Morgunblaðið - 13.08.1960, Blaðsíða 15
Laugardagur 13. ágúst 1960
MORCUNBLAÐIÐ
15
styrjöld, að ryðja sér braut út
Eystrasaltið og yfir Norðurlönd.
Stjórnum Norðurlandanna er
vel kunnugt um þessa miklu
ógnun og í þeim öllum er nú
rætt um það, að þessi viðbún-
aður Rússa geri það óhjákvæmi-
legt, að Norðurlöndin svari ógn-
uninni með styrkari vörnum, afli
sér eldflauga og kjarnorku-
vopna. í rauninni langar þessar
friðsömu menningarþjóðir alls
ekki til að búa heri sína slíkum
vopnum, en þessi furðulegi
styrjaldarbúningur Rússa neyðir
þær e. t. v. til þess. Þær geta
ekki lokað augunum fyrir því,
að nú þegar er búið að miða
tugum rússneskra eldflauga á
borgir þeirra og aðra hérnaðar
lega þýðingarmikla staði.
Hlutlausu ríkin
treysta á hjálp
Norðmenn og I>anir eru aðilar
að öflugustu vamarsamtökum
vestrænna þjóða. Þessi samtök
og herbúnaður þeirra er e. t. v.
þaS sem helzt hræðir Rússa frá
því að byrja árásarstríð sitt.
Svíar viðhalda hins vegar
gömiu hlutleysi sínu. Þeir vita
það að vísu að hlutleysisyfirlýs-
ing er einskisnýt fyrir þá ef
rússneskt herforingjaráð hefur
samið áætlun um það hvernig
ryðja eigi sér braut til Atlants
•hafsins yfir Eystrasalt og Norð-
urlönd. Meginásæðan til þess að
Svíar viðhalda hlutleysi sínu er
að þeir óttast að jafnskjótt og
þeir gengju í Alantshafsbanda
lagið myndu Rússar hefna sin
með því að hernema Finnland.
Samímis viðhalda Svíar einum
öflugasta her Evrópu og beraj
þyngri hernaðarútgjöld en aðrar
Evrópuþjóðir. Sýnir það bezt
varnarfestu Svía, að þeir hafa nú
sjálfir í hyggju að smíða sínar
eigin eldflaugar og ennfremur er
það í deiglunni, að þeir smíði
kjarnorkusprengjur til að mæta
hinni rússnesku ógn. Og loks er
það almennt viðurkennt í Svý-
þjóð, að ef í hart færi, þá treysta
Svíar að lokum á það, að her-
styrkur Atlantshafsbandalagsins
kæmi þeim ætíð til hjálpar.
Mörg ríki, sem eru á mörkum
hins austræna og vestræna
heims hafa lýst yfir hlutleysi í
heimsátökunum. Margvísleg að-
staða hefur stuðlað að slíkri yfir
lýsingu, svo sem gamlar venjur,
milliríkjasamningar og stundum
það, að fátækar þjóðir telja sig
ekki geta tekið þátt í alþjóða-
deilum, fyrr en þær hafa leyst
bráðaðkallandi mnanríkisvanda-
mál. En eins og hernaðartæknin
er nú orðin í heiminum og eins
og hugsj ónabaráttan stendur um
gervallan heim er fráleitt að i-
mynda sér að hlutleysisyfirlýs-
ing geti bægt hættunum frá
smáríkjunum. Hættan fer að lík-
um eingöngu eftir hernaðarþýð-
ingu og aðstöðu hvers lands a
hnettinum. Hótanir Rússa anu-
ars mesta herveldis í heiminum
beinast engu síður gegn hlut-
lausum ríkjum en öðrum. Jafn-
vel Indverjar sem hafa haft for-
ustu hlutlausra ríkja í Asíu við-
urkenna nú eftir síðustu atburði
á landamærum Tíbet, að ef um
þrýtur allt annað, treysta þeir
að lokum á hernaðarhjálp frá
Bandarík j uaum.
Áfall hlutleysisstefnu
Áður en toppfundurinn frægi
í París fór út um þúfur, voru
margir bjartsýnir um það, að
friðsamlegra væri að verða i
heiminum. Kúsjeff leiðtogi
Rússa lét svo líklega í ræðum
sínum, um að æskilegt væri að
koma á friðsamlegri sambuð
þjóða. Þá fengu hlutleysisskoð-
anir um sinn byr undir báða
vængi. Menn töluðu um að ó-
hætt væri að slaka á hervörnum
og sterk varnarsamtök væru
þarflaus, þegar ljónið og lambið
ættu nú að fara að lifa saman í
friði.
