Morgunblaðið - 05.10.1960, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 05.10.1960, Qupperneq 20
20 MORGUISBLAÐIÐ Miðvik'udagur 5. olct. 1960 — Eg hef aldrei fyrirhitt svona skemmtilegan hund, sagði Phyll is. — En það hlýtur að vera erfitt fyrir yður að halda í hann. Hefur hann aldrei strokið burt með ókunnugum? — Sylvía er alls ekki allra vin ur, sagði Parker um leið og hann leit við og horfði beint í augu Phyllis. Hún hefur aldrei enn -hlaupið burt með öðrum og höf- uðsynd hennar er sú, hvað hún er afundin við kvenfóik. — Það er einkennilegt, svar- aði Phyllis. — Hún horfir á mig rétt eins og hún þekkti mig. Allt í einu datt Parker í hug atvik, sem hann hélt sig hafa gleymt fyrir löngu. Einn daginn, þegar hann var að tala við frú Dexter, hafði hann sagt henni frá tíkinni sinni, og frúin hafði látið í ljós löngun til að sjá hana. Morguninn eftir hafði hann þá farið með Sylvíu inn til hennar, og hún hafði klappað henni og talað við hana rétt eins og við fullorðna manneskju, og það kunni Sylvía að meta, þar eð Parker hafði aldrei talað neitt pelabarnamál við hana, eins og flestir hundaeigendur leggja í — Littu á mamma! Náttúru- fræðitimaritið sendir mér 300 dollara greiðslu fyrir myndirn- »r mínar og þeir vilja að ég geri fleiri! vana sinn. En hitt var samt sem áður ótrúlegt að Sylvía gæti mun að eftir þessu . .. — Mér finnst lika ég hafa séð yður áður, játaði Parker og leit undan, — Þetta er merkilegt, sagði Phyilis. — Eg fann á mér, að þér þættust kannast við naig, þegar við hittumst áðan . . . enda þótt ég vissi, að yður skjátlaðist þar . . . og nú finnst' mér líka ég þekkja yður. Mér er þetta alveg óskiljanlegt! Hún leit eins og ó- sjálfrátt framan í hann aftur. Hjartað í Parker tók að slá örar undir þessu spyrjandi augnaráði hennar, og hann vissi, að sér myndi reynast ókleift að leyna viðkvæmri aðdáun sinni, því að hún skein út úr augnaráði hans. Phyllis, sem hafði sig alla við að muna, hvar hún gæti hafa hitt hann áður, hafði ekki fyrr litið beint á hann. Nú mættust augu þeirra og horfðu hvor í önnur andartak, en þá leit hún undan og djúpur roði færðist í kjnnar hennar. — Hvert erum við að aka? spurði hún óróleg, til þess að geta talað um eitthvað ákveðið. Parker var rétt að því kominn að segja, að það langaði hann sjálfan til að vita, en svo svaraði hann. — Við ökum fyrst til gisti hússins míns, St. Lawrence, og losum okkur þar við Sylvíu. Dyravörðurinn veit, hvað henni hentar . . . og svo, ef þér viljið, ökum við að litlu matsöluhúsi, sem ég þekki, þar sem er góð tónlist um þetta leyti dags, Hvað finnst yður? — Ágætt, svaraði Phyllis, eins og viðutan. Þau skildu svo Sylvíu eftir í St Lawrence gistihúsinu, og skömmu síðar voru þau komin út í aðal-umferðina á einni breið götu borgarinnar. Parker reyndi að láta eins ogekkert væri um að vera og talaði alveg eðlilega, þrátt fyrir æsinguna, sem hann var í — en Phyllis var þögul. Loksins, þegar .