Morgunblaðið - 26.06.1960, Qupperneq 14
14
MORCTJNnr. 4Ð1Ð
Sunnudagur 26. júní 1960
Skrifstofusfúlka
Heildverzlun óskar eftir að ráða skrifstofustúlku
í næsta mánuði. Nokkur reikningskunnátta, ensk
hraðritun æskileg. — Umsóknir með uppl. sendist
afgr. Mbl. meikt: „626 — 3569“.
2ja herb. íbúð l
óskast tii kaups gegn staðgreiðsiu, eða til leigu fyrir
einstakling í eitt ár með fyrirframgreiðslu. — Uppl.
í síma 19960 eða 11628.
kynna
nýja
hitaprúsann með tvöfalda
maitTCDce tdaoc mark
skrúfaða tappanum.
Tappinn er skrúfaður af og á með einu handtaki og
lokar brúsanum á tveimur stöðum.
Ekki getur slettst þegar opnað er. — Ekki getur
lekið þegar lokað er.
Aðalatriðið er að biðja um THERMOS þegar þér
kaupið hitabrúsa, því THERMOS-brúsinn einn er
búinn öllum eftirfarandi kostum:
Nýr tvöfaldur tappi.
Nýjar plastaxlir og stútur, sem auðvelt er
að hreinsa.
Handfang, sem smellur á
tTrval lita.
Umboðsmaður á íslandi:
JOHN LINDSAY,
Austurstræti 14 — Reykjavík
— Á Danagrund
Framhald af ols. 10.
var eftir tónleika í Oddfellow-
palæinu, þar sem flutt hafði ver-
ið íslenzk tónlist. Við vorum í
góðu skapi og völdum okkur
þennan stað vegna þess, að þarna
hafði Holger gamli Drachmann
haft aðsetur og drukkið dýrar
veigar og elskað fagrar konur.
Kráin er mjög að mínu skapi.
Hún er nokkuð dimm og forn-
fáleg — allt að þvi draugaleg.
f>að leið þá heldur ekki á löngu
að maður yrði var við nokkum
slæðing þarna, því á einum bit-
anum sat púki og dinglaði róf-
unni með breiðu og gleiðgosa-
legu brosi. Ég þekkti þennan
púka vel, því við höfðum eitt
sinn verið saman í prentsmiðju
Östlunds í Reykjavík. Þetta var
sem sé prentsmiðjupúki nokkurs
konar, eða prentvillupúki, þó í
stærra lagi. Enginn virtist veita
púkanum eftirtekt nema ég. Ég
spurði þá, sem með mér voru,
hvort þeir sæju ekki neitt. Þarna
stóð sem sé á einum bitanum
upphafið að einu frægu kvæði
eftir Drachmann:„Jeg bærer min
hat som jeg vil“. Þetta líkaði
mér ekki, og hafði orð á því við
þjóninn, að óviðkunnanlegt væri
að hafa rangt yfir kvæði snill-
ingsins, sem gert hefði krána
fræga. Ég vissi ekki hvert þjónn-
inn ætlaði að komast, svo
hneykslaður varð hann. Ég bað
um kvæðasafn skáldsins. Svo
benti ég á kvæðið: „Jeg bærer
den hat som jeg vil“ Þá varð
þögn. Nokkrum árum síðar kom
ég þarna aftur í fylgd með Helga
Sæmundssyni. Og viti menn, enn
þá sat púkinn þarna og breifst
vel og glotti. Ég gat náttúrlega
ekki á mér setið. En allt kom
fyrir ekki. Og nú kom ég aftur
þarna í fylgd með Haraldi í Fálk-
anum og fleiri en hann bauð upp
á steiktar endur, sem hvergi eru
betri en hér. Og enn sat helvískur
púkinn á sama bitanum og rang-
hvolfdi í sér glyrnunum, en kiaft
urinn nam við eyru beggja
megin. Nú var mér nóg boðið!
