Morgunblaðið - 17.08.1960, Síða 20

Morgunblaðið - 17.08.1960, Síða 20
Landhelgismálið Sjá blaðsíðu 8. 185. tbl. — Miðvikudagur 17 ágúst 1960 IÞROTTIR eru á bls. 18. Fyrsta sendingin með Goðafossi Heilfrystur koli til Breflands I íiÆR fór fyrsta sendingin af frystuno flatfiski, sem veiddur er í dragnót við Faxa flóa, á Bretlandsmarkað. — Þetta voru 50 tonn af heil- frystum kola, sem Goðafoss tók á Akranesi á vegum Sölu- miðstöðvar hraðfrystihús- anna. Hér er um að ræða reynslu- sendingu til Bemast-dreifingar- fyrirtækisins brezka, en það keypti megmð af öllum kolanum héðan fyrr á árum og hefur einnig keypt mestöll hrogn okk- ar að undanskildu smáræði, sem flutt hefur verið til Frakklands. Enn mun óráðið um framhald kolakaupa Bemast. Verðið, sem nú er boðið í kol- ann á Bretiandsmarkaði, er mun betra en það var fyrir nokkrum árum, þegar kolinn, sem veidd- ist í humarvörpumar, stórskað- aði markað okkar og olli verð- falli. Sá fiskur var léleg vara og eimir enn eftir af þeim áhrifum á markaðnum, enda þótt verðið sé enn á uppleið og farið að nálgast það hæsta, sem áður var. Verðið á ferska flatfiskinum, sem fluttur hefur verið til Bret- lands með flugvélum mun ögn hærra en á þeim heilfrysta. ★ Nú munu fyrir hendi í frysti- húsunum iiðlega 100 tonn af heil frystum koia, mestur hlutinn hér við Faxaflóa. En sáralítið er enn búið að flaka af kolanum. Nokk uð tafði það fyrir, að dráttur varð á dreifingu umbúðanna, sem kolaflökin á Bretlandsmark- að eiga að fara í. Kolinn er líka flakaður fyrir Bandaríkjarnarkað, bæði í smá- böggla og einnig í fiskblokkir. Síldarrann- sóknir í IMeskaupstað NESKAUPSTAÐ, 16. ágúst. — Starfsfólk Fiskideildar At- vinnudeildar Háskóla íslands, sem hefur haft aðsetur í Siglu firði, hefur nú flutzt hingað með starfsemi sína. Mun starfs fólk atvinnudeildarinnar vinna hér að síldarrannsókn- um. — S.L. Undirbúa flutn- inga í stórum stíl „Ég er núna að leggja drög að því að geta hafið reglulega fisk- flutninga til Bletlands, eina eða fleiri ferðir í viku. Við ætlum þrátt fyrir alla erfiðleika að halda áfram að reyna að tryggja okkur flugvél um lengri eða skemmri tíma“, sagði Haraldur Gíslason í viðtali við Mbl. í gær, en hann hefur ásamt Pétri Einars syni flutt út fisk flugleiðis tii Manchester. „Pétur fór til London um helg- ina“, hélt Haraldur áfram „og er nú að kanna málið frekar, bæði að safna tilboðum um leigu- vélar og undirbúa á öðrum svið- um útflutning". 1 þessari viku fer Sólfaxi á veg um þeirra Péturs og Haralds til ManChester með fisk. Telpa slasast ÞAÐ slys varð á mánudaginn í Kópavogi, að telpa um fimm ára aldur handleggsbrotnaði illa uppi við öxl. Slysið vildi þannig til, að telpan var að róla sér á leik- velli úti í Kársnesi, þegar rólan slitnaði úr böndum og telpan féll til jarðar. Hún var á Slysavarð- stofunni nóttina á eftir, en var flutt heim til sín í gær. Skákeinvigið Friðrik 2Vz - Freysteinn Vi BIÐSKÁKIN úr 3. uimferð var tefld áfram í gærkvöldi í Sjálf- stæðishúsinu. Að flestra dómi var skákin jafnteflisleg, en í stöðunni leynd ust þó hættuir, sem ekki lágu í augum uppi. Og í 64. leik lék Freysteinn ónákvæmum biskups- leik, sem leiddi til skjóts vinn- ings fyrir Friðrik. Eftir þrjár skákir hefir því Friðrik unnið