Morgunblaðið - 25.02.1960, Page 8
8
MORCrnvni 4ÐIÐ
Fimmtudagur 25. febrúar 1960
Sjötlu og fimm ára í dag:
Ólafur Lárusson, prófessor
í DAG, 25. febr., á einn mikils-
virtasti vísindamaður hér á landi,
dr. Ólafur Lárusson prófessor,
sjötíu og fimm ára afmæli. Pró-
fessor Ólafur er Vestfirðingur,
fæddur í Selárdal í Barða-
strandarsýslu, sonur prestshjón.
anna þar, frú Ólafíu Ólafsdóttur
dómkirkjuprests Pálssonar og
séra Lárusar Benediktssonar.
Prófessor Ólafur lauk stúdents-
prófi 1905 frá lærða skólanum,
og hefir hann lýst skemmtilega
minningum sínum þaðan í ritinu
„Minningar úr menntaskóla",
1946. Eftir stúdentspróf lagði
hann stund á náttúrufræði um
þriggja ára skeið í Kaupmanna-
höfn, en settist síðan í Lagaskól-
ann, er hann var stofnaður árið
1908. Var hann í fyrsta árgang-
inum, er sótti þann skóla. Em-
bættispróf í lögfræði lauk hann
vorið 1912, og var hann í fyrsta
hópnum, sem lauk lagaprófi hér
á landi. Var hann því að þessu
leyti tengdur við lagafræðslu hér
á landi frá upphafi, og er engu
líkara en það hafi verið fyrir-
boði þess, er síðar gerðist, því að
enginn einn maður hefir lagt jafn
mikið að mörkum til íslenzkrar
lögfræðikennslu sem hann.
Tengdist hann háskólanum þeg-
' ar á árabilinu 1915—1917, er
hann gegndi prófessorsembætti
Einars Arnórssonar, meðan hann
var ráðherra. í nóv. 1918 andað-
ist próf. Jón Kristjánsson úr
spænsku veikinni svonefndu, og
tók Ólafur þé við prófessorsem-
bætti því, er þar varð laust.
Gegndi hann því embætti óslitið
til 1955, er hann lét af embætti
fyrir aldurs sakir.
Prófessor Ólafur Lárusson hef
ir helgað ævistarf sitt kennslu
við háskólann og ýmis konar
rannsóknar- og ritstörfum. Hann
var prófessor í 38 ár eða lengri
tíma en nokkur annar prófessor
háskólans fyrr og síðar. Er hann
raunar fyrsti lögfræðikennarinn,
sem lætur af embætti sökum ald-
urs, hinir hafa horfið frá háskól-
anum til annarra starfa, að ein-
um undanskildum, sem lézt ung-
ur í starfi.
Ef skyggnzt er um raðir ís-
lenzkra lögfræðinga, sjást hvar
vetna merki um kennslu pró-
fessors Ólafs. Má nú heita, að
allir starfandi lögfræðingar ís-
lenzkir séu nemendur hans. Að
öðrum kennurum ólöstuðum má
og tvímælalaust telja, að enginn
annar kennari hafi mótað nem-
endur í jafn ríkum mæli sem
hann. Kom þar tvennt til. Annað
var það, að hann var yfirburða-
kennari og hitt, að hann var okk-
ur nemendum sínum stök fyrir-
mynd í líferni sxnu og framkomu
allri. Prófessor Ólafur hafði fá-
gæta hæfileika til að lýsa efni,
sem okkur nemendum hans
fannst óskiljanlegt torf í kennslu
bókum, á svo aðgengilegan og
ljósan hátt, að efnið „lá okkur
í augum uppi“. Var sýnilegt, að
hann hafði gagnhugsað hvert það
atriði, sem á góma bar, og brotið
til mergjar, hversu hagfelldast
væri að skýra það fyrir mönnum,
sem kunnu „lítt til laga“. Auð-
kenndi það og mjög kennslu hans
alla, hve sýnt honum var að
gera glögg skil á aðalatriðum
máls og aukaatriðum og hve
snilldarlega honum tókst að
þjappa miklu efni saman í stuttu
og skýru máli. f kennslunni lýsti
það sér gerla, að þar fór geysi-
legur lærdómsmaður, en ekkert
var þó fjær honum en lærdóms-
leg tyrfni og málskrúð. Inntakið
í kennslu hans var hlutlægni og
linnulaus leit að kjarna hvers
máls. Er það ómetanlegt lán að
hafa notið svo gagnvandaðrar
kennslu.
