Morgunblaðið - 24.09.1960, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.09.1960, Blaðsíða 6
t MORGUNBT. AÐIÐ L'augardagur 24. sept 1960 „Pabbi er skrýtinn og sköllóttur karl" Guðmundur Arnason, málverka- og rammasali fimmtugur FLÓN, fífl, fábjáni og fæðingar- hálfviti. Þetta eru algengustu ávörpin, kveðjurnar, sendingarn ar og glósurnar, sem hérlendum humoristum eru oftast vandað- ar. Það er aðeins örfáum sönn- um humoristum eiginlegt að um bera siík skeyti sem og allt lífs- ins andstreymi með brandara á vör án allra innri þjáninga. Aft- ur á móti blæðir trúðinn ir.n af því að það er faistónn i honum. Hann leikur, en humoristinn er alltaf hann sjálfur. Þar skilur á milli skringilegheica eða skrípa- láta og humors. Á bak við ailan góðan humor er oft djúp alvara og lífsspeki. „f am laughing at the outside and crying at the inside“. „Á úthverfunni hlæ ég en innhverfunni græt,‘, segir í góðum og gömlum bandarískum hnegg-slagara og graðhesta- foxtrot. Okkur blæðir flestum meira og minna inn. Það er yfir- leitt einhver falstónn í ílestum okkar og vanlíðan. Við erum alltaf að reyna að fela tilfinn- ingar okkar og kappkosta að sýn ast betri og þýðingarmeiri en við erum og vera annað en okk- ur er eiginlegt og eðlilegt. Við tökum okkur flest alltof hátíð- lega, af því að okkur skortir kímnigáfu. Einn þeirra örfáu gauka, sem aldrei hefir fyllilega tekizt að fela sína réttu ásjónu þrátt fyr- ir ótal ítrekaðar tilraunir er íimmtugur í dag, einstakur háð- fugl og humoristi Hann er einn þessara allt of fáu gieðigjafa, skapþóta- og geðbótamanna, sem létta þung spor samferðafólks- ins á lýjandi og leiðigjörnum lestargangi lífsins. Guðmundur Snæbjörn Árna- son, „er stolta nafnið hans“, séra Árna Þórarinssonar, þess lands- fræga klerks, kennimanns og kómíkers. Sonurinn er engu að síður lit- ríkur og skrautlegur persónu- leiki en pabbinn og er sá frægi furðufugl látbragðaleikari, tryll ekunstner og töfratrúður Guð- mundur Dúllari afabróðir afmæi isbarnsins. „Pabbi er skrýtinn og sköll- óttur karl með skinnhúfu og tek ur í nefið, bleksterkt kaffi og brennivín er bezta, sem honum er gefið“ kvað skáldið úr Kötl- um. Þetta er skemmtilegt og sann- færandi portret, alveg eins og fyrirsetinn væri sjálft afmæiis- barnið. Guðmundur er sígjöfuli, stór- veitull og örveitull á skemmti- legheit og gáska og stuttar gam- ansamar smásögur hnjóta hon- um óspart af vöium án langra og lámandi formála, sem títt er um flesta óþolundi söguþuli. Hann er mikill geimhani, glað vær og gáskafullur og samhljóm ar og fellur inn í hvaða sam- kvæmi sem er, jafr.vel þó að honum væri varpað fullum út úr Vækánt-vél í fallhiíf og hann lenti á flösmjúkum völlum Buckinghamhallar í garðboði og kampavíni meðal lofðunga og lá varða og lafða eða í korn-gini og blávatni meðal slyppra og snauðra í argasta og aumasta greninu í East End, al's staðar myndi Mundi falla inn í og harmonisera, slíkum aðlögunar- hæfileikum er hann gæddur. Þó gerir Guðmundur ta.sverðan greinarmun á vanalegu og óvana legu fólki. Hann er hvorki metnaðargjarn, ágjarn, valdafíkinn, ráskgefinn, öfundsjúkur né natursfullur eins og svo margir. Honum xinnst hann sjálfsagt hafa nóg á sinni könnu með sjálfan sig og eigin vandamál. Væri óskandi, að fleiri hefðu þann heilbrigða hugs unarhátt, þá væri meiri friður á jarðríkin og