þau voru komin inn í miðja borgina, sagði hún. — Nú man ég hvar það var, sem ég heyrði Sylvíu-nafnið notað á tík. Mamma mín, sem dó fyrir nokkrum mánuðum, skrifaði mér um það. Eg var þá í London og hafði enga hugmynd um, að hún væri veik. Og hún hefði ekki þurft að deyja. Rödd hennar titraði og Parker fann þurrk í kverkunum, meðan hann beið eftir framhaldinu. — Það var ungur læknir — Paige hét hann. Henni líkaði svo — Ég vissi að þú yrðir veru- legur listamaður, Tommi! — Nú þurfum við ekki að hafa peningaáhyggjur . . . Og ég get keypt hvaða málaratæki sem ég vil! vel við hann og talaði við hann á hverjum degi. Einn dag kom hann með tík sem hann átti, inn til mömmu og sagði henni, að hún héti Sylvía. Svo var mamma skorin upp og Paige læknir að stoðaði við það. Og hann gerði einhver hræðileg mistök, sem kostuðu líf mömmu . . . Vitanlega var þetta slysni, og hann hlýtur að hafa verið alveg frá sér, því að hann hljóp burt frá öllu sam an og sást ekki framar. Hún leit tárumblinduðum aug- um á Parker, en andlit hans var náfölt og afmyndað. Phyllis horfði lengi á hann og hélt niðri í sér andanum, en svo dró hún andann, eins og hún gripi hann á lofti með erfiðism-unum og greip skjálfandi höndum fyrir andlit sér. Þau voru rétt komin að gatna mótum og vagninn varð að stað næmast í umferðaþvögunni. — Yrðuð þér mjög móðgaður, ef ég færi út hérna? spurði hún, hvisl andi. Eg held ekki, að ég geti . . . ég veit, að ég get ekki . , . mér þykir það svo leitt . . . Newell reyndi að finna eitt- hvert svar við þessu, er þau stigu út úr vagninum, en fann engin orð, sem gætu lýst tilfinningum hans. Þetta hafði gerzt svo snögg lega, og áður en hann vissi af, hafði Phyllis kvatt og var horfin áður en hann gæti áttað sig. Hann stóð kyrr og horfði á eftir henni, þangað til litla rauða fjöðrin á snotra, svarta hattinum hennar hvarf í mannþröngina. XII. Phyllis hugsaði aðeins um það eitt að láta sig hverfa í ólgandi manngrúann. Hrædd og örvænt ingarfull smeygði hún sér áfram til þess að finna einhversstaðar afdrep. Hún hafði orðið svo mið ur sín, er hún komst að því, hver hr. Parker var, að hún tók ekki eftir neinu, sem kringum hana var og það var ekki fyrr en hún var komin á breiða aðalgötuna, að hún áttaði sig á, hvar hún var, og sneri þá til hægri í áttina til stóru tízkuvörubúðarinnar þar sem Pat og Sonja biðu hennar og voru áreiðanlega farnar að undr ast ,um hana. Þegar hún átti ekki eftir nema fimm mírtútna gang til ákvörðun arstaðar síns, varð henni litið í búðarglugga og sá sína eigin mynd í rúðunni. Augun voru þokukennd og varirnar skulfu, og hún var gripin örvæntingu, svo mjög kveið hún fyrir að þurfa að fara að gera sér læti við vinikonur snar. Einiu sinni —- Ég vildi að pabbi þinn gæti verið hér, en býst ekki við að sjá hann aftur í bráð. Næsta dag. læddist hún inn í húsasund og bar ofurlítinn roða í kinnar og á varirnar, en þetta, sem hún hafði orðið fyrir, var of mikið til þess að hægt væri að dylja það með nokkrum litarefnum. Aldrei hafði hún verið svona ör- væntingarfull og einmanna. öðru hverju stanzaði hún og lét sem hún væri að skoða í búð arglugga með mikilli athygli, en stalst um leið til að spegla sig, og reyndi að herða sig upp í að hitta tvenn