Morgunblaðið - 24.09.1960, Blaðsíða 13
Laugardagur 24. sept 1960
M 0 R C TI /V B 14 Ð I b
13
Steindór J. Þórisson
f ramkvæmdast j óri
AÐ KVÖL.DI 12. september barst
sú harmafregn að Steináór
J. Þórisson hafi látist á sjúkra-
tiúsi í Kaupmannanöfn. en
þann dag var gerður á honum
uppskurður. Hann veiktist
skyndilega tæpum mánuði áður
og var um sl. mánaðamót flutt-
ur til Kaupmannahafnar í hend-
ur færustu lækna. En þrátt fyrir
öra þróun læknavísindanna varð
lífi þessa unga manns ekki bjarg
að.
Steindór Þórisson var fæddur
á ísafirði 3. september 1937, son-
ur hjónanna Óiafar Jónsdóttur
og Þóris Bjarnasonar bifreiða-
stjóra. Hann lauk prófi frá gagn
fræðaskólanum á ísafirði vorið
1954 og prófi frá Verzlunarskóia
fslands vorið 1958 og var um
hríð við nám í Bretlandi. Ég,
sem þessar línur rita, fygldist
mikið með þesurh elskuiega og
góða bróðursyni mínum og með
mér var hann mikið, fyrst sem
barn og síðar sem starfsmaður,
frá því fyrir innan fermingar-
aldur og til haustsins 1957. þann
tíma árs sem hann var ekki í
skóla. Hann varð sne-nma mik-
ill og góður starfsmaðar, fjöl-
hæfur og verkhagur og mátti
þegar á fermingaraldri trúa hon
um fyrir störfum, sem fullorð-
inn væri, því hann hafði þá þeg-
ar öðlazt skilning og þroska fiill
tíða manns. Vorið 1958 gerðist
hann starfsmaður hjá Isborg hf.
i Reykjavík og varð síðar fram-
kvæmdastjóri þess fyrirtækis.
Steindór var myndarlegur
maður og manna geðfeildasi.ur.
í skapi var hann ljúfur og hóg-
vær við hvern sem var að skipta.
Framkoma hans öll var fíngerð
og fáguð, hann lagði aldrei nein-
um illt til, en öllum gott, enda
var hann af öllum, sem hann
þekktu, talinn einstakt ijúf-
menni og drengur góður í beztu
merkingu þess orðs.
Steindór var elztur fimm syst-
kina og reyndist hann foreldrum
sínum framúrskarandi góður son
ur og var hann systkinum sínum
einstakur bróðir og má þar hans
líka vandlega leita.
'Snemma á þessu ári opinber-
aði hann trúlofun sína með Ingi-
björgu Egilsdóttur Sigurgeirsson
ar hæstaréttarlögmanns í Reykja
vík, ágætri og myndarlegri
stúlku. Hún varð fynr þeirri ó-
hamingju að veikjast skömmu
síðar. I veikindum hennar reynd
ist hann hinn trygglyndi og hug-
prúði maður, og henni gaf hann
allar sínar frístundii og gerði
allt sem á hans færi var til þess
að gera henni lífig sem ánægju
legast og enga ósk átti hann heit
ari en að kvænast heitmey sinni
og búa henni sem bezt heimili
og að því hafði hann markvisst
og ákveðið unnið þegar ógæf-
tma bar að dyruin. sár er harm-
ur okkar allra, en sárastur er þó
hennar harmur.
Lífið er oft torskilið. Við eig-
um bágt með að skilja hvers
vegna ungur maður, sem á fram
tiðina fyrir sér, er kaliaður
burtu, en þeir sem eru gamlir og
misst hafa heilsuna og þrá sjálf-
ir hvíldina eru látnir lifa í mörg
ár. En maðurinn lifir — þótt
'hann deyji. Við trúum því, að
við eigum eftir að sjá þennan
og aðra ástvini okkar og vera
með þeim þegar lífi okkar á
þessari jörð lýkur. Þeir deyja
ungir, sem guðirnir elska. Eins
og við öll elskuðum Duma, eins
og við kölluðum hann, þá trú-
um við því að guðirmr elski
'hann. Við hörmum öll brottför
hans, skyldmenni hans og vinir
og mörg tár hafa fallið frá því
hann lézt. Það er þung sorg, sem
lögð er á unnustu hans. foreldra,
systkin, aldraðar ömmur hans,
tengdafólkið og okkur skyid-
menni hans önnur og aðra vini
að sjá á bak honum í blóma lífs-
ins. En enginn má sköpun renna.
— Minningarorð
En það er okkur öllum huggun
í harmi okkar að við megum öll
geyma í hjörtum okkar bjarta
og fagra minningu um góðan,
myndarlegan, dugmikinn og
elskulegan dreng
Svo vel tel ég mig hafa þekkt
hann, að ég trúi því að hann
sjálfur eigi enga heitari ósk, en
að þeir’ sem hann heitast unni
láti ekki sorgina ná yfirtökun-
um, heldur veri sterkir og æðru-
lausir. Ég ætla að vona að sú
ósk hans megi rætasc sem allra
fyrst með Guðs hjálp.
