Morgunblaðið - 25.10.1960, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 25.10.1960, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 25. okt. 1960 MORnrnv rt aðið 15 SKIPAUTGCRB RÍKISINS HERÐURBREIÐ austur um land til Þórshafnar 28. þ.m. Tekið á móti flutningi í dag og árdegis á morgun' til Hornafjarðar, Djúpavogs, Breið- dalsvík, Stöðvarfjarðar, Borgar- fjarðar, Vopnafjarðar, Bakká- fjarðar og Þórshafnar. Farseðlar seldir á fimmtudag. NAUÐUIMGARUPPBOÐ sem auglýst va> i 75., 83., og 87. tbl. Lögbirtingablaðsins 1960 á húseigninni nr. 103 við Langholtsveg, hér í bæn- um, eign Karls L. Guðmundssonar o. fl., fer fram eftir Hugur einn þaö veit kröfu bæjargjalúkerans 'í Reykjavík á eigninni sjálfri fimmtudaginn 27. október 1960, kl. 2 síðdegis. Borgarfógetinn í Reykjavík. KARL Strand: Hugur einn þaff veit. Þættir um hug. . sýki og sálkreppur. Al- menna Bókafélagið, Rvík, okt., 1960. BOK sú, sem hér birtist, er merk ur áfangi í sögu íslenzkra geð- fræða, því að hún er fyrsta tii- raunin, sem gerð er til þess að „skýra uppruna, eðli og afleið- ingar taugaveiklunar og annarra sjúklegra hugvandamala“ fyrir íslenzkum lesendum. Höfundur hefir þar unnið þarft verk, og mega a! Ur, sem geðvernd og geðfræði bera fyrir brjósti, vera honum þakk- látir fyrir. En allir þeir, sem eitthvað til þekkja, munu vita, að ritun þessarar bókar hefir verið vandunnið verk. Kemur þar fyrst til hversu fátæk ís- lenzkan er að geðfræðilegum hugtökum. Gegnir furðu hversu vel höfundi hefir tekizt til um val hugtaka, og hversu snjöl’um búningi honum hefir yfirleitt tekizt að klæða hugsun sína. Svo vel hefir honum lánazt betta hlutverk sitt. að bókin má telj- ast skemmtileg af’.estrar og prýðilega aðgengileg allri al- þýðu manna. Málfvr hennar virðist mér hvergi vera flatt né tyrfið, -en á köflum rismikið og sviphreint. Er þetta sérstakt undrunarefni, þegar vitað cr að. höfundur hefir dvalizt eriendis í nærfellt tvo áratugi. Annar vandinn, sem höfundur mun hafa þurft að glíma við, er val efnis og niðurröðun þess. Geð- vísindi er geysistór fræðfgrein i örum vexti. IVTargir eru skólarn ir og glefnurnar innan þeirrar greinar. Og oft getur verið erfitt að greina þar hismið frá hveit- inu. Þeir þættir, sem hér birtasi, eru einungis örlítið úrval. Um flesta þeirra hefði mátt ri+a heila bók. Fer því að sjálfsögðu ekki hjá því að margs er hér saknað, sem ýmsir hofðu gjarn- an kosið, að flotið hefði með. En svo fer um altt úrval. og vart munu finnast tveir menn, sern séu alls kostar sammála um það atriði. Hitt skiptir meiru máli, að það, sem með er tekið. sé allt gagn-legt og gott, satt og rétt. Og það held ég, að megi fullyrða um þessa bók. Höfund- ur hennar kemur víða við á þeim 200 bls., sem hann hefir haft til umráða Hann fylgir þeim höfuðstefnuna geðfræðinn- ar, sem mestrar hylli njóta nú um stundir. Og hann virðist kunna þá list að fjalla um aðal atriði, en sleppa sparðatíningi. Yfirleitt lætur hann sér nægja að halda sér við það, sem full- víst og sannprófað þykir, þó að hæpnum fullyrðmgum bregði að vísu fyrir á stöku stað. Bless- unarlega er han* hleypidoma- laus og fjarri sérvizku og ein- strengingshætti. Einn af aðal- kostum bókarinnar er einmitt að mínu viti sá, hversu hún er þrungin af heilhrigðri skynsemi og jákvæðri lífsreynslu. Þriðji vandinn er fólginn í því að rita þannig, að fræðslan hafi geð- verndargildi. Sú fræðsla þarf að fræða, án þess að hræða. Hún þarf að segja sannleikann á svo jákvæðan hátt, að lesandinn finni til iöngunar til að dýpka sjálfsskilning sinn, í stað þess að bæla enn frekar niður hin duldu öfl sálarlífsins. Hun þarf