spyrjandi augu, sem hún vissi fyrirfram, að myndu ekki láta blekkjast. Hún reyndi að brosa eðlilega, eins og hún átti að sér, en brosið varð að grettu, rétt eins og uppgerðar- bros dauðadæmds manns á leið- inni að höggstokknum. Það hefði strax verið auðveld ara fyrir hana, ef aðeins önnur vinkonan hefði verið viðstödd . . . og þó ,.. . auðvitað kæmu einihverjar spurningar, sem hún mundi ekki geta svarað, því að hún gat ekki trúað neinum fyrir leyndarmáli sínu — ekki einu sinni Pat, sem hún þekkti þó eins og fingurna á sér — og held ur ekki Sonju, sem var ætíð reiðubúin með samúð sína — jafn vel ekki dómprófastinum, sem var svo mildur og svo vitur. Phyllis ákvað að fara heim til sín. Ný þjáningaralda fór um hana, er henni datt í hug, að vel gæti svo farið, að hún stæði allt í einu augliti til auglitis við hann í mannþrönginni. Nei, það var heimskulegt! Auðvitað sat hann nú að hádegisverðinum sín um. Þannig voru karlmenn — hafði hún heyrt. Þegar götuljósin skiptu lit, gekk hún með öðrum fótgang- andi yfir á austurhlið breiðgöt unnar, og tók sér stöðu á gang- stéttinni, þa-r sem hún vissi, að strætisvagninn myndi staðnæm ast. En beið þar ekki lengi. Pat gat verið komin heim, eftir stutta stund, og nú gat hún ekki talað við neinn. En það var ekki nema fárra mínútna gangur að listasafninu, og það gat orðið henni griða- staður. Hún ákvað á stundinni að fara þangað og reyna að jafna sig. Auk þess var hún ekki ókunn ug þarna, því að hún kom þar oft, til að horfa á málverkin og önnur listaverk. Uppáhaldsstað urinn þarna var stóri salurinn, sem tók tvær hæðir í húsinu, og hafði að geyma styttur af ýmsum hetjum; miðaldagrafir, skrín og framhliðar bygginga, prýddar lágmyndum. Neðan frá Þess vegna, Moss Ludlow, er- uð þér sekur fundinn um veiði- þjófnað og dæmdur í sex mánaða varðhald eða 250 dollara sekt! gólfinu lá einskonar brú upp I efri hluta salarins, og mjór stigi lá þaðan niður aftur. Phyllis stóð einmitt á þessari brú og ætlaði að ganga niður, en leit áður yfir stóra salinn og alla forngripina. En þá hrökk hún við og þrýsti hvítum hnúum sínum upp að titr andi vörum. Hún sá Paige ganga fram með suðurveggnum, hægt en órólega, fram og aftur, og horfa niður í gólfið. Lini hattur inn hans var samanbögglaður undir handleggnum, og höndun um hafði hann stungið í vasana. Phyllis læddist varlega til baka, en dokaði aðeins við í víðu dyrunum, til þess að líta á hann aftur. Þegar hún var örugg um, að hann sæi hana ekki, tók hún af sér hattinn og strauk sig óró- leg um augun, rétt eins og til þess að þurrka út þessa kveljandi sjón, sem hún hafði séð. Hún átti engan rétt á að horfa á sorg hans, enda þótt sorg hennar sjálfr ar væri engu minni. Phyllis hafði aldrei gert ráð fyrir að hitta Paige lækni, Trú legast var að hann myndi halda sig sem lengst frá henni. Hún hafði áður dregið upp fyrir sér mynd af honum, en þeirri mynd varð hún að kasta frá sér. Þetta var allt skakkt. Hefði móðir henn ar lifað, hefði hún hagað sér allt öðruvísi. Hefði hún séð Paige ggnga þarna niðri í salnum, svo örvæntingarfullan og einmana, hefði