Morgunblaðið - 11.08.1960, Page 1
47 árgangur
180. tbl. — Fimmtudagur 11. ágúst 1960
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Ríkisstjdrnin reiðubúin
til viðræðna við Breta
ítrekar rétt Islands til 12
milna og vill kanna öll urræði
til að koma í veg fyrir árekstra
MORGUNBLAÐINU barst í
gær fréttatilkynning frá ut-
anríkisráðuneytinu þar sem
frá því er skýrt, að ríkisstjórn
in hafi fallizt á að taka upp
viðræður við brezku ríkis-
stjórnina, um deilu þá sem er
um aðstöðu brezkra fiski-
skipa á íslandsmiðum. Miða
viðræður þessar að því að
kanna til lilítar öll úrræði til
að koma í veg fyrir áfram-
haldandi árekstra. Jafnframt
áréttar íslenzka ríkisstjórnin
rétt íslands til 12 mílna fiski-
veiðilögsögu og bendir á að
vinna þurfi að framgangi á-
lyktunar Alþingis frá 5. maí
1959, sem birt er hér á eftir.
Með þessari afstöðu hafa
íslendingar enn sannað vi 1 ja
sinn til að leitast við að leysa
fiskveiðideiluna friðsamlcga.
Hlýtur þeirri ákvörðun ríkis-
stjórnarinnar að verða fagn-
að, þar sem nú er að renna
út þriggja mánaða tímabil
það, sem brezkir togaraeig-
endur höfðu bannað skips-
höfnum sínum veiðar innan
ísl. fiskveiðilandhelgi, og
hefði þá mátt búast við nyj-
um og alvarlegum árekstrum,
ef ekkert hefði verið gert.
Fréttatilkynning utanríkisráðu-
neitisins hljóðar á þessa leið:
„Ríkisstjóm Bretlands hefur
farið þess á leit við ríkisstjórn
íslands að teknar verði upp við-
ræður þeirra í milli um deilu þá,
sem er um aðstöðu brezkra fiski-
skipa á Íslandsmiðum. Þar sem
íslenzku ríkisstjórnini virðist ein-
sætt að kanna beri til hlítar öll
úrræði, sem koma mættu í veg
fyrir áframhaldandi árekstra á
Hittast Eisenhow-
er og Krúsjeff?
WASHINGTON, 10. ágúst (NTB-
Reuter) — Eisenhower Banda-
ríkjaforseti sagði í dag, er hann
svaraði fyrirspurnum á blaða-
mannafundi, að ef Krúsjeff yrði
leiðtogi sovézku sendinefndar-
innar á næsta Allsherjarþingi
S. þ. í haust, mundi fundum
þeirra máske bera saman enn
einu sinni. Eisenhower sagðist í
slíku tilfelli vera reiðubúmn til
að bjóða Krúsjeff að heimsækja
sig til Washington, svo framar-
lega sem nokkurt útlit væri fyr-
ir árangur af viðræðum á ný á
milli þeirra. Hann bætti því hins
vegar við, að horfurnar á ár-
angri af slíkri heimsókn væru
nú svo sáralitlar, að hann hefði
ekki hugleitt málið.
íslandsmiðum, auk þess sem
vinna þurfi að framgangi álykt-
unar Alþingis frá 5. maí 1959, hef-
ur hún tjáð sig reiðubúna til
slíkra viðræðna, jafnframt því,
sem hún hefur ítrekað við brezku
stjórnina, að hún telur ísland
Framh. á bls. 15
Verkfall
í Fœreyjum
ÞÓRSHÖFN, 10. ágúst Frá frétta-
ritara Mfol.: — Allt starfsfólk
landsstjórnarinnar hér í Færeyj-
um hóf verkfall í morgun og eru
allar stofnanir hennar því lokaðar
í dag. Verkfallið er mjög víðtækt
og hefur því haft mikil áhrif á
athafnalíf hér í eyjunum. Verk-
fallið er ólöglegt.
♦------------------♦
Mávur í hreyfilinn
UM kl. 11,30 í fyrrakvöld, urðu þó á hreyflinum og fór
þegar Gunnfaxi, Douglas-
flugvél F.Í., var að koma frá
Þórshöfn til Akureyrar
flaug stór mávahópur fyrir
framan vélina og lenti í öðr-
um hreyflinum. FVugvélin
var rétt að lenda og gekk
lendingin vel. Skemmdir
viðgerðarmaður norður
gær og gerði við hann. Kom
flugvélin suður um miðjan
dag.
Myndin hér fyrir ofan
sýnir einn mávinn fastann í
hreyflinum.
(Ljósm. St. E. Sig.)
Lumumba og Tshombe fall-
asf á stefnu Öryggisráðsins
Batnandi horfur i Kongó-deilunni
Leopoldville, 10. ág. (Reuter).