tvær og ein hefir orðið jafntefli. SendiráSsbíllinn valt SÍÐDEGIS I gær varð harður árekstur á horni Laufásvegar og Njarðargötu. Valt annar bílanna sendiferðavagn frá sendiráði Bandaríkjanna. í honum voru þrír menn, en emgan sakaði. — Bíllinn skemmdist nokkuð. Það var sendiferðabíll frá Síld og Fiski, sem kom upp Njarðar- götuna og kom á miðja vinstri hlið sendiráðsbílsins. Fjórða einvígisskákin verður tefld í kvöld í Sjálfstæðishúsinu og hefst hún kl. 19.30. Fimmta skákin verður tefld annað kvöld. Formenn samtaka iðnrekenda á Norðurlöndum í upphafi ráðstefnu iðnrekenda, sem hófst hér á landi í gær. Frá vinstri: A. Monrad-Aas, forstjóri frá Noregi, Sveinn B. Valfells, formaður Fé- lags íslenzkra iðnrekenda, B. Lánghjelm, aðalforstjóri frá Finnlandi, Bror Lagercrantz, forstjóri frá Svíþjóð, og Aage L. Rytter, forstjóri frá Danmörku. Öíl skip inni gær- ÞÆR fréttir bárust f kvöldi frá síldveiðihöfnunum, að allur flotinn lægi nú inni á höfnum vegna veðurs. Bræla og rigningarsuddi er á miðun- um og þungur sjór. Ráðstefna norrœnna iðnrekenda hófst í gœr I GÆRMORGUN hófst í Reykja vík ráðstefna stjórnenda og fram kvæmdastjóra samtaka iðnrek- enda á Norðurlöndum. Á henni munu forystumenn iðnrekenda ræða um sameiginleg hagsmuna mál þessarar atvinnugreinar. Stjórnandi ráðstefnunnar er formaður Félags íslenkra iðnrek Ekki fiskimjöl heldur refafóður UM 5,500 tonn af hraðfrystu refafóðri hafa verið seld til Sví- þjóðar og Noregs á vegum Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna það sem af er þessu ári. Það eru einkum tveir aðilar, sem keypt hafa fóðrið við mjög góðu verði — og hefur þar af leiðandi dreg- ið verulega úr fiskmjölsfram- leiðslunni. Lætur nærri, að helmingi betra verð fáist fyrir fiskúrgang- inn í refafóður en í fiskimjöl, þ. e. a. s. þegar miðað er við verð- mesta flokk refafóðurs. ★ Hér er um að ræða þann sama fiskúrgang og jafnan fer til mjöl- vinnslu. Er hann hakkaður og flokkaður í þrennt eftir því hve mikið magn af beinum er með. 1 verðmesta flokknum eru mest- PATREKSFIRÐI, 14. ágúst: — Á- hugi er hér nokkur um hámera- veiðar, sem stendur hefir einn trillubátur farið nokkrum sinn- um út í fjarðarmynnið og hefir ávallt tekist að veiða nokkrar. — Trausti. megnis afskurðir af flökum og annar beiniaus úrgangur. ★ Mikið verðfall hefur orðið á fiskimjöli á heimsmarkaðinum, eins og kunnugt er. Refafóðurs- framleiðslan hefur því orðið fiskiðnaðinum góð búbót hversu lengi sem hún annars endist. Nú er Goðafoss á útleið með um 530 tonn af frystu refafóðri. enda, Sveinn B. Valfells. f stuttu ávarpi við setningu hennar bauð formaðurinn hina erlendu þátt- takendur velkomna til þessarar fyrstu ráðstefnu norrænna iðn- rekenda, sem efnt er til hér á landi. Helztu dagskrámál ráðstefn- unnar er markaðssamvinna Ev- rópulandanna. Framkvæmda- stjóri samtaka iðnrekenda í Sví- þjóð, Axel Iveroth, flytur fram söguerindi um það efni. Dr. ing. Jón E. Vestdal flytur erindi u: tækniþróun á íslandi undanfama áratugi. Á ráðstefnunni verður einnig rætt um hugsanlega sam- vinnu Norðurlandanna um aukna iðnvæðingu þessara landa. Meðan á ráðstefnunni stend- ur, en henni lýkur á fimmtudag- inn, 18. ágúst, munu þátttakend- ur skoða íslenzk iðnfyrirtæki, m. a. Áburðarverksmiðjuna