Morgunblaðið - 25.10.1960, Blaðsíða 23
Þriðjudagur 25. okt. 1960
MORGVNBLAÐIÐ
23
Sogo eftir Sólveigu Sveinsson
komin út í íslenzkri þýðingu
KOMIN er út hjá ísafoldarprent-
smiðju h.f. skáldsagan Helga í
Stóruvík eftir Sólveigu Sveins-
son. Frú Sólveig er búsett á vest-
urströnd Bandaríkjanna, í Blaine
í Washington-ríki. Nýtur hún þar
álits sem góður rithöfundur, en
hún skrifar á enska tungu. Svo
samdist um með henni og frú
Aðalbjörgu Johnson að frú Aðal-
björg þýddi bók þessa á íslenzku
og hafði hún fyrir skemmstu
lokið við þýðinguija, er hún lézt
að heimili sínu norði’r í Aðaldal.
„Helga í Stóruvík" er ástar-
saga, gefin út fyrir nokkrum ár-
um í Kaliforníu og heitir á ensku
„Heaven in my heart“. Sagan
er alíslenzk, gerist á íslandi, að-
ailega í sjávarþorpi. Sagt er frá
íslenzku fólki og þá fyrst og
fremst Helgu og Gunnari, en svo
nefnast aðalpersónur sögunnar.
,,Frímerkjastofan44
verður opnuð í dag
Meðfylgjandi mynd er af rækjuverksmiðju, sem sennilega er nyrzta niðursuðuverksmiðja ver-
aldar. Hún er í Christiansháb við Disko-flóa á Grænlandi. Verksmiðjan er í eigu Konunglegu
Græniandsverzlunarinnar.
Kongó
Frh. af bls. 1.
nm úti um það leyti er her-
mennirnir gerðu árásir sínar. Er
álitið að vald Mobutus yfir hern-
um fari síþverrandi.
Mobutu fór í gær í könnunar-
ferð til Coquilhatville, að því er
sagt er, en þaðan tilkynnti hann
áform sitt um að fara til New
York. Hinsvegar skýrði talsmað-
ur bandaríska sendiráðsins frá
því í dag, að hann hefði enn ekki
beiðst nauðsynlegra skilríkja til
fararinnar. Þykir einsætt að
Mobutu þori ekki að fara úr
landi, því þá verði mjög undir
hælinn lagt, hvort hann haldi
völdum.
> Fáir áheyrendur
Efnt var til hátiðahalda á
Baudouin leikvanginum í dag,
vegna afmælis SÞ. Þar gengu
um 450 hermenn úr liði SÞ heið-
ursgöngu vegna afmælisins, en
áhorfendur voru 3—400, en leik-
vangurinn rúmar 40 þús. áhorf-
endur.
Fulltrúi Hammarskjölds í
Kongó, Kajeshwar Dayal hélt
ræðu og harmaði mjög framkomu
stjórnmálamannanna í Kongó, og
þann óleik, sem hinir stöðugu
flokkadrættir þeirra og valda-
streita gerði öllum landsmönn-
um.
Engir hinna helztu stjórnmála-
manna lýðveldisins komu til há-
tíðarinnar, en þeim var einnig
boðið til veizlu í kvöld hjá full-
trúum SÞ en ekki vitað hvort
þeir kæmu þangað. Kasavubu hef
ur ekki farið úr bústað sínum
í tvo mánuði og Lumumba er enn
í húsi sínu, umkringdur hermönn
um Mobutus, sem bíða færis að
handtaka hann, en hermenn úr
liði SÞ gæta Lumumba.
Hyggjast beita valdi
• Thsombe, héraðsstjóri, sendi í
dag framkvæmdastjóra SÞ skeyti
og hótaði að beita Ian Berendsen
valdi til að koma honum frá
Katanga. Kvaðst hann annars
ekkert hafa á móti SÞ, en árekstr
tir hafa orðið milli Berendsen og
Tshombe, vegna ásökunar Tshom-
be á hendur Eþíópíumönnum í
liði SÞ um liðveizlu við Baluba
ættflokkinn, en þeim hefur Bernd
sen vísað á bug.
Uuca Salamenga, upplýsinga-
málaráðherra í Katanga, sakar
liðsmenn SÞ um að sinna ekki
öðru en myndatökum og skemmt-
unum þegar þeir eiga að vera að
vinna við að halda uppi lögum
og reglu í héraðinu.
