Morgunblaðið - 25.10.1960, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.10.1960, Blaðsíða 1
24 slður Efnahagsráöstafanirnar hafa hegar boriö gdðar árangur Sparnaði komið á í ríkisrekstrinum Ræða Gunnars Thoroddsens, íjárm álaráðh'erra við útvarpsumræðuna í gærkveldi í'YRSTA umræða um fjár- ibreyttu fyrirkomulagi á af- lagafrumvarpið 1960 fór fram , greiðslu ríkisreikninga og í sameinuðu þingi í gær- j ræddi um afkomu ríkissjóðs kvöldi og var útvarpað. Gunn j 1959 og 1960. Þá vék hann að Thoroddsen, fjármálaráð- horfum í fjármálum þjóðar' ar herra, flutti framsöguræðu fyrir frumvarpinu, en að því loknu töluðu fulltrúar hinna þingflokkanna þriggja, 30 mínútur hver. Að lokum tal- aði fjármálaráðherra í stund- arfjórðung og svaraði ýms- um atriðum úr máli ræðu- manna. í frumræðu sinni sagði fjár málaráðherra fyrst frá James H. Douglas. innar og gerði grein fyrir áætlun fjárlaga. Næst taldi ráðherrann upp þá ýmsu liði í frumvarpinu, sem til sparn- aðar horfa, nefndi þann ár- angur sem þegar hefði náðst í sparnaði í ríkisrekstrinum og drap einnig á fyrirhugað- ar framkvæmdir í sama augnamiði. Að lokum talaði Gunnar Thoroddsen um efnahagsmál íslenzku þjóðar- innar almennt og árangur við reisnarráðstafana núverandi ríkisstjórnar. Fer ræða fjármálaráðíherra hér á eftir: Ræða f jármálaráðherra Frumvarp til fjárlaga liggur hér fyrir til 1. umræðu. Áður en ég vík að frumvarpinu sjálfu, undirbúningi þess sjónarmiðum og stefnu, sem það er byggt á, vil ég rekja afkomu ríkissjóðs á árinu 1959 og gera nokkra grein fyrir fjárhagshorfum þess árs, er nú líður. Ríkisreikningurinn fyrir síðast liðið ár er prentaður og hefur honum verið útbýtt meðal h.v. alþingismanna. - Yfirskoðunar menn Alþingis hafa lokið endur- skoðun og skilað athugasémdum. Þær eru nú hjá hlutaðeigandi ráðuneytum og forráðamönnum ríkisstofnana til athugunar og andsvara. Að fengnum þeim svör um munu yfirskoðunarmenn gera tillögur varðandi þau máls- atriði, sem þeir hafa fundið að. Eru niðurstöður yfirskoðunar- manna ýmist með þeim hætti, að þeir telja málið upplýst með svarinu, eða að svo búið megi standa, eða athugasemdin sé til athugunar eða viðvörunar fram- vegis, eða loks, að þeir vísa mál- inu til aðgerða Alþingis. Síðan er samið frumvarp til laga um samþykkt á ríkisreikn- ingnum, frumvarp til fjárauka- laga, þar sem upp eru teknar greiðslur þær úr ríkissjóði, sem hafa verið inntar af höndum um fram fjárlög. Ríkisreikningur er ekki endanlega afgreiddur, með- ferð hans ekki lokið, fyrr en Al- þingi hefur afgreitt lög um sam- þykkt á honum og þau iög verið staðfest. Um langan aldur hefur hald- izt sá siður í landi voru, að rík- isreikningur væri eigi afgreidd- ur endanlega fyrr en tveim árum eða þrem eftir að lauk reiknings ári Þetta eru bágir búskapiar- hættir. Þegar ég flutti fjárlaga- ræðu mína 8. febrúar 1960 hafði til dæmis enn ekki verið unnt að leggja fyrir Alþingi frv. um sam þykkt á ríkisreikningi ársins 1957. Frainh. á b’s 8 Gunnar Thoroddsen fjármálaráðherra Bretar kaupa 20 þús. tonn af sementi héðan Mbl. barst í gær eftirfarandi fréttatilkynning frá Sements- verksmiðju ríkisins: STJÓRN Sementsverksmiðju ríkisins hefur lengi að und- anförnu leitað markaðs er- lendis fyrir sement. Hafa samningar nú tekizt við „The Cement Marketing Company Ltd.