Morgunblaðið - 13.08.1960, Blaðsíða 12
12
M ORGUNBL'4ÐtB
Laugardagur 13. ágúst 1960
PATRICIA WENTWORTH
G
omlnr syndir
43
ur og hún stefndi til hafs.
XXXVIII.
Sú sem varð minnst hissa var
Ester Field.
— Jú, skiljið það, ég hef þekkt
Adelu svo lengi, og hún hefur
alltaf verið eins með það, að ef
hún hafði sett sér eitthvert mark,
iét hún ekki neitt standa í vegi
sínum að ná því. Ég var alltaf
hálfhrædd við þetta. Geoffrey
Castleton var trúlofaður ann-
arri áður en hún giftist honum,
en það varð henni engin fyrir-
staða. Hin stúlkan hafði þar enga
sigurmöguleika — og Geoffrey
heldur ekki. En hann var aldrei
hamingjusamur í hjónabandinu
og dó ungur. Ég man hann sagði
einu sinni við mig, að þegar mað-
ur væri orðinn þrítugur, væri
ekki lengur neitt að hlakka til.
Maud Silver hóstaði. — Það
var þunglyndislega mælt.
Ester bar vasaklútinn upp að
augunum, sem þegar voru rauð.
• — Ég gat heldur ekki gleymt
því. Og hann, sem var taiinn
hafa svo miklar framtíöarvomr.
Ég minntist eitthvað á þaðj og
þá sagði hann: — Góða Ester,
það er ekki hægt að lifa á ein-
tómum embættisframa. Já, þetta
var ósköp sorglegt allt saman.
Og . . . og . . . í seinni tíð hef ég
verið hrædd. Ekki kannske alltaf,
en það hefur komið yfir mig
öðru hvoru. Af því að . . . ja,
þið hafið kannske getið þess til,
að Alan væri að reyna að hafa
út úr mér peninga. Þessi vit-
leysilegu bréf, sem Irena skrifaði
. . . honum . . . Fólk hefði hvorki
skiiið þau né svarbréfin. En hann
gat ekki annað en svaráð vin-
gjarnlega, þegar einhver kona ját
aði honum ást sína. En ef þau
hefðu verið gefin út, hefði það
valdið fáránlegasta misskilningi.
Og ef Alan var að reyna að hafa
út úr mér peninga — sem hann
var — þá var ekkert líklegra en
hann væri að reyna það sama
við Adelu, og svo þegar hann
var stunginn til bana . . . já, þá
gat ég ekki annað en orðið
hrædd . . . Röddin þagnaði sök-
um klökkva, og það leið nokkur
tími áður en hún gat haldið 4r
fram.
En vingjarnleg umhyggja
Maud Silver njálpaði henni til að
jafna sig. — Þér eruð alltaf svo
góð, sagði Ester. — og það hefur
alltaf hresst mig að tala við
yður. Það er stundum sitthvað,
sem maður þorir ekki einu sinni
að hugsa um . . , Hún bar klút-
inn aftur upp aS augunum. —
Aumingja stúlkan hún Marie . . .
ég var nú ekki sérlega hrifin af
henni, og líklega hefur hún líka
verið að reyna að hafa peninga
út úr Adelu með hótunum. En
það er hræðilega Ijótt, og þegar
allir sögðu alltaf, að þetta væri
karlmaður, af því að engin kona
væri nógu sterk til að kyrkja
svóna, þá gat mér ekki annað
en dottið í hug, hvað Adela var
sterk . . . Röddin varð að stam
andi hvísli. — Hún kyrkti einu
sinni hund . . . einn af þessum
stóru sveitahundum. Hann réðist
á hana og hún náði taki á háls-
inum á honum og kyrkti hann . . .
Ég gat ekki annað en munað
það . . . En mér datt ekki í hug
að hún myndi reyna að vinna
James tjón . . .
— Hann gat ekki látið það við
gangast, að ungfrú Anning yrði
tekin föst.
