Morgunblaðið - 17.08.1960, Side 9

Morgunblaðið - 17.08.1960, Side 9
Miðvikudagur 17. ágúst 1960 MftnCTJlSBLAÐIh 9 Frú Sigríður Þorláksdóttir Minnirtgarorö HÚN lézt 11. þ. m., 83 ára að aldri og var mjög heilsutæp síð- ustu árin. Hún var dóttir I>or- láks Ó. Johnson (1838—1917), íhins þjóðkunna kaupmanns og voru systkini hennar: Bjarni Þ. Johnsen, sýslumaður Dalamanna (d. 1935), Ólafur Þ. Johnson, stórkaupmaður (d. 1958), Kristin Bernhöft (d.. 1957), kona Vil- helms Bernhöfts tannlæknis og Áslaug (d. 1926), er átti Sigfús Blöndahl, aðalræðismann Þor- lákur var kvæntur Ingibjörgu Bjarnadóttur, hreppstjóra að Esjubergi á Kjalarnesi, en sjálf- ur var Þoriákur sonur Ólafs E. Johnsen, prófasts að Stað á Reykjanesi, er var þjóðkunnur maður og héraðshöfðingi. Kona séra Ólafs var Sigríður Þorláks- dóttir prests Loftssonar lögréttu manns Þorkelssonar (síðast að Hofi á Kjalarnesi), en kona hans var Ástríður Þorláksdóttir lög- réttumanns að Móum. Sigríður sáluga var því heitin eftir ömmu sinni. Sigríður Þorláksdóttir átti fyrst Ólaf Sveinar Hauk Ólafs- son, stúdent og bónda að Elliða- vatni, bróður Einars Benedikts- sonar skálds, og eignuðust þau einn son, Ólaf Hauk Ólafsson, stórkaupmann, en hann er kvænt ur Susie Bjarnadóttur, prófasts Þórarinssonar. Sigríður missti mann sinn kornungan (hann drukknaði ; Elliðávatni, tæpra 28 ára gamall árið 1900). 1907 gekk hún að eiga Einar Arnórsson, er seinna varð prófessor í lögfræði, þingmaður, ráðherra (tvívegis) og að síðustu hæstaréttardómari. Hann lézt 1955. Hjónaband þeirra varð mjög farsælt og eignuðust þau 5- dætur og einn son og eru þau þessi: Ingibjörg, er átti skáldið Hall- dór Kiljan Laxness, en nú nýgift Óskari Gíslasyni ljósmyndara. Guðrún dó konrung (17 ára) 1928. Áslaug, sem lézt 1947 (þá gift Ejnar Jacobsen, fulltrúa 1 Kaup. mannahöfn). Ásgerður, gift Matthíasi Matt- híassyni fulltrúa (Einarssonar læknis). Hrafnhildur, gift Sasg há- skólakennara { Bandaríkjunum. Logi, fulltrúi í dómsmálaráðu- neytinu, kvæntur Oddnýju Gísla dóttur. Einnig ólst upp að miklu leyti á heimili þeirra dóttursonur þeirra Einar Laxness, cand. mag. Sigríður sáluga var mjög vel gefin kona og stjórnsöm á heim- ili sínu. Kom það sér vel, að hún sinnti andlegum málum af mikl- um áhuga og hafði sínar eigin skoðanir um ýmis mál. Maður hennar var af mörgum talinn einn af mestu gáfumönnum þjóð arinnar, sístarfandi alla daga fram til síðustu stundar, enda mikilvirkur fræðimaður og rit- höfundar, auk stjórnmálastarfa, þingsetu og rááðherradóms — og margs annars. Hann var í dag- legu lífi umhyggjusamur eigin- maður og faðir og hefi ég, er var þar heimagangur um ára- tugi og ekki sízt síðustu árin, vart séð hann bregða skapi.Hann var dulur í eðli sínu, en auk þess mjög tilfinninganæmur, að ég hygg. Öll verk virtust leika í höndum hans og hann hafði áhuga á mörgum fræðigreinum, auk lögíræðinnar, einkum mál- í fræði og sögu íslands. Mér virt- : ist ætíð bjart í kringum hann, vegna skýrleika hugsana hans og skilnings á