Morgunblaðið - 05.07.1960, Síða 13
Þriðjudagur 5. júlí 1960
MORCVNBLAÐIÐ
13
Nokkur ártöl
er marka tímamót
í sögu lýðræðisins
FYRIR nokkrum vikum voru
liðin 184 ár frá því að undir-
rituð var lagasamþykkt, sem
varð lykillinn að sögu lýðræð-
is í heiminum. Þetta var rétt-
indayfirlýsíng Virginíu, sam-
in af George Mason, sem
nefnd nokkurra hugsjóna- og
baráttumanna, kosin af íbúum
Virginíufylkis, samþykkti ein-
róm.a hinn 12. júní 1776 á fundi
í Burgesseshúsi í höfuðborg
nýlendunnar, Williamsburg.
Þar er dreginn saman og sett-
ur fram í lagaformi fjöldi frels
ishugsjóna, em verið hafa að
fæðast um aldaraðir. Hún varð
grundvöllurinn að mannrétt-
indalögum Bandaríkjanna og
Frökkum var hún leiðarvísir
við samningu mannréttinda-
yfirlýsingar þeirra. Hugsjón-
irnar, sem þar koma fram, lifa
enn í dag í stjórnarskrám lýð-
ræðisþjóða heimsins og í stofn
skrá Sameinuðu þjóðanna.
Fjórum vikum áður, eða
hinn 15. maí, hafði sama nefnd
samþykkt einum rómi hina
frægu sjálfstæðisályktun, þar
sem skorað var á sambands-
þingið að lýsa yfir „frelsi og
sjálfstæði“ nýlendnanna. Þá
var það, að brezki fáninn var
dreginn niður í höfuðborg ný
lendunnar og fyrsti þjóðfáni
nýlendnanna, „Grand Union“,
dreginn að hún. Þessi atburður
var upphafið að löggjafarstarf
semi, sem stóð yfir í 40 daga
samfleytt, og þá var gengið frá
grundvallaratriðum, sem enn
eru undirstaða bandarísks lýð-
ræðis.
Nefndarmenn fylgdu sjálf-
stæðisályktuninni eftir til Fíla
delfíu, og hinn 7. júní lagði
Richard Henry Lee hana fyrir
sambandsþingið og þar var
hún samþykkt. Thomas Jeffer-
son var fenginn til að semja
sjálfstæðisyfirlýsingu fyrir
hinar sameinuðu nýlendur.
Því næst var hún loks sam-
þykkt hinn 4. júlí 1776, og hef-
ur þessi dagur æ síðan verið
þjóðhátíðardagur Bandaríkja-
manna.
En það er af Virginíumönn-
um að segja, að þegar þeir
höfðu samþykkt réttindayfir-
lýsingu George Masons, lög-
giltu þeir fylkisstjórnarskrána,
sem síðar varð öðrum fylkjum
fyrirmynd, og gerðu Patrick
Henry að landstjóra hins nýja
samveldis Virginíu.
Þessa tímabils í sögu Banda-
ríkjanna er nú minnzt í ein-
hverjum merkasta sögustað
landsins — nýlenduborginni
Williamsburg.
Síðustu 34 ár hefur verið
unnið að því að endurreisa
byggingarnar i þessari sögu-
frægu borg og endurskapa
glæsileika og reisn 18. aldar-
innar, sem borgin var svo auð-
ug af. Þetta er mikið fyrir-
tæki, sem kostað hefur verið
af John D. Rockefeller yngri.
Borgin nær yfir 130 ekrur
lands, í henni eru 400 bygging-
ar og skrúðgarðarnir ná yfir
rúmlega 80 ekrur. Leiðsögu-
menn og þjónustufólk, sem
klæðist að sið nýlendubúa, tek
ur á móti aðkomufólki og gest-
um og sýnir þeim það sem
markverðast er.
I ár er þessa tímabils í sjálf-
stæðisbaráttu nýlendnanna
minnzt á margan hátt í Willi-
amsburg, t.d. með heræfingu
borgaraliðssveita nýlendunn-
ar. Hámark hátíðahaldanna er
ávarp flutt af Charles Malik,
fyrrverandi forseta allsherjar-
þings Sameinuðu þjóðanna, í
sama herbergi og hin fræga
réttindayfirlýsing Virginíu var
undirrituð fyrir 184 árum.
