Morgunblaðið - 25.02.1960, Side 19
Fímmtudagur 25. febrúar 1960
MOKCllJSHLAÐlb
19
— Svigkeppnin
Framhald af bls. 18
nú langbeztan tíma eða 58,2 sek.
og Leitner landi hans kom næst-
ur 59,2. Þriðja sæti deildu þeir
Leitner Þýzkalandi og Stiegler
Austurríki með 59,6. Má því með
1 Jean Vuarnet frá Frakklandi
sigraði í bruni karla. Brun
er liættulegasta og hraðasta
keppnisgreinin. Mun meðai-
hraðinn hafa verið um 90
km á klst. Þar þýðir ekkert
að hika, bara að láta sig
„gossa“ niður brekkuna upp
á líf og dauða, og helzt
reyna að standa. Myndin
var tekin af Vuarnet í miðju
bruninu.
sanni segja, að Austurríkismenn |
hafi sýnt yfirburði sína í þessari
braut — þegar mest á reyndi og
er það þeim huggun eftir mót-
læti í fyrri alpagreinum. Síðan
komu Frakkarnir Bozon og Per-
illat með 1 mínútu slétta og
1:00,8. Síðan fylgdu Ferries USA
og Alberti Ítalíu 1:02,1, Duvillard
Frakklandi og Corcoran USA
1:02,2, Hanspeter Lanig Þýzka-
landi 1:02,4.
Igaya Japan, Bonlieu Frakk-
landi, Schneider Sviss, Bogner
Þýzkalandi, Oberaigner Austur-
ríki og Barrier Bandaríkjunum
féllu og urðu sumir úr keppni
t.d. Bogner sem var fyrstur eftir
fyrri ferð. Brautin var því ekki
neinn barnaleikur.
Úrslit í svigi:
1. Hinterseer, Austurríki....2:08,9
2. Matthias Leitner, Austurríki 2:10,3
3. Charlez Bozon, Frakklandi .. 2:10,4
4. Ludwig Leitner, Þýzkalandi . 2:10,5
5. Josef Stiegler, Austurríki ...2:11,1
6. Guy PeriIIat, Frakklandi ...2:11,8
7. Francois Bonlieu, Frakklandi 2:14,0
8. Hanspeter Lanig, Þýzkalandi 2:14,3
9. Paride Milianti, Ítalíu...2:14,4
10. Tom Corcoran, USA.........2:14,7
11. Sepp Behr, Þýzkalandi......2:16,0
12. Charles Ferries, USA......2:18,2
13. Chinharu Igaya, Japan ...... 2:20,2
14. Carlo Benoner, Ítalíu.....2:20,7
ítalo Pedroncelli, Ítalíu...2:20,7
16. Oddvar Rönnestad, Noregi ... 2:23,3
17. Adolf Mathis, Sviss ......2:23,5
18. Adrien Duvillard, Frakklandi 2:24,1
19. Osvaldo Ancinas, Argentínu 2:24,2
20. Eysteinn Þóröarson, íslandi .. 2:24,9
21. Georgi Dimitrov, Búlgaríu ... 2:25,1
Reykjavíluirmót
á skautum
Reykjavíkurmót á skautum verð
ur haldið á laugardag og sunnu-
dag. Ráðgert er að keppni fari
fram í sömu hlaupum og á ný-
afstöðnu íslandsmóti. Keppt verð
ur í unglingaflokki og flokki full
orðinna, ber að tilkynna í síma
34020 og 18946. — Skautafélag
Reykjavíkur sér um mótið.