allir væru ekki ailt af að kássast í öllum. Hann er með allra notalegustu mönnum að gægjast með í glas og þá er karl í essinu sínu og lætur móð- ann mása og kærkomið umræðu efni eru jafnan konur, að einni undanskilinni bó, kelli gömlu Elli, sem hefir nú komizt lang- leiðina með að klóra, rífa og reyta af karli húrið, þessar skrautfjaðrir sköpunarverksins, þennan stássramma sjálxrar á- sjónunnar. Því eru það. ef tii vill, ekki ástæðulausar uppbæt- ur, að hann hefir gert innrömm- un að ævistarfi, lífsbaráttu- business og brauðstriti og eygir réttilega, hvað goður og smekk- legur rammi er þýðingarmikill, bæði fyrir lélega og góða mynd, sem jafnan eru til sölu hjá hon- um á Týsgötu 1. Hann hefir nú heiðrað greinarhöfund með því að opna sýningu í dag é vatns- litamyndum eftir hann í þakkar skyni fyrir allt lofið og skjallið. Gerið svo vel að ganga í bæinn og gangi ykkur allt í haginn. — Aðgangur ókeypis. Gott er að njóta af góðri lyst, gaman er á sví'lli, fáir hafa fleiri kysst en fengsæll rammaskalU. Þegar ég hlusta á Guðmund segja frá lít ég sjaldnast á írá- sögnina sem sögulega staðreynd eins og hann ætlast til heldur sem lisfrrænan og litríkan skáld- skap. Bregður þá oft fyrir björt- um björmum, gliti og glömpum og fjölbreyttu fýrverkeríi í frá- sögninni, einkanlega þegar um- ræðuefnið er honum hugleikið. Hann á sér aðeins tvo ofjarla í frásagnargleðinni, þá beðbragða bósann Bokkasíó í De Cameron og Agnar Mykle, þann norska og nostursama nótaríus í Roðastein inum. Hugarflug Guðmundar er hásveiflað og herlegt og væneja slátturinn engu minni en þeirra skáldbræðranna tveggja Guðmundur er sjaldan róman- tískur né væminn í frásögn, enda stafar rósrauð rómantíkin oft af skorti á verklegum framkvæmd um, þó er hún hið fallega for- spil ástarinnar, óðurinn til lifs- ins í öllu veldi sínu, söngurinn, innblásturinn sjáflur undir full- um þrýstingi. f hugarheimum skáldlegrar frásagnar rýkur Guðmundur á botnlaust ástafar og kemur víða við og fer geyst með heilli hirð fagurra kvenna. Hann hrífur hlustendur með sér í stórhópum í æðisgengnum ástarfarslýsing- um sínum, líkt og nornirnar fornu, sem geysast í hópreiðum um háloftin á kústsköítum og magalentu á Blokksfjalli hinu fræga, þar sem hófust stjórnlaus drykkja, lauslæti og svall. Svo segja einhverjir spekingar, að hugarfarssyndin sé verri en raun veruleikasyndin. Smábreyzkur eiginmaður giaður, syngjandi og síkátur er tæpast ógeðfelid- ari en dyggðugui, fýldur, fúll og beiskur. Ef gallarnir væru skafnir af Guðmundi á einu bretti væri fátt skemmtilegt eftir, kannski smá dyggðadrusla, ljót og leið- inleg. Tilfinninga- og tauganæmleiki hans og mátuleg timburmanna- viðkvæmni hafa skerpt heilavið brögðin, örvað og stuðlað að þroska og eflt ímyndunaraflið og slípað hið sjáandi auga og hleypt grósku í gáfurnar. Hann hefur nú verið létt- matrós í flota hans hátignar Bakkusar í nær þrjá áratugi, þó aldrei á flaggskipinu í f'arar- broddi né fiktað við stórkanón- ur eða djúpsprengjur, en stýrt bátskel sinni milli skers og báru í gégnum boðaföll brennivíns án nokkurra stórslysa og geri aðrir betur. Hann kann á sextantinn og tekur rétta sólarhæð. Þó læt- ur honum bezt að sigia eftir tindrandi stjörnum næturhimins ins. Venus hátt í vestri skín, við skulum hátta, elskan mín, kvað Oddur sterki af Skaga við raust. Þrátt