Samskipti próf. Ólafs við nem-
endur voru ekki einskorðuð við
kennslustundimar. Utan þeirra
nutu nemendur handleiðslu hans
í mjög ríkum mæli og hollráða
bæði um nám sitt og ýmis per-
sónulag vandamál. Var það m. a.
lengi venja í lagadeild, að nem-
endur sögðust ekki til prófs, fyrr
en þeir höfðu rætt málið við pró-
fessor Ólaf og leitað ráða hans
um þá fyrirætlun sína. Sýnir það
m. a. hve náið samband var þama
milli stúdenta og prófessorsins,
og ætla ég, að slíkt trúnaðarsam-
band sé næsta fágætt. Hins er og
að geta, að margir nemendur
hans hafa átt hann að ráðgjafa
og trúnaðarmanni löngu eftir að
námi lauk. Fylgist prófessor Ól-
afur mjög vel með nemend-
um sínum, er hann hefir braut-
skráð, og sýnir þeim mikla
tryggð.
Annar meginþátturinn í ævi-
starfi prófessors Ólafs hefir lotið
að rannsóknar- og ritstörfum. Er
það alkunna, að hann er einn af
merkustu og fremstu vísinda-
mönnum, sem þessi þjóð á; Hann
hefir samið og birt mikinn fjölda
rita og ritgerða svo sem glöggt
er af ritaskrá með afmælisriti
hans 1955. Nokkrum hluta af
tímaritsgreinum hans hefir verið
safnað saman í tvö ritgerðasöfn,
Byggð og sögu, 1944, og Lög og
sögu, 1958, og standa vonir til
þess að þriðja ritgerðasafnið
verði gefið út á næstunni. Rit-
verk hans varða mörg efni og
sýna, hversu fjölgáfaður hann er
og áhugaefni hans eru víðtæk.
í ritum hans er einkum fjallað
um lögfræði, sagnfræði og mann-
fræði. Má raunar segja, að hann
sé jafnvígur á lögfræði og sagn-
fræði, þ. á. m. mun hann vera
fremsti sérfræðingur okkar um
byggðasögu, ömefni og manna-
nöfn. Munu þess fá dæmi á Norð-
urlöndum, að prófessorar séu svo
fjölhæfir. Segir það og sína sögu
í þessu efni, að heimspekideild
háskólans hefir kjöríð hann heið
ursdoktor fyrir sagnfræðileg
framlög, en fyrir afrek í lög-
fræði hafa lagadaildir háskól-
anna í Oslo og Helsingfors svo
og lagadeild Háskóla fslands
sæmt hann doktorsnafnbót í lög-
fræði, og munu fáir háskólakenn
arar hafa hlotið slíkar sæmdir.
Er freistandi að ræða nokkru
nánar um ritverk próf. Ólafs og
helztu höfundareinkenni hans,
þótt það verði ekki gert hér, enda
hefi ég nýlega leitazt við að gera
það á öðrum stað. Það eitt skal
hér sagt, að framlög hans til ís-
lenzkrar réttarsögu og sagn-
fræði verða aldrei fullþökkuð,
og verða rit hans ávallt talin til
meginverka hvert á sínu sviði,
meðan menn leggja stund á ís-
lenzka lögfræði og sagnfræði.
Prófessor Ólafur Lárusson hef-
ir fengizt við ýmis önnur störf
en þau, sem hér hafa verið
greind. Má meðal annars geta
þess, að hann hefir manna mest
gegnt dómstörfum í Hæstarétti
þeirra, er ekki hafa verið þar
fastir dómendur. Enn fremur hef
ir hann samið ýmis lagafrum-
vörp eða verið þar með í ráðum.
Þá hefir hann og gegnt ýmsum
trúnaðarstörfum innan háskólans
og m. a. verið rektor háskólans
þrisvar sinnum, síðast 1945—
1948. Var yfirleitt leitað mjög til-
lagna hans um málefni háskólans
allan þann tíma, sem hann var
þar kennari, en fáir menn hafa
staðið jafn trúan vörð um heill
og heiður háskólans sem hann.
Þá hefir hann enn starfað mikið
í ýmsum félögum og verið
þar mikilsvirtur trúnaðarmaður.
Loks langar mig til að geta eins
atriðis, sem ekki má liggja í
þagnargildi, og er raunar mörg-
um minnisstætt. Hinn 21. maí
1944 flutti prófessor Ólafur er-
indi í Ríkisútvarpinu, sem hann
nefndi Áshildarmýrarsamþykkt.