Síðustu fregnir frá Kongó
herma að Mobutu hafi hætt við
ferð sina til New York.
Svíþjóð vann Danmörku
LANDSLEIKNUM milli Dan-
merkur og Svíþjóðar, sem var
úrslitaleikur um Norðurlanda-
Ólympíu-
skákmótið
LEIPZIG, 23. okt. — ísland tap-
aði fyrir Bretlandi með % vinn-
ingi gegn 3%. Penrose vann
Freystein, Arinbjörn gerði jafn-
tefli við Clarke, Gunnar tapaði
fyrir Barden og Ólafur tapaði
fyrir Wade.
ísland tapaði fyrir Tékkósló-
vakíu með Vit gegn 3 Vt. Arin-
björn gerði jafntefli, en hinir
töpuðu.
24. okt. — ísland vann tvær
skákir gegn Dönum, töpuðu
einni, en ein fór í bið. Freysteinn
á tvísýna biðskák við Kölvig.
Arinbjörn vann Petersen, Gunn-
ar tapaði fyrir Jensen, en Ólafur
vann From. — ísland varð í 8.
sæti í riðlinum og keppir því í
C-úrslitariðli.
titilinn £ knattspyrnu, lauk með
sigri Svía, 2:0. Leikurinn fór
fram í Gautaborg sl. sunnudag
að viðstöddum gífurlegum mann
fjölda. Hafa aldrei fleiri Danir
farið yfir til Svíþjóðar til að
horfa á knattspyrnúkeppni þar.
Svíar urðu því Norðurlanda-
meistarar í knattspyrnu 1960 og
unnu keppnina á markamun. —
Mikill fögnuður var í Svíþjóð
yfir sigrinum, ekki hvað sízt yfir
því að sænska landsliðið vann í
leiknum sigur yfir „silfurmönn-
unum“ frá Hóm. — Danir segja,
að landslið þeirra hafi ekki náð
sínu bezta gegn Svíum, eins og
oft hefur gerzt áður.
f DAG verður „Frimerkjastof-
an opnuð á Vesturgötu 14. Eig-
andi stofunnar og rekandi er Sig-
tryggur R Eýþórsson.
Stofan er opin frá kl. 5 e.h.
dag hvern, og er ætlunin, að þar
geti frímerkjasafnarar hitzt,
skoðað frímerki og rætt áhuga-
mál sín. Frímierkjablöð og tíma-
rit munu liggja frammi til sýn-
is. Nýjustu verðlistar verða
leigðir út 1—2 kvöld í senn. Þá
verður þar sýningartafla, þar
sem mótívmerki o.s.frv. verða
sýnd. *
Frímerkjasala verður einnig
starfrækt í sambandi við stof-.
• London, 24. okt. — Router. —
Gull hélt áfram að hækka í verði
í dag og komið allt upp í 40 doll-
ara únzan, sem er 5 dollurum
hærra en meðalverðið. Síðari
hluta dagsms lækkaði það aftur
niður i 36 dollara únzan.
Frank Cousins
á fnndi Krúsjeffs
LONDON, 24. okt. (Reuter) —
Tass fréttastofan rússneska
skýrði frá. því í dag, að nefnd
brezkra flutningaverkamanna
undir forsæti Frank Cousins
hefði átt 4 klst. fund með Nikita
Krúsjeff í dag. Snæddu nefnd-
armenn hádegisverð með for-
sætisráðherranum.
Er fundi þeirra var lokið
spurðu fréttamenn Cousins hvort
rætt hefði verið um einhliða af-
vopnun Breta, en því vildi hann
ekki svara. Hinsvegar skýrði
hann frá þvi, að rússneski for-
sætisráðherrann væri á förum
til Svartahafsins að hitta
Mikojan, er þar dvelst í leyfi.
Brezk blöð vekja á því at-
hygli, að mjög hefur verið
hljótt um afskipti Mikojans af
opinberum málum í Rússlandi
og er látið að því liggja að hann
muni að einhverju leyti hafa
orðið undir í valdabaráttunni
í Kreml, það hljóti að vekja
grunsemdir manna, að hann hef
ur á sl. hálfu ári tekið sér tvö
löng leyfi frá störfum.
