Morgunblaðið - 25.02.1960, Qupperneq 12
12
MORCUNRLAÐIÐ
Fimmtudagur 25. febrúar 1960
ÍJTGEFANDI: SAMBAND UNGRA SJÁL FSTÆÐISMANNA RITSTJÖRI: BJARNI BEINTEINSSON
Alþjóðlega æsku Eýðssam-
bandið, WAV
Ahrif þess fara vaxandi
Æskulýðssamband íslands var
m.a. stofnað að tilhlutan WAY
Innganga Æskulýðssambands fslands í WAY. — Magnús
Óskarsson tekur í hönd Antoines Lawrence, forseta WAY, á
þinginu í Nýju-Dehli 1958.
NÝLEGA var þess getið í frétt-
um, að hér hefðu átt viðdvöl
tveir erlendir æskulýðsleiðtogar,
sem voru á leið til framkvæmda-
nefndarfundar World Assembly
of Youth, WAY, sem haldinn
verður innan skamms í Columbíu
í Suður-Ameríku. Menn þessir
áttu hér viðræður við forystu-
menn Æskulýðssambands íslands
en það er aðili að WAY, og auk
þess ræddu þeir við ýmsa aðra
aðila hér, þar á meðal við Ólaf
Thors, forsætisráðherra, og Gylfa
Þ. Gíslason, menntamálaráð-
herra. Annar þessara manna,
David Brombart, er Belgi og einn
af riturum alþjóðlega æskulýðs-
sambandsins, WAY, en hinn,
Verner Sinnbech er fulltrúi
Dana í framkvæmdanefnd sam-
takanna, en starfar auk þess mik
ið í Vinstriflokknum danska og
er ritstjóri eins af málgögnum
flokksins.
Með því að alþjóðlega æsku-
lýðssambandið, WAY, og hin
stórmerka starfsemi þess er frem
ur lítt kunn hér á landi, verður
hér á síðunni reynt að rekja í
fáum dráttum sögu sambandsins
og drepa á helztu þættina í starf-
semi þess. Auk þess verður laus-
lega greint frá Æskulýðssam-
bandi íslands, en væntanlega
gefst síðar tækifæri til þess að
skýra nánar frá starfsemi þess.
Upphafið
Tildrögin að stofnun WAY má
e.t.v. rekja aftur til ársins 1945,
er æskulýðssambönd ýmissa
þeirra þjóða, sem barizt höfðu
gegn nazismanum í stríðinu,
héldu fund með sér og stofnuðu
World Federation of Democratic
Youth, WFDY, eða alþjóðasam-
band lýðræðissinnaðrar æsku.
Fulltrúar hinna raunverulega
lýðræðissinnuðu æskulýðssam-
banda gengu til þessa fundar
með einlægan samstarfsvilja.
Öðru máli var að gegna um full-
trúa kommúnistaríkjanna. Fljót-
lega kom í ljós, að þeirra mark-
mið var frá upphafi að nota þessi
samtök eingöngu í þágu áróðurs
fyrir utanríkisstefnu Sovétríkj-
anna. Fyrir andvaraleysi hinna
lýðræðissinnuðu fulltrúa tókst
kommúnistum því fljótlega að ná
undirtökunum í þessu alþjóða-
sambandi, sem og flestum þeim
alþjóðasamböndum öðrum, sem
stofnuð voru upp úr stríðinu.
Brátt keyrði misbeiting kommún
ista á WFDY svo úr hófi, að árið
1948 höfðu flest æskúlýðssam-
bönd lýðræðisríkjanna sagt sig
úr sambandinu. Saga WFDY verð
ur ekki rakin frekar hér að þessu
sinni, en þekktast er sambandið
fyrir hin frægu „heimsmót æsk-
unnar“, sem lesendur síðunnar
kannast við af hinum ýtarlegu
greinum Magnúsar Þórðarsonar
um heimsmót það, sem haldið
var í Moskvu árið 1957.
