Morgunblaðið - 13.08.1960, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.08.1960, Blaðsíða 1
16 síður og Le^bók 47 árgangur 182. tbl. — Laugardagur 13. ágúst 1960 Prentsmiðia Morgunblaðsins Dagur Bandaríkjanna í geimrannsóknum: Hylkí næst til jarðar - Radíóloítbelgur umhverfis jörðu - Flogið í 39,3 km hæð Sjónvarp um allan heim mógulegt WASHINGTON, 12. ágúst. — Síðasta sólarhring hafa Banda- ríkjamenn verið sérstaklcga athafnasamir og náð miklum árangri á sviði hálofta- og geimrannsókna. 1) Hylki, sem skotið var úr gervitunglinu „Könnuður 13“ náðist heilt og óskemmt. 2) Skotið var upp risastórum loftbelg, sem nefnist Berg- mál. Snýst hann umhverfis jörðina líkt og gervitungl og reynist vel til að endurvarpa og dreifa sjónvarps- og radíósendingum um stóran hluta jarðar. 3) Hinni mönnuðu rakettuflugvél X-15 var flogið upp í 131 þúsund feta eða 39,3 kílómetra hæð. Könnuður 13 Á miðvikudaginn skutu Banda ríkjamenn á ioft eldfiaug frá Vandenberg-eldflaugastöðinni í Kaliforníu. Var þetta þrettánda eldflaugin af tegundinni „Könn- uður“ og var henni skotið með þeim hætti, að annað stig hennar fór á sporbaug kringum hnöttinn beint frá norðri til suðurs og yt- ir báða pólana. Þegar eldflaugin hafði í gær farið sautján hringi kringum jörðina studdi maður einn í Vandenberg stöðinni á hnapp og fylgdi því að eldflaug- in sleppti úr sér iitlu hylki með ýmsum mæiitækjum og skaut henni í áttina til jarðar. Pegar ihylkið kom inn í lofthjúp jarðar, opnaðist fallhlíf á því svo það sveif hægt niður í Kyrraihafið um 480 km norðvestur af Hawai- eyjum. Undirbúið hafði verið að grípa hylkið í net sem fiugvélar dróu um loftið, en það heppnaðist ekki. Hins vegar fundu þyrlur frá flugvélamóðurskipi hylkið þar sem það flaut í sjónum. Yfirmaður þessara fram- kvæmda Bernard Schriever hershöfðingi segir að þetta sé mikilvægur atburður og hafi verkið heppnazt jafnvel fyrr en búizt var við. Tólf tilraun- ir misheppnuðust en áætlun hafði verið gerð um 35 til- raunir. Nú segir Schriever að næsta stigið verði að skjóta lifandi dýrum eða öpum á loft, og ná þeim lifandi til jarðar aftur í sams konar hylki. Bergmál Loftbelgnum Echo (Bergmál) var skotið upp með eldflaug í morgun. Honum var komið fyrir í litlu eldflaugar hylki, sem var aðeins tvö fet í þvermáli. í>ar var loftbelgshjúpurinn saman- brotinn eins og harmonika. En þegar eidflaugin var komin í 1600 km hæð, opnaðist hylkið með smelli. Innan í loftbeigs- Ihjúpnum var komið fyrir sér- stöku dufti, sem gufar skjótt upp er það hitnar og var bessi upp- gufun nægileg í hinu loftþunna rúmi til að blása belginn upp svo að hann belgdist upp og varð í einu vetfangi á stærð við 10 hæða hús eða um 30 metrar i þvermál. Loftbelgurinn fer nú á spor- baugi í kringum hnöttinn. Mesta fjarlægð hans frá jörðu er 1866 km en sú minnsta 1648. Ræða Eisenhowers Það þykir merkast við þennan geimloftbelg, að hann er gagnlegur til að endur- varpa radíóbylgjum og getur það haft stórkostlega þýðingu fyrir radíósamskipti í heim- inum. Fyrsta radíósendingin sem endurkastað var frá loft- belgnum var stutt ávarp frá Eisenhower forseta. Hann tal- aði í veika útvarpsstöð í Kaii- forníu en hópur fréttamanna í Washington heyrði útvarps- sendinguna greinilega, eins og hún kæmi frá útvarpsstöð í nágrenni þeirra. Eisenhower sagði í ávarpi sínu, að loft-*> belgurinn „Bergmál“ væri merkilegur áfangi í radió- tækni heimsins og gætu allar þjóðir heims notað sér þenn- an loftbelg til að endurkasta útvarpssendingum til fjar- lægra sfaða. Framh. á bk 2. SÖNGKONAN heimsfræga Maria Callas var í fyrrinótt stödd í Maona, — nýjasta næturklúbb Monte Carlo. Þar tilkynnti hún að hún hefði ákveðið að giftast skipaútgerðarmanninum og milljónamæringnum Onass- is. Ekki er enn ákveðið, hvenær giftingin fer fram, þvi nokkur hængur er á því, Callas og Onassis giftast María Callas er enn löglega gift og fær