og raf- orkuverin við Sogið. Iðnaðar- málaráðherra, Bjami Benedikts- son, býður þátttakendum til kvöldverðar í ráðherrabústaðn- um nk. miðvikudag. Framhald á bls. 19. Heybruni í Eyjafirði Akureyri, 16. ágúst. lunni, en hitt ónýttist með öllu. ttht i i o ' i ,, Fjós og fjárhús eru áföst hlöð- UM kl. 3 í nott kom upp eld- • „ LL unm og tokst að verja þau eld- ur í heyhlóðu á Helgastöðum í Saurbæjarhreppi í Eyja- fjarðarsýslu. Var slökkviliði Akureyrar þegar gert viðvart og kom það á staðinn skömmu síðar. 1 hlöðunni voru 650 til 700 hestar af heyi. Tókst að ná um helmingnum af því út úr hlöð- Lögfræðingarnir til Grænlands EINS og kunnugt er af frétt hér i blnðinu 27. júlí sl., höfðu lögfræðingar frá Norðurlönd- um, sem sátu norræna lög- fræðingaþingið hér, hug á að bregða sér vestur yfir Græn- landshaf til Meistaravíkur, fyrst þeir væru komnir hing- að norður á hjara veraldar hvort eð var. Ekki var þó bú- izt við því, að af Grænlands- ferðinni gæti orðið, þar eð for ráðamenn Norræna námufé- lagsins, sem á flugvöllinn við Meistaravík, vildu fá tíu þús- und danskar krónur í lending argjöid. Svo háa upphæð töldu júristarnir sig ekki geta innt af hendi. Stjórn félags- ins mun hafa krafizt svo hárr ar greiðslu vegna þess, að um þetta leyti er mesti annatím- inn þar nyrðra við uppskipun meðan Þöfnin er íslaus, og því erfitt að missa menn til starfa við flugvöllinn. Nú mun hins vegar hafa gengið saman með lögfræð- ingunum og félaginu, og mun lendingargjaldið hafa verið Iækkað nokkuð. Klukkan 11 í gærkvóldi flaug Douglasflug vél, sem leigð var hjá Flugfé- lagi tslands, norður til Akur- eyrar, en þar hafa nokkrir lög fræðingar og eiginkonur þeirra, svm voru á þinginu, dvalizt siðan á mánudag. Kl. 9.30 í dag átti flugvélin svo að fljúga með fjórtán þinggest- anna til Meistaravíkur. Þar hyggjast þeir dveljast í dag og koma til Rvíkur í kvöld. Þess má að lokum geta, að margir erlendir ferðamenn hafa hug á að skreppa yfir til Grænlands, þegar hingað er komið, en ekki hafa allir feng ið þá ósk sína uppfyllta. T. d. fór ítalskur ferðamannahópur frá íslatidi í gærkvöldi, sem hafði Grænlandsför á dagskrá sinni. Var ætlunin, að hópur- inn, sem var hér á vegum ítalskrar ferðaskrifstofu, Flug félags Islands og Ferðaskrif- stofu ríkisins, flygi til Meist- aravíkur, en vegna annríkis treystist námufélagið ekki til að taka a móti honum. mum. Á Helgastöðum býr Guðmimd- ur Guðmunclsson með konu sinni og tveimur uppkomnum sonum. Hafa þeir feðgar 12 kýr og um 120 kindur á fóðrum og var svo til allt hey, sem þessum skepn- um er ætlað í þessari hlöðu. Er tjónið mjög tilfinnanlegt þar sem heyið, sem bjargaðist út, mun mikið skemmt og enda þótt takist að þurrka það munu skepnur láta illa við því. Eldupptök eru talin sjálfs- íkveikja vegna hita í hlöðunni. Heyið mun eitthvað hafa verið vátryggt. — St. E. Sig. Hver ó fegursta garðinn? ÞESSA dagana eru forráða- menn Fegrunarfélags Reykja- víkur að skoða einkagarða í bænum með verðlaunaafhend- ingu fyrir augum. Á morgun, 18. ágúst, sem er afmælisdag- ur Reykjavíkurbæjar, mun eigandi fegursta garðsins í bænum hljóta verðlaun fyrir l garðrækt sína úr hendi félags 7 stjórnar. 1

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.