Stofnun WAY
Árið 1948 komu fulltrúar þeirra
ríkja, sem sagt höfðu sig úr
WFDY og fulltrúar frá nokkrum
öðrum ríkjum ,saman á fund í
London. Var þar ákveðið að
stofna nýtt alþjóðlegt æskulýðs-
samband, sem síðar hlaut nafnið
World Assembly of Youth, WAY.
Sænsku og dönsku æskulýðssam
böndin voru þeir aðilar, sem
mest hvöttu til þessa fundar og
hafi þessi sambönd alla tíð síðan
Axel Jónsson,
form. Æskulýðssambands íslands
verið mjög virk og áhrifamikil
innan WAY.
Á þessum fundi var áherzla
lögð á, að hið nýja samband yrði
að vera óbundið af öllum stjórn-
málaflokkum og hagsmunum
einstakra ríkja, en skyldi leggja
áherzlu á að standa vörð um rétt-
indi æskulýðsins hvar sem væri
í heiminum.
Gerðust 29 ríki stofnaðilar að
WAY, en nú eru í því landssam-
bönd frá 56 ríkjum.
Stefnan mörknð
Upp úr þessu voru þing og ráðs
fundir WAY haldnir reglulega
®g var í fyrstu lögð áherzla á að
marka þau grundvallaratriði, er
starfað skyldi eftir og auk þess
lagt kapp á að skipuleggja sam-
bandið sem bezt. Skal nú drepið
á nokkur helztu atriðin í stefnu-
skrá WAY.
WAY telur mannréttindaskrá
Sameinuðu þjóðanna vera þann
grundvöll, sem öll starfsemi sam
bandsins byggist á og miðist við.
WAY telur, að æskan sjálf
verði að gera sér grein fyrir og
rannsaka vandamál sín, þarfir
og ábyrgð. Þá fyrst getur æskan
sett fram kröfur sínar og tillögur
til úrbóta og lagt hönd á plóginn
við lausn þessara mála. Þessu
marki verður bezt náð með því,
að æska hvers lands sameinist í
öflugt landssamband þar sem
vandamál æskulýðsins eru kruf-
in til mergjar af fulltrúum hinna
ýmsu stétta, stjórnmálaflokka o.
s. frv. Ef slíkt landssamband er
öflugt og hefur innan sinna vé-
banda meginhluta hins félags-
bundna æskulýðs í landinu, ætti
það að geta áorkað mjög miklu
æskulýðnum til hagsbóta. Slíka
starfsemi vill WAY auka og
styrkja hvar sem er í heiminum
og hefur þegar orðið mikið á-
gengt í þeim efnum.
Til þess að koma á virku sam-
starfi milli hinna ýmsu lands-
sambanda í heiminum leggur
WAY áherzlu á að aukin verði
gagnkvæm virðing milli hinna
ýmsu kynþátta og fordæmir
hverskonar kynþáttahatur. — Þá
leggur WAY mikla áherzlu á að
safna upplýsingum um starfsemi
einstakra landssambanda, um
þarfir æskunnar og vandamál í
hinum ýmsu löndum. Þessum
upplýsingum dreifir WAY síðan
meðal meðlima sinna, sem oft
geta fært sér í nyt reynslu ann-
arra þjóða, þegar um »vipuð
vandamál er að ræða.
Á seinni árum hefur WAY lagt
mikla áherzlu á að láta rannsaka
vandamál ungra verkamanna og
sveitaæskunnar. Miðast sú starf-
semi einkum við hin svokölluðu
vanþróuðu ríki.