HORFURNAR í Kongó bötn-
uðu til mikilla muna í dag,
þegar bæði ríkisstjórn lýð-
veldisins og héraðsstjórnin í
Katanga lýstu sig reiðubúnar
til samstarfs við Sameinuðu
þjóðirnar. — Búizt er við að
lið S.þ. haldi til Katanga á
föstudag. —
Urðu við tilmælum Hammar-
skjölds
Þessar yfirlýsingar beggja að-
ila voru svar við mjög eindregn-
um tilmælum Dag Hammar-
skjölds. Hafði hann leitað eftir
fulltingi þeirra við framkvæmd
síðustu ályktunar Öryggisráðs-
ins varðandi Kongómálið.
Forsætisráðherra Kongó-lýð-
veldisins, Patrice Lumumba,
lýsti í svari sínu sem hann sendi
til Ralph Bunche, yfir fullkom-
inni samvinnu. Og forsætisráð-
herra héraðsstjórnarinnar í Kat-
anga, Moise Tshombe, sendi
Hammarskjöld símskeyti um að
„stjórn Katanga væri reiðubúin
til að hefja viðræður".
I ályktun Öryggisráðsins voru,
eins og menn minnast, ákvæði
um tafarlausan brottflutning
belgískra herja og skyldu liðs-
menn S. þ. leysa þá af hólmi í
Katanga, án þess að blanda sér
nokkuð inn j innanríkismál lands
ins.
Lið S. þ. alls staðar — nema
í Katanga
í orðsendingu sinni til Tshom-
be minnist Hammarskjöld ekki á
þær kröfur, sem leiðtogi héraðs-
stjórnarinnar hafði sett fram, m.
a. um að í liði því, sem til hér-
aðsins yrði sent, yrðu engir liðs-
menn úr kommúniskum löndum.
Lið S. þ. er nú komið til allra
héraða Kongó, að Katanga einu
undanskyldu. í síðustu viku hót-
aði Tshombe að veita vopnaða
mótspyrnu, ef nokkrii af liðs-
mönnum S. þ. kæmu ínn í hér-
aðið. Hann skipti hins vegar um
skoðun, þegar Öryggisráðið féllst
á að láta deilu hans við stjórn
lýðveldisins afskiptalausa.
Lumumba þakkar Öryggisráðinu
í Leopoidville hélt Lum-
umba forsætisráðher.ra blaða-
mannafund í dag, og lýsti m. a.
yfir innilegu þakklæti til Örygg-
isráðsins fyrir að hafa óskað eft-
ir því við Belga, að þeir flyttu
herlið sitt á brott frá Katanga.
Hinn 34 ára gamli forsætis-
ráðherra sagðist einnig vilja
aðvara þá Kongóbúa, sem
gerðust formælendur fyrir
sjálfstæði einstakra héraða,
að slíkt yðri ekki þolað. „Eng
inn hefur rétt til að lýsa yfir
sjálfstæði", sagði hann. „Hver
og einn, sem slíkt reynir,
mun verða handsamaður á
stundinni."
Þá sakaði Lumumba Belgíu-
menn um að hafa framið
skemmdarverk á ríkisútvarpinu
og bætti því við, að vegna eyði-
legginga á símalinum væri nú
ekki hægt að hafa samband við
öll héruð landsins. Loks veittist
forsætisráðherrann harkalega að
Tshombe og sagði að hann • lyti
stjórn Belga bæði í orðum og
gjörðum.
Lumumba sagði einnig í ræðu
Framh. á bls 2.
1 Fer belgískn
stjdrnin fró?
BRÍÍSSEL, 10. ágúst (Reut-
er). — Forsætisráðherra
Belgíu, Gaston Eyskens,
gekk á fund Baudouins kon-
ungs, eftir 90 mínútna ráðu-
neytisfund hér í dag. Herma
óstaðfestar fregnir, að stjórn
in hyggist segja af sér, en
hún hefur orðið að sætta sig
við mikla gagnrýni fyrir að-
gerðir sínar í Kongó-málinu.
Fulltrúar fiskiðnaðar-
ins ræða við Soames
Þriggja mánaða tímabilið rennur út
á morgun
LONDON, 10. ágúst. (Reuter)
— Fulltrúar brezka íiskiðn-
aðarins munu á morgun
ganga á fund Christopher
Soamcs, fiskimálaráðherra, til
áframhaldandi viðræðna um
fiskveiðideiluna við íslend-
inga.
Áhyggjufullir um framtíðina
Leiðtogar fiskiðnaðarins eru
sagðir hafa áhyggjur af því, hvað
ske muni, þegar á enda rennur
það 3 mánaða tímabil, sem þeir
féllust á af frjálsum vilja að
stunda ekki veiðar innan 12-
mílna markanna við ísland, en
það er næstkomandi föstudag.
Bretar viðurkenna ekki þessi tak
mörk, sem kunnugt er.
Engar samningaviðræður
Talsmaður utanríkisráðuneytis-
ins skýrði frá því í gær, að Bret-
land hefðj verið í sambandi við
íslenzku stjórnina eftir „diplo-
matískum“ leikum. En hann
bætti við, að sér væri ekki kunn-
ugt um, að neinar samningavið-
ræður hefðu átt sér stað milli
ríkisstjóma landanna.
Stjórnmálafréttaritarar segja,
að engar viðræður hafi átt sér
stað milli Bretlands og íslands,
síðan önnur sjóréttarráðstefnan í
Genf fór út um þúfur í apríl sL