En þessar vonir hrundu á ein-
um degi eins og spilaborg, þeg-
ar Krúsjeff splundraði Parísar-
ráðstefnunni og hefur síðan haft
stöðugt í hótunum um vægðar-
lausar sprengjúárásir. Það upp-
lýsist jafnframt, að allan tím-
ann, meðan Krúsjeff var með
friðarorð á vörum hafa Rússar
verið í óða önn að byggja eld-
flaugastöðvar út um öll Sovéí-
ríkin og í leppríkjunum. Ég
held, að það sé mikill misskiln-
ingur að ætla að svarið við hiri-
um gengdarlausu hótunum
Rússa upp á síðkastið sé hlut-
leysi og varnarleysi, enda munu
I
fáir trúa slíkum fræðum. Þvert
á móti sýna hótanir Krúsjeffs
betur en nokkru sinni áður, að
eina lífs og frelsisvon þjóðanria,
er að sameinast um svo traustar
og ákveðnar varnir ,að árása<--
seggirnir megi sjá það fyrirfram,
að þejr munu tapa hverri þéir i
styrjöld sem þeir fitjuðu upp á.
Á þessum alvarlegu timum vilia (
hinar frjálsu þjóðir hvorki hlu
leysis né Munchen-menn.
Þorsteinn Thorarensen.
Framsögumenn á norræna lögfræðingaþinginu í dag eru þeir
Bernhard Gamard, prófessor í Danmörku (t. v.) og Gösta
Walin, hæstaréttardómari í Svíþjóð (t. h.)
Walin, riæstaréttardómari í Sví-
þjóð og Allvar Oscar Elmström,
lögmaður í Stokkhólmi.
Ásetningur
og lögvilla
Johannes Andenæs prófessor í
Ósló flutti framsöguerindi um
ásetning og lögvillu í refsirétti.
Andenæs sagði ,að það værí
meginregla í löggjöf Norðurland-
anna allra, að verknaður væri
því aðeins refsiverður, að hann
væri unnin at ásetningi. Ásetn-
ingshugtakið er ekki skilgreint í
löggjöf neins af Norðurlöndun-
um, en verkefnið látið fræði-
monnum og dómendum- eftir.
Fyrirlesarinn sagði, að það yrði
ekki gefin' einföld regla um eðli
ásetningsins.
Þessu næst vék fyrirlesarinn
að Iögvillu Eftir 74. gr. íslenzku
hegningarlaganna má færa refs-
ingu niður eða láta hana niður
falla, ef sá, sem verkið vann,
áleit, að verknaður hans væri
ekki réttarbrot vegna afsakan-
legrar vanþekkingar eða mis-
skilnings á réttarreglum. Svipuð
ákvæði eru í dönsku hegningar-
lögunum og skyld ákvæði í þeim
norsku, þó að túlkun þeirra sé
með nokkuð sérstökum hætti.
1 Svíþjóð og Finnlandi er ekki
lagareglum til að dreifa, en í
ýmsum dómum hefur þó verið
beitt reglum svipuðum þeim, sem
gilda á hinum Norðurlöndunum.
í öllum löndum ríkir mikil ó-
vissa á hessu sviði. Fyrirlesar-
inn setti fram sem umræðugrund
völl nokkrar skoðanir, og hélt
því m. a íram, að ekki væri
unnt að gera það að skilyrði
fyrir refsingu. að viðkomandi
hefði þekkt lagaákvæðið, sem
hann gerðist brotlegur við. Hins
vegar væri ekki heldur unnt að
dæma í refsingu í öllum tilvik-
um,' þar sem um lögvillu væri
að ræða. Fjallaði fyrirlesarinn
að lokurn nánar um, hvernig
markalínan yrði bezt dregin.
Þá flutti annar framsögumað-
ur, Hans Thornstedt, hæstarétt-
ardómari í Noregi, erindi sitt.
Þessir íóku til máls í umræð-
unum: N’i-o Salovaara, prófessor
í Helsingfars. Ragnar S. D. Berg-
endal, prófessor í Lundi, Ivar
Agge, prófessor í Stokkhólmí,
sem talaði tvívegis, Sten J. G.