ekki skilnað frá Giovanni Menighini. Það hefur ekki farið fram hjá þeim sem séð hafa þau Callas og Onassis saman að undanförnu að miklir kær- leikar eru með þeim. Þau hafa oft komið á Maona- næturklúbbinn að undan- förnu og dansað mikið sam- an. Ekki hafa þau getað dansað vangadans því að hún er talsvert hærri en hann. Sjónarvottar segja hins vegar að það hafi ósjald an komið fyrir að Maria hafi komið með hökunni við eyra Onassis og hafi hann þá brosað innilega. Ekki vill Onassis neitt segja um giftingu en játar að hann „haldi mikið upp á Maríu“. Brezkir togaramenn lengja frestinn um 2 mán. LONDON, 12. ág. (Reuter) — Guðmundur í Guðmundsson ut. Hata þingmenn komm- únista skipt um skoðun í landhelgismálinu? KOMMÚNISTAR ráku að vonum upp mikið kvein við ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að taka upp viðræður við Breta. Eftirtektarvert er þó, að þeim virðist ganga dálítið erfiðlega að átta sig á því, hvernig þeim bezt geti tekizt að ala á óánægju út af þeirri ákvörðun. í gær finna þeir það þó út, að líklega væri helzta ráðið að krefjast þess að AI- þingi verði kvatt saman. Erfitt er þó að skilja, hvað þeir hyggjast fyrir með þeirri kröfu. í fyrsta lagi vitnar rík- isstjórnin í tilkynningu sinni beinlinis ti| samþ. Alfpingis frá því í maí 1959, sem er stefnuyfirlýsing íslendinga í landhelgismálinu. Þannig er því beint lýst yfir, að ekki sé um að ræða neina stefnubreyt- ingu. Allir þingmenn greiddu at- kvæði með þessari ályktun og engin ástæða er til að ætla að neinum þeirra hafi snuizt hug. ur. Væri því heldur hjákát- legt að fara að boða þá til þing fundar um hásumar, til þess eins að endursamþykkja álykt unina. Þess vegna er þessi krafa Þjóðviljans hreint vind- högg og verður hann að Ieita betur að vopnum í baráttu sinni gegn því að landhelgis- deilan leysist farsællega. anríkisráðherra flýgur snemma á morgun frá Lundúnum áleiðis til Tel Aviv í ísrael. Engar ráð stafanir hafa verið gerðar til þess að hann gæti átt fund með fulltrúum brezka utanríkisráðu- neytisins, þennan stutta tíma, sem hann hefur dvalizt hér. Vilja „sanngjarna lausn“ Talsmaður brezka utanríkis- ráðuneytisins segir, að íslenzka og brezka stjórnin hafi samband sín á milli til að ákveða hvenær fundir verði haldnir um fisk- veiðideiluna og hverjir tæki þátt í þeim. Brezka stjórnin fagn ar því að íslendingar féllust a fundi um deiluna og segir að Bretar muni koma til fundarins lausir fordóma. Hún segir, að ts- lendingar hafi lýst yfir tólf- mílna landhelgi, sem Bretar geti ekki fallizt á, þar sem þeir viður kenni almennt aðeins þriggja mílna landihelgi. Brezka stjórnin er reiðubúin að leita að því sem útánríkis- ráðuneytið kallar sanngjarna og réttláta lausn, þar sem jafnt sé tekið tillit til hagsmuna íslem-ks og brezks sjávarúvegs. Tveggja mánaða framlenging Brezkir togaraeigendur fallast nú á það, eftir öllum kringum- stæðum að framlengja um tvo mánuði þann tíma, sem þeir skipa togurum sínum að halda sig utan tólf mílna, en fyrri þriggja mánaða fresturinn átti að renna út í dag. f gær ræddu fulltrúar brezka sjávarútvegsins við Christopher Soames hinn nýja landbúnaðar- og sjávarútvegsmálaráðherra og stóð fundurinn í 40 mínútur. Lýstu útvegsmenn yfir ánægju með fundinn eftir á. Árangur af stillingu Sir Farndale Phillips forseti sambands brezkra togaraeigenda sagði að al’ir togaramenn fögn- uðu því að íslendingar hefðu nú fallizt á að ræða málið við Breta. Það væri sérstakt fagnaðarefni, að tilkynningin um þetta hefði komið, þegar „vopnahléinu" var að Ijúka. Kvaðst Phillips telja að þetta væri árangur þess, að brezkir togaramenn hefðu sýnt stillingu og þolinmæði og hlýtt fyrirmælunum um að halda sig utan tólf míina. Sagði hann að lokum að togarasambandið myndi gera allt sem hægt væri til þess að ná sanngiarnri og var andi lausn á deilunnL I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.