Morgunblaðið - 16.02.1960, Page 2

Morgunblaðið - 16.02.1960, Page 2
2 MORCVISBTAÐIÐ Þriðjudagur 16. febr. 1960 m m M M m r § v-Wf'i .... Hendur ungverskra stud- enta ataðarblóði sagði Mikoyan og var hrópaður niður ÓSLÓ, 15. fébrúar. — (NTB) — ANASTAS Mikoyan, aðstoð- arforsætisráðherra Sovétríkj- anna, hefur víðast hvar feng- ið kurteislegar móttökur, en sums staðar nokkuð kuldaleg- ar. Hann reiddist á fundi í norska stúdentafélaginu á sunnudagskvöldið, er spurn- ingar voru lagðar fyrir hann um Ungverjalandsmálið. — Leiddu hvatskeytleg svör hans til þess að stúdentar gerðu hróp að honum og svöruðu sumum ummælum hans með almennum hlátri. Flugvél Mikoyans átti að koma til Ósló snemma á sunnudag, en henni seinkaði við að Ienda í Gander á Ný- fundnalandi og lenti hún síð- degis í Ósló. Við það ruglað- ist mjög dagskrá heimsóknar hans og ákvað Mikoyan sjálf- ur að dveljast í Ósló fram að hádegi á þriðjudag, en áður ætlaði hann að fljúga heim á mánudagskvöldið. Á Hótel Bristol Einar Gerhardsen forsætisráð- herra, Halvard Lange utanríkis- ráðherra o. fl., tóku á móti Mik- oyan á flugvellinum. Þaðan var ekið rakleiðis á Hótel Bristol, þar sem norska ríkisstjórnin hafði búið Rússanum veglega veizlu. Flutti Mikoyan þar langa ræðu, þar sem hann reyndi að sannfæra norska ráðamenn um ævarandi friðarstefnu Sovétríkjanna og allt að því skoraði á þá að ganga úr Atlantshafsbandalaginu. Vilhjálmur Finsen.* Vilhjálmur Finsen kjör- inn heiðursfélagi Blaða- mannafélags íslands AÐALFUNDUR Blaðamannafél- ags íslands var haldinn sl. sunnu dag í Nausti. Á fundinum var samþykkt að kjósa Vilhjálm Finsen heiðursfélaga B. í. Vil- hjálmur var sem kunnugt er ann ar stofnenda Morgunblaðsins og ritstjóri þess um langt árabil. Hann hefir jafnan verið ötull stuðningsmaður íslenzkrar blaða mennsku og góður fulltrúi lands síns þau mörgu ár, sem hann hefir dvalist erlendis. Þá hefir hann gefið félaginu heiðursjóð. Hylltu félagsmenn hinn nýja heið ursfélaga með lófataki. Formaður félagsins Jón Magn ússon fréttastjóri, flutti skýrslu stjórnar og gjaldkeri Atli Stein- arsson las og skýrði reikninga, er síðan voru samþykktir. Flutt var skýrsla um stofnun lífeyris- sjóðs félagsins. Formaður Menn- ingarsjóðs, Sigurður Bjarnason, flutti skýrslu sjóðsins og Ingólf- ur Kristjánsson gjaldkeri sjóðs- ins skýrði reikninga. Þá var lesin upp reglugerð um minningarsjóð Hauks heitins Snorrasonar og aðstandendum hans þökkuð sú rausn að stofna sjóð þann. Jón Magnússon lét af for- mennsku í félaginu, en kjörinn var í hans stað Andrés Kristjáns son. Aðrir í stjórn voru kjörnir Atli Steinarsson, Björgvin Guð- mundsson, Jón Bjarnason og Jón Magnússon. Stjórn Menningarsjóðs var endurkosin Sigurður Bjarnason, Hendrik Ottóson, og Ingólfur Kristjánsson og eru þeir jafn- miklar umræður. í kvöld kl. 9 höfðu 85 þúsund . NA /5 hnúfar y/ SV 50 hnutar ¥ Snjótcoma > 06 i \7 Skurir ÍC Þrumur Wf:.i KulJaskil Hifasht H HaS L Lœqi 1 framt fulltrúar félagsins í stjórn Minningarsjóðs Hauks Snorra- sonar. í sjóðum félagsins eru nú alls 340 þúsundir króna. Hér eru nokkrar glefsur úr ræðu Mikoyans: „Sovétrikin og Noregur hafa svo öldum skiptir verið góðir nágrannar. Þjóðir okkar hafa verið svo gæfusamar að heyja aldrei styrjöld sín á milli. Við