Morgunblaðið - 26.06.1960, Side 10

Morgunblaðið - 26.06.1960, Side 10
10 MORCVNTtT ifílfí Sunnudagfur 26 júní 1960 Dr. Páll ísólfsson: Aftur á Dana hiingnum lokað FÁTT er fégurra í náttúrunni en dönsku beykiskógarnir. Og allt er landið yndislegt i vorskrúði sínu. „Der er et yndigt land“, er vel og réttilega sagt í þjóð- söngnum danska. Akrarnir blómstra þegar í öllum litum. En skemmtilegast þykir mér þó að sjá fífla og sóleyjar rétt eins og heima á fróni. Lestin rann nú inn á stöðina í Árósum. Þar á ég tvo góða vini, prófessor, dr. Sören Sörensen, sem nú er eftir- maður Knud Jeppesen við há- skólann í Árésum. Hann var áð- ur organisti við Holmens-kirkju. Hann er mjög lærður maður og nýtur mikils álits, sem einn mesti tónvísindamaður Dana. Svo er kollega minn Fjeldrad, dómorg- anisti í Árósum. Hann er einn mesti organleikari Dana og mik- ill tónlistarmaður. Það var gott að hittast eftir langan tíma og rifja upp minningarnar frá Leip- zig og námsárunum. Háskólinn í Árósum er mikil stofnun og merkileg Húsakynni öll eru hin beztu, og er þó enn verið að bæta við þau til muna. Hér hafa íslendingar getið sér mikinn og góðan orðstír, þeir radda orgel, hinn bezta grip. — dr. Skúli Guðjónsson sem lengi var prófessor við háskólann og dr. Lárus Einarsson, sem hlotið hefur mikla viðurkenningu fyrir vísindastörf sín. Hér hitti ég Einar Sigfússon fiðluleikara, er búið hefur í Árósum á þriðja tug ára og tekið hefur mikinn og merkilegan þátt í tónlistarlifi borgarinnar. Einar er mjög gáf- aður fiðluleikari, og leikur í sin- fóniuhljómsveit borgarinnar og einnig í strokkvartett. Svo er hann líka kennari við tónlistar- skólann. Var gaman að hitta Ein- ar og tala við hann. Hann er ósvikinn íslendingur, enda þótt hann hafi starfaað hér svo lengi. En því hefur hann ekki leitað heim aftur, að honum hefur boð- ist svo mikið og gott starf, þar sem hæfileikar hans njóta sín til fulls. ★ Dómkirkjan í Árósum er frá því um 12 hundruð, en hefur þó eitthvað verið stækkuð síðar. Hún er talin lengsta kirkja í Danmörku, ef ég man rétt, og er í alla staði hið veglegasta guðs hús. Hér leikur Fjeldrad á 88 Hér var viðdvölin stutt og fórum við nú sem leið liggur til Odense. Oðinsvé er merkisstaður, en hér gátum við aðeins staldrað við í Dómkirkjum, St. Knuds kirkju og H. C. Andersens-söfnunum. j Dómkirkjan hefur marga og merkilega hluti að geyma m. a. bein Knuds helga, og liggja þau í glerkistu, öllum til sýnis, en hann var veginn 1086. í annari kistu eru bein Benedikts, bróður Knuds helga, sem einnig var veg- inn. Mikið er barna af íburðar- miklum kistum. Þá er altaris- tafla mjög fögur, logagyllt og öll útskorin. Þessi dómkirkja er talin vera fegursta gotneska kirkjan í Danmörku. Talið er að Knútur helgi hafi úpphaflega látið hefja smíði hennar. H. C. Andersen-söfnin eru tvö, þó lítið fari fyrir öðru þeirra, en það er í húsi því í Munkmöll- ersstræde, þar sem Andersen átti heima frá því hann var tveggja ára gamall til 14 ára aldurs, en þá lagði hann út í hinn stóra heim — til Kaupmanna- hafnar. Það var allátakanlegt að sjá þetta litla hús með litlu stof- unum; í einni þeirra var skóara- verks^æði föður hans og öll fjöl- skyldan bjó þar einnig. Þessu lýsir skáldið vel í „Mit livs Ev- entyr“. Hitt húsið þar sem And- Kronborgarkastali. Algjör nýjung! Falleg og ödýr ferðaborð fjögurra manna Fyrirferðalítil og létt Einnig mjög hentug sem garðborð ★ Sendum gegn póstkröfu um allt land Lögð saman HAMBORG Laugavegi 44 — Vesturveri — Simi T2527 ersen er talinn hafa fæðst, er nokkru stærra. Þar er mikið safn hindrita og mynda, og þar eru geymd húsgögn skáldsins og ýmsir muni, svo sem ferða- töskur ’paraply,‘ göngustafir og hinn frægi kaðall, sem Ander- sen hafði alltaf með sér á ferða- lögum, til að geta bjargað sér úta um glugga, ef eldsvoða bæri að höndum. Hefur verið byggt veglegt hús við hið gamla hús. Þarna eru sýndar útgáfur á verkum Andersens á fjölda tungu mála, og margt og margt, sem of langt yrði upp að telja. Þegar maður ber saman Goethe-húsið í Frankfurt a./M. og Andersen- húsið í Óðinsvéum, þá er mun- urinn æði mikill. Allt er rík- mannlegt í foreldrahúsum Goet- hes, en sárasta fátækt í húsi skó- makarans, föður Andersens. En andinn spyr ekki um slíkt. Hann brýzt út — jafnvel í jötu, svo sem kunnugt er. Fjöldi ferðamanna var hér, flestir þó Ameríkanar Það mætti ! segja mér, að bæ nn Odense j auðgaðist ekki svc -itið á fátækt I skáldsins mikla, sem gert hefur ( bæinn svo frægan um víða ver- | öld, að allir vilja þangað koma og sjá hreysið, þar sem hann fæddist í, í sárustu eymd og fá- tækt. * Tuttugu og fimm kílómetrum í suður frá Odense; liggur greifa slotið „Kringerup“ þar búa þau ambassador Knut'h greifi og frú Lily Knuth greifynja á ættar- óðali hennar. Hingað vorum við ] boðin til kvöldverðar og ókum um fagurt ökrum og skógum prýtt land til greifasetursins. j Allt í ein blasti við sjónum okk- ar hvít og mikil höll á mjög fögrum stað, en umhverfis hana voru margar byggingar, sem til- heyra óðalinu. Áttum við þarna mjög ánægjulega kvöldstund og nutum þess að skoða okkur um í höllinni, en þar er margt dýr- mætra muna alls konar, og fagur gobelin-vefnaður á veggjum. — j Kvöldið var eins fagurt og verið getur; aðeins raddir fuglanna rufu kyrrðina á þesurn yndislega Stað. Þaran hittum við frú Svöfu Storr, aðalræðismannsfrú, dvalið hefur sér til hressingar í Danmörku. Nú var síðasti spottinn eftir með lestinni til Kaupmanna- hafnar, og þangað komum við svo 31. maí og vorum alls hugar fegin að hafa lokið hringferð okkar, sem við lögðum upp í héðan 23. apríl. — Ég er með þeim ósköpum gerður, að mér þykir mjö gleiðinlegt að ferðast. En ég verð að gera það stund- um, til að hræra upp í sjálfum mér, og safna áhrifum frá hinum stóra heimi. En fátt er mér þó meira á móti skapi en stórborg- irnar. Þær finnast mér blátt áfram hræðilegt að mörgu leyti. En þó eru stórborgirnarmisjafnar mjög, og verða ekki dæmdir eftir stærðinni einni. Ein af allra þægi legustu og skemmtilegustu stór- borgum er Kaupmannahöfn. Það j er létt yfir henni, þótt hún sé nú ! rúm milljón að stærð. París er einnig dásamleg fyrir margt, og ’ Leningrad fögur og aðlaðandi. T3eja þá, við erum þá búin að ljúka hringferðinni, Kaupmanna höfn — Helsingfors — Lemngrad — Moskva — Varsjá — Berlín — Leipzig — Stuttgart — Frankfurt a/ M. Mains — Köln — Hamborg — Aarhus — Odense — Kaup- mannahöfn. Og nú förum við í Tívolí! —Auðvitað. Þar er margt a ðsjá og heyra. Mannmergðin þar er geysimikil á kvöldin. Nýi konsertsalurinn er mjög stór og það hljómar vel í honum. Ég staldra við fyrir utan hann og les „program“ kvöldsins. Þrír konsertar sama kvöldið, kl. 7,30, 9 og 10,30! Tvær æruverðar velklæddar dömur standa við hlið mér og lesa líka. „Ingen Brahms og ingen Beethoven“! Vi gár ikke ind!“ segir önnur, og þær kasta höfðinu aftur fyrir bak strunsa móðgaðar í burt. Bitte nú, hugsaði ég. Þarna mæt- ir maður þó einu sinni sann- músikölsku fólki, sem ekki læt- ur bjóða sér allt. Við læðumst þó inn og hálf-skömmumst okkar fyrir okkar lélega smekk, því nú á að leika verk eftir Sousa, Nico- lai, Grieg, Lumby, Strauss o s. frv.. Allt af léttara taginu. „Ingen Br^Jims og ingen Beet- hoven“. Garaguli hinn ungversk- sænsk-norskí stjórnar, og gerir það vel. Salurinn er þéttskipað- ur og tónleikarnir ágætir í alla staði. — Hér í Tívolí er lxf í tuskunum, þegar fer að líða á kvöldið. Hvergi í heiminum sér maður ungt fólk hanga eins sam- an í hálfgerðum faðmlögum og hér í Danmörku. Manni finnst allir vera meira eða minna ný- trúlofaðir! Þó sér maður par og par, þar sem farið er áð.losna obbolítið um böndin. Þetta er hreinasta Paradís með fiðringi og flugeldum og hinu og þessu skemmtilegu. — Hvítasunnudagurinn rann upp fagur og baðaður sól. Dr. Ros- enberg, sá mikli grammófón- upptöku-meistari bauð okkur í bíltúr til Krónborgar og víðar. Borðað var úti í skógi. — Krón- borgarkastalinn er stórmerkileg- ur og mjög rómantískur. — íburður er hvergi mikill, eins og t. d. í rússneskum eða Sem þýzkum köstulum. En kirkjan er falleg og Riddarasalurinn lang- ur og tilkomumikill. „Kasamatt- erne“, eða dvalarstaður hersins í gamla daga, er óhuggnanleg vist arvera, og eins fangaklefarnir, sem eru enn verri en í gamla Péturs- og Páls-víginu í Lenin- grad. Mikil hefur hugkvæmni mannskepnunnar verið í því að pína meðbræður sína! Svo skoð- uðum við fallbyssuhólkana. Fjögra ára gamall sonur dr. Ros- enbergs spurði hvað væri gert við þetta. „Það var skotið á Sví- ana með þessu“, sagði pabbi hans. „Já, en af hverju á að skjóta á Svía?“, spurði þá snáð- inn, og varð mjög hugsi það sem eftir var dagsins. ★ Og svo var það draugagang- urinn í Drachmannskró, eða orð hengilshátturinn. Árið 1938 kom ég fyrst í Draoh mannskró úti á Friðríksbergi. Stefán fslamdi var í fylgd með mér, og fleiri góðir menn. Þetta Framh. á bls. 14

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.