að þeir þurfi gjafa við, en borgarstjóraliðinu virðist nú mest þörf á að styrkja þá. Hér í blaðinu hefir áður verið nókkuð sagt frá, hversu vaxin em gjafamál Helga Magnússonar og Kjarans. Hér skal nú stutt- lega rakin sagan um gjöfina til Schevings lyfsala: Scheving mun nú vera að semja við ríkisstjórnina eða lands- símastjóra um að selja lóð, sem hann á við Thorvaldsensstræti milli lyfjabúðarinnar og húss Hallgríms Benediktssonar,'* undir væntanlega símastöð. Söluverð lóðarinnar mun eiga að vera 150 krónur fyrir fermetra, eða lóð- arinnar allrar talsvert á annað hundrað þúsunda króna. — Petta er geypiverð og stórkostlega vítavert ef að ríkisstjómin gerir þessi kaup að alþingi fornspurðu. En hvað um það, Schevihg tel- ur sig eiga víst að fá þetta verð fyrir lóðina. En til þess aö lóöín komi sím- anunl að fullu haldi, þarf að fá akbraut inn á baklóðina, ekkj þó úr Thorvaldsensstræti, held- ur úr Kirkjustræti, svo að ekki þurfi að leggja brautina gegn um símastöðvarhúsið. En einmitt á bak við lóð Schevings á bæriim lóðarspildu, af gamla kirkjugarð- inum, rúmlega 200 ferm. að stærð. Akbrautin inn á bakíóðina á að liggja yfir'þessa lóð. Hefir Scheving áður viljað kaupa hana, en árangurslaust til þessa. Hins vegar þarf bærínn að taka af lóð Schevings um 100 ferm. þeg- ar göturnar verða brelkkaðar til fulls. 1 gerðabók fasteignanefndar er ritað þann 5. þ. m.: „7. Tekið fyrir að nýju erindí Þorsteins Schevings Thorsteins- son um eignaskifti á lóðarrcemum við Kirkjustrœti og Thorvaldsens- strœti 'fyrir lóðarspildu úr gamla kirkjugarðinum, sem fylgir lyfja- búðinni. Lóðarmismuninn, sem er 100,88 ferm., býður hann að greiða með steinhúsinu, sem nú stendur við Kirkjustrœti, og verði pað rifið svo að gatan núi fullri breidd að inngönguskúrnum við gamla apótekið.“ Um lóðaskiftin er ekkert sér- stakt að segja. Pað er alveg eðli- legt, að þar komi fermetri fyrir fermetra. En þá 100 ferm., sem lóð bæjarins er stærri um en lóðarræmur Schevings, ætti Sche- ving . að sjálfsögðu að kaupa jafndýru verði hvern eins og hann ætlar að taka af landssím- anum fyrir hvem fermetra af lóðinni, sem hann selur honum, óða 150 krónur. í rauninni gæti Scheving sjálfsagt goldið miklu hærra verð fyrir hvern fermetra sér að skaðlausu, því að eign hans stórbatnar við þenna lóðar- auka og verður miklu auðseldari ef opnuð er akbraut inn á bak- lóðina. En verð þessara 100 fennetra, sem eru að minsta kosti 15000 króna virði miðað við söluverð á. lóð Schevings, vili hann fá áð greiða að fullu með geymsluskúr úr steinsteypu, sem ér h. u. b. 5x8 m. að stærð og varla 4000 —5000 króna virði. Og ekki nóg með það, bærinn á að rífa skúr- inn, þ. e. kosta talsverðfti fé til þess að gera hann alveg verð- lausan. Með öðrum orðum: Bœrinn q ■ alls ekkert að fá fyrir pessa 100 fermetra, sem eru Scheving 15000 króna virði ‘að minsta kosti og sennilega miklu meira, annað en kostnaðinn við gð rífa skúrinn og flytja efnið iir honum í burtu. Bæjarbúar ættu að .ganga um Kirkjustræti og skoða skúrinn, ■ sem borgarstjóraliðið hefir sam- þykt að gefa Scheving 15 000 krónur fyrir að minsta kosti og jafnfraint skuldbundið sig til að rífa. Þá geta þeir. séð áþreifan- legan vott um fjármálaspeki borgarstjóraliðsins. Sú eina afsökun, sem borgar- stjóri reyndi að bera fram fyrir þessari ósvinnu, var, að sú kvöð hvíldi á lóðarspildu bæjarins, að eigandi lyfjabúðarinnar mætti nota hana til trjáræktar og að Kirkjustrætj þyrfti að breikka Alt var á huldu um kvöð þessa, og varð jafnvel borgarstjóri að játa, að peningagildi gæti hún ekkert haft fyrir eiganda lyfja- búðarinnar, þar sem alls ekki var leyft að byggja á lóðinni né nota hana til annars ek trjáræktar. Og breikkun Kirkjustrætis fæst ekki fyrr en rifið verður íbúðar- hús lyfsalans á horninu milli Kirkjustrætis og Thorvaldsens- fetrætis, en á því getur orðið áratuga bið. Alþýðuflokksfulltrúarnir bentu á hvílík ósvinna það væri að gefa þannig einstökum mönnum stórfé af sameign bæjarbúa og reyndu að koma í veg fyrir, að bæjarstjórn gerði sér þá skömm að afgreiða málið á þenna hátt. Lagði Haraldur til.að málinu yrði frestað til frekari athugunar. Sú tillaga var feld með 7 atkv. gegn 7.' -4- Þá lagði Sigurður Jónasson til, að bæjarstjórn byði lands- símanum lóðarspilduna alla, 210 ferm., til kaups fyrir sama verð og Scheving ætlar að selja hon- um sína lóð, 150 kr. ferm., og jafnframt næga lóð fyrir akbraut úr Kirkjustræti inn á lóðina fyrir sama verð. Eíanig þetta feldi meiri hlutinn. Svo mikið var of- urkapp borgarstjóraliðsins. Það vildi heldur gefa Scheving' hálfa lóðina en reyna að fá yfir 30 þúsund fyrir hana alla hjá ríkis- stjórninni. Mjólknrbrúsar meö paíeni- loki, Peninnakassar, Hársigtl, Húsgagnabankarar, Herðatré frá 15 anrnm, Kokuform, Rjómabejftarar, Rottngiidrnr, Vasaijós, Ryðfriir borðbnifar, Saitglos fiá 25 aurnm,ý Sinnepsglös frá 35 anrnm„ Kryddur frá 75 anrnm, (Plettmanasiur) og margt fieira. VerzInHin iagrar Ólafsson. Langavegi 38. Sími 15. Síðan var tillaga borgarstjóra um að láta Scheving hafa lóðina fyrir steinskúrinn, sem bærinn svo á að rífa og flytja burt, samþykt með ð atkv. gegn 7. Þórður Sveinsson greiddi í þessu máli öllu atkvæði með' Alþýðu- flokksfulltrúunum. — Bæjarbúar ættu að ganga um Kirkjustræti og skoða þenna dýra skúr, sem

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.