“ í London um sölu á 20 þús. tonnum af sementi til Bretlands. Tvenns konar sement verður flutt út samkvæmt samningnum. — Verður það aðallega venju- legt Portland-sement, en einnig nokkuð magn af hrað- sementi. Sementið er selt á heimsmarkaðsverði, c. & f., og svarar það til 105 shillinga fyrir Portland-sement en 115% shillinga fyrir hrað- sement. Utflutningurinn á sement- inu hefst í næsta mánuði. Stjórnmálamenn í Kongó hundsa afmœíi S Þ Tshombe hótar að beita Zar Berendsen valdi Leopoldvilli, Elisabethville, (Reuter-NTB) 24. okt. ALLIR helztu stjórnmálamenn Kongólýðveldisins hundsuðu af- Keflavíkurflugvöllur mik- ilvœgur vörnum Vestur- veldanna James H. Douglas, aðsfoðarvarnaraðherrc Bandaríkjanna kom til íslands í gœr varnaráðuneytinu, hershöfð- JAMES H. DOUGLAS, land- varnaráðherra Bandaríkj- anna, kom í heimsókn til Keflavíkurflugvallar um þrjú leytið í gær. 1 fylgd með ráð- herranum voru Robert H. Knight, skrifstofustjóri í land ingjar og fleiri aðstoðarmenn ráðherrans. Willis, hershöfð- ingi, yfirmaður bandaríska varnarliðsins á Keflavíkur- flugvelli, tók á móti ráðherr- anum og föruneyti hans. Eft- ir stutta liðskönnun óku þeir um flugvölhnn og skoðaði ráðherrann útbúnað varnar- liðsins. Um sexleytið í gær hélt land- varnaráðherrann til Reykjavíkur og sat boð bandaríska sendiherr- ans hér á landi í gærkvöldi. Eft- ir þeim upplýsingum sem blaðið fékk í gær, var ráðgert að hann héldi áfram för sinni til Banda- ríkjanna á miðnætti. Frh. á bls. 2 mælishátíðahöld Sameinuðu þjóð anna, er efnt hafði verið til á Baudouinleikvanginum í Leopold ville. Mobutu fór í gær í könn- unarferð til Coquilhatville, rúml. 500 km norð-austur af Leopold- ville og tilkynnti þaðan, að hann hyggðist leggja af stað til New York á morgun, til þess að mót- mæla þar við Hammarskjöld að- gerðum SÞ í Kongó, en forystu- menn SÞ þar kvað Mobutu fara með sig eins og krakka. Jafnframt sendi Moise Tshom- be, héraðsstjóri í Katanga, Hamm arskjöld skeyti og krafðist þeas að Ian Berendsen, aðalfulltrúi SÞ í Katanga yrði þegar á brott úr héraðinu, ella yrði hann rekinn þaðan með valdi. Bægslagangur blökkuhermanna Það blæs ekki byrlega þessa stundina í Kongó. Um helgina urðu miklar óeirðir í Leopold- ville. Kongóhermenn réðust með ránum, barsmíðum og bægsla- gangi á íbúa ýmissa blökkuhverfa í borginni og er talið að 10 manns hafi beðið bana í þeim ólátum. Héraðsstjórinn í Leopoldville fylkinu heldur því fram að engir starfsmenn SÞ hafi sézt á göt- Framh. á bls. 23. Lýsir stuðningi í baráttu fyrir frelsi BERLIN, 24 okt. (Reuter). — I bréfi sem Eisenhower forseti rit aði borgarstjóra V-Berlínar, lýs- ir hann eindregnum stuðningi Bandarikjamanna við íbúa V- Berlínar í baráttu þeirra fyrir ó- skertu frelsi. Bréf þetta sendi forsetinn wiily Brandt, borgarstjóra í til- efni þess, að tíu ár eru iiðin frá þvi, að Bandaríkjamenn gáfu Berlínarborg „frelsisklukku1*, sem tákn um vilja þeirra til að vihna að frelsi, sem þeim sé dýr- mætara en lifið sjálft.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.