Morgunblaðið - 05.07.1960, Page 10
10
MORGVISBLAÐIÐ
Þrlðjudagur 5. júlí 1960
tltg.: H.f. Arvakur Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Valtýr Stefónsson (ábm.)
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
• Matthías Johannesse'n.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Lesbók: Arni Óla, sími 33045.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6 Sími 22480.
Áskriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu kr. 3.00 eintakið.
FÁRÁNLEG
SKILYRÐI
'JTvF ríkisstjórnin hverfur frá
vaxtahækkun, fellir nið-
ur almenna söluskattinn,
Jiættir við að afnema uppbóta
kerfið, — „þá ætti að geta
skapazt hér það ástand að
launastéttirnar sjái sig ekki
knúðar til verkfalla“.
Þetta er aðalinnihaldið í
boðskap Tímans sl. sunnudag.
JEf ríkisstjórnin vill hverfa
frá öllum ráðstöfunum sínum
til sköpunar jstfnvægis í efna-
hagsmálum þjóðarinnar, þá
finnst Tímamönnum að at-
hugandi sé fyrir launastétt-
irnar að hefja ekki baráttu
fyrir kauphækkunum með
nýjum verkföllum! Að öðr-
um kosti virðist Tímamönn-
um sem ekkert sé eðlilegra og
sjálfsagðara en að ný verk-
fallsalda ríði yfir þjóðfélagið
til þess að brjóta viðreisnar-
Táðstafanir ríkisstjórnarinnar
niður.
Þetta er þá stefna Fram-
sóknarflokksins í efnahags-
málunum um þessar mundir.
„Það,er rétt af launastétt-
unum að veita ríkisstjórninni
nokkurn tíma til að íhuga
ráð sitt“.
Með öðrum orðum, aðal-
málgagn Framsóknarflokks-
ins vill veita ríkisstjórninni
gálgafrest til þess að afnema
allar þær ráðstafanir, sem
hún hefur gert til viðreisnar
í efnahagsmálum lands-
manna!
Öllu fáránlegri og ábyrgðar
lausari skrif hafa víst varla
sézt en þessar sunnudagshug-
leiðingar Tímans. Kjarni
þeirra er enginn annar en sá
að sjálfsagt sé að hefja nýja
verkfallsbaráttu, ef ríkis-
stjórnin vilji ekki gefast upp,
falla frá öllum sínum fyrri
tillögum, hleypa verðbólgu-
skriðunni af stað og taka upp
stefnuleysi vinstri stjórnar
tímabilsins.
Við hlið kommúnista
Eftir þessa yfirlýsingu
Framsóknarmanna þarf eng-
inn að fara í grafgötur um
það, sem var raunar vitað áð-
ur, að leiðtogar Framsóknar-
flokksins róa að því öllum ár-
um að sú viðreisnartilraun
verði eyðilögð, sem gerð var
á síðasta Alþingi fyrir frum-
kvæði núverandi ríkisstjórn-
ar. Kommúnistar hafa mark-
að stefnuna í þessum efnum.
Þjóðviljinn hefur marglýst
því yfir, að „rífa beri niður
skaðræðiskerfi ríkisstjórnar-
innar“. Tíminn og leiðtogar
Framsóknarflokksins hafa
skipað sér undir þetta merki.
AUKIN TÓN-
LISTARFRÆÐSLA
á SÍÐASTA Alþingi var En jafnframt hefur þeim vr
-**■ samþykkt svohljóðandi
þingsályktunartillaga um tón-
listarfræðslu frá Magnús Jóns
syni og fleiri þingmönnum:
„Alþingi ályktar að skora á
xíkisstjórnina að láta undir-
búa löggjöf um tónlistar-
Jræðslu, þar sem m. a. séu
sett skýr ákvæði um aðild
TÍkisins að þessari fræðslu,
hlutdeild ríkissjóðs í greiðslu
kostnaðar við tónlistarskóla
og hvaða skilyrði skólar þess-
ir þurfi að uppfylla til að
mjóta ríkisstyrks“.
Misjafn stuðningur
Þessi tillaga er fyllilega
tímabær. Á undanförnum ár-
nm hafa risið upp tónlistar-
skólar í flestum, ef ekki öllum
landshlutum. Hafa þeir fyrst
og fremst verið kostaðir af
þeim héruðum, þar sem þeir
hafa starfað og af einstakling-
um, sem áhuga hafa haft
á aukinni tónlistarfræðslu.
ver-
ið veittur nokkur styrkur úr
ríkissjóði. En í þeim styrk-
veitingum ríkisins hefur ekki
verið fylgt neinum ákyeðn-
um reglum, og hinir ýmsu
tónlistarskólar því fengið mis
jafnlega mikinn stuðning.