Ég hlífi lesandanum við að segja
frá hvað nú skeði. En segja mætti
mér að breyting yrði á, og púkinn
rekinn- á flótta! Þó hló harn út
undir eyru þegar ég gekk út —
og það veit ekki á gott. Þetta
sýnir glögglega respektina, sem
borin er fyrlr skáldinu, sem
hafður er þarna að féþúfu!
★
Músíklífið blómstrar hér. Af-
bragðs hljómsveitir, konunglega
kapellan og Útvarpshljómsveitin,
keppast um að gera sitt bezta og
stjórnendur eru hér innlendir
og útlendir „Alþýðleg tónlist" er
mest flutt í Tívolí á sumrin og
eru stundum þrír konsertar á dag
eins og fyrr var getið. Ég hafði
ánægju af að hitta ýmsa forráða
menn tónlistarinnar hér í borg í
Hvíta húsinu á A. H. Hansens-
allé, en þar búa ambassadors-
hjónin frú Helga og Stefán Jóh.
Stefánsson, sem höfðu boð ínni
og veittu af mikilli rausn og höfð
ingsskap. Tomas Jensen og Mog-
ens Wöldike stjórna nú aðallega
útvarpshljómsveitinni, en Hye-
Knutsen og Frantzen konung-
legu hljómsveitinni.
Cellósnillingurinn Erling Blön-
dal Bengtson ferðast mik-
ið og heldur tónleika og
vex frægð hans með hverju
ári, enda er hann í tölu
allra fremstu cellóleikara heims-'
ins. Elísabet Naur (dóttir
Haralds og Dóru Sigurðs-
sonar) hefur vakið geysimikla
eftirtekt sem klarnettleikari. Eru
þau BIöndal-Bengtson og frú
Elísabet og Elsa Sigfúss að hálfu
leyti íslendingar, eins og Thor-
valdsen, og mega fslendingar því
gleðjast yfir sigrum þeirra. ■—
Annars eru erlendir stjórnendur
hér oft á ferðinni, einkum í út-
varpinu. „Drengjakór Kaup-
mannahafnar“, sem Wöldike
stjórnar, hefur hlotið mikla
frægð í Evrópu. Er hann sniðinn
eftir gömlum og góðum fyrir-
myndum, svo sem Thomaner-
kórnum í Leipzig, Berlínardóm-
kórnum og Dresdenar-Kreuz-
kórnum. Börnin, sem i kórnum
syngja eru í sérstökum barna-
skóla, og æfa daglega nokkra
klukkutíma söng, en kennarar
eru margir. Sparar Kaupmanna-
hafnarbær ekkert til að kórinn
verði sem beztur, og kostar hann
ærið fé. f Uppsölum í Svíþjóð er
einnig „drengjakór". Og auðvitað
eru víða til svokallaðir „drengja"
kórar, en þeir eru á miklu lægra
plani. Sumir halda að auðvelt sé
að koma upp drengja- eða barna-
kórum. En fátt er erfiðara en ein-
mitt það, Og fjölyrði ég ekki
meira um það að sinni. Aðeins
vil ég bæta því við, að sennilega
væri tiltölulega auðvelt að koma
á fót slíkum kór í Reykjavík, ef
valin væru börn úr öllum barna-
skólunum, og þau sett í sérstakan
skóla og þjálfuð daglega af 2—3
kennurum. Raddgæðin eru áreið-
anlega fyrir hendi. En það mundi
kosta mikið, og yrði sennilega
ÓDÝRASTA UTANFERÐ SUMARSINS
Færeyjaför ferðaþjónustu stúdenta
Nokkrar upplýsingar:
Farið verður með með
m. s. Heklu frá Reykja-
vík 23. júlí. Til Þórs-
hafnar verður komið
25. júlí. Ferðast verður
um eyjarnar og verið á
Ólafsvöku 25. júlí. —
1. ágúst, en þann dag
verður. lagt af stað til
Reykjavíkur og heim
verður komið 3. ágúst.
