Morgunblaðið - 26.06.1960, Side 22

Morgunblaðið - 26.06.1960, Side 22
22 MORCUNBLAÐlti Sunnudagur 26. júní 196« Sr. Jón Auðuns dómprófastur: valdi vesællar blekkingar?" Þúsundir og aftur þúsundir hafa með fullum sannfæringar- krafti getað sagt, er þeir heyrðu fótatak dauðans færast nær: „Þótt ég fari um skuggadal dauð- ans óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér og gefur dag í dauða". Voru þessir menn á valdi blekkingar? Höfðu þeir fundið auðvirðilega, ímyndaða huggun eina? Voru þeir börn, sem höfðu byggt sér háreista spilaborg, sem hrundi, þegar dauðinn andaði á hana? Hver ert þú, að þú treystist til þess að standa andspænis vott- unum, sem brugðu yfir menn- ingu kynslóðanna ljósi lifandi trúar og ihnsigluðu margir m.eð blóði sínu þann boðskap, sem frjóvgaði menninguna, bætti mannlífið, færði sálunum frið, —• hver ert þú, að þú treystist til þess að standa andspænis þessum vottum, horfa mikilmennskulega á það líf, sem þeir lifðu, og muldra síðan í barminn: Blekk- ing! Blekking! Hugsaðu þig fljúga yfir höf og lönd og nema staðar suður í Lam barene, þar sem Albert Schweitz- er vinnur hátt á níræðisaldri enn það verk, sem ólíklegt er, að góð- um mönnum muni gleymast. Þú hugsar um vísindafrægðina, er hann kvaddi, er hann hóf þetta starf. Þú hugsar um veglegustu tónleikasali heimsins, sem hann hefði stöðugt getað fyllt fagnandi hljómleikagestum og hlotið fyrir frægð og fé. Þú sérð hann kveðja þetta glæsilega líf, sem hann vissi að hans mundi bíða en hann kaus að kveðja, vegna þess að hann heyrði Krist kalla sig til annara starfa fyrir hina umkomulausu, hina allslausu og sjúku. Getur þú staðið andspænis þess um manni og hróðugur fellt hinn heimskulega dóm: Blekking? Hvað var um Krist? Var hann líka á valdi blekkingar? Heyrði hann ekkert annað en bergmál- eigin óska, óm sinna eigin ímynd- ana, þegar hann taldi sig örugg- lega lifa undur guðssamfélagsins og vissi sig í lifandi návist Guðs? Og þegar hann kallaði hárri röddu hinztu or9in á krossi: „Fað ir, í þínar hendur fel ég anda minn“, hrópaði hann þá út í auðn ina kalda og tómið? Bar vindur- inn orð hans út í auðar víddir, þar sem ekkert svar fæst, þar sem ekkert annað er en tilgangsleys- ið, tilveruleysið, dauðinn? Trúir þú þessu? Blekking? Er ekki þvert á mótl þessi hungraða leit allra kyn- slóða, lýða og landa ljósmerki á veginum til þeirrar þekkingar, sem hverri mannssál er áskapað að þrá á hæstum Guði og hinzt- um rökum? Hugmyndir vorar um hann eru ófullkomnar, sumar fráleitar, aðr ar barnalegar. En saga trúar- bragðanna á jörðu sýnir þér, að einingin er undursamleg að baki fjölbreytninnar, að ein er sú þrá, sem leiðir alla menn, þótt leiðir séu margvíslegar. Bendir sú stað reynd þér ekki sterklega á það, að þessi vegur margra trúar- bragða, ólíkra kynslóða og lýða endar ekkj í vegleysu, heldur hjá honum, sem öll þessi einróma og þó margvíslega trúarreynsla kyn slóðanna ber sitt örugga vitni um? Hugsaðu um Krist. Horfðu fyrst og fremst á hann, sem er vaxtarbroddur þess lífs, sem á jörðu hefir lifað. Hann gai ekki lifað án Guðs. Getur þú það? Varamenn: Pletschette og Spartz (2.). Lið Red Boys er mjög breytt frá því á móti KR og er talið mun sterkara eins og það er nú skipað. Dómari: Ingi Eyvinds Skúli H. Helgi B. Þórður Þ. Ingvar E. Jóhannes Þ. .. ^ Hafsteinn E. Kristinn G. Sveinn T. Helgi H. Jón Leós Helgi D. AKRANES I símtali við íþróttasíðuna sagði Ríkarður Jónsson að 1-iðið gæti treytzt eitthvað frá þessari niðurröðun, en það yrði ekki mikið. Áreiðanlegt væri að Þórður Þórðarson og Jón Leós yrðu með. Heimsmeistarakeppnin í Chile — Heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu 1962 mun fara fram í Chile eins og ákveðið hafði ver- ið, þrátt fyrir hinar mikla fjár- hagsörðugleika stjórnarinnar, vegna hinna gífurlegu náttúru- hamfara, sem gengið hafa yfir þar í landi. Framkvæmdanefnd heimsmeist arakeppninnar hefir tilkynnt að hún muni skila stjórninni 2.200,- 000 dollurum og halda eftir í sjóði keppninnar 1.000.000 doll- urum til lokaundirbúnings keppn innar. Tilkynning til kaupenda Morgunblaðsins utan Reykjavíkur Póstkröfur voru nýverið sendar til baupenda blaðsins úti um land, sem fá