Morgunblaðið - 25.02.1960, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 25. febrúar 19feO
MORGUTSEhAÐÍÐ
13
Völvur og
galdramenn
GUÐMUNDUR EINARSSON
frá Miðdal er ekki síður
kunnur ferðamaður en mynd-
höggvari og málari. Flestir
munu kannast við bók hans
Fjallamenn og fleiri bækur,
sem hann hefur skrifað um
ferðalög sín innan lands og
utan.
Fyrir skömmu frétti blaða-
maður Mbl., að Guðmundur
hefði í hyggju að halda til
Lapplands — en hann hefur
einmitt skrifað um Lappa í
bókum sínum „Bak við fjöll-
in“ og „Áfangastaðir um allan
heim“. Þar er ferðasaga frá
Lapplandi.
Blaðamáðurinn brá sér á
fund Guðmundar og bað hann
að segja lesendum blaðsins
lítilsháttar af kynnum sínum
af þessum einkennilega kyn-
stofni.
Hvað viltu vita?
— Hvað viltu vita um
Lappa? spurði Guðmundur.
— Auðvitað hvort það sé
satt, að þeir séu göldróttir.
— Ætli að það trúi því nokk-
ur, þó ég segi svo? Menn
verða að kynnast þeim sjálfir
til að komast að raun um það
— og það getur tekið langan
tíma. Þeir eru ekkert fyrir að
flíka slíku.
— Hvenær kynntist þú
Löppum fyrst, Guðmundur?
— Það er langt síðan að ég
byrjaði að hugsa um Lappa.
Þetta er svo margvíst fólk og
einkennilegt, að það hlýtur að
vekja forvitni manns. Þegar
ég fór til Skandínavíu fyrst
fyrir 30 árum, kynntist ég
Löppum í Noregi og Svíþjóð.
Lapparnir, sem ég kynntist
þar, voru farnir að ganga í
skóla og höfðu lagt niður sitt
upprunalega farandlíf. Eg
hafði samband við menn síð-
ar, sem þekktu Lappa, t. d.
Per Höst, og hann fullyrti að
ekki væri iil nema tvær
Lappafjölskyldur í Noregi,
sem lifðu sínu upprunalega
lífi. Hann sagði mér, að þeir
Lappar, sem ég væri að leita
að, væru aðeins til í finnska
Lapplandi. — Eg var einmitt
að leita að Löppum, sem
kynni eitthvað fyrir sér og
lifðu sínu upprunalega lífi.
Finnska Lappland
— Þá hefurðu auðvitað far-
ið til finnska Lapplands?
— Já, þá fór ég að hugsa
um ferðalög þangað, en það
var ekki hlaupið að því. Svæð-
ið, sem Lapparnir lifa á í þess-
um löndum, Noregi, Svíþjóð
og Finnlandi, er stærra en
allt ísland og lifa þarna milli
20 og 30 þús. Lappar — lang-
fæstir í Finnlandi, sennilega
milli 3 og 4 þúsund. Þar er
strjálbýlast. Þeir sem erfiðast
er að komast til, búa nyrzt í
Finnlandi — svokallaðir
Hrein-Lappar, hinir eru kall-
aðir Skóg-Lappap og Fiski-
Lappar. Þeir hafa tekið upp
svokallaða menningarsiðu. —
Hrein-Lappar lifa sínu upp-
runalega hjarðlífi og hafa
ekki fasta bústaði. Það er
erfitt að komast þangað sem
þeir halda sig — annað hvort
verður maður að fara gang-
andi óraleið, því bílvegir eru
engir, eða fara með vatna-
flugvél. — Fyrsta skiptið, sem
ég heimsótti þá, fór ég gang-
andi. Síðan hef ég farið nokkr
um sinnum með flugvél — og
líka gangandi.
Hrein-Lappar
— Og þarna hefurðu fundið
það sem þú varst að leita að?
— Já, Hreinlapparnir lifa
mjög svipuðu iífi og á land-
námsöld okkar — ferðast með
hreindýrin allt sumarið til að
komast norður í fjöllin. —
Þeir skiptast í ættbálka og
hver ætt heldur saman. Gam-(
almenni og ungbörn búa í
bjálkakofum við vötnin, með-
un ungu mennirnir fara með
hjarðirnar, sem geta talið
þúsundir, norður eftir til að
flýja míbitið og fá betri hjarð-
lönd. — Þetta hjarðfólk býr
þá í tjöldum, sem það flytur
með sér á hreinum, en þeir
Lappnesk völva (Teikning eftir Guðmund frá Miðdal).
eru notaðir sem burðardýr á
sumrin, en fyrir sleða á vet-
urna. — Meðal þessa fólks
eru ýmsir gamlir siðir, þó það
eigi að heita kristið. — Þar
má finna völvur, spákonur,
eins og við þekkjum úr göml-
um sögum — og einnig ein-
setumenn, vísdómsmenn, sem
vita lengra nefi sínu.