ekki aðeins að forðast að auka á hræðslu, heldur þorf hún og að vinna ötullega gegn þeim ó- raunhæfa ótta ®g sektarkend, sem svo algeng er, þegar um ræðir huglæga kvilla. Hún þarf að vera fólki hvating til að le'.t^i sér lækninga í tíma. í stuttu Drekkið (Mév% ís - kalt 34-3-33 Þungavinnuvélar ráð og barninu. Hugsýkin er þannig í vissum skilningi aif- geng eða ættlæg. Með hverri nýrri kynslóð bætist við nýr hlekkur í keðjuna. Vera má að þessi hneigð höfundar til þess að halla á foreldra stafi frá þvi, að reynsla hans byggist fremur á lækningu sjúkra einstakhnga en heilla fjölskyldna. Að lokum vil ég segja þetta: Bók Karls Strand er mikél og góður fengur. Margir muu lesa sér hana til gagns og gleði. Væri óskandi að þessi ritsnjalli geð- fræðingur léti ekki staðar num- ið með þessari bók, heldur héldi áfram að fræða og glæða skiln- ing. Greinilegt ei að hann hefir af miklu að miðla. Allur frágangur bókarinnar er smekklegur og aðlaðandi og prentvillur eru fáar. Sigurjón Björnsson. NAUÐUNGARUPPBOÐ sem auglýst var í 75., 83. og 87. tbl. Lögbirtingablaðsins 1960 á húseigninni nr. 12 við Nökkvavog, hér í bænum, talin eign Toría Þorbjörnsson o. fl., fer fram eftir kröfu bæjargjaldkerans í Reykjavík á eigninni sjálfri fimmtu daginn 27. okcóber 1960, kl. 3 síðdegis. Borgarfógetinn í Reykjavík. Einkoumboð — ísland Stórt amerískt. verzlunarfyrirtæki með vörur af beztu tegund, olíur, smurolíur og efna vórur fyrir bíla, iðnað o. fl. — Vill kynna vörur sínar á íslandi. Óskar að komast í samband við traust fyrir- tæki eða fjársterkan einsakling, sem hefur aðstöðu til að komast í sölusamband yfir allt ísland. Það er gert ráð fyrir mikilli sölu, og aðeins þeir, sem hafi aðstæður til að sinna þessu, sendi tilboð, merkt „Einstakt tækifæri 10276“ til A/S Hþydahl Ohme, Ósló. máli sagt: hún þarf að stuðla að því, að almenningur fái tekið sömu afstöðu til líkamlegra og andlegra sjúkdóina. Sérstakiega er mikils um vert. að hin fyrsta Karl Strand skipulagða fræðsla, sem almeni- ingur fær um þessi mál, haíi þessi einkenni til að bera. Það er mikið happ, að bók Karis Strands skuli vera góð bók og gagnleg í þessu tilliti. Höfund- urinn fjallar af hinni meHu nær færni um sjúkleg vandamál. Hvarvetna streymir san úð hans og skilningur á mótl lesandan um. Fer ekkj njá þvi, að það mun smita út frá sér. Hann læt- ur sér í léttu rúmi liggja flokk- anir sjúkdómsfyrirbæra, — pó að einnig sé bær hér að finna og það vel gerðar —, heldur leggur hann aðaláherzUma á hinar sameiginiegu undirrætur huglægra vandamála. Þar sem fólgnar eru 1 mannlegu eðli ng þjóðlífi. Með því móti má okkur glöggt skiljast, að hugsjúkir ein staklingar eru ekki einangraður hópur manna með an.nrs konar sálarlíf en hinir, sem heiibrigðir teljast, heldur er hér einungis um stigsmun að ræða, og að mörkin milli þess, sem hailbrigt og sjúkt getur talizt, oft furðu óglögg og atvikum háð. Einn galli þykir mér þó á frásögn- inni: Annað slagið örlar á nokkr um ásökunum i garð foreldra. Höfundur rekur réttilega hvern ig hugsýkin þróast í bernsku sjúklingsins, og í hve nánum tengslum hún stendur við upp- eldi hans og alla afstöðu for- eldranna. Þegar hann rekur þetta, finnst mér eins og sjá megi, að hann telji þessi upp- eldismistök vera vísvitandi af- glöp hirðuleysis og kæruleysis. Þó að það kunm stundum rétt að vera, mun það oftast vera rangt. í flestum tilvikum mun vera um dulvitaðan samleik að ræða milli foreldra og barns. Hugsýkiseinkenni foreldranna ganga aftur í fari barnsins 1 meira eða minna breyttri mynd. Þau eru íoreldrunum jafn ósjálf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.