Tékkneska handknattleiksliðið T. J. Gottwaldo. Eftir því sem
blaðið hefur spurt, mun þetta lið koma til íslands í byrjun
nóvember í haust og leika hér 4—5 Ieiki á vegum Knatt-
spyrnufélagsins Víkings. Liðið er nú efst í keppni 1. deildar í
Tékkóslóvakíu, svo ekki hafa Víkingar valið gesti af verri
endanum. —
Mandknattleikur
heitna 09 erlendis
STAÐAN í Handknattleiksmeist-
aramótinu eftir leikina um síð-
ustu helgi:
Meistaraflokkur karla, 1. deiid
K.R............... 3 3 0 0 79:52 6
F.H.............. 2 2 0 0 67:23 4
I.H............... 3 2 0 1 83:49 4
Valur ............ 3 1 0 2 43:73 2
Afturelding ...... 4 1 0 3 75:106 2
Armann ........... 3 0 0 3 63:107 0
Meistaraflokkur karla, 2. deild
Fram ............. 2 2 0 0 73:18 4
Víkingur ......... 2 2 0 0 73:33 4
Þróttur .......... 2 1 0 1 39:44 2
Akranes ....'..... 2 0 0 2 34:50 0
SBR .............. 2 0 0 2 25:99 0
Meistaraflokkur kvenna
Valur ............ 3 3 0 0 32:19 6
Armann .......... 2 2 0 0 30:14 4
Þróttur .......... 3 2 0 1 29:26 4
K.R. ............ 2 10 1 26:12 2
Víkingur ......... 2 0 1 1 12:16 1
F.H. ............. 3 0 1 2 23:44 1
Fram ............. 3 0 0 3 21:42 0
• Heimsmeistarakeppnin í hand
knattleik, sem fara á fram í V,-
Þýzkalandi 1.—12. marz 1961 er
orðið umræðuefni handknattleiks
manna um allan heim.
Búizt er við að Japanir og
Brazilíumenn komi til keppni
ásamt 15—20 öðrum þar á meðal
fslandi.
Nokkuð hefur verið rætt um
fyrirkomulag og er búizt við að
leikið verði víðsvegar í Þýzka-
landi og síðan fari úrslit fram í
Essen og Dortmund.
Um 16000 áhorfendur munu
komast í Westfalhalle þar sem
úrslitin fara fram.
I dönsku 1. deildinnl var stðrleikur
vikunnar án efa HG—AGF 14:7, tví-
sýnn leikur var milli KFUM og USG
sem endaði 21:19. Staðan er annars
þessi:
HG 20 351:229 34
Helsingör 19 343:232 30
Arh. KFUM 19 371:323 29
Skovbakken 21 373:345 21
Tarup 20 346:367 20
AGF 19 350:320 19
Stjernen 21 374:430 18
USG 19 281:306 17
Schnenekloth 19 290:316 16
Teestrup 19 319:86 14
Ajax 20 319:266 9
Svendborg 20 335 434 9
Varðbáturinn Albert.
— Varðskipsmenn
Fram. af bls. 1.
raun til að komast um borð
í togarann, þrátt fyrir það
að veður væri vont, nprð-
austan hvassviðri og slæmur
sjór. íslenzku sjóliðarnir
bjuggu sig til uppgöngu í tog-
arann. Þeir voru vopnaðir
skammbyssum og ríflum og
gerðu nú gúmmíbátinn klár-
an, en þegar togaramönnum
urðu ljósar fyrirætlanir varð-
skipsmanna, röðuðu þeir sér
á lunninguna með barefli
ýmis konar og létu allófrið-
lega. Okkur þótti þá heldur
tvísýnt að fara um borð í tog-
arann á slíkum farkosti sem
gúmmíbáturinn var, enda
ekki að búast við góðum mót-
tökum.
Á fullri ferð
Þegar um það var rætt, til
hverra bragða grípa skyldi, kom
herskipið Palliser á vettvang á
fullri ferð og keyrði á milli tog-
arans og Alberts og sendi varð-
skipinu harðorð mótmæli fyrir
að skjóta á brezkan togara, sem
væri að veiðum „á opnu úthafi",
eins og komizt var að orði í
skeytinu. Palliser var svarað
því til, að togarinn hefði verið
að veiðum innan íslenzkrar
landhelgi og varðskipið mundi
gera allt sem í þess valdi stæði
til að taka hann. Herskipið svar-
aði þá aftur, að það mundi nota
öll tiltæk brögð til að koma í
veg fyrir að togarinn yrði tek-
inn.
Heldur til hafs
Síðan héldu James Barries og
Palliser á fullri ferð til hafs
og Albert á eftir. í hvert skipti
sem herskipinu þótti Albert
Lítill nhugi
— eðn hvnð?
9 Landsliðskandidatar í hand
knattleik voru valdir fyrir jól-
in og fyrir nokkru var fyrsta
æfing boá'uð. Mættu þá fáir.
Á sömu leið fór itm aðra æf-
ingu. Á æfingunni sem vera
átti í gær mættu aðeins 2 —
tveir menn — af 22 sem vald-
ir voru!
Handknattleikssambandið
hefur boðað liðið allt til þol-
prófunar, en aðeins 4 menn
tiafa mætt í prófið til þessa.
