Morgunblaðið - 11.08.1960, Page 14

Morgunblaðið - 11.08.1960, Page 14
14 MORCmSTtZAÐin Timmtudagur 11. ágúst 1960 Olympíueldur tendraöur Jón og Hilmar Athöfnin fer fram í Olympíu í Grikklandi d morgun kl. 9 til Róm OLYMPÍUNEFND íslands hélt fund á þriðjudaginn og valdi þá tvo menn til þátt> töku í Olympíuleikunum I Róm til viðbótar þeim 5 er voru valdir. Þessir tveir nýju Rómarfarar eru Jón Péturs- son KR og Hilmar Þorbjörns- son Á. Jafnframt samþykkti nefnd in samkvæmt beiðni FRl að senda þjálfara með frjáis- íþróttamönnunum, sem jafn- framt yrði flokksstjóri. Stjórn FRÍ var falið að tiinefna mann til þessa starfs. Ennfremur var ákveðið eft- ir ósk FRÍ að halda opinni leið til þátttöku í 110 m grindahlaupi til 14. þ. m. Biargið okkur undan lögreglunni NÚ þegar allt er tilbúið fyrir Olympíuieikina, þá hefur Ol- ympíunefndin vaknaði við vond- an draum sem verður að ráðast farsællega. — Hún hefur sem sé komizt að því að eitbhvað verð- ur að gera vegna lögreglumann. anna, sem vilja fá ókeypis að- gang að leikjunum. OLYMPÍUELDURINN, sem loga mun á Rómarleikunum, verður á morgun tendraður i Olympíu á Grikklandi — staðnum þar sem Olympiu- leikar fornaidar voru haldnir. Hann verður síðan borinn til Rómar og koma nær 1200 manns við sögu við þann burð. — • Strax af stað tiJ Rómar Eldurinn verður kveiktur kl. 9 árdegis á morgun. Og eldber- arnir leggja strax af stað með blysið og síðan verður eldurinn borinn um Korinþuborg til Aþenu Þangað verður komið 13. ágúst kl. 9 síðdegis. Þar fer fram hátíð- leg athöfn á gamla Olympíuleik- vanginum — sem notaður var m.a. 1896 — og að hennj lokinni verður eldurinn borinn um borð í hersnekkjuna Vespucci. Þann 18. ágúst kl. 20:30 kem- ur skipið til Syrakus, hins gamla gríska héraðs á Ítalíu. Þaðan verður hlaupið með eldinn til Rómar og farið m.a. um Napoli. Olvmpíublysið kemur til Capitol í Róm 24. ágúst kl. 21. Þar logar hann um nóttina og verður borinn á Olympíuleik- vanginn 25. ágúst. Leiðin frá Olympíu í Grikk- landi til Rómar er 1526 km. Blys- ið verður 104 klst. og 56 rnínút- ur á leiðinni. 1199 blysberar bera eldinn og eldurinn mun loga á Olympíuleikvanginum frá 25. ágúst til leiksioka 11. september. Bikorkeppnin heisl í kvöld í KVÖLD hefst bikarkeppni KSl, hin fyrsta í röðinni, með leik B- liða KR og Fram á Melavellinum 1 keppni þessari taka þátt 16 lið frá 11 aðilum, en 5 aðilanna senda 2 lið, KR, Fram, Valur, Þróttur og IA. Er keppni þessi hrein útsláttarkeppni og fellur það lið, sem tapar leik, úr keppn- inni. Gerir það leikinn miklu skemmtilegri og tvísýnni, þar sem liðin liggja ekki á liði sínu Keppninni er skipt í forkeppni og aðalkeppni. - 1 forkeppninni taka þátt B-liðin og 2. deildar- liðin og leika um 3. sæti í aðal- keppninni, en þá koma inn í keppnina 5 Jið úr 1. deild, en Akureyringar taka ekki þátt í keppninni að þessu sinni. Nýlokið er meistaramótinu í útihandknattleik. í