Morgunblaðið - 26.06.1960, Síða 12
12
MORCVNEL 4 ÐIÐ
Sunnudagur 26. júní 1960
' '*r *
Útg.: H.f. Arvakur. Reykjavík
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Lesbók: Arni Óla, sími 33045.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6 Sími 22480.
Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu kr. "3.00 eintakið.
1030ÁRA ALÞINGI
A LÞINGI íslendinga er 1030
ára gamalt.
Þúsund ára afmælishátíð
Alþingis var um marga hluti
merkileg. Hún er mesta hátíð,
sem íslendingar hafa haldið
að fornu og nýju. Með henni
var þjóðin í raun og veru að
fagna frelsi sínu. Með stofn-
un Alþingis árið 930, var
hornsteinninn lagður að hinu
forna þjóðveldi. Fram um
aldirnar, allt til aldamótanna
1800, var Alþingi brenni-
depill íslenzks þjóðlífs. Þrátt
fyrir erlend yfirráð var þó
hið forna þing stofnun, sem
þjóðin átti í traust og hald.
Það reyndi af fremsta megni
að standa vörð um landsrétt-
indin á grundvelli laga og
réttar. Og varla hefur Alþingi
verið lagt niður fyrr en bar-
áttan er hafin fyrir endur-
reisn þess.
Þegar Alþingi hefur ver-
ið endurreist verður það
brjóstvörn þjóðarinnar í
frelsisbaráttu hennar. Þar
vinnst hver sigurinn á
fætur öðrum, stjórnarskrá
árið 1874, heimastjórn árið
1904 og fullveldisviður-
kenningin 1918.
Ný barátta hafin
Óhætt er að fullyrða að
það hafi verið fullveldisviður-
kenningin frá 1918, sú bjart-
sýni og'trú á framtíðina sem
hún blés íslenzku þjóðinni í
brjóst, sem átti ríkaátan þátt
í að til Alþingishátíðarinnar
var efnt. Þjóðin leit um öxl,
rifjaði upp sögu sína með
skini hennar og skuggum,
fagnaði unnum sigrum, fann
til krafta sinna og hóf nýja
baráttu fyrir uppbyggingu
landsins, bættum lífskjörum
og algerri frelsistöku.
Á Alþingíshátíðinni hljóðn
aði allt dægurþras milli
flokka og stétta. Einhugur
og innilegur fögnuður mót-
aði svip þessa mesta mann-
fagnaðar á Islandi.
VARHUGAVERÐ
STEFNA
•DREYTINGAR þær, sem
meiri hluti Menntamála-
ráðs hefur nú gert á úthlut-
unarreglum námsstyrkja, eru
mjög varhugaverðar. Þar er
stigið fyrsta skrefið í þá átt
að mismuna námsmönnum
eftir því í hvaða landi þeir
stunda nám.
Þannig hljóta þeir, sem eru
við nám t. d. í Noregi, Dan-
mörku og járntjaldslöndun-
um tiltölulega hærri styrki og
lán en þeir, sem eru t. d. við
nám í Vestur-Þýzkalandi, Sví
þjóð, Englandi, Frakklandi,
Sviss og Bandaríkjuiium.
Meiri hluti Menntamála-
ráðs boðar, að stefnt verði að
enn frekari misrétti í þessum
efnum, með því að úthluta í
framtíðinni einni og sömu
upphæð án tillits til dvalar-
kostnaðar .í hverju landi fyrir
sig.
Allir njóta jafnréttis
Samkvæmt því verður
námsmönnum mismunað eft-
ir því, hvort þeir stunda nám
í ódýrum eða dýrum löndum,
þannig að þeim námsmönnum
sem dveljast í þeim löndum,
þar sem dvalarkostnaður er
IITAN IIR HEIMI )
Saga
bryn-
drekans
lægstur, er veitt tiltölulega
ríflegust aðstoð, eða 4—5
mánaða yfirfærsla á meðan
þeir sem dveljast í dýrari
löndum fá e. t. v. aðeins riím-
lega tveggja mánaða yfir-
færslu.
Með slíkri úthlutun væri
Menntamálaráð að stuðla að
því að íslenzkir námsmenn
öfluðu sér menntunar í
ákveðnum löndum, eingöngu
miðað við lágan dvalarkostn-
að, en hefðu ekki að megin-
sjónarmiði, hver skilyrðin
væru til góðrar menntunar í
landinu. Sú staðhæfing meiri
hluta Menntamálaráðs, að
þetta verði efnalitlum náms-
mönnum til góðs, er algerlega
úr lausu lofti gripin. Mikill
fjöldi efnalítilla nemenda
stundar nám í hinum dýrari
löndum, ekki síður en hinum
ódýrari.