— Nei, vitanlega ekki. Aum-
ingja mæðgurnar . . . Sástu þær
þegar þú komst þar áðan? Ég
hefði nú átt að spyrja að því fyrr
I ____ Þetta er ágætls íbúð, en hefur þó þann ókost, að það
beyrist allt hingað yfir, sem nágrannarnir segja.
en ég var alltaf að hugsa um
Adelu og gat ekki um annað
hugsað. Hvernig líðum þeim?
— Já, ég hitti þær. Darsie hef
ur orðíð að þola mikið, en
mamma hennar er merkilega
hress. Það er alveg eins og allt
ruglið hafi farið af henni við
þetta.
— Ég kunni alltaf vel við hana,
sagði Ester. — Hún var nú ekki
neitt sérlega greind — en maður
getur nú líka orðið dálítið
þreyttur á mjög greindu fóiki,
finnst ykkur ekki? En hún var
góð manneskja og hugsaði vel
um fjölskyldu sína. Mikið yrði
ég fegin ef henni væri að batna
ruglið fyrir alvöru. Það hlýtur
að hafa verið óttaleg byrði fyrir
Darsie. Og svo þetta allt í ofaná-
lag.
Það leið dálítill tími áður en
Frank Abbot var laus. Hann fór
út í vélbát, sem var sendur til
að leita að Adelu Castleton, og
þeirri leit var ekki hægt að
hætta mjög fljótt. Hún var af-
burða sundkona, svo að þarna
gat margt komið til greina. Hún
gat hafa ætlað að synda til hafs,
þangað til hún gæfist upp, en
það var líka hugsanlegt, að hún
hefði ætlað að snúa við og leita
lands annarsstaðar. Þegar bátur
inn svo loks kom að landi aftur,
varð harm að hafa fataskipti og
fá sér eitthvaC að borða, og síð
an gefa skýrslu í lögreglustöi-
inni, áður en hann gat, sínnt
skilaboðunum, sem þar b:
hans.
— Það er ungfrú Silver, sagði
hann við Colt. — Hún segir, að
frú Anning hafi skýrslu að gefa.
— Frú Anning? spurði hinn,
steinhissa. — Ég hélt að hún
væri nú til annars betur hæf en
gefa skýrslur.
— Ungfrú Silver segir, að hún
sé alveg fær um það. Þér ættuð
að koma og dæma um það sjálfur.
Colt kinkaði kolli. — Þér verð
ið að gefa mér tuttugu mínútur
áður en ég get komizt héðan.
Við hittumst svo hjá þeim mæðg
unum.
1 Klettabrún var margt, sem
Maud Silver fýsti að heyra. At-
burðirnir, sem James skýrði frá,
hægt og treglega, höfðu látið
hana í efa um, hversu mikið
Frank hefði heyrt, og að hve
miklu leyti lögreglan mundi sann
færast um sekt Adelu.
Þcgar hann hafði sagt henni
ýtarlega alla söguna, sagði hann:
— Og nú skalt þú segja mér,
hvort það voru galdrar eða eitt-
hvað annað verra, þegar þú
fannst upp á því að senda mig
þarna út á klettinn, á elleftu
stundu.
— Góði Frank minn, svona
stór orð er óþarfi að hota.
— Lögreglustjórinn hefur á-
kveðinn grun um, að þú vitir
meira en þú ættir að vita. Hann
er dálítið bjátrúarfullur, karl-
fauskurinn, og stundum kyndir
þú undir þessari hjátrú.
— Húsbóndi þinn er ágætur
maður. En hvað snertir þessa
sendiför þína, þá var ég búin að
aðvara Hardwick majór um það,
að hann gæti verið í miTdli hættu
þangað til hann væn búinn að
skýra lögreglunni frá öllu sem
hann vissi. Ég vissi það ekki sjálf,
en varð að bjargast við tilgátur.
Ög ég var sannfærð um, að hann
væri í lífshættu þangað til hann
hefði leyst frá skjóðunni. Vitan-
lega vissi ég, að hann myndi al-
drei láta taka ungfrú Anning
fasta, og að hann ætlaði að að-
vara frú Castleton áður en hann
færi í lögregluna. Því var það, að
þegar ég vissi, að hann ætlaði að
Iátá samtalið við hana fara fram
á svona afskekktum og hættuleg
um stað eins og Svartaklétti, fór
heldur betur að fara um mig.