Skipulag
Höfuðeinkenni skipulags WAY
er, að það er eingöngu byggt upp
af samstarfsnefndum æskulýðs-
ins í viðkomandi löndumf eins og
t.d. Æskulýðssamband íslands),
en í þessum nefndum eiga ein-
göngu sæti fulltrúar frá hinum
ýmsu landssamböndum æskulýðs
ins í landinu (hér t.d. ÍSÍ, UMFÍ,
o. s. frv.). Þetta skipulag á að
tryggja, að fulltrúar frá með-
limaríkjunum geti talizt túlka
helztu skoðanir og áhugamál
æskulýðsins í viðkomandi Iandi.
Hvert meðlimaríki innan WAY
hefur eitt atkvæði á þingum þess
án tillits til fólksfjölda og án
tillits til þess, hvort ríkið er
sjálfstætt eða nýlenda.
Allsherjarþing WAY er haldið
fjórða hvert ár og mega sækja
það allt að 15 fulltrúar frá hverju
ríki. Það hefur æðstu völd í mál-
efnum sambandsins.
Ráðsfundir WAY eru haldnir
annað hvert ár og er heimilt að
senda þangað fjóra fulltrúa frá
hverju landi.
Framkvæmdanefndin er skip-
uð 18 fulltrúum, sem valdir eru
FRANZ A. Gíslason, ritstjóri
æskulýðssíðú Þjóðviljans, helgar
mér hinn 18. febrúar sl. aðal-
greinina á síðu sinni. Mun grein-
in eiga að vera svar við þeirri
fyrirspurn minni, hver sé stefna
kommúnista í launamálum.
„Svar“ F. A. G. ber yfirskriftina
„Hundalógík og staðreyndafals-
anir“. Öll er greinin rituð af
hinni mestu prúðmennsku, svo
sem við var að búast úr þeirri
átt, og mun ég því reyna að spara
mér stóryrðin í þessari klausu.
Ekki ber F. A. G. við að gera
nokkra minnstu tilraun til þess
að svara fyrirspurn minni heldur
tönnlast sífellt á orðunum
„hundalógík” og „staðreynda-
falsanir". Slík eru jafnan svör
kommúnista þegar þeir komast
í rökþrot eða eiga að svara óþægi
legum spurningum. „Staðreynda-
falsanirnar" munu eiga við það,
að ég hélt því fram, að það hefði
verið stefna kommúnista að laun
allra skyldu vera hnífjöfn.
F. A. G. sver fyrir, að þetta hafi
nokkurn tíma verið stefna þeirra,
frá hinum ýmsu heimshlutum.
Hún hefur umsjón með því, að
ákvarðanir allsherjarþings og
ráðsfunda séu framkvæmdar
réttilega.
Fundi sína og þing hefur WAY
haldið víða um heim m.a. í
Brussel, Istambul, fþöku í Banda
ríkjunum, Dakar í Vestur-Afríku,
Singapore, Accara, Berlin, Genf,
Nýju Dehli, Róm og víðar.
Starfsemin
Að sjálfsögðu hefur áherzla
verið lögð á að framfylgja þeim
höfuðatriðum sem nefnd eru í
stefnuskrá WAY. Sambandið hef
ur lagt mikla áherzlu á að efla
starfsemi æskulýðsfélaganna í
meðlimaríkjunum og jafnvel ut-
an þeirra. Gott dæmi um þetta er
ísland. Hér hafa til skamms tíma
ekki verið til nein heildarsamtök
æskulýðsins. Árið 1957 kom hing
að sænskur æskulýðsleiðtogi á
vegum WAY. Var það David
Wirmark, sem nú er aðalritari
WAY. Hann átti hér viðræður
við ýmsa, sem framarlega stóðu
í æskulýðsfélögunum og hvatti
til þess, að hér yrði stofnað lands
samband æskulýðsfélaga, sem síð
ar gæti orðið aðili að WAY og
hefði þar að auki fjölmörg verk-
efni hér innanlands. Þessi koma
Wirmarks hafði þau áhrif, að á
næsta ári var stofnað hér Æsku-
lýðssamband íslands, sem hefur
innan sinna vébanda 11 af 13
landssamböndum æskulýðsfélaga
heldur sé hér um að ræða sósíal-
demókratíska stefnu. Kemur það
óneitanlega spánskt fyrir sjónir,
að kratamir skuli vera róttæk-
ari en kommúnistar í þessu efni.