öllum hlutum, er við ræddum oft. Kona hans var honum mjög samhent og kunni að meta gáfur hans, enda var hún nlesta skýr- leikskona. Hún var auk þess list hneigð og fekkst um langt skeið við hannyrðir líkt og Kristín systir hennar, er aúk þess lagði stund á málaralist. Á svo langri lífsleið gat ekki farið hjá því, að þau hjón yrðu fyrir ýmsum sorgum. Einna næst gekk þeim, er þau misstu unga og elskulega stúlku Guðrúnu, er var þeim hjartfólgin. Og ihörgum árum seinna dó Áslaug dóttir þeirra í Kaupmannahöfn. Sigríður sáluga var farin að heilsu síðustu æviárin og dvald- ist síðustu mánuðina á Sólvangi í Hafnarfirði, þar sem hún lézt. Hún hafði þó fótavist lengst af og varþaðmeira af viljaenmætti AIi ureyrarpresta- kall au^Ifst BISKUPINN yfir Isiandi, hefur nú auglýst Akureyrarprestakall laust til umsóknar. 1 þessu fjöi- mennasta prestakalli landsins, utan Reykjavíkur þjóna tveir prestar. Sem kunnugt er af frétt- um hefur öðrum þeirra sr. Krist- jáni Róbertssyni verið veitt lausn frá embætti. Hinn presturinn er séra Pétur Sigurgeirsson Umsóknarfrestur um Akureyrar- prestakall er til 20. sept. NÝKOMH) Vatnsþéttur krossviður mahogny, 2Vzxl6 fet, 6 mm 4x8 fet, 6 mm. HÚSASMIÐJAN Súðarvogi 3 — Sími 3Íl95. ATVINNA Óskum eftir að ráða nokkrar saumakonur vanar verksmiðjuvinnu. Upplýsingar í verksmiðjunni Brautarholti 22 (inngangur Nóatúnsmegin). Verksmiðjan DÚKIJR H.F. og sat í hægindastól sínum í mörg ár og las blöð og bækur sér til afþreyingar og tók á móti börnum sínum og barnabörnum. Fekk hún nú loks þá hvíld, er hún hafði þráð síðustu árin. Hún sagði mér eitt sinn frá því skömmu eftir að maður hennar lézt, að hana hefði dreymt nokkr um mánuðum fyrir lát hans, að hún hefði séð' svarta likkistu standa fyrir utan innganginn í hús þeirra. Hún sagði manni sin- um ekki frá þessu, því að hún taldi víst, að þessi draumur boð- aði andlát hennar og var hún ánægð með það. Hún var mjög berdreymin og dreymdi oft fyrir daglátum og þótti henni leitt, að svo var. Hún lifði það að sjá öll systkini sín kveðja þenna heim, tvær dætur og báða eigin- menn sína. Nú hefur hún fengið ósk sina uppfyllta að hverfa héð- an á brott, þrotin að heilsu. — Margar eru minningar um þessa ágætiskonu og mun hennar ekki sízt verða saknað af öllum börn- um hennar og barnabörnum, en einnig ættingjum og vinum. A. J. B i I a s a I a n Klapparstíg 37. Sími 19032 Höfum kaupendur að Chevrolet ’54—’55 Opel Caravan ’55—’60 Volkswagen '53—’60 B i I a s a I a n Klapparstig 37. Simi 19032 Gemla bílasalan Kauðará (Skúlagötu 55.). Sími 15812. Chevrolet Corvair 1960 Ford Consul 1960 Höfum kaupendur að flestum tegundum bif- reiða. Bílastæði fyrir 100 bíla. Bílar til sýnis daglega. Camla bílasalan Rauðará — Skúiagötu 55. Simi 15812. MalBÍLASUy Ingólfsstræti 11. Sími 15-0-14 og 23-1-36. Mesta úrvalið. Stærsta sýningarsvæðið. UalBÍUSAUI Ingólfsstræti 11. Sími 15-0-14 og 23-1-36. Stúlka óskar eftir ráðskonustöðu eða vist á góðu heimili. Er með barn. Tilboð sendist af- greiðslu Mbl. fyrir næstu