Morgunblaðið - 26.06.1960, Side 3
Sunnudagur 26. júní 1960
MORGVNfíT.AÐIÐ
3
Hvaö er yður minnistæðast
frá Alþingishátíðinni?
Morgunblaðið hefur lagt ofangreinda
spurningu fyrir nokkra þjóðkunna menn,
sem á einhvern hátt komu við sögu hátíða-
haldanna 26. — 28. júní 1930. Hér á eftir
eru svör. þeirra.
fólki, útlendu og innlendu,
sem mér þótti fengur að tala
við. Mörgum þótti líka varið
í að sjá konung sinn. Ekki má
gleyma guðsþjónustunni í
Almannagjá, þar sem biskup-
inn, dr. Jón Helgason, prédik-
aði. Hún breiddi helgi yfir
allt umhverfið og vonirnar,
sem framundan lágu. Hátíðin
var snilldarvel skipulögð, og
allt fór fram íslandi til sóma.
GLEÐI OG HRIFNING
Jón SigurSsson á Reynistað,
sem var þingmaður Skagfirð-
inga 1930, svarar þannig:
Mér er minnisstseðust gleðin
og hrifningin, sem allir virt-
ust gagnteknir af, hvar í stétt
eða flokki, sem þeir stóðu,
samhliða björtum vonum um
framtíð lands og þjóðar.
STÓRU BRANDAJÓL
Jónas Jónsson, sem var
dóms- og kirkjumálaráðherra
1930, svarar þessu svo:
Mér er minnisstæðastur
hinn samstæði áhugi allra Is-
lendinga, ungra og gamalla,
austan hafs og vestan, um það
að gera þessa samkomu eftir-
minnilega og hátíðlega; og það
tókst með góðum vilja allra,
sem þátt tóku í mannfagnað-
inum, að gera þessa þessa þrjá
daga að stóru brandajólum ís-
lenzku þjóðarinnar.
SÆTUR ILMUR
Páll ísólfsson, sem var söng-
stjóri ó hátíðinni og fékk 1.
verðlaun fyrir hátíðalögin,
svarar þannig:
Þegar hún var búin.
Ég lifði í eilífri angis. vrð
undirbúning hátíðarinnar, því
að ég átti að stjórna kór og
hijómsveit og var þess vegna
alltaf að hugsa um, hvernig
veðrið yrði. Það er mikil
dirfska að ætla sér að halda
útihátíð með músík í júní-
mánuði.
Að öðru leyti er mér minnis
stæðastur síðasti dagurinn.
Veðrið var unaðslegt, og það
er yndislegasti morgunn, sem
ég hef lifað. Ég man við sátum
í dögginni á Þingvallatúni, og
aldrei hef ég fundið sætari
ilm úr íslenzkri mold. Það
voru miklir töfrar í náttúr-
unni. Manni leið líka vel,
vegna þess að allt hafði gengið
að óskum.
Enn leggur leikflokkur
upp í leikför um landið
ráðherra, er eini þingmaður-
inn frá 1930, sem enn á sæti
á AlþingL — Hann svarar
þannig:
Ég held, að lengst muni lifa
í mínu minni myndirnar, sem
ég sá af forfeðrunum, — vits-
munum þeirra og andlegum
þroska —, er þeir fáir og ein-
angraðir lögðu grundvöllinn
að íslenzka lýðveldinu með
stofnun Alþingis, sem enn má
um margt telja til fyrirmynd-
ar. Kvæðin og sögurnar urðu
þá allt í einu svo lifandi. „Þar
stóð hann Þorgeir á þingi,
.... þar komu Gissur og Geir,
Gunnar og Héðinn og Njáll“
o. s. frv.
Þessar myndir sé ég enn
núna, þegar við erum að tala
um þetta, — og raunar ótrú-
lega oft, af ýmsum og ólíkum
ástæðum. Og enn eru þessar
myndir með því dýrmætasta
í mínu safni.