Þeir tveir sem mættu á æf-
inguna í fyrrakvöld voru fyr-
irliði landsliðsins um margra
ára skeið Birgir Björnsson FH
og Karl Jóhannsson KR. Æfa
átti leikfimi, en æfingin féll
að sjálfsögðu niður.
Það virðist því ekki vera
mikill áhugi hjá landsliðs-
kandidötunum — eða hvað?
nálgast togarann um of, beygði
það í veg fyrir varðskipið og
þverbraut allar siglingarreglur.
Þegar komið var 30 milur á haf
út, hættum við eftirförinni, enda
þá skollið á fárviðri og brot-
sjór. Varðskipið er gott sjóskip,
en valt samt talsvert, þó mun
minna en herskipið, sem virtist
fara heldur illa í sjó.
Þegar hér var komið sögu,
snerum við aftur til lands, en
áður sendum við herskipinu
harðorð mótmæli vegna afskipta
þess af íslenzku varðskipi við
skyldustörf sín. Sigldum við svo
upp að landi.
Frávita af hræðslu
Þegar eltingarleikurinn hófst
hafði herskipið lokað lögbrota-
svæðinu út af Ingólfshöfða og
opnaði það ekki aftur fyrr en
nokkru eftir að eltingaleiknum
var lokið. — Um nóttina lónaði
Albert milli togaranna, en þá
var komið svo vont veður á lög-
brotasvæðinu, að þeir voru hætt-
ir veiðum og slóuðu. Um nótt-
ina heyrðum við í hlustunar-
stöð okkar, sem var opin á
bylgjulengd togaranna og her-
skipsins, að James Barrie var
e.h. stundvíslega. o
Dagskrá:
Ávarp.
Upp til selja (leikrit)
Hugvekja
aftur kominn á lögbrotasvæðið
og elti herskipið hvert sem það
fór. —
Var ekki annað að sjá en
skipstjórinn hefði fengið
hræðsluáfall, því hann kallaði
á herskipið alla nóttina og
sá Albert alls staðar í kring-
um sig, og höfðu þeir ekki
við á herskipinu að þagga
niður í honum og segja að
allt væri í lagi. Má segja, að
herskipið hafi alla nóttina
verið að reyna að róa skip-
stjórann og snúast í kringum
hann með Iýsandi kastara.
Um morguninn slotaði veðrinu
heldur og fóru þá togararnir aft-
ur að veiða, en James Barrie
hélt sig enn fast að herskipinu
og elti það eins og folald móður
sína. Seinna um morguninn
þurfti herskipið að aðstoða tog-
ara og þá fór James Barrie með
því á vettvang.
Það var ekki fyrr en her-
skipið Appolo, sem hafði vernd-
að brezka landhelgisbrjóta út af
Stokksnesi, lokaði svæðinu þar
og hélt að Ingólfshöfða til að
aðstoða Palliser, að James
Barrie þorði að kasta hinu troll-
inu og hefja landhelgisbrot á
nýjan leik.
Almennur söngur
Upplestur ljóða o. fl.
D a n s .
Húsið lokað meðan á skemmtiatriðum stendur.
Gamlir og nýir nemendur fjölmennið!
■
Maðurinn minn og faðir
PÉTUR HALLBERGUR PÉTURSSON
andaðist að morgni 24. þ.m. að heimili okkar, Krosseyr-
arvegi 5, Hafnarfirði
Pálína Þ. Arnadóttir, Pálína D. Pétursdóttir.
Hjartkær móðir okkar og fósturmóðir lézt að heimili
sínu, Mánagötu 22 þann 23. þ.m.
ÞORSTEINN GUNNARSSON
Kristbjörg Gunnarsdóttir, Kristín Valdeinarsdóttir
Alúðar þakkir flyt ég öllum ættingjum, vinum og fé-
lögum, sem á 85 ára afmæli mínu 20. febrúar, glöddu
mig með heimsóknum, blómum, skeytum og góðum gjöf-
um og óska þeim allrar blessunar fyrir ógleymanleg-
ann hlýhug og vinsemd.
Runólfur Runólfsson, Bústaðabletti 11
Kennaraskólinn
ÁRSHÁTÍÐ Kennaraskólans verður haldin í Sjálf-
stæðishúsinu fimmtudaginn 25. febr. og hefst kl. 8