Rudholm, skrifstofustjóri í Stokk
hólmi, Bo Palmgren, prófessor í
Helsingfors. Ivar Strahl, prófess-
or í Uppsölum og aðalfrummæl-
andi.
— Lögfræðinga-
mót
Frafh. af bls. 8
Rekola dró í upphafi upp
mynd af hinni miklu aukningu
í starfsemi ríkisvaldsins, sem
orðið hefur á þessari öld. Ríkis-
valdið hefui aukið starfsemi sína
á þeim sviðum, þar sem það lét
áður til sín taka, og jafnframt
hefur það seilzt inn á ný svið.
Starfsemm hefur um leið tekið
á sig annan blæ en áður var, —
ríkið er nú ekki aðeins „nætur-
vörður“ í þiónustu borgaranna
heldur og forráðamaður þeirra i
hinu nýja velferSarríki. Hin
aukna athafnasemi ríkisins hef-
ur leitt til aukins kostnaðar og
nefndi fyriilesarinn sem dæmi,
að frá því um 1870 og fram til
heimsstyrjaldarinnar fyrri hefðu
útgjöld hins opinbera verið 5—
7% af nettóandvirði þjóðarfram-
leiðslunnar á framleiðsluverði,
1938 hefði samsvarandi tala ver-
ið 28% ög nú 35—40%.
Þessi útgjaldaaukning hefur að
sjálfsögðu ieitt til aukirma á-
lagna á borgarana. Fyrirlesar-
inn kvaðst ekki ætla að fjalla um
það í þessu erindi, hvort þessi
þróun hefði alltaf verið réttlát
og eftirsóknarverð, en þó yrði
stundum efast um, að svo væri.
Svo gæti farið, að aðallífsstarf
manna yrði að vinna sér inn fé
til að greiða skatta, svo að lítið
yrði eftir til að auðga og þroska
eigið lif, þótt þar væri það afl,
sem fyrst og fremst knýr menn
áfram og gefur lífinu gildi.
Fyrirlesarinn sagði, að aukn-
ingin í staifsemi ríkisins hefði
leitt til fjölgunar opinberra
starfsmanna. Það og annað hefði
orðið til að minnka, þegar á
heildina væri litið, lagakunnátt-
una meðal ríkisstarfsmanna.
Skattheimtvmennimir hafa auk-
ið umsvif sín og pólitísk áhrif
hafa vaxið, en áhrif og afskipti
lögfræðinga jafnframt minnkað,
svo að nú er stundum spurt,
hvort menn lifi í réttarríki eða
ríki ómyndugs fólks. Þessi þróun
leiðir til þess að mikil nauðsyn
er að vera vel á verði um réttar-
vernd einstaklingunum til handa,
ekki sízt að því er skatta varð-
ar.
Þessu næst rakti Aame Rekola
astandið á þessu sviði í Finn-
landi.
Þá tók annar framsögumaður
til máls, sem var Benedikt Sig-
urjónsson, hæstaréttarlögmaður.
Aðrir ræðumenn voru C.B. Christ
offersen, hæstaréttarlögmaður í
Kaupmannahöfn, Carsten Welind
er, prófessor í Lundi, Reino
Kuuskoski, forseti stjórnlaga-
dómstólsins í Finnlandi og Olavi
Honka, ríkissaksóknari í Finn- j
landi, auk frummælanda, sem
talaði í lokin.
Hvaða lögum
skal beita?
Heimkynnisregla eða þjóðern-
isregla nefndist viðfangsefni það,
sem Ake Malmström prófessor í
Uppsölum var aðalframsögumað-
ur um.
Malmström sagði, að lengi
fram eftir öldum hefði það ver-
ið almenn regla í öllum ríkjum,
að þjóðfélagsréttinda nytu menn
samkvæmt lögum þess ríkis, er
þeir væru búsettir í, og hlýttu
einnig lögum þess ríkis um
einkahagi sína. Er þá talað um,
að farið sé eftir lieimkynnisregl-
unni. Á 19. öld ruddi hins vegar
sú regla sér til rúms í ýmsum
löndum, að þessi atriði ættu að
fara eftir lögum þess lands, er
viðkomandi maður væri borgar
í. Er þar um svonefnda þjóðernis
reglu að tefla. Var svo komíð um
aldamót að hún var ríkjandi eftir
löggjöf ríkjanna á meginlandi
Evrópu og í Svíþjóð og Finnlandi,
en heimkynnisreglan hins vegar
á íslandi, í Danmörku, Noregi,
Bretlandi, samveldislöndum þess
ag í Bandaríkjunum. Sðan hefur
vegur heimkynnisreglunnar aftur
farið vaxandi, m. a. vegna óska
um að bæta aðstöðu flótta-
manna. Hefur verið sveigt mikið
til móts við heimkynnisregluna
í löggjöf Finnlands og Svíþjóðar.