(Lynn Poole, The John
Hopkins University).
Sigríður Jónsdótfir
í DAG verður til moldar borin
frá Dómkirkjunni Sigríður Jóns-
dóttir, kona háöldruð, er um langt
skeið bjó í einum Hlíðarhúsabæj-
anna við Vesturgötu.
Sigríður var fædd á Ámýrum í
Helgafellssveit 8. marz 1866. For-
eldrar hennar voru Matthildur
Nielsdóttir og Jón Þorsteinsson.
Niels móðurafi Sigríðar bjó lengi
í Höskuldsey, en foreldrar hans
voru Jón Jónsson faktor á Stapa
og Jórunn móðursystir Árna
kaupmanns Thorlacíusar í Stykk-
ishólmi. Föðurforeldrar Sigríðar
voru Þorsteinn Þorsteinsson
bóndi á Ámýrum og Sigríður
Jó.nsdóttir Þorleifssonar frá Kleif
um í Gilsfirði.
Þegar Sigríður var níu ára,
missti hún föður sinn og fluttist
þá að Sellóni, sem er smáeyja
fyrir landi Helgafellssveitar. Þar
bjó þá gömul kona, Guðrún 111-
ugadóttir, ásamt dóttur sinni og
tveimur uppeldisdætrum. Það
kom í hlut þessara kvenna að
(sinna öllum störfum, sem til
tfalla á eyjajörð. Þær reru í fisk,
fóru í flyðrulegu, fluttu hey heim
úr úthólmum, hirtu um varp og
tóku kofu og ferjuðu fé á land
og af. Sigríður vandist brátt öll-
um þessum störfum, eftir að hún
var í Sellón komin, og á ferming-
araldri var henni ekki umhend-
is að setjast undir stýri og sigla
bitahöfuðsbyr, þá er hún þurfti
að fara kaupstaðarferð í Hólm-
inn. Alla ævi lék mikill ljómi í
hug hennar um vistina í Sellóni
og Guðrúnu fóstru sína dáði hún
flestum mönnum frem.ur.
Úr Sellóni lá leiðin í Fremri-
Langey, en þar var hún vinnu-
kona í nokkur ár hjá Eggert
bónda Gíslasyni. Henni lét svalk
ið, sem oft fylgir eyjamennskunni
vel og hvergi taldi hún betra
4»undir bú. Engar fregnir komu
verr við hana háaldraða, en þeg-
ar hún hafðí spurnir af því, að
eyjar vestra höfðu farið í eyði.
Henni var ofraun að skilja, hvers
vegna fólk var að yfirgefa slíkar
matarkistur. En þrátt fyrir dá-
læti hennar á eyjunum og eyja-
búskapnum, skipaðist svo fyrir
henni að strita lengst ævinnar í
öðru umhverfi. — Eftir að hafa
verið nokkur ár í vinnumennsku
í Breiðafjarðardölum, fluttist
hún til Reykjavíkur. Þangað
kom hún 1894 og átti þar heima
æ síðan, en hún lézt 28. júní sl.,
rösklega 94 ára.
Á aðfangadag jóla 1897 giftist
hún Guðjóni Þórðarsyni og settu
þau bú saman í Vesturbænum í
Hlíðarhúsum, en hann áttu for-
eldrar Guðjóns: Lengst af, meðan
Sigríður og Guðjón bjuggu
saman, var hann háseti á „Skál-
holti“, en það var í strandsigling
um hér við land á sumrum, en
utanlandssiglum á vetrum. Guð-
jón kom því nánast sem gestur á
heimili sitt. Það kom því í hlut
Sigríðar að annast bú og börn.
Við Vesturbæinn var dálítið
stakkstæði og þar verkaði hún
fisk fyrir Geir gamla Zoéga.
Einnig þjónaði hún á sumrum
þeim erlendu mönnum sem á
„Skálholti“ voru og þvoði allt
borðlín skipsins. Það var ekki
ótítt, að hún leggði undir kvöld
af stað inn í Laugar klyfjuð í
bak og fyrir og stæði við þvott
alla nóttina. Hún var hamhleypa
við störf, kröftug og úthaldsmik-
il ,en þó var sérstaklega til þess
tekið, hversu velvirk hún var og
vandvirk.