blaðið beint frá afgreiðslu þess i Reykjavík. Athugið að innleysa kröfurnar, sem allra fyrst svo komizt verði hjá að stöðva út- sendingu blaðsins. JttwdisttMftfeid Leikið í Hafnarfirði, Akur- eyri, Sandgerði og Reykja vík 1 GÆR fóru fram alls 9 leikir í Reykjavíkurmóti yngri flokk- anna í knattspyrnu og einn leikur í 2. flokks Landsmótinu. Var það leikur Vestmannaeyinga og Vals og átti hann að fara fram á Vals- vellinum, en hinir leikirnir á KR, Fram og Háskólavellinum. í Hafnarfirði áttu að fara fram tveir leikir í Landsmótinu. Leikur 4. fl. ÍBH og ÍBK átti að fara fram kl. 14.00 en leikur 2. fl. sömu aðila kl 15.00. í dag keppa Red Boys og Akur- nesingar á Melavellinum og hefst leikurinn kl. 20,30. — Á Akureyri keppa 1. deildarliðin I.B.A. og Moskva Á íþróttamóti sem fram fór hér sl. sunnudag, náði Vladimir Gora jev að stökkva 16.43 í þrístökki, annar varð J. Mikhailov með 16.21 m. og í 3. sæti varð Olymp- ski bronshafinn Vitold Kreyer með 16.16 metra. Hástökkið vann Viktor Bolsjov stökk 2.23 metra Valur og fer sá leikur fram kl. 14.00. — í Sandgerði geppa 2. deildarliðin Reynir og Breiðablik og hefst sá leikur kl. 16.00 og á Háskólavellinum keppa 1. B. H. og Í.A. í Landsmóti 3. flokks og hefst sá leikur kl. 19.00. Og í Keflavík keppa 3. 4. og 5. fl. Vals við jafnaldra sína. Yfir 4,65 QUANTICO 13. júní: — Don Bragg og Bob Gutowski stukku báðir yfir 4.65 m í stangarstökki á alþjóðlegu íþróttamóti, sem fram fór hér um helgina. — Bill Nieder vann kúluvarpið með 18.71 m kasti, en Ed Bagdonas bar sigur úr býtum í sleggju- kasti með 61.87 m kasti. Langstökkið vann Bob Robert- son 7.66 m — 100 m hlaupið vann Tom Fuller á 10.3 sek. og Tom Rodda vann 1500 me*ra hiaupið á 3.45.5 sek SÉ guðleysið á grunni sannleik- ans byggt, hafa margir vitrustu og beztu menn kynslóðanna ver- ið á valdi voðalegrar blekkingar. Allt frá dögum harmkvælamanns ins Jobs, já, raunar miklu fyrr, allt frá því, er hinn fyrsti maður fórnaði höndum til himdns og bað, hafa menn hrópað eins og Job: „Eg vildi að ég vissi, hvern- ig ég ætti að finna Guð“. Er sá hinn endanlegi dómur yfir þessari leit kynslóðanna, þessari þrá, sem hvarvetna ber sér vitni þar sem vér vitum mann legt líf hafa hrærzt á jörðu, — að þessi leit hafi aldrei annað verið en marklaust fálm út í blá- inn, að þessari spurn hafi aldrei verið svarað? Eftir baráttu við ómælanlegar þjóningar, eftir sálarstríð og æð- isgengna glímu við gátuna miklu, I fann Job svar. Stormarnir hljóðn uðu, óhagganlegan sálarfrið fann . hann og rósemi hjartans, og í lokakafia hinnar miklu bókar um 1 Job er honum lögð þessi játning I á varir: „Eg þekkti þig áður af I afspurn, en nú hefir auga mitt litið þig“! Þorum vér að bæta við þessi l orð og segja: Vesæll maður á --------------------------------- Þórður Þórbar og Jón Leós með í dag 1 DAG fá aðdáendur Akurnesinga enn einu sinn tækifæri til að fjöl- menna á knattspyrnukappleik og sjá uppáhaldsleikmenn sína leika gegn erlendu knattspyrnuliði. Það hefir þótt hoggið stórt skarð í lið Akurnesinga að undanförnu, og söknuður hefri verið að fjar- vist hinna stóru ,,stjarna“ Rík- harðs, Þórðar Þórðarsonar, Jóns Leós og Donna. En í dag gefst tækifæri til að sjá Þórð Þórðar- son og Jón Leósson aftur í fullu RED BOYS: fjöri, því báðir verða með Akra- nesliðinu í dag. Ríkharður treyst- ir sér ekki enn til að vera með, og Þórður bróðir hans er farinn norður á síld, en mun leika með liðinu síðar í sumar. Akurnesingar hafa alltaf þótt leika sína beztu leiki á Melavell- inum, og því eftirvænting að sjá þá í dag á móti Luxemborgar lið- inu Red Boys, en þeir síðar- nefndu hafa fullan hug á að ná betri og sterkari leik, en þeir sýndu á móti K.R. Scotti Nueremberg Wagner Back Kemp Neumann Mancini Ruetze Spartz Letsch (1.) Kuffer K.R. náði sér heldur betur á strik gegn Luxemborgar- liðinu í fyrrakvöld. Að ofan sjást K.R.-ingar í sókn og Sveinn Jónsson skallar að marki. Vörn Red Boys er brotin. — Á neðri mynd- inni sjást varnarmenn K.R. í erfiðleikum, það er Hörð- ur Felixsson sem stendur á haus og Hreiðar liggur við hlið hans. — Ljósm. Sv. Þormóðsson. Blekking eða veruleiki?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.