kommúnistar fordæmum að vísu hina gömlu rússnesku keisara, en þeir voru þó það skynsamir að þeir fóru aldrei í styrjöld við Noreg. Hvers vegna efeki árás? Síðan byltingin var gerð hefur Rússland aldrei haft tilhneiging- ar til árása. Sovétríkin styðja og munu ætíð styðja friðinn. Við er- um hernaðarlega öflugir í dag, hvers vegna gerum við þá ekki árás? Við eigum eldflaugar sem við getum skotið hvert sem er um heim allan, — við erum eina þjóðin sem eigum slík vopn og eigum þess vegna allra þjóða auð veld’ast með að hefja vopnaða árás. Staðreyndin er sú, að við Framh. á bls. 23. & -Frú Ingibjörg Eggerz íslenzk kona tekur þátt í málverkasýningu í Bonn NYLEGA var haldin málverka- sýning í Bonn á frístundamál- verkum starfsmanna erlendra Dagur „Búmmkasfanna" ...en síldin er komin til Norðmanna Álasundi, 15. febr. (NTB) MIKIÐ magn síldar er nú komið npp að strönd Mæris og Raums- dals. Tilkynnir síldarleitarskipið Thor Iversen, að síld sé á öllu svæðinu frá Runde til Svinoy. Skipið varð m.a. vart við tveggja sjómílna langa síldartorfu við Stad. Afli á tuttugasta hvern bát Þrátt fyrir þetta gekk veiðin fremur illa í dag og er sagt í síldveiðiplássunum, að þetta hafi orðið dagur „Búmmkastanna". Bátarnir köstuðu hundruðum herpinóta, en afli fékkst tæplega í tuttugustu hverja nót. Einstaka bátar sem voru heppnir fengu mikinn afla, allt upp í 3300 hektó lítra ,sem er mjög mikill afli. Dagskrá Alþingis t DAG eru boðaðir fundir í báð- um deildum Alþingis kl. 1,30. Á dagskrá efri deildar er eitt mál. Efnahagsmál, 1. umr. Eitt mál er á dagskrá neðri deildar: Framleiðsluráð landbún- aðarins o. fl. 2. umr. Stillt og kolt næslu dægur Háþrýstisvæði er yfir Græn landi og vestanverðu A-At- lantshafi annars vegar og djúp lægð við Noregsstrendur hins vegar ráða veðri um mestan hluta Atlantshafs og megin- lands Evrópu. Kaldur norðan strengur liggur suður um Bretlandseyjar og Frakk- land, en mikil snjókoma er um sunnanverða Svíþjóð. Há- þrýstihryggurinn færist aust- ur á bóginn og mun hafa í för með sér stillt, en fremur kalt veður hér á landi næstu dægur. Djúp lægð er yfir St. Laurensflóa og Labrador. Hún sækir norðaustur á bóginn. Má vera að hún valdi hlýn- andi veðri og S- vikuna. -átt eftir miðia \ s s Veðurhorfur kl. 22 I gær- s kvöldi: Suðvesturland til i Breiðafjarðar, SV-mið til ^ Breiðafjarðarmiða: hægviðri s víðast léttskýjað, frost 7—9 i stig. Vestfirðir, Norðurland ^ Vestfjarðarmið til N-miða: í með ) Hægviðri, snjómugga köflum. N-austurland, Aust- { firðir, NA-mið til Austfjarða- ^ miða: N-kaldi, snjóél á ann- i esjum og miðum. Suðaustur- s land og SA-mið: norðan gola • bjartviðri. i hektólítrar borizt á land af dags veiðinni. 28 þús. hl. komu til Álasunds, 21 þús. hl. til Fosna- vogs og 10 þús. til Álasunds. — Síld kom annars til allra síldar- plássanna á Mæri og Raumsdal. 