Morgunblaðið - 05.07.1960, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 05.07.1960, Qupperneq 3
triðjudagur 5. júlí 1960 MORGUPiBLAÐIÐ 3 ★ BLAÐIÐ hefur aflað sér upplýsinga um fjölda hinna norsku síldveiði- skipa, sem nú stunda veið- ar hér við land. Eru þau alls um 120 talsins, flest 200—300 lestir að stærð. — Auk þeirra eru svo hér 7— 8 flutningaskip, sem taka aflann úr veiðiskipunum og flytja hann til Noregs til bræðslu. Með þessum flota eru tvö fiskileitarskip, G. O. Sars og Johan Hjört. Þá fylgir flotanum eftirlits- og hjálparskipið Garon, sem er herskip, búið ýmiskonar bjÖrgunarútbúnaði. Norski flotinn var fyrir Ihelgína allur við Aust- urland um 60 mílur út af Norð fjarðarhorni. Auk síidveiði- flotans eru hér 30—-40 línu- veiðarar norskir, og hefir eft- Norskt flutningaskip að taka afla á íslandsm iðum. Lestað er í það beint úr nótinni. Fjær ligg- ur veiðiskipið. (Ljósm.: Árni Sigurbergsson) Um 120 norsk síldveiðiskip irlitsskipið einnig það starf á hendi að aðstoða þó. Allur norski flotinn veiðir hér með herpinót framan af vertíð, og er aflinn, sem fyrr segir ýmist fluttur út með fiutningaskipum, eða skipin sigla með hann sjálf heim. Hafa nokkur 'þeirra nú þegar farið eina ferð til Noregs. ★ Fyrir nokkrum árum var það siður hér að síldarleitin og þau íslenzku skip, sem höfðu á hendi síldarleit, sendu upplýsingar sínar allar ó sér- stöku dulmáli. Nú er þetta ekki til siðs iengur. Allar upp- lýsingar síldarleitarinnar liggja því ljós^ar fyrir þá út- lendinga, sem þær geta skilið. Hið sama gildir um leitarskip útlendinganna. íslenzki flot- inn getur einnig fylgzt með upplýsingum frá þeim. Oft heyrist í norsku síldveiðiskip- unum þegar þau eru að gefa upplýsingar hvort til annars. Má þá stundum heyra að þeir segjast ekkert vita hver.t ís- lenzki flotinn sé að fara, þeir elti hann bara. I þau skipli hefir þeim ekki tekizt að afia sér greinargóðra upplýsinga. Við síldveiðarnar gildir löng- um mikil kappsigling og er pá einn sprettur á miðin þar sem síldarinnar hefir ofðið vart. Reyndin við síldarleitina að undanförnu hefur verið sú að mælitæki skipanna hafa gefið meiri upplýsingar um aflann heldur en leitarflugvélarnar, þar sem síldin hefir oft vaðið iítið og dimmviðri hamlað flugvélunum leitina. ★ Heyrst hefir í G. O. Sars að hann hafi sent út þær upplýs- ingar að hann hafi aldrei orð- ið var við jafn mikla síld hér fyrir norðan ísland eins og nú í sumar. Fyrst í vor sendi skip ið skeyti sín á dulmáli, en er nú hætt þvi. Blaðið átti á föstudag tal við fréttaritara sinn á Seyðis- firði og spurði um norsku veiðiskipin. Þau koma þangað ailtaf öðru hverju og má sjá þau þar í tugatali. Liggja þau oft í löngum röðum hvert ut- an á öðru þar í höfninni. Það er siður hjá norsku sjómönn- unum að taka sér frí frá veið- unum um helgar og þá fjöl- menna skipin til lands. ★ Það mun ekki alltaf vera auðvelt fyrir Norðmennina að athafna sig við veiðar sínar hér við land. Eins og að líkum lætur verða þeir að vinna að öllum sínum veiðum utan 12 mílna línunnar og eins til- flutningi á afla milli skipa. Hafa þeir ýmist þá aðferð að leggja fiskiskipinu upp að flutningaskipinu og háfa afl- ann yfir eða ef flutningaskipið er statt nærri og hefir ekki öðrum störfum að sinna, þá leggur það að bátunum og er aflinn háfaður um borð beint úr nótinni. Mynd sú er þessari frásögn fylgir er einmitt tekin nú fyrir skömmu af einum slíkum atburði. Bátarnir liggja við síðu flutningaskips- ins