Morgunblaðið - 26.06.1960, Síða 1
24 síður
47. árgangur
142. tbl. — Sunnudagur 26. júní 1960
Prentsmiðja Morgunblaðsins
•nfé&ijffifitfi/ftoitíi
ÞENNAN dag fyrir þrjátíu árum
um, mesta hátíð sem haldin hef-
hófst Alþiirgishátíðin á Þmgvöll-
ur verið á íslandi fyrr og síðar.
Aðrar hátíðir, sem ofarlega ber í
hugum þjóðarinnar, eru Þjóðhá-
tíðin 1874 og Lýðveldishátíðin
1944. Þjóðhátíðin hafði geysivíð-
tæk áhrif meðal þjóðarinnar.
Þýðing hennar var fyrst og
fremst stjómmálalegs eðlis og
má segja, að hún hafi verið und-
anfari eins merkasta áfanga sjálf
stæðisbaráttunnar. Lýðveldis-
hátíðin var lokasigurhátíð, en
þegar Alþingishátíðin var haldin
1930,, var þjóðin búin að heimta
sjálfstæði sitt að mestu og farin
að rétta úr kútnum efnahags-
lega. Hún var eins konar áfanga-
hátíð, og gildi hennar fólst ekki
hvað sízt í því, að hún minnti
umheimiinn á tilveru þessarar
smáþjóðar, sem sótti fram til
fulls og óskoraðs sjálfstæðis.
Inn á við voru áhrif hennar
sterk. Hún varð hátíð þjóðarinn-
ar allrar, allir sem vettlingi gátu
valdið héldu til Þingvalla þessa
daga, því að enginn vildi sitja
heima. I mihningu þeirra, sem
hátíðina sóttu, var hún óslitið
ævintýri, og þeir þreytast aldrei
á að segja hinum frá henni. í
vitund almennings var hátíðin
nokkurs konar staðfesting á full-
veldi landsins, en ekki fyrst og
fremst minningarhátíð um Al-
þingi hið forna. Minningin um
þjóðræðið í fornöld hefur og átt
sinn þátt í því að íslendingar
vilja standa dyggan vörð íám lýð-
ræðið.
53 farast
í flugslysi
RIO De Janeiro, 25. júní —
Reuter. — Talið er að 53
manns hafi farizt þegar far-
þegaflugvél hrapaði í gær-
kvöidi í Rio-fióa.
Fundizt hefur brak úr vél-
inni og allmörg illa leikin lík
á floti í flóanum. Þoka var á
er slysið varð og fannst brak-
ið ekki fyrr en átta tíinum
seinna.
Flugvélin, sem var af f!onv-
air gerð, var frá brazilianska
flugfélaginu Real Aerovias. í í
henni voru 48 farþegar og 5 ,
manna áhöfn. Var hún á leið '
frá Belo Horizonte til Brasiliu, I
hinnar nýju höfuðborgar |
landsins.
Merki Alþingishátíðar.
Fljótlega upp úr 1920 fóru að
heyrast raddir um, að minnast
bæri þúsund ára afmælis Al-
þingis með veglegri hátíð, og 1926
kaus Alþingi nefnd til að fjalla
um málið. Hún hóf þegar undir-
búning, sem var að vonum geysi-
víðtækur, og haustið 1928 var
Magnús Kjaran, stórkaupmaður,
ráðinn framkvæmdarstjóri. Hér
er ekkert rúm til þess að lýsa
öllu því starfi, sem undirbúning-
urinn krafðist, en það kostaði
ótrúlega mikið erfiði og fyrir-
höfn.
Hér verða helztu atriði hátíð-
arinnar rakin eftir því, sem
Morgunblaðið gat um þau á sín-
um tíma. Blaðið gaf út 76 siðna
hátíðablað opnunardaginn. Það
var litprentað, en það var alger
nýjung þá hér á landi.
Göfugir gestir
Göfugastir þeirra, er sóttu Al-
þingishátíðina, voru að sjálf-
sögðu konungshjónin, Kristján X
og Alexandrine drottning hans,
sem komu hingað ásamt ýmsu
tignarfólki við dönsku hirðina.
Gustaf Adolf, ríkiserfingi Svía
og núverandi konungur, kom
einnig með fríðu föruneyti. Mörg
ríki sendu fulltrúa sína á her-
skipum, t. d. sendu Bretar hing-
að eitt stærsta herskip, sem þá
AlþingV.hátiðin sett. — For-
sætisráðherra stígur í ræðu-
stól. Fáninn mikli blaktir á
stöng. Söngpállur sést til
vinstri.
var til. Flestir voru hinir erlendu
fulltrúar þingmenn.
Nótt á Þingvöllum
Kvöldið fyrir 26. júní var mik-
ill fjöldi hátíðagesta kominn
austur til Þingvalla. Valtýr Stef-
ánsson skrifar þátt um þetta
Framh. á bls. 2.
Tveggja daga laun
fyrir einni skyrtu
NEW YORK. — Meðalverkamað-
ur í Moskvu þarf að vinna í 1
klst. 4 mín. til þess að fá fyrir
einu pundi af sykri, en það tekur
verkamann í New York aðeins
þrjár mínútur að vinna fyrir því
sama. Frá þessu er greint í
skýrslu sem National Industrial
Conference Board í Bandaríkjun
um birti nýlega.
Ef rússneskur verkamaður gef-
ur vini sínum venjulega bóm-
ullaeskyrtu, þá er litið á það sem
höfðinglega gjöf í Rússlandi, þvi
að fyrir verði hennar þarf hann
að strita í tvo átta klst. vinnu-
daga. Til samanburðar er þess
getið, að amerískur verkamaður
er aðeins eina klst. að vinna sér
inn fyrir slíkri skyrtu.
Það er jafnvel dýrara að kaupa
rússneskt vodka í Moskvu heldur
en í New York. Moskvubúinn
þarf að vinna í 6 klst. 19 mín.
fyrir hálfpottsflösku af vodka,
en New York búinn fær nóg fyrir
flöskunni í 22 mínútna vinnu.
Rússneskur verkamaður þarf
að vinna í 73 klst 30 mínútur
fyrir venjulegum fötum, en
bandarískur verkamaður aðeins
í 4 klst. 36 mín. í Moskvu verður
verkamaðurinn að vinna í 27
mínútur fyrir einum pakka af
sígarettum en í New York í 7
mínútur.
Einn líter Áí mjólk í Moskvu
kostar sem jafngildir 27 mín-
útna starfi en í New York 8 mín-
útur. Fyrir tylft af eggjum í
Moskvu þarf 2 klst. 24 mín. vinnu*
en í New York 17 mínútur.
í skýrslu National Industrial
Conference Board, sem er byggð
á ýtarlegri rannsókn á launum
og vöruverði í New York og
Moskvu kemur það þannig í Ijós
að mikill munur er á lífskjörum
í þessum tveimur stórveldum
heims. Skýrslan er byggð á þeim
launum sem tíðkast á báðum
stöðunum. Er tímakaup verka-
manns í New York 2 dollarar 17
cent en í Moskvu er það 4 rúblur.