- Utan úr heimi
Framh. á bls. 23
og enda þótt þær séu ekki enn
fullreyndar, er þó vitað, að ná-
kvæmnin í stjórn þeirra er nú
þegar orðin svo mikil, að mögu-
legt ætti að vera innan skamms
að skjóta niður hinar hraðfleyg-
ustu árásareldflaugar með þeim.
ir Þrjár stöðvar
Thule-ratsjáin, sem „dreg-
ur“ um eða yfir 5000 km vega-
lengd, og þessar litlu varnareld-
flaugar, auka mjög varnarmátt
Bandaríkjanna og bandamanna
þeirra á norðurhveli jarðar. Eins
og fyrr segir, er þó Thulestöðin
aðeins einn áfangi í heilli rat-
sjárkeðju. Tvær aðrar aðalstöðv-
ar í því kerfi verða reistar í
Yorkshire í Englandi og í Clear
í Alaska — en þegar þær eru
komnar „í gagnið", eiga þessar
þrjár, miklu ratsjárstöðvar að
hafa vakandi auga með öllum
Sovétrikjunum, og í rauninni
meginhluta hins kommúníska
heims, nótt sem nýtan dag.
una, og sömuleiðis sala á alls
konar frímerkjavarningi. Merki
frá öllum nýju ríkjunum verða
til sölu, Sameinuðu-þjóða-merki,
Flóttamannamerki, Evrópumerki
Ólympíumerki o.s.frv., að ótöld-
um íslenzkum merkjum Mótív-
umslög og frímerkjabögglar
verða ennfremur til sölu.
í Frímerkjastofunni verður
tekið við áskrifendum að fyrsta
dagsfrímerkjum, öllum mótív-
merkjum og nýjum merkjum
frá öllum Evrópulöndum. Þá
munu fást þarna flestar gerðir
af 1. dags umslögum, sem koma
út vegna blómamerkjanna þann
29. nóv. n.k.
— /jb róttir
Framh. af bls. 22
Framliðið átti góða kafla í upp-
hafi leiksins en sú frammistaða
var ekki endingargóð. Þeir voru
þá ákveðnari en KR-ingar, fljót-
ari á knöttinn en herzlumuninn
skorti til að taka forystu í mörk-
um. Við það að fá markið, dofn-
aði yfir liðinu. Beztir voru Rún-
ar og Guðjón. — A.St.
Móðir okkar og tengdamóðir
SIGURLAUG G. GRÖNDAL
Miklubraut 18,
lézt aðfaranótt 24. október.
Fyrir hönd aðstandenda.
Sigríður og Haukur Gröndal.
GUÐFINNUR GÍSLASON
fyrrum bóndi að Fossi í Vesturhópi,
andaðist hinn 23. þessa mánaðar.
Pétur Guðfinnssou, Karl Guðfinnsson,
Ingvar Guðfinnsson, Jóhannes Guðfinnsson.
Bróðir minn
EINAR MAGNUSSON
er andaðist 22. þ.m. í Landakotsspítala, verður jarðsett-
ur frá Kapellunni, fimmtudaginn 27. þ.m. kl. 1,30.
Guðný Petersen
Jarðarför konunnar minnar
pAlínu PÁLSDÓTTUR
fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 26. október
kl. 1,30.
Pjetur Stefánsson, Hagamel 18.
öilum þeim, sem glöddu mig á 75 ára afmæli minu með
heimsókn, kveðjum, heillaóskum eða á annan hátt, færi
ég minar innilegustu þakkir.
Ólafur Grímsson.
Mínar innilegustu og beztu þakkir til allra þeirra, sem
sýndu mér vinsemd og glöddu mig á sextugsafmæli mínu.
Þorsteinn Sigurðsson, Flókagötu 18.
Minningarathöfn elskulegrar dóttur minnar,
ÞORBJARGAR LUND
sem andaðist á Vífilsstaðahæli þann 22. þ. m. fer fram
í Dómkirkjunni næstkomandi miðvikudag þann 26. októ-
ber kl. 1,30 e. h.
Rannvcig Lund, Meðalholti 5.
Þakka innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðar-
för mannsins míns
IIALLDÖRS GÍSLASONAR
bónda á Sjónarhóli á Vatnsleysuströnd.
Sigríður Stefánsdóttir.
Þökkum inniiega auðsýnda samúð og vinarhug, við
andlát og jarðaríör
glðrCnar ÁGCSTSDÓTTUR
frá Kötluholti
Alla hjálp og rausnarlegar minningargjafir
Guð blessi ykkur.
Gunnar Guðlaugsson og börn
Súsanna Ketilsdóttir, Guðlaugur Alexandersson
Ástrós Halldórsdóttir, Ágúst Lárusson
og systkini hinnar látnu