Elsku Dtnni minn, ég vil flytja
þér hjartans þakkir mínar, konu
minnar og barna fyrir vináttu
þína og samfylgd. Mér varst þú
alltaf hjartfólginn. ailt frá því
að þú varst lítill fallegur og
elskulegur drengur, sem alltaf
varst svo góður við alta og vild-
ir að öllum liði vel og enginn
ætti bágt. Allur þinn stóri skyld
menna hópur og vinir þínir
hugsa þetta sama og ég og gamla
vinkonan þín Ólafía. sem ekki
getur verið við útför þína send-
ir þér hjartans kveðjur og þakk-
ir. Vertu sæll elsku frændi minn
og vinur. Guð blessi þig um alla
eilífð.
Matthías Bjarnason.
Fæddur 3. september 1937.
Dáinn 12. september 1960.
Skapari álls er lifir, hæst í hæð-
um
huggarinn mildi, þeirra er syrgja
og krjúpa.
Lát frá mínum innstu hjartans
æðum
óma þá.
Orð ná
að bera bænarmál,
blessum mæddri sál.
Sendu engil, faðir, friðarboða
að faðma, styrkja. trúuð börn á
jörð.
Svo að gegnum skúrir skin af
roða
skynjum vér.
Skýrt er,
að vort hið veika ráð
er vilja þínum háð.
Signdu, faðir, svefni mjúkum,
hægum
son, og hvíldu rótt í faðmi þér.
Veittu alltaf yl og krafti nægum
ofan frá.
Upp þá,
barnsleg bænín mín
berst aftur, Guð til þín.
Einn að vestan
Góð stúlka óskast
á hótel úti á landi. — Uppl. í síma 10039
Prjónavél til sölu
Mótordrifin prjónavél nr. 14 til sölu. Vélin er með
100 cm. nálaborði sjálfvirkum stoppurum og nið-
urvindingu. — Uppl. í síma 14361.
Saumavélar til sölu
4 nála ,,Latlosk“ saumavél og tveggja nála teygjuvél
til sölu. Vélarnar henta sérstaklega vel við næríata-
framleiðslu. — Uppl. í síma 14361.
Atvinnurekendur
Ungur maður með Samvinnuskólapróf, sem um sex
ára skeið hefur unnið við tollútreikning og önnur
tollafgreiðslustörf óskar eftir atvinnu hjá fyrirtæki
í Reykjavík eða Hafnarfirði. — Tilboð sendist afgr.
Mbl. merkt: ,,1695“.
Vökukona óskast
í Kópavogshæli (kvennadeild) 1. okt. — Upplýsing-
ar lijá yiirUjúkrunarkonuiini í símum 19785 og
19084.
Trésmíðavél
Til sölu er sambyggð trésmíðavél. Uppl.
gefur Hrafukell Alexandersson, Hellissandi.
IJtgerðarmenn
Netagerðin O:\di h.f. Akureyri, hefur til sölu nælon-
smásíldarnætur, með 44 umförum á alin, lengd
efriteinn 170 faðmar, neðriteinn, 190 dýpt um miðju
43 faðmar. Nætur þessar geta verið hvort sem vera
skal fynr blökk eða bát. Upplýsingar í herbergi 24,
Hótel Vík, kl. 5 til 9 e h. næstu daga.
Sigfús Baldvinsson — Þorvaldur Guðjónsson
íbúð til sölu
milliliðalaust
Glæsileg nýtízku íbúðarhæð í nýju húsi í vestur-
bænum er til sölu. — 4 herb. og eldhús. — Sér
hitaveita. — Fallegt útsýni, laus nú þegar. —
Upplýsingar í síma 12841.
5 herb. hæð
rúmgóð og vönduð íbúð er til sölu við Barmahlíð.
Upplýsingar gefur:
Málflutningsskrifstofa VAGNS E. JÓNSSONAR
Au^turstræti 9 — Sími 14400.
Útboð
Tilboð óskast í smíði 2000 sorpíláta fyrir hreinsun-
ardeild bæjarins. — Lýsinga og skilmála má vitja á
skrifstofu vora Traðarkotssundi 6.
INNKAUP VSTOFNUN REYKJAVlKURBÆJAR
(Jtboð .
Tilboð óskast um hita-, hreinlætis- og loftræsilagnir i
barnaskóla við Hamrahlíð, hér í bæ. — Útboðslýs-
ingar og uppdrátta má vitja í skrifstofu vora, Trað-
arkotssundi 6.
INNKAUPASIOFNUN REYKJAVlKURBÆJAR
Mayco hdrgreiðsluvörur
Nýkomnar
Kalt permanent
Háralitir, fljótandi 32 litir
Háralitir, Creme 34 litir
Shampoo, 6 tegundir
Hárlakk o. m. fl
Hallddr Jónsson hf.
Heildverzlun
Hafnarstræti 18 — Símar 125-86 & 2-39-95
Opna í dag
nýtt klæóskeraverkstæði að Bankastræti 6.
Mun kappkosta að hafa fataefni og 1.
flokks vinnu.
Bankastræti 6, 2. hæð — Sími 10935
.