Áhugi á góðri hljóm-
list hefur farið mjög vax-
andi hér á landi á undan-
förnum árum. Er óhætt að
fullýrða, að hin aukna tón-
listarfræðsla eigi í því rík-
an þátt. Ennfremur hefur
starfsemi Sinfóníuhljóm-
sveitar íslands glætt mjög
tónlistaráhugann, ekki að-
eins hér í höfuðborginni,
þar sem hún fyrst og
fremst hefur starfað, held-
ur og um land allt.
Þingsályktunartillaga Magn
úsar Jónssonar um lagasetn-
ingu um tónlistarfræðslu á
því fullan rétt á sér og verð-
ur vonandi framkvæmd.
Andsfœðingur
einrœðisherrans
rekinn úr her Portúgals fyrir
„óþjóðlega starfsemi"
Þ Æ R fregnir bárust frá
Portúgal á dögunum, að hinn
54 ára gamli hershöfðingi,
Huberto Delgado, sem menn
munu minnast sem keppi-
nautar Salazars einræðish.
um forsetaembættið í kosn-
ingunum 1958, hefði verið
rekinn úr portúgalska hern-
um fyrir „óþjóðlega starf-
semi“. Þessi brottrekstur gæti
í fljótu bragði virzt einbert
vindhögg, þar sem Delgado
hefur þegar dvalizt rúmt ár í
Brazilíu sem útlagi úr föður-
landi sínu — en samt sem áð-
ur er þetta atvik vottur þess,
að Salazar-stjórnin lítur á
þennan þróttmikla mann sem
hættulegan andstæðing.
— ★ —
En hver er hann þá, þessi
merkilegi hershöfðingi, sem í
augum heimsins er í rauninni
einasta táknið um andstöðu
gegn dr. Salazar, einræðisherran
um, sem um hefur verið sagt, að
hann „beri embætti sitt eins og
kross“?
• TRÚR FYLGISMAÐUR
DR. SALAZARS . . .
Fyrir fáum árum var hann
aðeins maður, sem hlotið hafði
góðan frama í portúgalska flug-
hernum og flugmálastarfsemi þar
í landi yfirleitt, en hann var
aðalflugmálastjóri Portúgals. —
Ekki er þó hægt að segja, að
nafn hans hafi orðið frægt af
þessu. — Hann var ungur mað-
ur, þegar dr. Salazar kom til
valda í landinu árið 1932, tók
honum fagnandi — og var um
langt árabil einn af trúustu
fylgis- og samstarfsmönnum
hans. Honum þótti það ganga
kraftaverki næst, hve skjótar
urðu breytingarnar til bóta á
ýmsum sviðum undir sterkri
stjórn dr. Salazars. Og það eru
aðeins fá ár síðan Delgado tók að
tala gegn honum og stjórn hans.
• . . . SÍÐAN HARÐUR
ANDSTÆÐINGUR
Og af hverju stafaði þá sú
kollsteypa? Það virðist reyndar
ekki liggja ljóst fyrir. Margir
vilja þar um kenna einskærri
framgirni. Það var svo sem ekki
neitt óvenjulegt hér á árum áð-
ur, að einn eða annar portúgalsk-
ur herforingi reyndi að hrifsa til
sín völdin í landinu — en þeir,
sem þekkja Delgado persónulega,
vilja leggja allt annað til grund-
vallar hér en pólitíska metorða-
girni. — Þessir menn halda því
fram, að hershöfðinginn hafi
verið tekinn að óttast þau áhrif,
sem Salazar-stjórnin hefði á
þjóðareigindir Portúgala. Hann
hafi talið, að gjaldið fyrir alla
velferðina á yfirborðinu yrði
andleg stöðnun þjóðarinnar — ef
ekki beinlínis andlegur dauði.
„Þessi þjóð mun að lokum
deyja úr leiðindum!" á hann að
hafa sagt eitt sinn.
— ★ —
Og sennilega munu ýmsir, sem
heimsótt hafa Portúgal, hafa
veitt athygli einhverjum annar-
legum andlegum doða hjá fólk-
inu — einhverju tilgangsleysi,
sem virðist liggja í loftinu, ef
svo mætti segja. — Vel kann að
Vera, að slíkar hugsanir hafi ráð-
ið mestu um það, að Delgado
ákvað vorið 1958 að bjóða sig
fram til forseta gegn dr. Salazar,
þótt hann hafi eflaust gert sér
grein fyrir að slíkt tiltæki mundi
að öllum líkindum verða honum
dýrt spaug. A. m. k. kom þetta
fram í ýmsum ræðum hans.