hún talað við hann, og hefði hana grunað, að nokkurt leynilegt samband væri millii hans og Phyllis, hefði hún eytt öllum misskilningi og hindrun- um. Þetta vissi Phyllis, og rétt sem snöggvast varð hún gripin ein- hverri óstjórnlegri löngun til að hlaupa niður stigann og biðja hann að fyrirgefa sér allar þær kvalir, sem hún hefði valdið hon Slltltvarpiö Miðvikudagur 5. október 8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn. — 8.15 Tónleikar. — 8.30 Fréttir. — 3.40 Tónleikar. — 10.10 Veðurfr.) 12.00 Hádegisútvarp. — (12,25 FréttlT og tilkynningar). 12.55 „Við vinnuna“: Tónleikar. 15.00—16.30 Miðdegisútvarp. Fréttir kl. 15.00 og 16.00). 16.30 Veðurfregnir. 19.25 Veðurfregnir. 19.30 Operettulög. 19.40 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 ,,I Svartaskóla hjá Indriða miðli'* greinarflokkur eftir Guðmund Hannesson prófessor; I. kafli (Anna Guðmundsdóttir flytur). 21.00 Píanótónleikar: Ignaz Friedman leikur verk eftir Chopin. 21.30 Upplestur: Baldvin í>. Kristjáns* son flytur kvæði eftir Halldór Kristjánsson frá Kirkjubóli. 21.40 Finnsk tónlist (Rússnesk útvarpa hljómsveit leikur. Stjórnandi; Tauno Hannikainen). a) Valse triste eftir Sibelius. b) Berceuse eftir Járnefelt. c) ,,Terkheniemi“, þáttur úr Kalevalasvítu eftir Uuno Klami. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. v 22.10 Kvöldsagan: „Trúnaðarmaður f Havana" eftir Graham Greene; XX. (Sveinn Skorri Höskuldsson). 22.30 ,,Um sumarkvöld‘‘: Leikbræður, Elga Olga Svendsen, Max Greg- er, Freddy, Galina Kazakova, Natal- ino Otto, Rosemary Clooney. Jimmy Rodgers og Ruby Murray skemmta. 23.00 Dagskárlok. Fimmtudagur 6. október 8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn. — 8.15 Tónleikar. — 8.30 J. réttir. — 8.40 Tónleikar. — 10.10 Veðurfr.) Tónleikar. — 8.30 Fréttir. — 3 40 Tónleikar. — 10.10 Veðurfr.). 12.00 Hádegisútvarp. (12.25 Fréttir og tilkynnir.gar). 13.00 „A frívaktinni", sjómannaþáttur (Guðrún Erlendsdóttir). 15.00 Miðdegisútvarp. (Fréttir kl. 15.00 og 16.00). 16.30 Veðurfregnir. 19.25 Veðurfregnir. 19.30 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Erindi: Melanchton (Séra Garðar Svavarsson). 20.55 Frægir söngvarar: Lauri-Volpi syngur óperuaríur. 21.25 Erindi: Um örnefni 1 Norðfirðl (Bjarni Þórðarson). 21.35 Tónleikar: Christian Ferras og Pierre Barbizet leika sónötu fyr ir fiðlu og píanó eftir Fauré. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Kvöldsagan: „Trúnaðarmaður f Havana‘‘ eftir Graham Greene; (Sveinn Skorri Höskuldsson). 22.30 Sinfóníutónleikar: Sinfónía nr. i * í h-moll — „Symphonie patheti* que“ eftir Tjaikovskij (Hljóm* sveitán Fílharmonia í Lundúnun® leikur; Guióo Cantelii stjórnar), 23.15 Dagskrárlok. Skáldið 09 mamma litla 1) Júlla írænka gaf mér túkall. 2) Hún sagði, að ég ætti að geyma 3) Láttu mig geyma hann — þangað hann. til þú biður mig næst að gefa þér túkall. W a r í ú á The followins day % Therefore" jv\OS3 1 ------------Í-UDLOW, YOU ARE FOUNO ©UILT/ OF POACHINO AND t HEREEy SENTENCE YOU TO SIX MONTHð

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.