Morgunblaðið - 05.10.1960, Qupperneq 12
12
MORGUNBLAÐ1Ð
Miðvikudagur 5. okt. 1960
fMtripíJíiílMíiíb
Utg.: H.f. Arvakur Reykjavik.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar- Valtýr Stefánsson (ábm.)
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Lesbók.: Arni Óla, sími 33045.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristmsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6 Sími 2?,480.
Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands.
1 lausasölu kr. 3.00 eintakið.
HAMMARSKJÖLD
OG KRÚSJEFF
PÖR Krúsjeffs á Allsherjar-
* þing Sameinuðu þjóð-
anna er nú orðin býsna sögu-
leg. En athyglisverðastar eru
þó árásirnar á Hammarskjöld.
Dag Hammarskjöld hefur
að undanförnu unnið frábært
starf í þágu SÞ og til þess að
tryggja frið í heiminum. Eng-
inn einn maður á meiri þakk-
ir skildar fyrir framlag til að
koma í veg fyrir, að atburð-
irnir í Kongó leiddu til átaka
milli stórveldanna, sem hugs-
anlega hefðu getað endað með
heimsstyrjöld. Meðal lýð-
frjálsra þjóða hlýtur hann því
að vera hylltur fyrir fram-
gönguna í Kongó.
En Afríku- og Asíuþjóð-
irnar munu ekki eingöngu
líta á afskipti hans af Kongó-
málinu í því ljósi, að hann
hafi komið í veg fyrir átök,
sem hefðu getað leitt til
heimsstyrjaldar. Þeim mun
einnig vera það Ijóst, að van-
þróaðar þjóðir geta því að-
eins viðhaldið sjálfstæði
sínu að bægt sé frá beinum
afskiptum stórvelda af innan-
landsmálum þeirra. Þeim er
því ljóst, að eina von-
in til að þær geti við-
haldið sjálfstæði sínu, er að
þær»geti leitað fulltingis til
alþjóða samtaka, sem þær
sjálfar eiga aðild að sem jafn-
rétthár aðili. Af þeim sökum
hljóta pær að setja allt traust
sitt á samtök hinna Samein-
uðu þjóða og þakka Hammar-
skjöld afrek hans.
í fyrradag endurtók Krús-
jeff hinar hatrömmu árásir á
hendur Hammarskjöld á
Allsherjarþinginu. Krafðist
einræðisherrann þess, að
Hammarskjöld segði af sér
framkvæmdastjórastarfi Sam
einuðu þjóðanna. Hammar-
skjöld kvaddi sér síðar hljóðs
og lýsti því yfir skýrt og
skorinort, að hann mundi
ekki segja af sér heldur
gegna störfum út kjörtímabil
sitt, til ársins 1963. Ærðist þá
rússneski einræðisherrann og
lamdi með báðum hnefunum
í borð sitt. En allur þorri
sendinefndarmanna á Alls-
herjarþinginu hyllti Hamm-
arskjöld ákaft.
í ræðu, sem Krúsjeff flutti
skömmu áður, lét hann í það
skína, að kommúnistaríkin
kynnu að segja sig úr SÞ og
reyna þannig að eyðileggja
samtökin. Hefur hann búizt
við að sú ógnun mundi nægja
til þess að menn hugsuðu sig
um tvisvar, áður en þeir neit-
uðu að láta hann segja sam-
tökunum fyrir verkum. Hefur
hann þar haft hliðsjón af að-
förum læriföðurins, Hitlers,
og gert ráð fyrir að enn væru
þjóðir heims fúsar til að
kaupa sér stundargrið með
nýjum Múnchen-samningum.
En kommúnistaleiðtoginn
hefur nú skotið yfir markið.
Framferði hans allt í New
York er með þeim endemum,
að ekki vekur eingöngu fyrir-
litningu, heldur hefur það
einnig opinberað fyrir mönn-
um hinn siðferðilega veik-
leika kommúnismans, er hon-
um er mætt með fullri einurð.
Er því ekki annað sýnna en
sjálfur Krúsjeff hafi með
framferði sínu dauðadærat
skringilegheitatilburði á borð
við Brúsastaðahreyfinguna
íslenzku og sannfært hinar
frjálsu þjóðir betur en nokkru
sinni fyrr um nauðsyn þess —
og fullan árangur — að
standa fast saman gegn of-
beldishotunum.
BIFREIÐASLYSIN
CÍÐUSTU daganá hefur
hvert meiri háttar bifreiða
slysið rekið annað. Ekki er
auðvelt að gera sér grein fyr-
ir því, hvernig á þessum
miklu slysum stendur nú.
Yfirstjórn umferðamála,
lögregla og slysavarnafélag,
hafa aðhafzt margt til þess að
reyna að koma í veg fyrir
slysin. Hér hefur nýlega ver-
ið sett ný og fullkomin um-
ferðalöggjöf, lögregla leið-
beinir vegfarendum í vax-
andi mæli og slysavarnafélag
birtir abendingar og aðvar-
anir til ökumanna og gang-
andi fólks. En allt virðist
þetta bera lítinn árangur.
Mörg slysanna verða vafa-
laust fyrir þjösnaskap og
ógætni og spurning vaknar
þá um það, hvort íslendingar
séu ókurteisari í umferðinni
en aðrar þjóðir. Margir
þeirra, sem erlendis hafa
ferðazt, munu vera þeirrar
skoðunar, og er vonandi að
ökumenn og aðrir vegfarend-
ur hafi það meir í huga fram-
vegis, að ekki er alltaf nauð-
synlegt að taka sér hinn ítr-
asta rétt í umferðinni.
