Morgunblaðið - 05.10.1960, Síða 17
Miðvikudágur 5. okt. 1960
MORCVNBI 4 ÐIÐ
17
Margar ályktanir
16. þingi ASV
a
í sambandinu eru nú 16 stéttarfélög
vestra með um 2000 meðlimi
ALÞÝÐU SAMB AND Vest-
íjarða hélt 16. þing sitt á ísa-
firði dagana 20. og 21. sept.
sl. og sátu það 27 fulltrúar,
auk stjórnar sambandsins;
þingforsetar voru þeir Marí-
as Þ. Guðmundsson, ísafirði,
og Karvel Pálmason, Bolunga
vík. — Margar ályktanir voru
gerðar á þinginu.
Nær nú til Strandasýslu líka
1 ASV eru nú 16 stéttarfélög
með um 2000 meðlimi, og nær
sambandssvæðið, sem verið hefur
ísafjörður (kaupstaðurinn), báð-
ar ísafjarðarsýslurnar og Rarða-
strandarsýsla, nú einnig til
Strandarsýslu, sem á þinginu var
samþykkt að taka upp í sam-
bandið.
Forseti ASV, Björgvin Sig-
hvatsson, flutti á þinginu skýrslu
stjórnarinnar um helztu viðfangs
efni og störf sambandsins undan-
farin tvö ár. Ræddi hann m. a.
um þá kjarasamninga, sem gerðir
voru á tímabilinu, en þeir hafa
falið í sér ýmsar kjarabætur,
bæði fyrir sjómenn og landverka-
fólk, má geta þess í sambandt
við hina nýju samninga, að haust
ið 1958 var í fyrsta sinn gerður
kjarasamningur milli landverka-
fólks og vinnuveitenda án þess
að til uppsagnar á eldri samningi
kæmi. Eftir ráðstefnu ASÍ í lok
ágúst 1959 var sagt upp samningi
um launakjör landverkafólks en
heimilað að vinna eftir honum,
þar til annað yrði ákveðið — og
er sú samþykkt enn í gildi.
Skýrslur um ástand og horfur
Að venju fluttu fulltrúar ein-
stakra sambandsfélaga skýrslur
um störf félaganna og atvinnu-
ástand og horfur á hinum ýmsu
stöðum. Þess utan tókust svo á
þinginu miklar umræður, einkum
um kaup- og kjaramál og voru
ýmsar ályktanir gerðar. — Stjórn
ASV var endurkosin, en hana
skipa þeir Björgvin Sighvatsson,
forseti, Jón H. Guðmundsson, rit
ari og Marías Þ. Guðmundsson,
gjaldkeri; eru þeú allir frá Isa-
firði.
Þingið taldi nauðsynlegt að
breyta skipulagi Alþýðusam-
bands íslands og beri áfram að
stefna að því að mynda sambönd
starfsgreina, er síðar verði að-
ilar að ASÍ; beint var þeim ti'l-
mælum til stjórnar ASÍ, að hún
héldi uppi nánara og lífrænna
sambandi við sambandsfélögin en
verið hefur, með aukinni fræðslu
um verkalýðsmál og auknum
erindrekstri.
1 ályktunum þingsins kom einn
ig fram andúð á efnahagsráðstöf
unum ríkisstjórnarinnar, afskipt-
um hennar af launadeilu atvinnu
flugmanna og þeim breytingum
á skattalöggjöfinni, er hún hef
ur beitt sér fyrir.
Hlutaskiptafyrirkomulaginu
hætt?
Lagt var til, að fram færi at-
hugun á því, „hvort ekki sé hag-
kvæmara fyrir sjómenn að hætta
við hlutaskiptafyrirkomulagið,
en taka upp þess í stað ákvæði
um ákveðinn hundraðshluta af
aflaverðmæti". Þá voru verka-
lýðsfélög á sambandssvæðinu
hvött til að láta sem fyrst í ljós
skoðun sína á því, „hvort næsti
heildarsamningur um kaup og
kjör landverkafólks skuli sam-
rýmdur kjaraákvæðum samnings
Vlf. Dagsbrúnar í Reykjavík, eða
vera í samræmi við það sem ver-
ið hefur.“
Skipulagning á fiskveiðum vorum
Þingið skoraði á „Alþingi og
ríkisstjórn að hlutast til um, að
hin ýmsu byggðalög landsbyggð
arinnar verði ekki afskipt af
fjármagni því, sem veitt er til
atvinnuvegana" og „að Fiskveiði-
sjóður íslands hafi alltaf nægilegt
fé til útlána með hæfilegum
vöxtum". Einnig vakti þingið
máls á þvi við sömu aðila,
„hvort ekki mundi nú orðið tíma
bært, að taka upp skipulagningu
á fiskveiðum vorum, þannig að
hægt sé að stýra fram hjá verstu
ágöllum, sem nú er við að stríða
í því efni“ — þ. e. einkum þorska
netaveiðum á hrygningatíma
þorskins, gæðasnauðum hráefn-
um óeðlilega háum tilkostnaði og
ótryggum síldveiðum.