og verið er að háfa úr nót- inni, en veiðiskipið sjálft Jigg ur skammt frá. Áttræb 'i dag: Frú Margrét Slenes MARGRÉT Snorradóttir var hún og hét áður en hún giftist. Hún er fædd' í Hörgsholti í Hruna- mannahreppi 5. júlí 1880, dóttir Snorra Jónssonar frá Hörgsholti, sem kominn var af hinni kunnu og fjölmennu Hörgsholtsætt, en móðir hennar var Þórey Eyjólfs- dóttir frá Árbæ. Einkabróðir frú Margrétár var Tómas Snorrason, kennari og bóndi á Járngerðar- stöðum í Grindavík, þekktur ferðamannatúlkur á fyrri árum ævinnar. Eftir 57 ára dvöl í Bandaríkj- um Norður-Ameríku kom frú Margrét hingað heim fyrir nokkr um dögum til þess að sjá ættland sitt, æskustöðvar og ættingja og til þess að geta dvalizt í þeirra hópi á áttræðisafmælinu, ásamt dóttur sinni, Christine, sem er í fylgd með henni. Dveljast þær mæðgur nú á heimili bróður- sonar Margrétar, Jóns Tómas- sonar, stöðvarstjóra i Keflavík. Löng er útivist Margrétar orð- in. Árið 1900 fór hún til Noregs. Þar dvalist hún í þrjú ár hjá íslendingnum Ólafi Felixsyni, er var blaðamaður og ritstjóri í Ála sundi í mörg ár. Með Ólafi og konu hans ferðaðist Margrét um Noreg þveran og endilangan. í Noregi kynntist hún bróður konu Ólafs, er hét Ludvik Slenes frá Þrándheimi, f. 1879, d. 1951. Honum giftist hún í Ameriku 1906. Þau settu bú í hafnarbæn- um Hoquiam í Washingtonfylki og gerðist hann þar bygginga- meistari. Þar bjuggu þau í 14 ár. Þaðan fluttust þau hjón til Tacoma, keyptu þar land og ráku búskap, en jafnframt stundaði Slenes iðn sína til dauðadags. Margrét hélt síðan búinu áfram þar til í vor að hún seldi jörðina, meðal annars til þess að komast til íslands, en sjálf fluttist hún til dóttur sinnar frú Christine Vaugham, sem er gift kaupmanni í Redding í Californiu. Onnur börn þessara hjóna eru: Wallace, bankamaður í U.S.A. Norman, búsettur í Alaska. Mabel, þekkt söngkona og Johan Ciarence, heimspekingur í Al- aska. í allri þessari löngu dvöl í Bandaríkjunum, hefur Margrét aðeins einu sinni hitt íslending, sem þó hafði týnt niður móður- málinu vegna langrar fjarvistar, þar til nú fyrir fjórum árum, að bróðurdætur hennar fóru vestur til dvalar á heimili hennar. Mar_ grét er ern og hraust og skilur íslenzkuna vel og tekur ótrúleg- um framförum í að tala hana Yfirleitt mun norski síld- veiðiflotinn ekki hefja veiðar í salt fyrr en 10 júlí í fyrsta lagi, en samkvæmt samning- um þeirra við Svia, sem kaupa af þeim mikið af síld, mega þeir ekki hefja söltun fyrr. Þá taka veiðiskipin reknetin • í notkun og hætta við herpinóí- ina. Síldin er svo söltuð um borð og hefir flotinn nú ver- ið búinn bættum tækjum til þess verks. Má þar til nefna að flest eða öll munu þau vera komin með hausunarvélar, þ. e. vélar til þess að hausa og slódraga sildina. í fyrrasumar stunduðu um 300 norsk skip reknetaveiðar hér við land, en nú er talið að þau muni vera allmiklu færri og stafar það af því hve eifiðlega gengur að manna þau. Blaðið hefir ekki getað afl- að sér upplýsinga um fjölda síldveiðiskipa frá öðrum þjóð- um, þó mun hafa heyrzt í nokkrum finnskum síldarskip- um. þessa fáu daga, sem hún hefir dvalizt hér. Við ættingjar, og gamlir vinir Margrétar, bjóðum hana hjart- anlega velkomna heim, árnum henni allra heilla á merkisdeg- inum og biðjum henni Guðs blessunar um alla framtíð. Enn einu sinni hefur sannast hið fornkveðna, að „römm er sú taug sem rekka dregur föður- túna til“. Sigurður E. Hlíðar. LofHeiðir selja Sögu LOFTELEIÐIR eru nú