Það fé, sem íslenzka
þjóðin lætur námsmönnum
sínum erlendis í té, á að út
hluta þannig, að allir náms
menn njóti jafnréttis í
hvaða landi, sem þeir
stunda nám. Það er áreið-
anlega skynsamlegast og
hagkvæmast.
skráð
HINN 24. MAÍ 1941 sökkti þýzka
orrustuskipið Bismarck stærsta
skipi brezka flotans, orrustuskip-
inu Ilood, á Grænlandshafi, út
af Vestfjörðum. Mestur hluti á-
hafnarinnar fórst með Hood, þar
á meðal L. E. Holiand aðmíráll,
en Hood var flaggskip hans.
Hood hafði um nokkurt skeið,
ásamt fleiri herskipum Breta og
bandamanna þeirra, verið á eft-
ir Bismarck, sem lagt hafði út
frá Noregi í leit að skipalestum
á leið til Murmansk í Rússlandi.
Missir Hoods var mikið áfall
fyrir Breta. Einmitt þetta skip,
sem var 41.200 lestir að stærð, og
um langt skeið stærsta herskip
veraldar, var tákn brezka sjó-
veldisins.
The Mighty Hood
Brezki rithöfundurinn E. Brad-
ford refur nýlega lokið við að
skrifa sögu þessa fræga skips í
bók sem hann nefnir The Mighty
Hood. Rekur hann þar sögu skips
ins frá því fyrsti uppdráttur var
gerður af því, þar til því var
sökkt. Lýsir hann skipinu sjálfu
og öllum leiðangrum þess.
Lærðu ekki af reynslunni
Kjölur skipsins var lagður 1916,
og dauðadómurinn — eins og
kom fram síðar — var kveðinn
upp yfir því á teikniborðinu. —
Orrustuskipið var byggt svipað
þeim brezku beitiskipum, sem
sprungu í loft upp í sjóorrustunni
við Jótland vegna þess að bryn-
vörn þeirra var of veikbyggð til
að standast fallbyssukúlur Þjóð-
verja, þegar þær féllu lóðrétt
niður á skipin. Tekið var tillit
til þessa við smíði Hoods, sem
var styrkt aukalega með 5000 lest
um af stáli.
Hvarf á svipstundu
En vegna stærðar skipsins var
þetta ekkí nóg til að verja það
allt. Þegar Xood mætti Bismarck
á Grænlandshafi, hlaut það sömu
örlög og fyrirrennarar þess vegna
veikleika brynvarnarinnar í dekk
H.M.S. HOOD.
inu. Þýzku . sprengikúlurnar
steyptust niður úr dekkinu og
sprungu í skotfærageymslunum.
Tvær gífurlegar sprengingar
urðu í skipinu, og logandi stafna
á milli brast það í miðju og sökk
það fljótt, að þegar orrustuskipið
Prince of Wales, sem sigldi í kjöl-
fari Hoods, kom í gegn um reyk-
skýið sem var yfir svæðinu þar
sem Hood sökk, sást þar aðeins
lítilsháttar brak á floti.
Á við flota tveggja
í bók sinni um Hood segir Brad
ford meðal annars frá hlutverki
orrustuskipsins þegar borgara-
styrjöldin geisaði á Spáni. Þá
var Hood eitt þeirra skipa sem
áttu að hafa eftirlit með því að
ekki yrði ráðizt á brezk skip á
siglingu undan Spánarströndum
og að haldinn yrði samningur um
að láta styrjöldiná afskiptalausa.
Skotþungi orrustuskipsins var þá
meiri en samlagður skotþungi
herskipa beggja styrjaldaraðil-
anna.
The Mighty Hood er gefin út
af Hodder & Stoughton í London.
Krúsjeff hefur gert allt
LONDON, 21. júní (Reuter): —
Nikita Krúsjeff, forsætisráðherra
Sovétríkjanna, lýsti því í ræðu á
þingi kommúnistaflokks Búlgaríu
í dag, að Rújssar hefðu gert allt,
sem þeir hefðu getað, til þess að
bæta sambúðina við Bandaríkin,
sagði Moskvu-útvarpið í dag —
en vestrænum fréttamönnum var
ekki ieyft að vera viðstaddir,
meðan hann hélt ræðu sína. Það
hefði hins vegar engu skipt, hve
hart þeir hefðu lagt að sér til
að treysta vináttuböndin, hélt
Krúsjeff áfram, — leiðtogar
Bandaríkjanna hefðu gert allt til 1
að endurvekja það ástand, sem 1
ríkt hefði á verstu tímum kalda
stríðsins. Krúsjeff bar mikið lof
á rúmenska kommúnista í ræðu
sinni og talaði lengi um þann
glæsilega árangur, sem rúmenska
þjóðin hefði náð á sviði sósíalism
ans.
