Morgunblaðið - 11.08.1960, Blaðsíða 16
Kalda stríðið
Sjá bls. 9.
180. tbl. — Fimmtudagur 11. ágúst 1960
7200 mál síldar
til Vopnafjarðar
En vegna smœðar var hún ósöltunarhœf
FRETTARITARI Mbl. á Vopna-
firði símaði í gærk völdi að mikl-
ar annir væru þar í kauptún-
inu í sambandi við síldarvertíð-
ina. Þangað höfðu komið í gær
29 skip með um 7200 mál síldar.
Söltunarhæf sild var aðeins hverf
andi lítill hluti af þessu magni,
því svo smá var hún. Hæstu skip
voru Björn Jónsson 658 mál, Sig-
urvon AK 450, Freyja GK 450,
Straumnes ÍS 450, Þorbjöm GK
492 og Helga RE 462.
Nær 6000 tunnur síldar
Á Vopnafirði er nú búið að
Salta í rúmlega 5800 tunnur síld-
ar, Auðbjörg heitir annað planið
og búið að salta þar í 3350 tunn-
ur en hjá Hafbliki í 2480.
Nú er búið að fylla gömlu
mjölskemmu síldarverksmiðjunn-
ar. Er þegar byrjað að stafla
Á unnoð hundr-
oð sovétskip
fyrir norðon
KLUKKAN laust fyrir 11 í
gærkvöidi hringdi fréttaritari
Mbl. á Akureyri St. E. Sig. og
skýrði frá því, að feikilegur
floti rússneskra veiðiskipa
væri kominn upp undir Norð-
urland.
Af því er sjómenn sem séð
hafa hinn rússneska flota
skýra frá, þá munu vera í
honum á annað hundrað síld-
veiðiskip — en ekkert móður-
ikip hefur sézt. Kom floti þessi
rpp undir Kolbeinsey í gærdag
og var á svæðinu 10 mílur NA
af eynni og voru skip búin
reknetjum og byrjuð að láta
/ reka í gærkvöldi.
sekkjum upp í nýju skemmuna,
sem nú er verið að setja þakið á.
SIÐ U S T U
FRÉTTIR
í gærkvöldi bárust frétt-
ir til Vopnafjarðar frá Ægi
þess efnis að hann hefði til-
kynnt um lóðningu á síld
NA af Langanesi. Fylgdi
það fréttinni að mikið
magn — meira en sérfræð-
ingarnir um borð hafa
mælt í sumar, væri í sjón-
um á þessum slóðum. —
Þetta gæti boðað meiri
tíðindi af þessum slóðum,
sagði fréttaritarinn að lok-
um. —
Góður
heyþurrkur
ÞÚFUM, 10. ágúst: — Undan-
farna daga hefur verið góður þerr
ir á hey. Bændur áttu orðið mikið
hey, en nú hefur það allt þorn-
að ágætlega. Náðst hefur inn
mikill og vel nýttur heyfengur,
svo ágætlega lítur út með hey-
öflun. Seinni sláttur er almennt
hafinn. Mikið af hánni fer jafnan
í vot'hey. — PP.
r
t, £icf um v/ál ekki áé hafa te*kei&
df smnleika m eá 7"
MORGUNBLAÐIÐ sagði í 1«,
fyrradag frá umræðum, er
nýlega áttu sér stað um mál-
gagn Framsóknarflokksins,
„Tímann“, á almennum sam
komustað í einum af eldri
síldarbæjum landsins. Þeim
lauk með því, að fréttaritari
málgagnsins á staðnum
mælti þessi hnyttnu orð:
„Þið vitið það, strákar, að
blaðamennskan er ekki
nema teskeið af sannleika á
móti poka af lygi“. — Þykir
málflutningi „Tímans“ ekki
hafa verið betur lýst í annan
tíma — og hefur þó margt
misjafnt verið réttilega um
hann sagt.
Mokafli í reknet
SIGLUFIRÐI, 10. ágúst. —
Mikill floti af erlendum sild-
arbátum er nú á reknetjum
fyrir Norðurlandi, Rússar,
Svíar og Norðmenn. Mun all-
ur flotinn hafa mokaflað í
dag á svæðinu frá Kolbeins-
ey og austur undir Langanes.
Rússarnir fundu síldina í
fyrrinótt, og komu hinir á
eftir. Er þetta sögð stór og
falleg síld ,og munu Norð-
mennirnir veiða í bræðslu, ef
þeir hafa ekki við að salta.
Bátarnir frá Breiðafirði,
sem eru hér á reknetjum,
voru á öðrum stað, enda eru
þeir með annars konar net.
— Guðjón.
I gær fór fram frá Dómkirkjunni útför Júlíusar Havsteen,
fyrrum sýslumanns. — Kirkjan var þéttskipuð, en minningar-
ræðuna flutti séra Bjarni Jónsson vígslubiskup, en þeir voru
skólabræður hann og Júlíus. — Þessi mynd var tekin er
v kista hins látna var borin úr Dómkirkjunni í líkvagninn.
