Morgunblaðið - 25.02.1960, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 25.02.1960, Qupperneq 9
Fimmtudagur 25. febrúar 1960 MORCVTSBLÁÐIÐ 9 Anna Stefánsdóttir — minning HINTST 17. febrúar sl. andaðist Anna Stefánsdóttir, áttræð að aldri, að Síðumúla á Hvítársíðu. Hún var fædd að Tungu í Svína- dal í Borgarfjarðarsýslu 20. maí 1879. í>ar bjuggu þá foreldrar hennar, Anna Guðmundsdóttir og Stefán Guðmundsson. Þau voru bæði af borgfirzkum ætt- um, sem fjölmennar eru enn í sýsiunni, einkum föðurættin. Mislingaárið 1882 dó móðir Önnu, og var hún áfram á heimili föður síns, unz hann brá búi árið 1887. Fór hún þá til fósturs til föður- fólks síns, er tveimur árum seinna fór til Vesturheims. Vildi það þá taka telpuna með sér, en faðir hennar gaf ekki samþykki til þess. Hann kom svo litlu dótt- urinni fyrir hjá vandalausu kunningjafólki sínu. Þar ólst hún uppp, unz hún um 18 ára aldur réðist sem vinnukona að Norð- tungu í Þverárhlíð. Ævilangt dvaldist hún í upppsveitum Borgarf j arðar og lengst í Hvítár- síðu. Árið 1913 giftist Anna Jóni Einarssyni, ágætum manni. Hann var af góðu bergi brotinn, kom- inn af merkum borgfirzkum bændaættum og eiga sumir okk- ar beztu rithöfundar og ljóðskáld til sama stofns að telja. Þau hjón eignuðust fimm syni og voru þrír þeirra fæddir fyrir hjónaband. Þau reistu aldrei bú, og mun fá- tækt hafa valdið. Jón hafði, að þeirrar tíðar hætti, keypti sér lausamannsbréf og stundaði verkamannavinnu hér og þar, en Anna var ýmist í vistum eða hús- mennsku. Árið 1922 reistu þau sér lítinn bæ hjá Síðumúla, þar sem þau bjuggu nokkur ár, en unnu á búinu hjá tengdaforeldr- um mínum, Ingibjörgu Guð- mundsdóttur og Andrési Eyjólfs- syni, fyrrv. alþingismanni. Jón allt árið, en Anna á sumrin. Seinna var bærirm rifinn, og fluttu þau þá alveg inn í heimili Síðumúlahjóna. Jón dó haustið 1931, og höfðu þau þá þegar misst fjóra sonu, tveir þeirra dóu sama árið 1930; Sigurður sá eldri þrít- ugur og Óskar fjórtán ára, báðir góðir drengir í hvívetna og voru mjög harmdauðir foreldrum og öllum þeim, er þá þekktu. Á lifi er Stefán, víðkunnur rithöfund- ur og kennari hér í Reykjavík, sem erft hefur mannkosti for- eldranna í ríkum mæli. Leyfi ég mér að flytja honum og eigin- konu hans, frú Önnu Aradóttur, hjartkærar samúðarkveðjur, og veit ég, að þá mæli ég fyrir munn margra vina þeirra hjóna. Ævisaga Önnu 'Stefánsdóttur er lík fjölmörgum öðrum ó- skráðnum sögum íslenzkra sveita kvenna. Löngum bjó hún við þröngan kost og harða lífsbar- áttu, eins og svo margt alþýðu- fólk í lok 19. aldar og byrjun þeirrar tuttugustu. Þung áföll beygðu hana aldrei. KjÖrviðir standa af sér flesta storma. Hún óx með hverri raun. Lærdómsrík, óskráð baráttu- og hetjusaga, sem brotnar á gleymskunnar 6trönd. Á vordögum lifs síns átti hún fátækt og alvöru að mæta, og ætla ég að það hafi sett á hana nokkur mörk og sniðið hæfileik- um hennar þrengri stakk en efni stóðu til. Gáfur voru miklar, hugs unin skýr og minnið frábært. Bókhneigð var hún og hagmælt vel. Þjóðfræðileg þekking henn- ar var traust og bókmennta- smekkurinn óbrigðull. Hún var þróttmikil, dygg og dugleg til allra verka. Háttvís og höfðing- leg, skaphöfnin all-stórbrotin, hjartagóð og hlý í samskiptum við aðra. Lítilmagnanum var hún jafnan stoð og stytta og var þar í öruggt skjól að leita, svo traust og ráðholl sem hún var. Börnum Síðumúlahjóna var hún ætíð sem önnur móðir, og var þar um gagnkvæman trúnað og ástúð að ræða. Barnabömin og tengdabörnin röktu svo sömu slóðir. Öllum var þeim tíðförult í herbergi hennar, eftir að elli og veikindi tóku að mæða hana nú allra síðustu árin. Er önnum dags ins var lokið á þessu erilsama heimili, var jafnan þröngt setinn bekkurinn hjá henni. Þangað safnaðist allt heimilisfólkið og naut