Þá var til þess mælzt, að
„byggð verði hér á Vestfjörðum
fullkomin skipasmíðastöð, sem
annazt geti viðhald og smíði
stærri skipa“ og ennfremur, að
hraðað verði byggingu hafnar-
mannvirkja vestra.
Landgrunnið allt
X ályktun þingsins um land-
helgismálið var lýst yfir þeirri
skoðun, að í engu mætti „hvika
frá margyfirlýstum vilja Alþing-
is og alþjóðar um fiskveiðirétt-
indi Islendinga, en stefna beri
að íslenzkri lögsögu á landgrunn-
inu öllu.“
íslenzk erindi á fundi
H afrannsóknarráðsins
DAGANA 18.—24. september
var aðalfundur Alþjóðlega haf-
rannsóknaráðsins haldinn í
Moskvu. Héðan sóttu fundinn
fiskifræðingarnir Ingvar Hall-
grímsson og Unnsteinn Stefáns-
son og auk þess tók þátt í fund-
unum sendiherra íslands í
Moskvu, Pétur Thorsteinsson. —
Alls voru fundarmenn um 200,
víðsvegar að úr heiminum.
— ★ —
íslenzku fulltrúarnir fluttu er-
indi á fundinum, Unnsteinn um
rannsóknir á hryggnum milli ís-
lands og Færeyja og Ingvar um
rannsóknir á átu hér við land.
Auk þess sendi Jón Jónsson,
deildarstjóri, tvö erindi um
þorskinn við ísland, og voru þau
flutt þar fyrir hann.
. — ★ —
Alþjóðlega hafrannsóknarráð-
ið hefur bækistöð sína í Kaup-
mannahöfn, en það hefur verið
venja að þriðja hvert ár býðst
eitthvert þátttökuríkið til að
halda aðalfundinn. í þetta sinn
tóku Rússar hann að sér.
íBARNASKÓLI HÚSAVÍKURl
' — gamli skólinn — sem reist-
ur var 1905 af mikilli fram-
sýni og dugnaöi, verður nú
að hverfa fvrir hinni nýju
skólabyggingu. Munnmæli
herma, að á hæð þeirri, sem
gamli skólinn er nú að hverfa
af, hafði Garðar Svavarsson
reisti hið fyrsta hús, sem vet-
urseta var höfð á íslandi. En
allt hverfur fyrir tímans tönn
og nýtt kemur í staðinn, og
um næstu helgi taka skólarn-
ir í Húsavík til starfa í nýj-
um og glæsilegum húsakynn-
um.
Ljósm. SiUi.
Áhorfandi
lærhrotnaði
AKRANESI, 3. okt. — Sl. laug-
ardag var knattleikur háður á
grasvellinum hér. Áttust þar við
Kári og KA og sigraði síðar-
nefnda félagið með einu marki
gegn engu. Þetta er í fyrsta skipti
sem Ríkharður Jónsson keppir
hér eftir að hann varð góður af
méiðsli sínu.
Veður var gott og margt áhorf-
enda. í síðari hálfleik varð það
slys, er hægri útherji var að leika
upp hægri kantinn, að hann
hljóp á Ingimar Magnússon
trésmíðameistara, sem stóð á lín-
unni. Féll Ingimar við með þeim
afleiðingum að hann lærbrotnaði.
Ingimar er um sjötugt og mikill
áhugamaður um knattspyrnu.
Hann liggur nú á Sjúkrahúsi
Akraness.
í leikslok urðu slagsmál, sem
hófust með því, að áhorfandi
ruddist fram og sló línuvörð.
— Oddur.
Fyrsti fundur Nígeríuþings
LAGOS, Nígeríu, 3. okt.
(NTB-Reuter).
HNG Nígeríu kom saman í
fyrsta sinn í dag, en landið öðl-
aðist sjálfstæði sl. laugardag. —
Alexandra prinsessa, frænka
Elísabetar Bretadrottningar,
mætti í þinginu og flutti þjóð-
inni árnaðaróskir drottingar.
JAFNVÆGI
Þá las Alexandra prinsessa á-
varp til þingsins varðandi stefnu
stjórnarinnar. í ávarpinu, sem
Sir Abubaker Tatawa Belewa
forsætisráðherra og meðráðhérr-
ar nans sömdu, segir að helztu
verkefni hinnar nýju stjórnar
verði að stuðla að því, að jafr-
væigi skapist um gjörvalla Af-
ríku I utanrikismálum muni
N'geria hafa vinsamlega sam-
vinnu við öll þau ríki er vinni
samkvæmt meginreglum stofn-
skrár Sameinuðu þjóðanna.