— Þú ætlar mér þó ekki að
trúa því, að Hardwick hafi sagt
þér, að hann ætlaði að synda út
á Svartaklett beinlínis til þess að
vara frú Castleton við hættunni?
— Ég var í engum vafa um, að
sá var tilgangur hans.
— Geturðu sagt mér, hvernig?
í fljótu bragði er það þó býsna ó
líklegt, úr því að frú Field fór
með þeim.
— Frú Field mundi aldrei fara
að sitja um kyrrt í votum sund-
bol. Þegar hún er komin af sundi,
hefur hún strax fataskipti. Ég
komst að þessu við að hlusta ó
samtal Hardwickhjónanna. Ég
sat inni í morgunstofunni fyrir
opnum dyrum og þau voru að
koma niður stigann. Og þá talaði
hann utan að því, að hann þyrfti
að tala við frú Castleton.
Frank hló. — Það er ekki of-
sögum sagt af því, hvað allt er
einfalt þegar maður veit það.
Hún laut höfði. — Jafnsjótt
sem þau voru komin út úr dyr
unum, fór ég inn í bókaherbergið
og hringdi til þín.
— Guði sé lof, að þú skyldir
gera það.
Hún dró heklunálina úr siðustu
iðwUýkkjunni. — Já, það var áreiðan
lega for’sjónarinnar ráðstöfun.
XXXIX.
Darsie Anning tók á móti Maud
Silver og lögreglumönnunum
tveim með nokkurri tregðu. Hún
hafði gert sitt bezt til að halda
þeim frá húsinu, og það hafði
mistekizt. En úr því að Adam-
son læknir, sem hafði verið kall
aður til hjálpar, hafði lýst því
yfir, að bati frú Anning væri
hvorki meira né minna en yfir
náttúrlegur, og að hann héldi að
frekari geðshræringar gætu bein
línis orðið til góðs, fann hún
enga ástæðu lengur til að amast
við þeim. Hún vísaði þeim þegj
andi inn, og þegar allir hinir voru
setztir, fékk hún sér sæti á hörð
um svefnherbergisstól.
Það fyrsta, sem Frank tók eftir
var það, að hreyfing hafði orðið
á saumaverkefni frú Anning.
Nú dró hún ekki lengur hnútlaus
an nálþráð gegnum strigann.
Tvær rósir og eitt lauf höfðu
bætzt við síðan hann talaði við
hana seinast. Og útlit hennar
hafði auk heldur gjörbreytzt.
Augun voru ekki lengur þoku-
kennd óg hún leit ekki lengur út
eins og hún væri að ganga í
svefni. Hún heilsaði þeim rólega
en var þó sýnilega fegin að sjá
þau; einkum þó Maud Silver, og
við hana sagði hún:
— Darsie heldur, að ég hafi
a
á
á
— Ég hef frétt að þú sért vel
kunnugur vatnasvæðinu Tómas.
ViR þú vísa mér á góða veiði-
staði?
— Já, herra. Það er að segja,
ef pabbi samþykkir það!
— Borgar þú honum leiðsögn
ina?
— Ég greiði honum venjuleg
leiðsögumpnnalaun herra Ludl-
ow.
— Ef til vill getur þú nú unnið
fyrir þér til tilbreytingar, strák-
ur, í stað þess að sitja og dreyma
allan daginn!
vont af því að tala, en það er al
gjör misskilningur. Ég hef verið
veik en nú er ég miklu betri.
Og þó að Alan kæmi illa fram
og mér líkaði aldrei við þessa
frönsku stúlku, þá er það samt
ekki rétt að vera að myrða fólk.
Og heldur ekki vildi ég láta
grun falla á neinn saklausan » . .
Meðan hún talaði, hélt hún áfram
að sauma.
Frank Abbot sagði: — Þess-
vegna erum við að vona, að þér
getið hjálpað okkur, frú Anning.