fyrir víxlafen og botn- lausar skuldir á stundum ætla ég, að Guðmundur sé mjög sæli maður og líði vei og haf'. öðlazt ólíkt meiri lífsharr.ingju en margur milljónungurinn. Hann gefur sér tíma til að -ifa og anda og njóta þess að vera til. Hann er einmitt humoristi en ekki trúður og eygir hið kómiska þeg ór á móti blæs ásamt mátulegu kæruleysi. Hann ex lífsglaður og langlífislegur. Hann er „happy“. Konur af kyninu eru konur, kynverur og þrif’’verur, belg- fagrar og ilmandi, enda sagði séra Árni um dætur sínar, að þær rynnu út eins og heitar bollur. Margar eru þær frænkur hispurslausar og opinskáar í tali og með iðandi léttleika sínum og gáska skafa þæ feimni af mörg- um óframfærnum og heimóttar- legum. Það er hollt að hitta og hjala við slíkar hofroður. Það er hreinasta unun að ræða um ást- ina við sumar þeirra og um feimnismálin ræða þær af sama skaphita og áhuga og aðrirnæstu bæjarstjórnarkosningar og marg ir eru flokkarnir og fambjóðend unir og skiptar skoðanir á dele- gátum, dumpkandidötum og Framh. á bls. 19. • Jarmið heldur fyrir hennivöku Kona skrifar: — Kæri Vel- vakandi! Nú hafa borið fyrir mig þeir hlutir, að ég get ekki orða bundizt. Ég er Reykvíkingur og vön öllum þeim hávaða, sem borgarlif- inu fylgir. En nú heí ég he.vrt hávaða, sem er mér framandi og illþolandi, og sem hefur haiúíð fyrir :nér vöku tvær uncanfarnar i æ ur. Það er kindajarm. Kindajtrm heHur r rlr mér vöku í miðri Reykja ' JA Skammt fyrir neðan hús- ið, sem ég bý í, er allstórt tún. Nú fyrir nokkrum dög- um var fjöldinn allur af kind um settur inn á túnið. Maður verður ekki var við nein ó- þægindi af þessu meðan bjart ur dagur er, en þegar dimmt er orðið, og ég er gengin til náða, er eins og kinöahópur- inn færist allur í aukana. Meee. ...me....me.... meee hljómar í eyrum mínum og ég get engan veginn sofnað. Stundum er jarmað mjótt og lambslega, en ein kindin, sem þarna er, drynur dimmradd- að eins og belja. Ég þoli vel flest hljóð eins og t. d. bílaflaut og barnsgrát á næstu hæð, en þessi belj- andi í kindunum er að gera mig taugaveiklaða. Gætir þú ekki, Velvakandi, komið því á framfæri við borgarstjóra fjármála, að hann útvegaði þessum síjarmandi kindum bithaga annars staðar en fyr- ir utan gluggann hjá mér“. • Sukksamt við réttina Eins og bréfið hér á undan ber með sér, eru göngur hafn ar og undanfarna daga hefur víða verið réttað. Nokkuð er talað um drykkjuskap í rétt- unum, en það er ekki ný bóla eins og eftirfarandi kafli úr íslenzkum þjóðháttum ber með sér. Þar segir um réttir: — Kvöldið og nóttina áður en réttað var, vildi stundum verða ærið sukksamt við rétt ina. Hafði þá fjöldi manna riðið til réttar úr sveitunum, svo að oft voíu þar mörg hundruð fyrir, þegar safnið kom. Var þá venjulega nóg í staupinu, meðan sú öldin stóð. Varð oft lítið um svefn um nóttina. • Markaður við réttina Réttirnar gátu verið verzl- unarstaður eins og þessi frá- sögn þjóðháttanna ber með sér: — í Hraundalsrétt í Borg. arfirði var lengi á fyrri öld- um haldinn markaður; komu menn í réttina í hópum sunn- an frá sjó og seldu þar fisk- æti, lýsi og ýmsan búðai varn- ing og keyptu fyrir það aftur sauði, smér, vaðmál og aðrar landafurðir af bændum. Var þar því jafnan afar-fjöl- mennt um þær mundir enda stóðu réttirnar oft x 3—t daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.