Ýmsir hafa getið sér þess til,
að fundinum í Búkarest sé einnig
ætlað að verða einskonar topp-
fundur kommúnistaleiðtoga í
heiminum.
Grunur manna um þetta styrkt
ist enn í dag, þegar það spurðist,
að Gomulka, foringi pólskra
kommúnista, væri væntanlegur
til landsins á fimmtudag. í höfuð
borg Rúmeníu eru nú saman
komnir kommúnistaleiðtogar frá
41 landi, þar á meðal Sovétríkj-
unum og Kína. Fonmælandi rúm-
enska utanríkisráðuneytisins
lýsti því yfir í dag, að leiðtogar
þessir væru einungis komnir til
xandsins þeirra erinda, að sitja
þing rúmenskra kommúnista.
Ungverjar ,erfið þjóð7
— segir Krúsjeíf, sem staddur er á þingi
búlgarska kommúnistaflokksins
Búkarest, 20. júní — (Reuter) —
LEIÐTOGI rúmcnskra kommún-
ista, Gheorghe Gheorghiu-Dej,
með Krúsjeff sitjandi við hlið
sér, deildi í dag fast á Banda-
ríkin og ásakaði þau m. a. um
að hafa tvístrað leiðtogafundin-
um í París.
Asakanir sínar þuldi leiðtog-
ínn • yfir um 3,200 fulltrúum,
þeirra á meðal ýmsum fremstu
mönnum kommúnista víðsvegar
I í heiminum, sem saman eru
komnir á 3. þingi rúmenska
kommúnistaflokksins. Stóð setn-
ingarræða Georghiu-Dej yfir í
4V2 klukkustund.
Mannfjöldinn reis á fætur og
fagnaði ákaft í meira en mínútu,
þegar hinn rúmenski kommún-
istaleiðtogi bar lof á Krúsjeff og
hældi honum fyrir ferðir hans
„í þrotlausri baráttu fyrir sam-
búðarstefnu Lenins".
Þá fór leiðtoginn mjög hörðum
orðum um afstöðu júgóslav-
neskra kommúnista, en allt eins
er búizt við, að Krúsjeff, sem
ávarpar þingið á morgun, muni
boða aukna hörku í samskiptum
kommúnistaríkjanna við Tító og
flokksbræður hans í júgóslav-
neska kommúnistaflokknum.
Þing rúmenskra kommúnista
mun standa í viku. Krúsjeff var
að því spurður í gær, hvort hann
mundi koma við í Ungverjalandi
á heimleiðinni. Svaraði hann því
þá til, að Ungverjar væru „erfið
þjóð“ og kvaðst ekki mundu
koma þangað, nema hann yrði
boðinn.
Fríður
farmur
NEW YORK, 24. júní. (Reut-
er). — Hópur starfsmanna á
Idlewild flugvelli við New
York tók í morgun með fagn-
aðarlátum á móti dýrmætum
farmi, sem kom allur með
einni og sömu flugvél frá
Evrópux.
Farmurinn var 17 ungar feg
urðardísir frá Evrópu. Þetta
voru fegurðadrottningar aðal-
lega frá Evrópu og nálægum
Austurlöndum, sem ætla að
taka þátt í heimsfegurðar-
keppni í Miami á Florida í
byrjun júlí.
Stúlkurnar voru frá eftir-
töldum Iöndum: Hong-Kong,
Danmörku, I-Iollandi, Lúxem-
burg, Svisslandi, Beligíu, Jór-
daníu, fsrael, íslandi, Grikk-
landi, Noregi, Líbanon, Túnis,
Marokko og Svíþjóð. Enn eru
margar ókomnar.
í New York verður margt
til skemmtunar fyrir þokka-
dísirnar. M.a. fá þær að horfa
á baseball-leik.
isl. seradlSlBerra
í Kanada
HINN 20. þ. m. afhenti Thor
Thors, sendiherra, ríkisstjóra
Kanada trúnaðarbréf sitt sem
sendiherra Islands í Kanada við
hátíðlega athöfn í Ottawa.
(Frá utanríkisráðuneytinu)