— Kanntu ekki eitthvað að
segja frá vísdómi þeirra?
— Ef hreindýr vantar í
hjörðina falla þeir í dá og
finna dýrin. Þetta kalla þeir
að tala við feðurna. Samfara
þessu eru ýmsir helgisiðir.
Þeir berja t. d. trommur eins
og Grænlendingar og hafa
jafnvel fórnarsteina.
Konan mun deyja
— Eg hef sannanir fyrir
þessu. Einn slíkur einsetu-
maður bjargaði vini mínum
úr bergvillu. Hann var á skíð-
um og rammvilltur á hsettu-
slóð. Einsetukarl, vinur hans,
birtist honum — gekk við
hlið hans um stund og vísaði
réttu leiðina til byggða. Síðan
hvarf karlinn. — Hann leitaði
að sporum hans í snjónum,
því hann var sannfærður um
að þetta hefði ekki verið
skynvilla — en fann auðvitað
engin spor. — Þessi sami karl
sagði þessum sama manni,
sem er þekktur vísindamaður,
að konan hans myndi deyja
næst þegar tungl yrði kringl-
ótt — nema hann gætti þess
að halda í hönd konunnar og
sleppti henni ekki. Hann tók
þetta ekki alvarlega, því hann
sá enga hættu. Hjónin bjuggu
í bjálkakofa við Tenoána. —
Svo skeði það næst þegar
tungl var fullt, að konan fór
að sækja vatn í vatnsból í
ánni. Hún féll niður um gat,
sem einhver Lappanna hafði
höggvið í ísinn og drukknaði
þar. — Uppfrá þessu trúði
hann, að þessir vísdómsmenn
sæju fyrir óorðna hluti. —
Það gera völvurnar líka. Hver
hreinkóngur setur metnað
sinn í að hafa slíka völvu.
Þær spá fyrir um veður og
fyrir daglátum. Klæðnaður
þessa spákvenna gæti minnt
á lýsingu á völvum í norræn-
um sögum.
Sagnaheimur
í sagnaheimi Lappa er
margt, sem maður kannast
við. Þeir hafa samband við
náttúruanda (kallaðir Uldar)
og feðurna og þurfa að blíðka
þá með fórnum — áður lögðu
þær mat á fórnarsteina — og
svo hafa þær ýmsa töfra- og
verndarhluti, sem hafa mikla
þýðingu. Fáar eru þær sem
hafa mikla spádómsgáf t. Ég
er ekki viss um að þær séu
allar heiðarlegar, en þær sem
færastar eru sýna oft fram á
ýmislegt, sem er óskýranlegt,
á venjulegan hátt. — Frægur,
franskur vísindamaður, Crott-
et að nafni, hefur mjög rann-
sakað sagnaheim Lappa og
leyndardóma, t. d. hvernig
þeir geta talað við dýrin, og
hann er sannfærður um að
þetta sé rétt. Einn fræðimana
þekki ég, sem er búinn að
dveljast með Löppum í tólf
ár, og hann sagði mér að það
tæki mjög langan tíma að
komast inn í þetta og fá til-
trú Lappana. — Þó gestrisni
þeirra sé einstök, fara þeir
mjög dult með þessi gömlu
fræði.
Njálsá
— Annað sem er einkenn-
andi við Lappana þarna norð-
urfrá er að þeir tala um heilög
fjöll og vötn eilífðarinnar,
þeir fara þangað pílagríms-
ferðir í laumi. Heilagasta
fjallið heitir því einkennilega
nafni Aíligis, sem minnir á
íslenzka orðið heilagur.
— Varstu var við fleira,
sem minnir á íslenzka tungu?
— Já, eitt sinn kom ég til
dæmis að á og spurði lapp-
neskan fylgdarmann minn,
hvað hún héti. — Níjaláve —■
Njálsá — sagði hann. Ég
spurði hann, hvað Njáll
merkti, og hann sagði að það
væri algengt mannsnafn. Og
ég man fleira, sem er ein-
kennilega líkt, t. d. heitir
. hjallur hjalli á upphaflegu
lappamáli, eða svokölluðu
lúlíönsku-máli, sem fáir taia
nú hreint.