TJÖLDIN FUKU
Magnús Kjaran, ræðismað-
ur, var framkvæmdastjóri
Alþingishátíðarinnar. Á herð-
um hans hvíldi langmest starf
og ábyrgð allra þeirra, sem að
hátíðinni unnu, og sé hægt að
nefna einn mann öðrum frem-
um, sem ber að þakka hve vel
hátíðin tókst, þá er það Magn-
ús Kjaran. Hann svarar spurn-
ingu blaðsins svo:
Ég hef eiginlega aldrei gert
mér grein fyrir því hvað mér
er minnisstæðast. Alþingishá-
tíðin er mér minnisstæð sem
ein heild.
En þegar ég nú hugsa um
það, þá er mér líklega minnis-
stæðast það, sem aflaga fór.
Frá undirbúningnum, þegar
bilarnir komust ekki til Þing-
valla, og allur flutningur
stöðvaðist. Vegurinn var ófær
vegna hinnar miklu umferðar
í sífelldum rigningum. Og svo,
þegar hringt var til mín eld-
snemma einn morgun og mér
tjáð, að þau 500 tjöld, sem bú-
ið var að setja-upp (af 4000),
hefðu öll fokið um nóttina og
lægju niðri rifin og skítug.
En því að rifja upp skugga-
hliðarnar?
Frá sjálfri hátíðinni er mér
minnisstæðastur fyrsti morg-
unninn, þegar mannfjöldinn
— um þrjátiu þúsund manns
— kom í skrúðgöngu ofan af
Leirum. Hver sýsla gekk und-
ir sínum fagra fána (merki)
til guðsþjónustu í gjánni við
fossinn, og sólin brauzt út um
leið og biskupinn sté í stól-
inn hátt uppi í berginu. Og
svo þegar forseti Sameinaðs
Alþingis, herra Ásgeir Ásgeirs
son, flutti sína miklu og
merku ræðu. Ég var langt í
burtu* lá á hábarmi Almanna-
gjár og heyrði mjög greinilega
hvert orð í gjallarhornum,
sem áður höfðu ekki þekkzt
hér. Já, og þegar hinn fjögra
metra langi silkifáni var dreg-
inn að hún á Lögbergi. Hann
blakti alla hátíðigdagana.
Þetta voru mér hátíðlegustu
augnablikin á Alþingishátíð-
inni.
Þá er mér ógleymanlegt,
þegar forsætisráðherra, herra
Tryggvi Þórhallsson, sleit há-
tíðinni, þessari mestu hátíð,
sem haldin hefur verið á Is-
landi, og allt hafði blessazt.
Framkoma fólksins var aðdá-
unarverð.
ÞURFTI EKKI AÐ STJÓRNA
Bernharð Stefánsson, sem
var 2. þingmaður Eyfirðinga
1930, svarar á þessa lund:
Slit hátíðarinnar eru mér
einna minnisstæðust. Loka-
athöfnin er ein hátíðlegasta
stund, sem ég hef lifað, þeg-
ar þjóðsöngurinn var sunginn
eftir velheppnaða þjóðhátíð.
Margt fleira er mér að sjálf
sögðu ofarlega í huga, þegar
ég minnist þessara daga, en
sérstaklega hefur festst í
huga mér heildarsvipur hátíð-
arinnar. Þá á ég einkum við
hinn gífurlega manngrúa, sem
hagaði sér alltaf eins og bezt
varð á kosið. Það þurfti ekki
að stjórna þessu fólki; það
stjórnaði sér sjálft.
ISLANDI TIL SÓMA
Hákon Kristófersson í Haga,
sem var þingmaður Barð-
strendinga, svarar á þessa
leið:
Mér er svo margt minnis-
stætt frá hátíðinni, og allt
gott, að vandi er að nefna eitt
atriði öðru fremur. Hátíðin
1874 var annars eðlis, því að
þá var þjóðin enn í kröm, en
vorið var á næsta leiti. 1930
var þjóðin farin að rétta við,
og þá kom ýmislegt fram í
sambandi við hátíðina, sem
maður hafði lengi þráð. Það
hafði sterk áhrif á mann að
sjá allan þennan fjölda prúð-
búinna og myndarlegra ís-
lendinga fjölmenna til hins
forna þirigstaðar og finna
„stemmninguna" sem lá í lofti.