41 þús. hl. komu frá reknetabát um og 44 þús. frá herpinótabát- um. Var búizt við að aflinn kæm ist upp í 100 þús. hl. yfir daginn. Heildaraflinn var orðinn 488 þús. hl. aðfaranótt sunnudags, er var metið að verðmæti 13,2 millj. kr. Á sama tíma í fyrra var heildaraflinn orðinn 3,5 millj. hl. að verðmæti 86,3 miilj. n. kr. og var síldarvertíðin í fyrra þó talin léleg. Afli Bolungarvík- urbáta í janúar BOLUNGARVlK, 11. febrúar. — Samanlagður afli Bolungarvíkur báta í janúar var samtals 507 tonn í janúar og skiptist hann svo. Einar Hálfdáns fékk 138 tonn, Þorlákur 136 tonn, Hugrún 121 tonn og Víkingur 112 tonn. Allir fóru þeir 21 róður í mánuð- inum. Einn minni bátur, Sölvi, aflaði 18 lestir í 11 róðrum og ein lítil trilla, sem Elías Ketiis- son var einn með aflaði 6 lestir og þótti gott. Gæftir voru sæmi- iegai. — Fréttaritari. Bridgekeppnin á Hvolsvelli SÍÐASTA umferð í bridge- keppninni á Hvolsvelli verður spiluð í kvöld og þá spilað til úr- slita. Leikar standa þannig að sv. Guðmundar Samúelssonar er efst með 8 vinninga og sveit Gríms Thorarensen næst með 7 vinn- inga og spila þessar sveitir sam- an í kvöld. — Fréttaritari. Haraldur Júlíusson 75 ára Haraldur Júlíusson, kaupmað- ur á Sauðárkróki, varð 75 ára sl. sunnudag. Haraldur er einn af mætustu borgurum Sauðárkróks, vinsæll og hvers manns hugljúfi. — Vinir hans senda honum beztu árnaðaróskir á þessum tímamót- um. sendiráða i borginni, eiginkvenna þeirra og barna. Þótti það við- burður í borgarlífinu og var sýn- ingin mjög vel sótt. Meðal þeirra, sem tóku þátt í sýningunni var frú Ingibjörg Eggerz, kona Péturs Eggerz sendi herra íslands hjá Evrópuráðinu og sendifulltrúa í Bonn. Átti hún 6 málverk á sýningunni. Segja þýzku blöðin, sem á sýninguna hafa minnst, að þau hafi vakið mesta athygli af þeim málverk- um, sem þarna voru. Birtu nokk ur þeirra myndir af frúnni og verkum hennar og fóru um þau viðurkenningarörðum. Geta þau þess að hún hafi stundað í tvö ár nám í málaraskóla í Wash- ington og haldið því síðan áfram í Bonn. Viðfangsefni hennar séu einkum mannamyndir og kyrra- lífsmyndir. Ingibjörg Eggerz er dóttir frú Hildar Stefánsdóttur og Páls Ól- afssonar ræðismanns. Er hún systir Ólafar Pálsdóttur mynd- höggvara. Hver sá til ferða R-6177? Á SUNNUDAGINN um klukkan hálf þrjú fannst fólksbíllinn R- 6177 á bílstæði við Amtmanns- stíginn. Þessum bíl hafði verið stolið aðfaranótt sunnudagsins, hér í bænum. — Kom í ljós að bíllinn hafði lent í árekstri, en við hvern er ekki vitað, því sá sem bílnum stal er ófundinn enn. En ef einhverjir kynnu að hafa séð til ferða bílsins, t. d. aðfara- nótt sunnudagsins, þá eru þeir beðnir að láta rannsóknarlög- regluna vita. Úfvarpsumræður Framh. af bls. 1 koma í veg fyrir síendurteknar ráðstafanir ár frá ári, fyrst bráðabirgðaráðstafanir og síðan viðurkenningu undanfarinna gengisfellinga á nokkurra ára fresti, sem hér er ætlunin að gera. Ræðu Bjarna Benediktssonar verður nánar getið í blaðinu síð- ar. Aðrir ræðumenn í gærkvöldi voru. Fyrir Alþýðuflokkinn. Gylfi Þ. Gíslason, Sigurður Ingi- mundarson. Fyrir Alþýðubanda- lagið: Eðvarð Sigurðsson, Lúðvík Jósefsson, Einar Olgeirsson. Fyr ir Framsóknarflokkinn: Skúli Guðmundsson, Gísli Guðmunds- son, Þórarinn Þórarinsson. Mesta athygli í máli stjórn- arandstæðinga vakti sú full- yrðing Einars Olgeirssonar, að með þessum ráðstöfunum væri ríkisstjórnin að stofna til stórkostlegustu stéttaátaka, sem um gæti í sögu þessarar þjóðar. Að umræðunni lokinni var frv. samþykkt með 22:18 atkv. að viðhöfðu nafnakalli og þar með afgreitt til efri deildar. Er það á dagskrá efri deildar í dag til 1. umr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.