Morgunblaðið - 05.10.1960, Side 24

Morgunblaðið - 05.10.1960, Side 24
írinn í forsefastóli Sjá bls. 13. Jllt&tuiMftMfc 227. tbl. — Miðvikudagur 5. október 1960 IÞRÓTTIR eru á bls. 22. Hlaut | 60 þúsund króna sekt t SAKADÓMI Reykjavíkur er genginn dómur í smyglmáli, sem upplýstist í sumar. Á heimili íslenzkrar konu, sem gift er varnarliðsmanni, var lagt ihald á mikið magn af alls konar smyglvarningi. Úrslit málsins urðu þau að konan var dæmd í 60,000 króna sekt til ríkissjóðs, en allur sá smyglvarningur er á heimili konunnar fannst, var gerður upptækur til ríkissjóðs. En það þótti sannað að konan hefði flutt inn alls 281 par af skóm. Eldur í Kaupin hafn J SAUTJAN ára Svíi, sem búið hefur í Kaupmannahófn uml- anfarin 12 á<r, hefur játað að hafa valdið mesta bruna, sem orðið hefur í Kaupmanna höfn á þessari öld. Ástæðan fyrir íkveikjunni va* sú að piltinn langaði til að sjá eld. Brunatjónið er lauslega met- ið á 25—30 milljónir danskra króna (138—166 millj. ísl. króna). Svíinn játaði strax að hafa kveikt í tveim gömlum vöru geymslum vð Bryghusgade í Kaupmannehöfn sl. laugar- dagskvöld. Fyrst kveikti hann í glysvörugeymslu og síðan 1 Brugghúsi konungs, er brann til grunna. Brugghús Konungs var nær 200 ára gamall* Ferguson fraktor beitt á jöklaþýfið Ný sigdæld komin i jökulinn eftir Skaftárhlaupið í FYRRADAG lagði Sigurjón Rist af stað við fjórða mann, til að freista þess í annað sinn á þessu hausti að komast til mæl- inga á Vatnajökul. Höfðu þeir í þetta sinn meðferðis Ferguson traktor á snjóbeltum, og mun það vera alger nýjung í jökla- ferðum hér, en slík snjóbelti, sem eru af sérstakri gerð, hafa m.a. verið notuð í Suðurheimskauts- leiðangri Hillarys. Vonuðust þeir félagar til að traktorinn reynd- ist liðlegri í jöklaþýfinu en venju legur snjóbíll, en það var sem kunnugt er ísþýfi, sem stöðvaði fyrri leiðangurinn á jökulinn í haust. Mannekla í frystihúsunum þegar skólastúlkurnar hætta MIKILL fjöldi stúlkna úr skól- um Reykjavíkur hefur verið á „sumarvertíð“ • í hraðfrystihús- unum hér í bænum. Nú þegar skólarnir kalla þser til starfa, fækkar stórlega í frystihúsun- um og veldur þetta eðlilega nokkrum erfiðleikum að minnsta kosti fyrst um sinn. Skólastúlkurnar hafa unnið margvísleg störl í. frystihúsun- um við fiskframleiðsluna, en aðallega var vinna þeirra við pökkun fiskflaka. í stærstu frystihúsunum hafa starfað í sumar tugir skóla stúlkna, svo ekki er að undra þó afturkippur komi í fram- leiðsluna, þegar svo mikill fjóldi hættir vinnu. í hraðfrystihúsi ísbjarnarins hafa í sumar starfað að jafnaði 80 til 90 stúlkur á dag. — í gær dag, er Morgunblaðið spurðist fyrir um fjlöda stúlkna að vinnu voru þær rúmlega 50, en myndi enn fækka á næstu dögum, ef ekki aðrar ráða sig til starfa. Síðan fyrir helgi hefur verið mikil vinna í hraðfrystihúsun- um. Komið hafa af Nýfundna- lands og Grænlandsmiðum fjór- ir togarar með veruiegt magn af hinum ágætasta Karfa, sem allur hefur verið unmn í hrað- frystihúsunum, alls nær 1200 tonn: Þormóður goði 301 Þor- kell Máni 324, Freyr 278 og Júpíter 273 tonn. ENGIN NÝ MERKI Á KÖTLU f gær flugu svo 6 menn úr Jöklarannsóknarfélaginu, þar á meðal form. félagsins Jón Ey- þórsson og Sigurður Þórarinsson með Birni Pálssyni inn yfir jökl- ana, til að athuga verksummerki þar, eins og venjan er á haust- in. í þetta sinn átti einkum að athuga hvort nokkur umibrot væru á Kötlusvæðinu og eins or- sakir hlaupsins í Skaftá fyrir skömmiu. Jón Eyþórsson skýrði blaðinu stuttlega frá ferðalaginu. Var fyrst flogið