• ATHYGLISVERÐUR
ÁRANGUR
Miðað við aðstæður má telja,
að hann hafi náð góðum árangri
— því að kosningar í einræðis-
ríki eru yfirleitt ekki til annars
en sýnast. Hann var ekki kosinn,
en hann hlaut 20% atkvæða, sem
verður að teljast athyglisvert. —
Af þeim fáu fréttum, sem bárust
frá Portúgal eftir kosningarnar,
varð helzt skilið, að hann hygð-
ist þé þegar hverfa frá stjórn-
málum og starfa áfram sem
\ Humberto Delgado $
| hershofðingi, sem j
|bauð sig fram gegn|
S , S
i dr. Salazar við for- j
s )
s setakosningarnar s
^1958, heldur áfram |
\ baráttunni gegn \
s
S
S
einræðisherranum
flugmálastjóri. Hann mun einnig
hafa haft í huga að gegna því
embætti áfram. En hann varð
þegar að greiða nokkuð fyrir
kosningaævintýrið. — Haldið yð-
ur við flugherinn yðar, hershöfð-
ingi — þar eigið þér heima! var
skipun stjórnarinnar. Það gerði
fljótvirkustu leiðina til að efla
andstöðu gegn einræðisstjórn-
inni. — Hann hafði mikið dálæti
á „uppreisnarmanninum frá
Wales“, Aneurin Bevan, og bauð
honum haustið 1958 til Lissabon
til þess að tala þar á fjöldafundi.
Hann taldi, að stjórnin myndi
ekki telja sér fært að skipta sér
af þessu — og koma Bevans og
ræða myndi vekja athygli úti í
heimi og verða málstað hans til
skjóts framadráttar. — Honum
skjátlaðist. Stjórnin leyfði reynd-
ar, að Bevan kæmi — ef hann
ekki héldi neina ræðu opinber-
lega.
• VIKIÐ ÚR EMBÆTTI
Eftir þessa misheppnuðu til-
raun gerðist Delgado stórhöggv-
ari en áður í ræðum sínum gegn
stjórninni. — Við munum jafn-
vel beita vopnum til þess að ná
markinu! sagði hann eitt sinn.
— Þetta voru hættuleg orð —
sama sem að hóta byltingu. Eftir
þetta leit dr. Salazar ekki aðeins
á hann sem hálfgerðan vand-
ræðagemling, eins og fyrr, held-
ur sem hættulegan andstæðing —
en fór sér þó hægt gegn honum.
Lögreglan var nú látin hafa vak-
ándi auga á honum, og þegar
hann hélt áfram að æsa til and-
stöðu gegn stjórninni, var hann
látinn víkja úr herforingjastöðu
sinni — en þó látinn halda 75%
venjulegra eftirlauna. Allskarp-
ar aðgerðir raunar, en þó ekki
þannig, að hann gæti klæðzt
kápu píslarvottsins og öðlazt það
áhrifavald, sem slíkir oftast hafa.
• OFSÓTTUR, EÐA . . . ?
Var hann raunverulega of-
sóttur — eða var honum aðeins
í mun að vekja athygli á sér svo
sem framast var unnt? — Það
má víst segja, að hann hafi gert
það, þegar hann í janúar í fyrra
leitaði hælis í brasilíska sendi-
ráðinu í Portúgal. Fylgjendur
hans efndu þá til kröftugri mót-
mæla en áður höfðu þekkzt á
Salazar-tímanum — en af opin-
berri hálfu var spurt með furðu:
— Hvað í ósköpunum á þessi
skrípaleikur eiginlega að 'þýða?
Það hefur alls ekki komið til
mála að handtaka manninn. —
Og nokkuð er það, að eftir
nokkra mánuði gat hann óhindr-
Humberto Delgado er sagður ákaflega kröftugur og snarpur
ræðumaður.
hann líka — en það kom bara
fljótlega í Ijós, að Delgado hafði
alls ekki í hyggju að leggja
stjórnmálin á hilluna. Hann leit
á það sem skyldu sína að reyna
nú að safna fylgjendum sínum
saman í skipulagðan flokk —
gegn dr. Salazar og stjórn hans.
Boðskapur hans var í stuttu máli:
— Við viljum leggja háa skatta
á hina ríku — og síðan hefðja
þjóðnýtingu á ýmsum sviðum.
• MISHEPPNUÐ TILRAUN
Hann reyndi nú að koma á
sambandi við sósíalista í ýmsum
löndum. Ekki er þó þar með
sagt, að hann hafi í upphafi að-
hyllzt sósíalískar skoðanir, en
kjósendur hans voru einkum úr
hópi hinna fátækustu þegna, og
hann hefur sennilega talið þetta
að haldið til Rio de Janeiró, þar
sem hann síðan hefur dvalizt.
• BERST ENN GEGN
DR. SALAZAR
Ef hann hefði „haldið sér á
mottunni" þar, hefði hann senni-
lega fengið að halda fyrrgreind-
um eftirlaunum sínum. En hann
hefur haldið uppi hörðum and-
róðri gegn Salazar-stjórninni í
Brasilíu og öðrum Suður-Amer-
íkuríkjum — og nú hefur dr.
Salazar sem sagt misst þolin-
mæðina.
En menn geta verið nokkurn
veginn vissir um, að Humberto
Delgado taki ekki brottrekstri
sínum úr hernum með þögn og
þolinmæði. Enn mun væntanlega
eitthvað frá honum heyrast.