karlaflokki sigraði FH með yfirburðum. Hér eru þeir í úrslitaleik gegn KR. Örn Hallsteinsson reynir markskot. Að baki hans er Birgir Bjarnason fyrirliði FH. (Ljósm. Sv. Þormóðsson). Annab sterkasta knattspyrnu félag Færeyja í Keflavík Endurgeldur heimsókn Keflvikinga með 3 leikjum Heimir hond- arbrolnoði HEIMIR Guðjónsson mark- maður KR varð að yfirgefa völlinn í fyrrakvöld, 'egna þess að hann fékk sp'rk í hægri höndina, og fann mikið til. Farið var með Heimi á slysavarðstofuna og þar tekin mynd af hendinni og kom þá / í ljós að höndin var brotin rétt J fyrir neðan úlnliðinn. Heimir vax settur í gips og mun verða frá vinnu í nokkurn tíma. All- ar líkur eru á að knattspyrn- unni sé lokið fyrir Heimi í sumar, en þetta sumar hefir verið harla slæmt fyrir hann því í vor varð hann af fyrstu leikjunum vegna þess að hann missti járnstykki ofan á ann- an fótinn og var þess vegna frá í nokkurn tíma. SAMSTARF íslenzkra og færeyskra knattspyrnumanna hefur farið vaxandi á undan- förnum árum. í fyrra háði ísland sinn íyrsta B-landsleik í Þórshöfn og á þessu ári hafa tvö ísl. knattspyrnulið farið í keppnisför til Færeyja, eða Reynir í Sandgerði og 1. fl. KR. Allir knattspyrnumenn sem til Færeyja hafa farið eru sammála um að knattspyrnu- áhugi sé þar mikill og gest- risni eyjaskeggja frábær. Fjórir komnir Færeyskir knattspyrnumenn hafa ekki verið jafn t’ðir gestir á íslandi. En nú n.æstu daga mun liðið B-36 frá Þórshöfn keppa i Keflavík. Er þetta lið að endurgjalda heimsókn ÍBK til Þórshafnar 1957. Fjórir hinna færeysku leik- manna komu með Gullfossi og hitti fréttamaður Mbl. þá að máli hjá formanni ÍBK Bjarna Al- bertssyni. Færeyingunum sagðist svo frá, að aðalliðið kæmi á föstu dagsmorgun til Vestmannaeyja með danska varðskipinu Ternen en það yrði flogið til Keflavíkur. Alls verða í förinni 19 menn, þar af 16 leikmenn og varamenn. Gott lið B-36 er annað tveggja knatt- spyrnufélaga í Þórshöfn og varð Færeyjameistari 1959, en í sumar tapaði það titlinum til keppinautar síns HB í Þórs- höfn. Alls taka 5 félög þátt i meistaraflokkskeppni í Fær eyjum. Með B-36 keppa tveir lánsmenn frá HB, þeir Pétur Sigurður Rasmussen mark- vörður og Burmann Niclasen miðherji. Landskeppni og bæjarkeppni Færeyíngar fara árlega i lands keppni við Shetlandseyjar. í fyrra sigraði landslið Færeyja í Lervik með 4:1 og í bæjakeppni sigraði Þórshöfn Lervik 4:2. í sumar hafa Danir heimsótt Fær- eyjar en SBU lék þar 3 leiki og sigraði SBU Þórshafnarúrvalið með 4:2, í Klakksvík með 3:1 og sameinað lið Klakksvíkur og Þórshafnar með 3:2. Þessi marka tala gefur til kynna að Færey- ingar geta verið harðir 1 horn að taka. 3 menn frá B leiknum í liði B-36 verða þrir leikmenn sem kepptu í B-landsleiknum í fyrra og einn sem þá var vara- maður. Aðspurður um það hver væri bezti knattspyrnumaður Færeyja í dag, töldu þeir það vera hægri útherjann Thorstein Magnússon, en hann stóð sig mjög vel í landsleiknum i fyrra. 