mánaðamót., merkt: „Gott heimili — 0824“. Til sölu Drengur verður fyrir bíl LÍTILL drengur, Pétur Óskars- son, Leifsgötu 30, var fluttur í Landakotsspítala í gærkvöldi. Hafði drengurinn, sem er 4 ára, orðið fyrir bil á Snorrabraut, skammt þaðan, sem hann á heima. Að sögn sjónarvotta,. hafði litli drengurinn verið ásamt xleiri á „eyju“ þeirri er skilur akbraut- ir Snorrabrautar. Skyndilega hafði hann tekið sig út úr barna hópnum og farið út á götuna, en því bar að leigubíl og varð Pétur litli fyrir bílnum. Bílstjórinn á leigubílnum hemlaði sem hann mátti og greip einnig í handhemil, en hemlar reyndust óvirkir að mestu, af hvaða ástæðum sem það kann að hafa verið. Litli drengurin nvar fyrst flutt ur í Slysavarðstofuna, en þaðan í Landakotsspítala.Mun það hafa verið til frekari rannsóknar á innvortis meiðslum. Ekki var talið að bíllinn hefði farið yfir litla drenginn. Á laugardaginn meiddist dreng ur á Skólavörðustígnum, er hann varð fyrir bíl. hús á hitaveitusvæði í Aust- urbænum. í húsinu eru 2 4ra herb. íbúðir og 2ja herb. íbúð- ir í risi og kjallara. Bílskúr fylgir. Uppl. veitir Gunnlaug- ur Þórðarson hdl., sími 16410. B I L L I N N Varðarhúsinu, sími 18833 Til sölu og sýnis í dag: Moskwitvh ’58 Volkswagen ’53 ’55 ’56 ’57 ’58 ’59 '60 Clievrolet ’47 ’52 ’53 ’54 ’55 ’56 ’57 ’58 ’59 Zodiac ’55 ’57 ’58 ’59 ’60 Samkomulag. — Skipti koma til greina. Willys-jeppar allir árgangar. Góðir greiðsluskilmálar. Ford ’55 ’56 ’57 BILLINN Varðarhúsinu við Kalkofnsveg Sími 18-8-33. Bi IasaIan Klapparstíg 37. Simi 19032 Mercedes Benz vörubíll, 7 tonna, í 1. flokks lagi til sölu. Verð kr. 220 þús. B i I a s a I a n Klapparstig 37. Sími 19032 Ope/ Caravan 55-56 óskast strax. Bifreibasalan Njálsgötu 40. — Simi 11420. FORD Consul '56 ekinn 38 þús. km. Bíllinn er sem nýr. Hefur verið í eign sama mannsiris. Til sölu og sýnis í dag. Bílamiðstoðin Vagn Amtmannsstíg 2C Sími 16289 og 23757 Bíinniy við Viialorg. — Simi 12-500 Ford Station ’57 4ra dyra með sætum fyrir 9 manns. Giæsiiegur bill. Ford Station ’55 Skipti á 4ra til 5 manna bíl æskileg. Moskwitch ’59 Skipti koma til greina. Skoda ’59 sendiferðahíll ekinn 7 þús. km. Fíat 1100 fólksbíll ’54 Skipti á nýjum Fíat 1100 æskileg. Vauxhall ’55 góður bill. Austin 10 ’46 sendiférðabíll í góðu lagi. Chevrolet ’53 vörubill í mjög góðu lagi. Skipti koma til greina. BÍLASALIIHIN við Vitatorg. — Sími 12500. Chevrolet '59 Taxi sérlega vel uppgerður. Til sölu og sýnis í dag. Skipti geta komið til greina eða greiðsla í skuldabréfum. Bíiamiðstöðin Vagn Amtmannsstíg 2C. Sími 16289 og 23757. B i I a s a I a n Klapparstíg 37. Simi 19032 Mercedes Benz 220 ’57 ekinn 28 þús. km. Chevrolet ’56 Skipti hugsanleg. Dodge ’55 Volkswagen ’59 ekinn 9 þús. km. Fíat 1100 ’60 Ford Zodiac ’58 Ford Taunus ’59 B i I a s a I a n Klapparstíg 37. Sími 19032. Volkswagen' 59 ekinn 15 þús. km., sem nýr bíll. Til sýnis og sölu í dag. Bíkmiðstijðin Vagn Amtmannsstíg 2C Simi 16289 og 23757.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.