Margar merkar ræður voru
fluttar, og ég kynntist mörgu
I FJÖRIR af leikurum Þjóðleik-
I hússins ætla að nota sumarfríið
til að fara í leikför um allt landið
og sýna gamanleik í Öllum helztu
samkomuhúsunum. Leikararnir
I eru: Bessi Bjarnason, Herdís Þor-
valdsdóttir, Bryndís Pétursdóttir
og Klemenz Jónsson, sem er leik
Istjórinn.
Leikritið, sem þau sýna heitir
„Lilly verður léttari", og er eftir
Roger Mac Dougall, Þetta er létt-
ur og skemmtilegur gamanleikur,
sem á óefað eftir að koma leik-
I húsgestum í gott skap.
„Lilly verður léttari" var fyrst
, sýnt í London 1951 og gekk sam
fleytt í þrjú ár á sama leikhús-
inu. Einnig hefur leikurinn verið
sýndur á Norðurlöndum við
ágæta aðsókn og nú síðast í Kaup
mannahöfn fyrir nokkru.
Hinn vinsæli gamanleikari
Bessi Bjarnason leikur aðalhlut-
verkið ungan tónsnilling (að því
hann heldur sjálfur). Bessi lend-
ir í hinum ótrúlegustu ævintýr-
um með konurnar sínar tvær,
bæði núverandi og fyrrverandi.
Herdís leikur fyrrverandi eigin-
konuna og Bryndís þá núverandi.
Leikararnir leggja af stað I
ferðalagið 5. júlí n.k. og verður
leikurinn frumsýndur í Borgar-
nesi, en eftir það verður haldið
til Vesturlandsins, síðan norður
og austur.
Eftir að sýningum lýkur úti á
landi munu leikararnir sýna hér
í Reykjavík. Þýðing leiksins er
gerð af Einari Pálssyni leikara.
Margir leikflokkar úr höfuð-
staðnum eru nú í leikferðum út
á landi og mun þetta vera sá
síðasti ,sem leggur land undir
fót að þessu sinni. Má því með
sanni segja að landsbyggðin verði
ekki afskipt hvað leiklistina snert
ir á þessu sumri.
Ásgeir Ásgeirsson, forseti
Islands, sem var forseti Sam-
einaðs Alþingis 1930, svarar
spurningu blaðsins á þessa
leið:
Það, sem mér er hugstæðast
og eftirminnilegast, er mann-
fjöldinn, tjaldborgin og ein-
hugurinn. Allur undirbúning-
ur var góður en djarfur. Veð-
urútlit tvísýnt, svalt fyrstu
nótt, en sólin hellti geislum
sínum yfir þingvöllinn, þegar
mest á reið. Hinn mikli mann-
fjöldi var í hátíðaskapi; það
þurfti enga örvun aðra eri há-
tíðartilefnið: þúsund ára þing-
sögu. Þjóðin var stolt og
þakklát af hjarta að geta
minnzt þúsund ára þjóðveldis-
skipulags, sem er við líði í aðal
dráttum og enn glæðir allar
framtíðarvonir. Á Alþingishá-
tíðinni voru íslendingar ein-
huga þjóð. Þeir litu hver fram
an í annan glaðir og reifir á
þúsund ára hátíð þeirrar stofn
unar, sem alltaf hefur verið
og verður umdeild á líðandi
stund, en ræður deilumálum
til lykta án hnefaréttar og
markar framtíðarstefnuna
með frjálsum umræðurri og
atkvæði þegnanna. .
'V
FORFEÐURNIR ^
Ólafur Thors, forsætis- í?
Áhorfendur að sögulegu sýningunni.