í björtu og fögru veðri yfir Mýrdal.sjökul og sáust engin ný merki á Kötlu. Sigdældin frá 1955 er svo til horf in. — Þá var flogið austur yfir Skaftárupptök. Hafði áin ekki brotið jökulinn í hlaupinu um daginn, en aðalvatnsmagnið virðist nú koma norðar undan honum en áður. Haldið var á- fram inn yfir Grímsvötn í Vatna jökli. Þar sáust mikil verksum- merki frá hlaupinu í janúar. Frh. á bls. 23 Haustmót Sjálf- stæðisfélags Vatnsleysu- strandar SJÁLFSTÆÐISFÉLAG Vatns- leysustrandar heldur haustmót í samkomuhúsinu Glaðheimar, Vogum, laugardaginn 8. okt. kl. 9 síðd. Fluttar verða ræður og ávörp. Árni Jónsson óperusöngvari syng ur einsöng og Ómar Ragnarsson skemmtir með gamanvísum o. fl. ÍAð siðustu verður stigiu dans. 1 Seljo ekki Bretlandi TOGARINN Ingólfur Arnar- son seldi í Cuxhaven í gær, 115,5 lestir fyrir 78,842 mörk. Nokkrir aðrir íslenzkir tog- arar munu selja í Þýzkalandi í þessari viku, en ekki er vitað til að íslenzkir togarar selji [ Bretiandi á næstunni. Viðræðnr halda áfram VIÐRÆÐUR Breta og íslendinga um landlielgismálið héldu áfram i gær. Hófst fundur í gærmorgun í Ráðherrabústaðnum og hélt áfram eftir hádegi. Sátu fulltrúar fund fram undir kvöldmat. Kosnin^ar 1 Dan- *j mörku í nóvemhcr KAUPMANNAHÖFN, 4. okt. — (Reuter). — Danska þjóðþingið kom saman í dag. Viggo Kamp- mann forsætisráðherra setti þing ið og lýsti því yfir í setningar. ræðu sinni að Danir væru stað- ráðnir í því að efla Atlantshafs- bandalagið. Þá skýrði Kampmann frá því að ríkisstjórnin mundi leita heim ildar konungs fyrir því að kosn- ingar verði látnar fara fram hinn 15. nóv. n.k. Drengur lær- brotnar FIMM ARA drengur varð fyrir bil í gærdag á Sundlaugav. á mót um Hrísateigs. Drengurinn, sem heitir Einar I. Einarsson, Rauða- læk .15, kom framfyrir vöruibíl, út á götuna, en í því bar að bíl. Skipti engum togum að drengur- inn litli varð fyíir bílnum, sem skellti honum í götuna. Við at- hugun í slysavarðstofunni kom í ljós, að hann hafði lærbrotnað. Var Einar litli fluttur í Landa- kotsspítala. Vörubíllinn, sem drengurinn kom framundan, var að flytja' uppgröft úr hitaveitu- skurði og var verið að rnoka á bílinn, er slysið vildi til. Kommúnistar tapa alls staðar fylgi Lýðræðissinnar vinna á í þeim verkalýðsfélögum í ræðissinnar 106 atkvæði, en Reykjavík, sem lokið hafa kommúnistar 69, og er það kjöri fulltrúa á Alþýðusam- m"n me,iri atkvæðamunur en aður hefur venð. Somu söcu bandsþing, hafa lyðræðis- er að segja - Hinu islenzka sinnar alls staðar aukið fylgi prentarafélagi, þar sem kom- sitt. Kommúnistar hafa tapað múnistar guldu hið mesta af- tveimur félögum, Rakara- hroð. Lýðræðissinnar hlutu sveinafélaginu og Flugvirkja 176 atkvæði, en kommúnistar félagi íslands. f Bókbindara- 78. félaginu var lýðræðissinni Augljóst er af þessum úr- sjálfkjörinn, en kommúnist- slitum, að vonir kommúnista ar buðu nú ekki fram í fyrsta um aukið fylgi i verkalýðs- skipti í áratugi. Þar sem alls félögunum hafa brugðizt herjaratkvæðagreiðsla hefur hrapallega. Launþegar gera farið fram, hafa lýðræðis- sér ljóst, að snúa verður ai sinnar undantekningarlaust þeirri braut, er vinstri stjórn unnið á. í Félagi íslenzkra in markaði, og raunhæfra hljóðfæraleikara hlutu þeir kjarabóta er því aðeins að 39 atkvæði, en kommúnistar vænta, að efnahagsmálunum 21, en síðast voru samsvar- verði komið á heilbrigðan andi tölur 41 og 37. I Múrara- grundvöll, eins og verið er félagi Reykjavíkur hlutu lýð að gera með viðreisninni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.