Róleg rödd hans vakti traust
hennar. Hún lagði frá sér sauma
rammann. — Hvað viljið þér, að
ég segi yður?
— Við viljum heyra, hvað þér
munið frá fimmtudagsnóttinni.
Hún sat í bakbeinum stól. Gráa
hárið hafði verið greitt upp til
að gera sem mest úr því, og ofur
lítill roði sást í kinnunum. Darsie
hlaut að hafa dökka yfirbragð
ið sitt úr föðurættinni. Frú Ann
ing var ljós á hörund og bláeygð.
Hún svaraði:
— Ég man það allt saman.
— Viljið þér þá ekki segja
okkur, hvað gerðist.
Hún lokaði snaggvast augun
um en opnaði þau siðan aftur
með undrunarsvip.
— Já, ég fór út . . . ég man
ekki hversvegna . . . en ég geri
það stundum þegar mjög er
heitt . . . nei, nú man ég, það
var ekki þessvegna ... heldur leit
ég út um gluggann og sá Alan
ganga gegn um garðinn.
— Hvað var klukkan þá?
— Ég veit ekki, en það var
framorðið. Ég gat ekki sofnað, og
svo þegar ég sá Alan, hugsaði ég
mér að fara á eftir honum.
— Hversvegna datt yður það í
hug? •
Hún svaraði í kvörtunartón: —
Darsie vildi ekki lofa mér að
tala við hann, en ég þurfti að
segja nokkuð við hann, svo að
mér fannst ég fá þarna gott tæki
færi til þess.
— Voruð þér klædd?
— Nei, ég fór bara í dökkbláa
sloppinn minn og svo var ég í
inniskónum mínum . . . Þeir eru
svo þægilegir.
__ Og þér fóruð á eftir Alan
Field?
— Já, ég elti hann, en komst
samt ekkí mjög nærri honum.
Það var svo skemmtilegt þarna
úti á stígnum og ég vildi sjá,,
hvert hann væri að fara. Ög þég
ar hann hélt áfram stíginn niður
í fjöruna, elti ég hann enn. Þegar
ég kom niður, var hann kominn
að Klettabrúnarskúrnum og hafði
kveikt á vasaljósi, og svo opn-
aði hann dyrnar. Ég beið þangað
til hann var kominn inn, og svo
gekk ég þangað líka. Ég hélt, að
hann mundi kannske heyra fóta
takið mitt á mölinni og koma
út aftur, en það gerði hann ekki
. . . enda heyrðist víst lítið til
mín á þessum mjúku skóm. Eða
þá hann hefur haldið, að þetta
væri einhver annar, sem hann
átti von á, því að auðvitað var
hann að hitta einhvern þarna.
Hún þagnaði með ofurlítið á-
nægjubros á vörum og leit kring
um sig. Ungfrú Silver, sem hafði
verið svo góð við hana, og þessi
ungi lögreglumaður, sem minnti
hana svo á piltana, sem voru
vanir að koma í þá góðu gömlu
SHtltvarpiö
Laugardagur 13. ágúst
8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn. —
8.15 Tónleikar — 8.30 Fréttir —
8.40 Tónleikar — 10.10 Veðurfr.).
12.00 Hádegisútvarp.
(12.25 Fréttir og tilkynningar).
1250 Oskalög sjúklinga (Bryndís Sig-
urjónsdóttir).
14.00 Laugardagslögin.
(Fréttir kl. 15.00 og 16.00).
16.30 Veðurfregnir.
19.25 Veðurfregnir.
19.30 Tilkynningar.
20.00 Fréttir:
20.30 Smásaga vikunnar: „Þurrkur"
eftir Einar H. Kvaran (Þorsteinn
Ö. Stephensen leikari).
20.55 A óperudansleik í Vin: Vaisa-
hljómsveit Vínarborgar Jeikur
fyrir dansinum.
21.30 Leikrit: „Skilnaðarmáltíðin" eft-
ir Arthur Schnitzler í þýðingu
Jakobs Jóh. Smára. — Leikstjóri:
Lárus Páisson.
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Danslög.
24.00 Dagskrárlok.