— Og nú ætlarðu að halda
til Lapplands á ný og rifja
upp gamlan kunningsskap?
— Já, ég hef aldrei verið
þar þegar hreindýrin bera og
langar mig til að vera við-
staddur það í vor. Eg held
málverka- og höggmyndasýn-
ingu í Helsingfors í maí og
fæ þá tækifæri til að skreppa
norður um leið og hitta gamla
vini, m. a. bjarndýraskyttuna
Palto og konu hans, Aikiu. A
vorin er bjarndýrin fara úr
híðum er gott að athuga háttu
þeirra. , Sérstaklega er litii
lappneski b j örnin skemmti-
legur. Hann er dvergvaxinn
með totu á trýninu, afar kát-
legur og geðgóður.
— Utan úr heimi
Framh. af bls. 10
★ Gæti Djöflaeyja orðið
„sælueyja” ?
Segja má, að Frakkland hafi
hlotið hina mestu hneisu af máli
þessu — og hefði víst margur
viljað ætla, að þeir hættu þá að
nota Djöflaeyju sem sakamanna-
nýlendu. En svo virðist sem þeim
hafi þótt eyjan ómissandi til síns
„brúks“, a. m. k. var haldið
áfram að senda þangað pólitíska
fenga eins og fyrr segir. — Þegar
Djöflaeyja var loks „lögð niður“
sem fangageymsla eftir síðari
heimsstyrjöldina, var það hug-
mynd de Gaulles, að hún skyldi
verða eitt af táknum hins endur-
reista Frakklands. — Þess vegna
skyldi henni breytt í eins konar
„sælueyju" fyrir ferðamenn —
á!íka lokkandi eins og Honolulu
eða brezku Vestur-Indiur.
★ Vill einhver kaupa?
Hershöfðinginn sendi meira að
segja herskara verkfræðinga og
arkitekta þangað til þess að gera
áætlanir um hina nýju „paradís"
— en svo dró de Gaulie sig til
baka, sem kunnugt er og í tíð
fjórða lýðveldisins gleymdust
hinar glæstu áætlanir varðandi
Djöflaeyju. — En sjálfur virðist
de Gaulle ekki hafa gleymt henm,
því að varla hefir hann lokið við
að lemja á uppreisnarmönnum
í Alsír og sprengja kjarna-
sprengju sína á Sahara, þegar
hann lýsir því yfir, að nú vilji
Frakkland selja sína margfrægu
og misfrægu Djöflaeyju.
— ★ —
Nú þegar hafa borizt hundruð
fyrirspurna í sambandi við vænt
anlega sölu eyjarinnar, en trún-
aðarmenn stjórnarinnar, sem
fjallað hafa um fyrirspurnir þess
ar, segja, að þær beri þess ekki
vott, að viðkomandi aðilar hafi
raunverulega áhuga á kaupum.
En í næstu viku munu söluskil-
málar liggja endanlega fyrir —
og hver veit nema tilboðin taki
þá að streyma inn . . .
MÁLFLUTNINGSSTOFA
Einar B. Guðmundsson
Guðlaugur Þorláksson
Guðmundur Pétursson
Aðalstræti 6, III. hæð.
Símar 12002 — 13202 — 13602.
SIGURGEIR SIGURJÓNSSON
hæstaréttarlögmaður
Málflutningsskrifstofa.
Aðalstræti 8. — Sími 11043.
Gísli Einarsson
héraðsdömslögmaður.
Málfiutningsstofa.
Laugavegi 20B. — Simi 19631.
ÖRN CLAUSEN
héraðsdomslögmaður
Málf’utningsskrifstofa.
Bankastræti 12. — Sími 18499.
SIGRÚN SVEINSSON
löggiltur skjalaþýðandi
og dómtúlkur í þýzku.
Melhaga 16. — Sími 1-28-25.
Schannong’s minnisvurðar
öster Farimagsgade 42,
Kþbenhavn 0.
MÁMAFOSS
vefnaðarvöruverzlun
Dalbraut 1 — sími 34151.
RAGNAR JÓNSSON
hæstaréttarlögmaður
Vonarstr. 4 VR-húsið. Sími 17752
Lögfræðistörf og eignaumsýsla.
^J^jörh íóm iJ
Blóm og skreytingar. —
Sendum. — Önnumst blótnasendingar
á Akureyri.
(Geymið atiglýsinguna)
Kjörgarði