ánægjulegrar samvistar við hana. Yfir mörgum þessara kvölda hvildi rammíslenzkur blær kvöldvökunnar. Gaman var að sjá hve litlu börnin á heimilinu voru að henni hænd, ekkert þeirra gekk til rekkju án þess að leita fyrst á hennar fund. Árla risu þau svo oft að morgni til þess að láta hana leiða sig um töfra- og ævin- týralönd. Barnalegar spurningar um lífið og tilveruna dundu á henni, og úr öllum flækjum var greitt af einskærri ljúfmennsku. „Anna sagði það“, var jafnan við kvæði barnanna og þá þurfti ekki frekar vitnanna við. Það liggja einhverjir leyniþræðir milli góðs fólks og barna, sem vert væri að gefa meiri gaum en nú er gjört. Ef til vill er það ekki hending ein, hve frábær barnabókahöf- undur Stefán sonur hennar er. Mikill missir og sár er það Síðumúlafólki að sjá á bak þess- um göfuga heimilisvini, en svo kallar tengdamóðir mín hana í bréfi, sem liggur hér á borðinu hjá mér og hún bætir við: „Mér finnst, að ekkert okkar hafi misst eins mikið og ég. Samvera okkar hófst fyrir tæpum 38 árum, og frá hennar hálfu var hún alltaf mér til blessunar“. Ég vil með fánýtum orðum færa hinni látnu sérstakar þakk- ir nöfnu hennar Önnu, dóttur okkar hjóna, fyrír rausnarlegar gjafir og ógleymanlegar smveru- stundir.Ég hygg, að allir þeir, er báru gæfu til þess að kynnast Önnu, muni æ minnast hennar með lotningu og þakklæti, svo heil var hún og vammlaus. Litlu börnunum hennar öllum finnst himnaríki nú betur skipað en áður. Það hefir færzt nær þeim með nýjum fögrum og góðum verndarengli. Axel Ó. Ólafsson. Jó n Óieiffsson K veðja F. 3. des. 1879. D. 26. des. 1959 Hvarf nú einn á dauðans dröfn, drengur fyrr en varði, kominn nú í kyrra höfn, kaus sér leg að Skarði. Jón mjög góðu búi bjó bóndi í Vatnagarði áður fyrr við efni nóg og eigi krafta sparði. f»ar í sveit hann verk sín vann, virtur inn til dala. Minningar um manninn þann máli sínu tala. Autt er sætið öðíingsmanns sem aldrei brást 1 tryggðum; er í minnum handbragð hans heima í Rangárbyggðum. Ekkert veit ég illt um hann, ég verð það að segja. Víst er gott fyrir vænan mann að vera til og deyja. Astinni á sinni sveit sízt er þörf að leyna. Gott er að eiga gróðurreit með gull á miili steina. Oft var heima hugur þinn á hljóðum rökkurstundum, þar sem lékstu, ijúfurinn, með lýsigull 1 mundum. Þér var annt um þennan reit, þar var Ijúft að dreyma manndómsárin austur í sveit og unaðsdalinn heima. Hlúum vel að hjartans reit og hugðarmálum snjöllum; við erum öll í landaleit er lýtur að heimafjöllum. Bærinn heima muna má mjög sem hrumur stendur; hann er að trega austur frá æfðar snillings hendur. I>ar var gott að þiggja skjól, þar var yndi og gaman, þar var rausn og þar var sól, þar við ræddum saman. Mjög til fellur mæðan hér, myrkvast dagar blíðir; bágt á sá sem biindur er, birtir þó um síðir. Þér mun .vinur, verða rótt; vonarhýr og fagur eftir dimma nauðanótt nú mun ljóma dagur. Allt um þrýtur, ævin dvín, árin fram hjá bruna, vinir beina þökk til þín, þökk fyrir samveruna. Orðin Krists er krossinn bar kveikja ijósin vona, biðja þér guðs blessunar börnin þín og kona. Friður blíður fenginn er, fyllsti bati þeginn. Farðu vel! Guð fylgi þér fram á mikla veginn. Vilhjáimur Ólafsson frá Hvammi. Hannes Cuðmundsson F. 25. februar 1900. D. 27. maí 1959. í VÆRU RANNI r. í væru ranni værum manni vórum hjá afmæli, er vann þitt yfir sjá renna, Hannes! foldu fanna fagnaðar að Ijá, þínum óska þrá! Heilir saman, hylltum gaman hressir þá, — hvergi ama yfir brá! — öðrum framar, fræðum tamur, íyrir ræðum sjá varstu og geðs þíns gná! II. Engi mundi ætla stundin örlags há skammt sér undi út í frá, ung var lundin, örlát mundin ykkur báðum hjá! — vandi sem var á! III. Kringum borðið, beztum forða bognað þá, — flugu orðin óska þrá! — vona þorðu þau að storð vor þér enn lengi hjá mætti liðs sér ljá. — IV. Öðruvísi, en vor fýsi er og spá, — margt ræðzt dular dísum hjá. Maðúrinn kýs í huliðs hnýsast heima’ og liðins dá, — allt í jörðu’ og á. V. Gleðin situr salinn, hnitar sambönd þrá, fjörvi hitar meðan má! Sorgin bitur fljótt að flytur, ferða tjaldi’ að slá, — bana boð að tjá! Iceknir VI. Mikið er hvarfið manns frá starfi, .