3 leikir Færeyingarnir keppa hér 3 leiki og verður sá fyrsti gegn IBK á grasvellinum í Njarðvík á föstudagskvöld kl. 8. Á mánu- dag keppa þeir við KFK og á miðvikudag við UMFK. Liðið heldur utan með Drottn- ingunni nk. föstudagskvöld. Án efa mun mörgum leika hugur á að sjá knattspyrnugetu þessara frænda vorra er þeir mæta ísl. 1. deildarliði á föstudagskvöldið. LONDON, 1. ágúst. — Gordon Pirie, ein af Olympíuvonum Breta, vann hér í dag nauman sigur í 5000 metra hlaupinu, og átti þar með sinn þátt í því að Bretar unnu Frakka í frjáls- íþróttum með 11614 stigi gegn 95%. — Þessi landskeppni var úrtökumót beggja þjóðanna fyr- ir Olympiuleikina í Róm. Pirie, sem hafði möguleika á að komast til Rómar fyrir árang ur sinn í 5000 og 10000 metra hlaupinu, var mjög hvattur af hinum 40.000 áhorfendum, er hann vann hlaupið með góðum loka.spretti. Tími hans varð 13 mín. 51,6 sek. en það er 16,6 sek frá heimsmeti rússans Viadimir í síðustu viku fór fram hnefa- leikakeppni í hinni nýju íþrótta- höll leikjanna. 15000 áhorfendur greiddu aðgang að keppninni og var því vel skipað í höllina, en það sem verra var — 2500 lög- regluþjórar mættu við hiiðar- dyrnar og ruddu sér irin, þótt hvergi væri pláss fyrir ailan sæg inn. Þeii fylltu ganga og sumir stálu sætum frá fólki, sem hafði keypt sig inn. Það er því engin furða þótt þetta dæmi um íþrótta áhuga itölsku lögreglunnar hrelli forystumenn Olympíuleikjanna, því margar greinar Olympíuleikj anna munu verða þýðingarmeiri og eftirsóttari en hnefaleika- keppni, þo um atvinnumenn væri að ræða. — Og þegar öll sæti eru uppseld, hvar á þó að koma lög- regluþjónunum fyrir. — íþrótta forustan hefir miklá ást á lög- reglunni, en þrátt fyrir það mun það nú samt verða lausn þessa máls eða annað hvort verða lög_ regluþjónarnir að greiða aðgangs eyri, ellegar sitja heima. Kutsin frá 1957. — Annar í hlaupinu varð Frakkinn Frank Salvat, sem kom nokkrum metr- um á eftir Englendingnum í mark á eftir Rússanum Kuts á Olympíuleikjunum 1956. — Bretinn Ken Matthews setti brezkt met í 10000 metra göngu. Tíminn var 42 mínútur 35,6 sek. Bretar settu einnig brezkt met í 4x100 metra boðhlaupi 40,1 sek og fyrrverandi grindahlaupar- inn Tom Farrell vann 800 m hlaupið á 1:48,5 mín. Frakkinn Abdoulaye Seye setti franskt met í 400 metra hlaupinu 45,6 sek og Frakkinn Victor Sillon vann stangarstökk ið 4,36 metra. — Ford Taunus 1960 4ra dyra, De-Luxe, með útvarpi o. fl., óskráður og ókeyrður. Sérlega fallegur einkabíll. A»AL BlLASALAN Ingólfsstræti 11 — Sími 15-0-14 og 2-31-36. Fyrirtæki — stofnanir Húsgagnasmiður óskar eftir fastri hreinlegri atvinnu. Hefi rúmgott V/nnupláss og vélar. Ýmislegt fleira en smíðar kemur til greina. Tilboð sendist Mbl. íyrir 20. þ. m. merkt: „Reglusamur — 809“. Bretor unnu Frnkkn í irjnlsum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.