í þann veginn að selja Sögu, aðra Sky mastervél sína. Hafa félaginu borizt nokkur kauptilboð er- lendis frá og mun sennilega gengið frá samningum innan skamms. Saga hefir að undan förnu verið í leigu hjá banda rísku félagi og flogið viða um heim. Erlend áhöfn hefur ver- ið með vélina. Á flugleiðum Loftleiða eru nú Hekla og Edda ásamt Cloudmasterflug- vélunum tveimur. STAKSHINAR Er Einar á mc i afvopnun? Morgunblaðið hefur að undaiu förnu beint þeirri spurningu til Þjóðviljans, hvort Einar Olgeirs- son, sém sat þing kommúnista í Búkarest hafi greitt atkvæði gegn þvi að kommúnistaríkin slitu afvopnunarráðstefnunni og kæmu þannig í veg fyrir, að ár- angur gæti náðst að viðræðum þeím, sem að undanförnu hafa átt sér stað í þeim tilgangi að draga úr átökum stórveldanna. Lengi vel hiiðraði blaðið sér hjá því að geta um þessa spurn- ingu Morgunblaðsins, en á sunnu daginn lýsir það yfir því, að það muni alls ekkj svara spurning- unni. Af því verður verla dreg- in önnur ályktun en sú, að Einar Olgeirsson hafi einmiM stutt á- kvörðunina um að eyðileggja af- vopnunarráðstefnuna, enda mundi það þykja saga til næsta bæjar, er íslenzkir kommúnistar hefðu sjálfstæða afstöðu á ráð- stefnu sem þessari og stæðu uppi i hárinu á húsbændunum. Með NATO Timinn lýsir því yfir í rit. stjórnargrein á sunnudaginn, að Framsóknarflokkurinn styðji ein dregið Atlantshafsbandalagið. Er þessi yfirlýsing tímabær og góðra gjalda verð. En á öðrum stað í sama blaði, segir svo: „Ef Bretar halda áfram að beita íslendinga ofbeldi, er líka hægt að grípa til róttækra ráða og láta fullt vald koma gegn valdi, ef annað er ekki talið nægja“. Síðan ræðir blaðið um skyldur Bandarikjanna skv. varnarsamn- ingnum og segir: „Það heyrir að sjálfsögðu undir þetta að stuðl að sé að öryggi íslenzkra varð- skipsmanna, sem eru að vinna skyldustörf sín innan fiskveiði- landhelgi tslands". „Ef Bretar halda ofbeldinu áfram þrátt fyrir það, hlýtur það að koma mjög til athugunar að á það sé reynt, hvort varn- arsamningurinn hefur það gildi, sem treyst hefur verið á“. Þessi heimskulegu skrif lýsa ekki einlægum stuðningi við At- lantshafsbandalagið, ekki sízt þegar það tvennt er haft í huga, annars vegar að Bandarikjamenn hafa aðra skoðun á viðáttu Iand- helgi en við og svo hitt að það vorum við íslendingar sjálf- ir, sem á tímum vinstri stjórn- arinnar létum kommúnista ráða því, að ekki var leitað stuðnings Atlantshafsbandalagsins til þess að bægja Bretum frá valdbeit- ingu í landhelginni. „Raunhæfar kjarabætur** í forystugrein í Alþýðublaðinu í gær segir svo: „Núverandi ríkisstjórn lýsti yfir því þegar eftir valdatöku sina, að ef til kjaradeilna kæmi og atvinnurekendur vildu fall- ast á kauphækkanir eða einhverj ar kjarabætur til handa launþeg- um, yrðu þeir sjálfir að taka þær á sig, þar eð ekki mundi koma til mála að velta þeim yfir á neytendur Þessari yfirlýs- ingu var fagnað og hún má vera verkalýðsfélögunum ánægjuefni. Launþegar hafa ekkert gagn af kauphækkunum, sem velta yfir á þá síðar. Einu raunhæfu kjara- bæturnar eru þær, er atvinnu- rekendur taka sjálfir á sig“. Síðan ræðir blaðið um afskipti Lúðvíks Jósefssonar af síðasta Dagsbrúnarverkfalli, er hann beitti sér fyrir verðhækkunum, sem svöruðu til launahækkana verkamanna og segir: „Lúðvík lofaði sem sagt að taka kaup- hækkunina aftur af Dagsbrún um ieið og hún hafði fengizt. Og Þjóð viljinn þakkaði Lúðvík fyrir“.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.