— opt miðju þá! — mikill þarfi öðrum á! — Talfið svarfast! — tímgast arfinn tíðum leiðum hjá — langt, þótt líði’ ei frá. VH. Þér þarf eigi þó að segja þessu frá, — ástin deyja eigi má! Húss þíns freyja Þig mun þreyja þar til lokast brá, — börn þín henni hjá. VIII. Huggar gleði, h!ýjar geði hagl af brá strýkur meðan minning á muninn léðan, tirinn téðan tíðum liðnum frá, spegla’ 1 sefans sjá! — XI. 1 ranni væru vinur kæri vist er þá, dauðs ei stærir stormur sjá! drengur mæri, — í Drottins læri dýrstum Guði hjá, — enda’ er aldrei má! — X. Elskan vakir, vina ei sakar vininn þá, — heima taki, hann hæðum á! Svanir kvaka sólna spakir, sölum himna’ í frá, líí í dauða dá! — XI. Ljúfan gleðji lækni kveðjur lifðum frá, — þar sem bleðja’ af mann ei má! unaði seðjist, afmælis geðjist óskir heiman fá, •— ræktir sinna’ að sjá. — Lárus Sigurjónsson Fyrirhuguð breyting á störfum lœkna hjá Tryggingarsfofnun nkisins f FRUMVARPI ríkisstjórnarinn- ar um almannatryggingar, sem lagt hefur verið fram á Alþingi, er gert ráð fyrir breytingum á störfum lækna hjá Tryggingar- írar smíba fiski- rarmsóknaskip ÁHUGI íra fyrir fiskveiðum fer vaxandi. Gera þeir ýmsar ráðstafanir til eflingar sjáv- arútveginum. Um siðustu ára- mót ákváðu írar gegn mót- mælum Breta að færa land- helgi sína út með því að taka upp grunnlínukerfið í stað þess að láta landhelgislínuna þræða ströndina inn á hvern flóa. Nýlega var hleypt af stokk- unum í írlandi nýju fiskirann sóknaskipi, sem er búið öllum fullkomnustu rannsóknar- tækjum. Skip þetta nefnist á írsku Cu Feasa, sem þýðir „Hundur vizkunnar", en þetta er tekið úr gömlum irskum sögnum. Skipið er að stærð og lagi eins og meðaltogari. Það er 80 fet á lengd og hefur sama útbúnað. En auk hinnar venju legu togvindu hefur skipið all margar litlar vindur og kraft blakkir. Það hefur Radar, Asdic-tæki, og bergmálsdýpt- armæla og margskonar vís- indatæki til að mæla sjávar- hita og taka sýnishorn af botn lögum. Meðal viðfangsefna fiski- rannsóknarskipsins nýja er að reyna botnvörpur, er leita að nýjum togaramiðum, mæla hafdýpi og rannsaka gróður og dýralíf í sjónum. írar eiga nú annað samskonar skip í smiðum og verður það tilbúið seinna á árinu. stofnun ríkisins. Um þessa breyt- J ingu segir á þessa leið í athuga- semdum við frumvarpið: — Við Tryggingarstofnun ríki* ins hafa starfað þrír læknar, sjúkramálastjóri Sigurður Sig- urðsson, berkalyfirlæknir og hef- ur sjúkramálastjórastarfið verið hálft starf, tryggingaryfirlæknir Páll Sigurðsson í fullu starfi og aðstoðarmaður hans Bergþór Smári og hefur það verið hálft starf. Nú hefur Páll Sigurðsson beð- izt lausnar, en hann er orðinn 67 ára gamall, og Sigurður Sig- urðsson hefur fengið veitingu fýrir landlæknisembættinu. Þótt hagkvæmt hafi reynzt að skipa læknisstörfum stofnunar- innar á þennan veg hingað til, er ekki hægt að gera ráð fyrir því, að svo verði framvegis. Þykir eðlilegt, að lækniss'törf við stofnunina verði full störf og að þeim gegni þá aðeins tveir menn, tryggingayfirlæknir og tryggingalæknir, tryggingayfir- lækni til aðstoðar. Tryggingayfirlæknir tæki þá við deildarstjórn sjúkratrygginga deildar, en tryggingalæknir ann- aðist sérstaklega örorkumat líf- eyrisdeildar. Brýn þörf er á að fá lagabreyt- ingu þessa samþykkta hið fyrsta svo hægt verði að auglýsa störfin laus til umsóknar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.