Blómosýningin
í Hverngerði
HVERAGERÐI, 19. ágúst: — Að-
sókn er góð að hinni skemmtilegu
blómasýningu 1 Skátaheimilinu.
Höfðu um helgina komið 800
manns. Með tilliti til fréttarinnar
um aðgangseyri að blómasýning-
unni, skal þess getið að börn
sem eru í fylgd með foreldrum
sínum, yngri en 10 ára, fá ókeypis
aðgang.
Margvíslegur kostnaður er sam
iara sýningu þessari og 20 kr. að-
gangur fyrir fullorðna, sem geng
ur m. a. til hins nýja Skáta-heim-
ilis, verður að teljast í hóf stillt.
Sýningin verður opin fram á
næstu helgi.
15 bátar byrjaðir
dragnótaveiðar
Vaxandi vinna í frystihúsunum
EFTIR því sem næst verður
komizt eru nú 15 bátar héðan
frá Reykjavík byrjaðir drag-
nótaveiðar hér í Faxaflóa. —
Hefur þegar orðið af þess-
um veiðum hinna litlu báta,
veruleg atvinnuaukning i
hraðfrystihúsum bæjarins.
Jt 30 bátar *
Tala dragnótabáta fer nærri því
daglega fjölgandi og eru 30 bátar
búnir að fá leyfi til veiðanna.
Reknetabátarnir koma yfirleitt
að árdegis og er kolinri ýmist
heilfrystur í fimm mismunandi
stærðarflokkum, eða flakaður og
roðflettur.
★ 5 þús. kr. hlutur
ÖIl frystihúsin að einu und-
anskyldu hafa nú byrjað kola-
frystingu. Hefur af því leitt
atvinnuaukningu fyrir starfs-
fólk stöðvanna, því togurun-
um hefur gengið erfiðlega und
anfarið eins og kunnugt er af
fréttum. Sjómenn á bátunum
hafa haft góðan hlut. Eru þess
dæmi að hásetahlutur hafi
komizt upp í 5000 krónur eftir
sex daga.
ísbjörninn h.f. mun fyrst
hafa byr jað að taka á móti kola
„Sa^a“ se3d
til Luxemburg
SKYMASTER-VÉLIN Saga, sem
var í eigu Loftleiða fram á síð-
ustu helgi, er nú heimilisföst í
Luxemburg. Nýi eigandinn heit-
ir Interocean Airways. Saga var
fjórða Skymaster-vélin, sem
Loftleiðir eignuðust, kom til
landsins 1955 Nú eiga Loftleiðir
eina Skymaster-vél eftir, Heklu,
en hafa Eddu á leigu frá Braat-
hen. En þegar sumaráætluninni
lýkur verður Edda ekki lengur
á flugleiðum félagsins og næsta
vor bætist væntanlega ný DC-6b
í flota Loftleiða
af Reykjavíkurbátum. Erhæsti
báturinn þar Aðalbjörg með
rúmlega 14 tonna _ afla eftir
fjórar veiðiferðir. í tsbirnin-
um er búið að frysta nær 36
tonn af kola, síðan dragnóta-
veiðar byrjuðu.
Enn hafa ekki verið gerðir sölu
samningar á frystum kola. Á veg
um Sölumiðstöðvar hraðfrystihús
anna er að þessu unnið í Bret-
landi, þar sem vonir standa til að
markaður fáist fyrir heilfrysta
kolann. — Til Bandaríkjanna
hafa kolaflökin verið seld og er
unnið að því þar á vegum S.H.
að auka söluna þangað.
Frímerkjamálið;
Málflufn-
ingur í gœr
í GÆR hófst málflutningur
fyrir sakadómi Reykjavíkur i
Fmmerkjamálinu svokallaða.
Var málflutningi haldið áfram
til klukkan að ganga 8 i gær-
kvöldi, en ekki lokið og heldur
áfram i dag. Sæjandi málsins
var Logi Einarsson fulltrúi í
dómsmálaráðuneytinu, en verj
endur fjórir, einn fyrir hvern
hinna ákærðu.
í málinu var lögð fram sem
dómskjal rannsókn í öðru frí-
merkjamáli, sem nefnt hefur
verið ,,Lundgaard-málið“. Er
þar um að ræða afhendingu
á allmiklu magni af gömlum
frímerkjum úr birgðum póst-
stjórnarinnar, til tveggja
danskra verkfræðinga, Lund-
gaards og Östergaards.
Rannsókn þess máls liggur
nú fyrir til umsagnar í dóms-
málaráðuneytinu, en verð-
mæti frímerkja þeirra sem
verkfræðingarnir fengu afhent
mun á frjálsum markaði nema
mjög hárri upphæð, — líklega
allmikið á aðra milljón króna.