Fyrirlesarinn sagði, að mörg
rök mætti færa fyrir því, að hvor
reglan sem væri tæki hinni fram.
Með heimkynnisreglunni mælti
það m. a., að samgöngur hefðu
stórbatnað og menn flyttust nú'
í atvinnuskyni milli landa í
meira mæli en áður. Hins vegar
væri heimkynnisreglan vart eins
heppileg fyrir alla, er flyttust bú
ferlúm, t. d. ekki fyrir menn, er
fiytjast til landa í öðrum heims-
álfum í atvinnuskyni, ef þar
ríkja allt aðrar hugmyndir um
meginatriði menningar og þjóð-
félagsmála, eins og er t. d. í
ýmsum ríkjum í Asíu og Afríku.
Þá hefur það lengi verið talið, að
þjóðernisreglan væri gleggri,
vegna þess að heimkynni manna
eru oft óviss, en réttmæti þessa
er vafasamt.
Áke Malmström sagði, að heim
kynnisreglan yrði heppilegust, ef
taka ætti upp sömu reglu í öllum
ríkjum.
Þá flutd annar frummælandi,
Andreas Endresen, hæstaréttar-
dómari í Noregi, framsöguerindi
sitt. í umræðunum tóku þessir f
til máls: Allan Philip, lögmaðurl
í Danmörku, O. A. Borum, dr. I
jur., prófessor í Danmörku, Gösta
Ég þakka innilega auðsýnda vináttu á 75 ára afmælis-
degi mínum 6. ágúst s. 1.
Guð blessi ykkur öll.
Sessilíus Sæmundssoitv
Móðir okkar og tengdamóðir
ELlN JÓNSDÓTTIR
andaðist að heimili sínu Njörvasundi 24 miðvikudaginn
10. þ. m. Jarðarförin ákveðin frá Fossvogskirkju þriðju-
daginn 16. ágúst kl. 1,30.
Kristjana Ólafsdóttir, Bjarni Árnason,
Ólafur Ó. Thorlacíus.
Minningarathöln um föður okkar og tengdaföður
MAGNÚS ÞÓRARINSSON
fyrrv. bónda frá Hrútsholti, Eyjahréppi,
sem andaðist 6. ágúst s.l. fer fram frá Fossvogskirkju,
mánudaginn 15. ágúst kl. 1,30. Jarðsett verður frá Mikla-
holtskirkju, þriðjudaginn 16. ágúst kl. 3 e. m. Blóm og
kransar afbeðið, en vinsamlegast bent á minningarsjóð
Miklaholtskirkju (afgr. sjóðsins, Verzl. Týsgötu 1 og
Leðurvöruverzl. Jóns Brynjólfssonar Austurstræti 3).
Bílferð vestur á þriðjudagsmorgun kl. 8, á Langholts-
vegi 60, sími 34264.
Börn og tengdabörn.
Þökkum vinsemd við andlát og útför föður, tengdaföður
. /jur okkar
ÍSLEIFS GÍSLASONAR
Sauðárkróki.
Elísabet Isleifsdóttir, Kristjón Kristjónsson,
Dóróthea Gísladóttir.
Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðar-
för mannsins míns, föður okkar og tengdaföður
SVEINS TÓMASSONAR
Bræðraborgarstíg 35.
Sigríður Alexandersdóttir,
Sæmundur Sveinsson, Sigrún Helgadóttir,
Vilhelmína Sveinsdóttir, Þorsteinn Ásgeirsson,
Helga Sveinsdóttir, Grímur Friðbjörnsson.
Alúðar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og
jarðarför
BTEINDÓRS KR. INGIMUNDARSONAR
verkstjóra.
Oddný Hjartardóttir og börn.
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við fráfali og
jarðarför móður okkar og stjúpmóður
MARGRÉTAR GUÐLAUGAR ÞORSTEINSDÓTTIJR
Hlíf S. Sigurjónsdóttir, Egill Skúli Ingibcrgssoo,
Erlingur Þ. Gissurarson, Ebba U. Jakoksdóttir.