FjallEu- það að stofni til um þessa
sögulegu samþykkt, sem gerð var
árið 1496. í þessu erindi fólst
mikil þjóðernisleg brýning til
landsmanna um að standa fast
saman um lýðveldisstofnunina,
sem greiða átti atkvæði um þá
eftir nokkra daga. Er mér vel
kunnugt um það, að erindi þetta
var ákaflega áhrifamikið og reið
baggamuninn í hugum ýmissa,
sem deigir voru í málinu eða tví-
átta. Má raunar geta þess, að allt
frá æskuárum sínum hefir pró-
fessor Ólafur skipað flokk þeirra,
sem róttækastir hafa verið í sjálf
stæðisbaráttu íslendinga, þótt
hann hafi leitt stjórnmál hjá sér
að öðru leyti.
Þess er getið hér fyrr, að eng-
inn maður á íslandi hafi stundað
jafn lengi lögfræðikennslu sem
prófessor Ólafur Lárusson og
jafnframt hversu náið trúnaðar-
samband hafi jafnan ríkt milli
hans og nemenda hans. Hafa þeir
í ýmsu sýnt, hversu mikla virð-
ingu þeir bera fyrir honum og
hversu mikils þeir meta hann.
Frá síðari tímum nægir að nefna,
að þeir efndu til útgáfu myndar-
legs afmælisrits á sjötugsafmæli
hans, og Lögfræðingafél. íslands
hefir gefið út ritgerðasafn hans,
Lög og sögu, og kjörið hann
fyrsta heiðursfélaga sinn. ís-
lenzkri lögfræðingastétt hefir
verið það mikil sæmd að eiga slík
an mann í sínum hópi, og með
vísindastörfum sínum hefir hann
varpað ljóma á háskóla vorn og
land. En hitt er þó mest í huga
okkar, sem þekkjum hann náið,
hver mannkostamaður hann er,
réttlátur og réttdæmur, vitur og
velviljaður og manna mildastur
og mannúðlegastur, er á reynir.
Hér að framan hefir verið drep
ið á nokkur atriði úr starfssögu
eins mesta vísindamanns, sem
þjóð vor á. Er mikil ástæða til
að minnast í því sambandi hinn-
ar ágætu konu hans, frú Sigríðar
Magnúsdóttur, sem nú er látin ,og
þáttar hennar í starfi hans og
heimilislífi. Verður það ekki gert
hér, en samrýmdari hjón og sam-
hentari getur naumast, og eigum
við nemendur prófessors Ólafs
margir góðar minningar frá því
mikla menningarheimili.
Að lokum árna ég prófessor
Ólafi Lárussyni allra heilla.
Ármann Snævar.
Dönsuðu eftir
fá að halda eina seinna í vet-
MEÐFYLGJANDI mynd var
tekin fyrir nokkru á grímu-
balli hjá einum tólf ára bekk
í Austurbæjarskólanum. Kenn
arinn þeirra, Bryndís Víg-
lundsdóttir, stjórnaði skemmt
uninni.
Við náðum í nokkur barn-
anna og spurðum þau um
skemmtunina.
— 'Svoleiðis var, að okkur
langaði til að halda skemmtun
lögðum saman í „púkk“ og
keyptum gosdrykki og kex og
skemmtunin byrjaði klukkan
hálf átta. Við máttum bjóða
með okkur einum gesti hver,
en það gerðu samt ekki allir.
— Voru einhver skemmti-
atriði?
— Já, nokkrar stelpur
sungu og við fórum í leiki,
kokkinn o. fl. Svo var dansað
eftir segulbandi.
— Hvað fenguð þið að vera
lengi?
•— Til klukkan tíu.
— Eru stundum haldnar
dansæfingar í skólanum?
— Nei, það hefur ekki ver-
Og nú spyrjum við þau um
skólann. Þau vilja nú ekki
margt segja um hann, þeim
þykir gaman, flestum, og
nokkrar stelpnanna eru sér-
staklega hrifnar af landa-
fræði. Og siðast spyrjum við
hinnar sígildu spurningar, —
Hvað langar ykkur að verða,
þegar þið verðið stór?
—- Sum er óákveðin, ein ætl
ar að verða hárgreiðslukona
og önnur vill fara á leikskóla
og verða leikkona, — en karl-
maðurinn í hópnum segist nú
bara ætla að verða lögfræð-
ingur, ef hann þá nenni að
ið, en við ætlum kannske að læra svo lengi.
segulbandi