ÁTÖK
Mikið hefur verið um dýrðir
í Nígeríu í sambandi vió sjálf-
Judo
1 KVÖLD hefjast æfingar í Judo
og Jiu-jitsu hjá Judo-deild Ar-
manns.
Aðstaða til æfinga hefur nú
rnikið batnað frá því sem var sl.
vetur. Deildin hefur nú eignazt
yfir 50 ferm. af æfingadýnum.
Þar af leiðandi verða teknir
fleiri nemendur en að undan-
förnu og kennslan verður betri.
Kennslan verður einnig að
nokkru leyti í nýju formi, sem
sniðið er eftir kennslu-aðferð
Kodokanskólans í Japan og Bern
ard Poul kenndi hér sl. sumar.
Judo er mjög vinsæl íþrótt um
ftllan heim, enda er búið að
samþykkja hana sem Olympíu
íþrótt á næstu leikjum 1964. Alls
ekki er ólíklegt að íslendingar
eigi eftir að láta að sér kveða
I Judo á alþjóðavettvangi. Þeir
faafa gert það í glímum sem eru
faé greinilega fjarskyldari ís-
lenzku gljmunni en Judo. Við
nána athugun virðist Judo hafa
margt sameiginlegt með íslenzku
glímunni, einkum eins og hún
mun hafa verið iðkuð fyrr, áður
en beltin komu til sögunnar. At-
hyglisvert er hið sameiginlega
grundvallaratriði, að fimi, jafn-
vægi og kunnátta er sett í ha-
sætið. Þessi atriði eru tekin fram
yfir hinn grófa kraft, enda gefa
þau meiri sigurmöguleika.
Nefnd grundvallaratriði hafa
meira að segja í Judo, því þar
er mjög erfitt að koma við afls-
mun í viðureign við kunnáttu-
mann. Gott dæmi þessu til sönn-
unar er frá japanska meistara-
mótinu. Tokyo - meistarinn
Miyake (5 dan) vegur yfir 260
pund, en féll fyrir Iwata (4 dan)
er vegur aðeins 135 pund. Sigur-
vegarinn í meistaramótinu var þó
Kaminaga (5 dan) en hann mun
vera um 176 pund á þyngd.
Athygli skal vakin á því að
æfingar eru jafnt fyrir stúlkur
og pilta og lika börn. Judo er
mikið iðkuð af kvenfólki erlend-
is og álitið sjálfsagt, en karlmenn
eru í meirihluta ennþá. Ágætt er
að stúlkur komi tvær og tvær
saman eða nokkrar í hóp.
Upplýsingar um æfingar í vet-
ur verða gefnar á skrifstofu Ár-
manns (sími 13356) sem er í
Iþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar
við Lindargötu. Æfingar verða
sem hér segir: Þriðjudaga kl.
7—8 sjálfsvörn, 8—9 judo byrj-
endur og 9—10 fyrir þá sem
lengra eru komnir. Á föstudög-
um byrja æfingar kl. 8 um kvöld
ið og röð flokkanna verður sú
sama.
stæðið. og hafa hátíðahöldin sta®
ið* í rúma viku. í dag hófuat
íþróttamót í Lagos, með þátttöku
12 ríkja Vestur Afríku, en á
morgun hefst vinna á ný í land-
inu. Óstaðfestar fréttir bárust í
dag um að til átaka hafi komið
í Austur Nígeríu. Var lögreglu-
lið sent til að bæla niður óeirð-
ir sem áttu að hafa brotizt út
milli þorpanna Ikrika og Kala-
bari, sem lengi hafa átt i deiid-
um .
Nýr formaður
varnarmála-
nefndar
LÚÐVÍK Gizurarson héraðs-
dómslögmaður, sem í fyrrahauat
féllst á að gegna formannsstörf-
um í varnarmálanefnd um ein*
árs skeið í sambandi við breyt-
ingar á skipun nefndarinnar, læt-
ur af því starfi samkvæmt eigin
ósk um þessi mánaðarmót.
Hefur Hörður Helgason sendi-
ráðunautur tekið við formennsku
varnarmálanefndar af Lúðvík.
Jafnframt hefur Hörður verið
settur deildarstjóri varnarmála-
deildar utanríkisráðuneytisins
frá 1. október að telja.
Utanríkisráðuneytið,
Reykjavík, 1. október 1960.
Sigurður Olason
Hæstaréllarlögmaður
Þorvaldur Lúðvíksson
HeraSsdómsIögmaður
Málflutningsskrifstofa
Austurstræti 14. Sími 155-35
MALFLUTNINGSSTOFA
Einar B. Guðmundsson
Guðlaugur Þorláksson
Guðmundur Pétursson
Aðalstræti 6, III. hæð.
Símar 12002 — 13202 — 13602.
Kona
óskast til aðstoðarstarfa í mötuneyti hér í bænutn,
3 daga í vlku. Upplýsingar í síma 35762, eftir kl. 6
síðdegis næstu daga.