Það eina sem hefur komið fram
í þessari sennu okkar F. A. G.
um launamálin, er að stefna
kommúnista mun ekki vera sú
að öllum beri jöfn laun. Aðrar
upplýsingar hefur F. A. G. forð-
azt að gefa í þessu efni. Hið
gamla slagorð kommúnista um,
að allir skuli fá eftir þörfum sín-
um, virðist gleymt og grfaið.Þar
til annað sannazt verður því að
ætla, að fyrirmynd íslenzkra
kommúnista í þessu efni sem öðr
um muni verða Rússland, þar
sem hinir ýmsu embættismenn
kommúnistaflokksins hafa tíföld
og allt upp í hundraðföld laun
á við lægst launuðu verkamenn.
En ekki er hægt að ætlazt til að
embættismenn hins íslenzka
kommúnistaflokks hampi þeirri
staðreynd íraman í alþýðu
manna.
Bjarni Beinteinsson.
hér á landi, þ.á.m. öll pólitLsku
landssamböndin.
Svipað er um ýmis önnur lönd
að segja, og er óhætt að fullyrða
að fyrir áhrif WAY hefur æsku-
lýðsstarfsemi í ýmsum löndum
aukist að miklum mun.
Þá má drepa á, að WAY hefur
um nokkur undanfarin ár haldið
uppi skóla í Ceylon, þar sem ár-
ið um kring eru haldin námskeið
fyrir æskulýðsleiðtoga um allt,
er viðkemur félagsmálum æsk-
unnar. Skóli þessi, sem að mestu
hefur verið sóttur af fólki frá
vanþróuðum löndum ,hefur þótt
gefa mjög góða raun, og hefur
starfsemi hans aukizt jafnt og
þétt.
WAY starfar í mjög nánum
tengslum við Sameinuðu þjóðirn
ar og hinar ýmsu stofnanir
þeirra. Er sambandið þar ráðgef-
andi um öll þau mál, sem sér-
staklega snerta æskuna. Slíkt
samstarf hefur WAY einnig við
Evrópuráðið, alþjóðlegu vinnu-
málastofnunina og fleiri aðila.
WAY hefur jafnan haft uppi
ákveðin mótmæli er réttindi æsk
unnar hafa einhvers staðar verið
fótum troðin. Hefur þá vitaskuld
engu máli skipt, hvort í hlut
áttu kommúnisk yfirvöld eða
vesturlandaþjóðir. M.a. hefur
WAY mótmælt ýmsu ofbeldi í
Alsir, Kenya, Ungverjalandi,
Kúbu, A-Þýzkalandi, S-Afríku
og víðar. Þá hefur sambandið
mótmælt harðlega kj arnorkutil-
raunum Frakka í Sahara og svo
mætti lengi telja.
Forsetar WAY hafa verið Maur
ice Sauvé (Kanada), Guthrie
Moir (Englandi), Antoine Law-
rence (Frönsku Guineu) og Rav-
indra Varma (Indlandi), sem nú
er forseti sambandsins.
Hér hefur verið leitazt við að
skýra. í stuttu máli frá helztu
þáttum í sögu og starfi WAY, en
efni þetta er svo yfirgripsmikið,
að erfitt er að gera því nokkur
viðhlítandi skil í stuttri blaða-
grein. Vonandi eru þó lesendur
nokkru nær um þessi merku al-
þjóðlegu samtök æskulýðsins.
B. B.
Munið árshátíð Heimdallar, sem
haldin verður í Sjálfstæðishúsinu
n.k. laugardag kl. 21. —
Fjölbreytt skenuntiatriði.
Enn um launamál