KOSTAR
mm
KR. 3800
Frá, Klakksvík
Enn geta nokkrir þátttakendur bætzt í hópinn. — Nánari upplýsingar í síma 1—64-
Ferðaþjón usfa stúden ta
-82
(
talið til „óþarfa“ af mörgum. En
hvað er þarfara en „óþarfinn“?
★
Mér verður reikað um ýmsa
staði Khafnar. Fornsölubúðirnar
freista mín mjög. En þar er allt
dýrt. Svo er maður á slóðum Sig-
urðar Gottsvinsonar, hins mikla
athafnamanns, sem hafði þann
eina sjans austur i Flóa að ræna
bóndanirfil, sem lá á gulli sínu.
Oft hef ég hugsað um örlög þessa
þessa manns, sem stimplaður var
glæpamaður einungis. En ég
hygg að hann hafi leiðst út í ó-
gæfuna meira af ævintýraþrá og
til að afla' sér möguleika á að
koma undir sig fótunum. For-
dæmin eru ekki svo fá í íslend-
ingasögunum, en yfir þeim hvilir
sú gloríumóða að allt þykir
hreysti og hetjuskapur og jafn-
vel kurteisi þar! Ástandið
var bágt á íslandi á þessum tím-
um og menningarástandið býsna
einkennilegt. T. d. bjó einn gild-
ur bóndi, sem einnig var lögréttu
maður, austur í Árnessýslu, sem
ásamt konu sinni tók eitt spón-
blað af hlandi á fastandi maga á
hverjum morgni til að varðveita
heilsuna. Það var svo sem ekki
nema eðlilegt að margt gæti skeð
á þessum tímum hjátrúar og
hindurvitna. Mér verður alltaí
hugsað til Sigurðar þegar ég er
á Hafnarslóð, og hans dapurlegu
örlaga. Kiljan Laxness ætti að
skrifa eitt meiriháttarverk um
hann, og Gottsvin gamla, sem
var svo skemmtilega hnittinn í
orðum og í raun og veru vel inn-
rættur karl. Ég hygg að hér hafi
góður drengur verið böðulsöx-
inni að bráð, þar sem Sig. Gotts-
vinsson var. En saga margra ís-
lendinga í Khöfn er dapurleg á
margan hátt. Þetta, og ýmislegt
fleira flýgur í gegn um hausinn
á mér þegar ég treð um gamlar
götur Khafnar. En svo tek ég
aftur gleði mina.
Karlakórinn Fóstbræður var
nýbúinn að syngja í Tivoli, þegar
við komum hingað. Var mjög
góður rómur gerður að söng kórs
ins og dómar, sem ég sá, voru
prýðilegir. Eins hafði verið í,
Noregi. Ég heyrði upptökur þær,
sem gerðar voru hér af söng
kórsins, en voru þær mjög góðar.
Kantóra" eða „Söngfélag söng-
kórsins, og hversu ágætur hann
hefði þótt. Hér heyrði ég hinn
fræga kór Finna, „ Söngélag
Kantóra" eða „Söngfélag söng-
stjóra“. Ossi Elokas stjórnaði
þeim í Dómkirkjunni. Aðgangur
var ókeypis, en þó var fátt manná
sem hlýddu á þennan prýðilega
kór, sem söng úrvalslög. Manni
verður á að hugsa: Hvað má ann-
ars bjóða fólki nú til dags? Eða
er fólk of mettað af músík? Ég
held það helzt. Útvarpsstöðv-
arnar t. cf þagna aldrei, allan
sólarhringinn. Klassisk, létt
músík og gaul, allt hvað innan
um annað — inn um annað eyr-
að, út um hitt; allt ómelt af
flestum sem hlusta. En ekki
meira um það að sinni. Það er oft
bezt að fáir hlusti.
Og svo er haldið heim.
P. í.
Halló stúlkur
Tveir ungir menn óska eftir
tveim stúlkum sem ferðafélög
um í sumarleyfí frá 25. júlí.
Tilb. ásamt mynd, sendist
afgr. Mbl., fyrir 30. þ.m. mán.,
merkt: — „4267“.