UTAN UR HEIMI
Þess vegna síeyptum
við Syngman Rhee
Þnr af foringjum
stúdentauppreisn-
arinnar i Suður-
Kóreu heimsækja
Evrópulönd
Þ R í R stúdentar frá Suður-
Kóreu eru um þessar mundir á
ferð um ýmis Evrópulönd í boði
stúdentasamtaka þar. Stúdentar
þessir, sem heita Sohn Chin-
Young og Park Sang-Won — báð
ir frá Seoul-háskóla — og Kang
Chi-Won, frá Yon Sei-háskólan-
um, sem einnig er í Seoul, voru í
hópi helztu forystumanna stú-
dentauppreisnarinnar, sem leiddi
til þess, að Syngman Rhee og
stjórn hans varð að láta af völd-
um.
í skefjum. Hann reyndi m. a. að
hefta frelsi stúdenta, og þess
vegna komum við af stað upp-
reisn og steyptum honum úr
valdastóli.
☆
• Virti grundvallarreglur
einskis
Syngman Rhee braut stjórnar-
skrá landsins, þar sem svo var
kveðið á, að sami maður megi
aðeins gegna embætti tvö kjör-
tímabil, að kosningar skuli vera
leynilegar, þar sem allir, 21 árs
og eldri, hafi kosningarétt — jafn
an kosningarétt. Þessar grund-
vallarreglur hæddi hann og virti
einskis. Frjálslyndi flokkurinn,
flokkur hans, var aðeins nafnið
tómt, meiningarlaust. — Blöðin
voru sett undir ritskoðun, og
helzta óháða blaðið, „Kyoung
Hayng“, var bannað. Þannig leyst
ist lýðræðisstjórn í landinu smám
saman upp.
ÆTLA mætti, að þetta væri t
svipmynd úr einhverri nýrri 1
kvikmynd, er væri látin ger-
ast á miðöldum — en svo cr
nú ekki. — Myndin var tekin
fyrir skömmu í Rómaborg —
nánar tiltekið í Páfarikinu —
og sýnir nokkra menn úr hin-
um fræga, svissneska lifverði
páfa. Yfirforinginn Pfyffer
von Altishoen barón, er að
kanna vörðinn við Vatikaníð.
— ★ —
Þessi lífvörður á sér langa
og litríka sögu, sem kunnugt
er. Hann var stofnaður af
Júlíusi páfa II. árið 1506, og
mun enginn herflokkur annar
eiga sér svo langan aldur. —
Og enn bera hinir hraustu her
menn páfastólsins hinn forna
og litríka búning sinn, en sag
an segir, að hann hafi verið
gerður að fyrirsögn sjálfs
Michelangelos.
í lífverðinum eru nú innan
við 100 menn. Nýliðar eru
valdir árlega eftir ströngum
reglum. Nýliðinn verður að
vera hinn hermannlegasti á
vöxt — a. m. k. sex fet á hæð;
hann verður að vera á aldrin-
um 18 til 25 ára — og, að sjálf
sögðu, svissneskur ríkisborg-
ari.
• Föðurlandsvinir —
einræðisherra
Þrímenningarnir komu til
Kaupmannahafnar um mánaða-
mótin í boði dönsku stúdenta-
samtakanna, og létu þeir þá m. a.
svo um mælt í samtali við blaðið
„Inf ormation“:
— Hinn gamli föðurlandsvinur
og hetja, Syngman Rhee, gerðist
smám saman einræðisherra, sem
beitti ritskoðun og kom sér upp
öflugri lögreglu til þess að festa
sig í sessi og halda andstöðunni
• Um það höldum við vörð .. .
Þegar stúdentarnir gerðu upp-
reisn og héldu frá háskólasvæð-
inu til þinghússins — um 4 km
leið — sendi hinn gamli einræðis
herra lögreglusveitir sínar á vett
vang, og skyldu þær bæla niður
andstöðuna, miskunnarlaust.
Hundruð stúdenta særðust.
Nokkrir voru drepnir — en lýð-
ræðisstjórn var endurreist í Suð-
ur-Kóreu og leynilegar kosning-
ar haldnar. Um slíkt stjómar-
form viljum við halda vörð . . .
Hiiúðlaxiim
kominn suður
fyrir
MARlUBAKKA, Fjótshverfi, V-
Skaftafellssýslu, 26. september.
— Veiðzt hefur (fyrir alllöngu)
£ Vatnamótum hér í sveitinni
einkennilegur fiskur, sem örugg-
lega er hinn svo nefndi hnúðlax.
Þegar hann var borinn saman við
myndina, sem birtist í Morgun-
blaðinu af fyrsta hnúðlaxinum,
er veiddist fyrir norðan, virðist
enginn munur þar á.
Fiskurinn er 50 sentim. á lengd
og 1550 grömm á þyngd. Hann
er geymdur í frosti á Kirkju-
bæjarklaustri. Laxinn veiddu
Guðni og Kristófer Sigurðssynir
á Maríubakka. Það hefur mjög
skjaldan orðið vart við lax £
þessum Vatnamótum, og þá £
venjulegu aurriðavatni, en þessi
hnúðlax veiddist í grunnu vatn4
þar sem bleikjan heldur sig.
— Sigurður Sigurðsson.
Kóreu-stúdentarnir í Kaupma nnahöfn — talið frá vinstri:
1 Park Sang-Won, Kang Chi-W on og Sohn Chin-Young.