Mann sinn missti Sigríður ár-
ið 1919. Þau höfðu eignazt 4
börn: Magðalenu, sem er gift
Kritjóni Ólafssyni húsgagnasmið.
Ágúst, sem látinn er fyrir tveim-
ur árum, og kvæntur var Sigríði
Jónsdóttur, Guðrúnu gifta Magn-
úsi Gíslasyni bifreiðastjóra og
Ottó, kvæntan Svanhvítu Guð-
mundsdóttur.
Allmörg ár eftir að Sigríður
var orðin ekkja, dvaldist hún 10
sumur vestur við Breiðafjörð. Af
þeim sökum fagnaði hún sumar-
komu sérstaklega, líkt og barn
jólahátíð. Og allmjög mun hún
hafa dvalizt vestra í huganum,
eftir að hún var blind orðin og
rúmlæg.
Sigríður var bókelsk og fróð-
leiksfús, en átti lengst af fáar
næðisstundir til að sinna þeim
hugðarefnum sínum, og þegar
loks tóm gafst, brást henni sjón,
en hún var blind í 18 ár. Bar hún
þá raun með mesta æðruleysi.
Margt varð til að ylja hug henn-
ar og hjarta þau árin, ekki sízt
heimsóknir barna hennar, tengda
barna og barnabarna. Allan þann
tíma, sem hún gat ei sjálf ann-
ast sig, dvaldist hún hjá Magða-
lenu dóttur sinni og Kristjóni
mánni hennar, og naut þar slíkr-
ar aðbúnaðar og umönnunar, að
hún hefði trauðla á betra kosið.
Þegar ég nú kveð þessa elztu
frænku mína, stendur mér fyrir
minni, hversu trygg hún var og
raungóð. Hún hafði stórt skap og
heitt geð, en hreinskiptin var hún
og heillynd. Fleðulæti og loð-
mælgi var fjarri henni, hún kvað
ætíð fast að, hvort heldur hún
þurfti að taka svari vina sinna
eða hjóst við þá, sem gert höfðu
á hlut hennar. Við fráfall henn-
ar verður enginn héraðsbrestur.
Hún vann vel og trúlega, meðan
þrek entist og bjart var af degi.
Minni sínu og andlegri sjón hélt
hún til hinztu stundar, og þrek-
lyndi hennar veiktist ei, hversu
sem á bátinn gaf.
L. K.
2 l 'í /VT/A/ r V
Stúlka oskast
til hcimilisstarfa strax.
Upplýsingar í síma 34364.
Afgreiðslustúlka oskast
til að leysa af í sumarfríum. Upplýsingar
í verzluninni Máfell, Hafnarstræti 16
kl. 3—4 í dag.
Kvenfélagið Bylgjan og F.Í.L
Farið verður í skemmtiferð laugardaginn 16. júlí.
Þátttaka óskast tilkynnt fyrir 13. þ.m. í síma 34932,
33899 og 24916.
NEFNDIN
Bréf. itari
Stúlka ekki yngri en 25 ára, sem getur annast bréfa-
skriftir á aönsku og ensku, getur fengið atvinnu
hálfan daginn eða jafnvel allan daginn eftir sam-
komulagi. Tilboð með upplýsingum um fyrri störf og
kunnáttu, sendist afgr. Mbl. sem fyrst, merkt:
„Skrifstofustarf — 3629“.
\Jér Pfytjum út
m
Kápu- dragta- og kjólaefni
Margskonar nýtízku snið og gerðir
úr gerfisilki í marglitum prentuðum
Fataefni
úr gerfisilki í margtium prentuðum
og ofnum mynstrum.
Rykfrakkapoplin
100% bómull í nýtízku litavali,
mjög eftirsótt sérgrein.
Vér væntum að fá að vita um hvers þér óskið.
Ig,
OEUTSCHER INNEN - UND AUSSENHANDEL TEXTIl
BERLIN W 8 ■ BEHRENSTRASSE44
DEUTSCHE DEMOKRATISCHE REPUBLIK