Morgunblaðið - 02.11.1960, Page 10

Morgunblaðið - 02.11.1960, Page 10
10 MORGUTS BL AÐIÐ Miðvik'udagur 2. nóv. 1960 ★ Samtal við Nínu Tryggvadóttur list- málara, sem á nú heima í New York New York, 27. okt. EINU SINNI mörkuðu ís- lenzku fjöllin sjóndeildar- hring hennar. Nú á hún heima á miðri Manhattaneyju, þar sem skýjajklúfarnir gnæfa hátt við himinn En hvert sem hún fer, og hvar sem hún á heima, heldur hún áfram að mála og skapa listaverk, sem gleðja augun og hjartað. Þessi íslenzki listamaður er Nína Tryggvadóttir, sem ég heimsótti í dag. Hún býr á 8G. götu í þessari miklu borg. á 17. og efstu hæð í stórhýsi, þar sem jötnarnir á Manhatt. an blasa við. Empire State og Chrysler — það eru jólatrén hennar Nínu og Unu litlu dótt ur hennar. Vinnustofan henn- ar, þar sem hún og Alcopley læknir og blóðsérfræðingur maðurinn hennar, mála ab. straktmyndir þarna uppi, á þakinu. Þetta er ein sérkenni iegasta vinnustofa, sem ég hef séð. Nína og doktorinn henn- ar kunna vel við sig þarna.Þar er friður og kyrrð segja þau, ómurinn frá umferðinni er eins og lækjarniður. Nýkomin frá Japan. Hvenær fluttuð þið hingað? Nína Tryggvadóttir listmálari með eitt af listaverkum sínum á þakinu heima hjá sér við 86. Rétt fyrir síðustu jól. Við götu. — ,,Hið figurativa form nægir ekki til þess að túlka, það sem er að gerast í heiminum komum hingað frá London. — j ________« Abstraktlistin ræður hér algerlega ríkjum Atómöldin krefst fjölbreyttari tjáningarforma Þar höfðum við verið í tvö og hálft ár. Næstu fimm ár þar á undan áttum við heima í París. — Nú ætlum við ekk- ert að flytja í bili. En eruð þið ekki að koma úr ferðalagi? — Jú, annars. Við erum ný komin frá Japan. Hvað voruð þið að gera þar? Maðurinn minn var boðinn á læknaþing pangað. Jafn- framt hafði hann sýningu á málverkum sinum í Tokíó og Kýútu. Seldi hann nokkur af verkum sínum þar. Var gaman að heimsækja Japan? Já, það fannst mér. Enda þótt Tokió se mjög vestræn borg er margt mjög óiíkt þar og hér." Kýútu er miklu forn- legrL Hvað um myndlistina i Jap- an? Það sem hafði mest áhrif á mig var nin svokaliaða „Calliagraphie". Það er hið japanska letur, sem jafntramt getur staðið sem sjáifstæð myndlist. £f t. d. er skrifað niður kvæði, þá getur hinn japanski listamaður undir- strikað merkingu kvæðisins með sjálfri skriftinni, sem þá myndar um leið teikningu eða mynd. En listasöfnin? Við sáum ágæt listasöfn, bæði með Evrópulist og Aust. urlandalist. I Tokíó er t. d. nýtt safn með nútíma Evrópu list. Er það -byggt af franska. arkitektinum Corbusier og er mjög fögur bygging. Eini NorðurlandabUinn, sem átti þar mynd, var Norðmaðurinn Edvard Munk. Við hittum margt listafólk þaran fyrir austan. En það var erfitt að hafa samband við það, þó einstaka maður talaði ensku og frönsku. Má.lar kirkjuglugga. Hvað ertu að gera núna? Við erum rétt búin að koma okkur fyrir í sæmilega rúm- góðri íbúð. En ég er byrjuð að mála. Lauk í vetur við að gera 24 myndskreytta glugga í kirkju í iitlu þorpi nálægt Dusseldorf í Þýzkalandi. Þeir eru allir nonfigurativir. En í þeim liggur mikil vinna — Það var fyrirtæki, sem heitir Oidtmann i Lrnnich í Rinar- löndum, sem réði mig til þessa. Haxði ég áður sKreytt' nokkur ibuðarhús i Rinar- löndum á þess vegum. Heldur þú afram að gera slíka glugga? Já, það vona ég. Ég er búin að gera uppdvátt að kirkjn- gluggum í kirkju Óháða safn- aðarins í Reykjavík. Liggur sá uppdráttur hjá verksmiðju Oidtmanns og verður full- gerður innan skamms. Einnig hefi ég venð beðin um að gera uppdrætti að steindum gluggum í Þjóðminjasafnið. Er ég að vinna að þeim núna. ---Henær ætlarðu að_______halcla_ sýningu á verkum þínum næst? Það er ekki ákveðið. Ég vinn að þvi að undirbúa sýn- ingu hér í New York. En til þess þarf mikinn tíma. Hvernig er aðstaða til þess að halda hér sýningar? Helzta aðferðin til þess er að fá einhvern listaverkasaia til að taka verk eftir mann til sýnmgar í sýningársölum sinum. Allt eru það einkafyr irtæki. Þú hefur sýnt hér áður? Já, árin 1945 og 1948. Selur þú eitthvað af verk- um þinum um þessar mundir? Já, dálítið, annars hef ég verið svo önnum kafin að ég hefi lítið reynt það. Fjölbreytt og lifandi listalíf. Hvað finnst þer um lista- lífið her í New York? Mer finnst það fjölbreytt og lifandi. Listaáhugi er mik- ili og vaxandi hja almenn- ingi. Folk er farið að nota mýndlist til að skreyta með heimili sín. En það er tiltölu- lega nýtt hér. 1 New York er fullt af lista- fólki víðvegar að úr heim- inum. Aðsókn að listasöfnum er hér geysimikil og söfnin eru dásamleg, bæði með gam alli og nýrri iist.Margir halda því fram að New York sé nú orðin miklu meiri listamiðstöð en t. d. París. Hallast ég einnig að þeirri skoðun. Hvaða stefna er efst á baugi í myndlistinni hér um þessar mundir? Abstraktlistin ræður hér algerlega ríkjum. En inn- an takmarka hennar getur að sjálfsögðu að lita margs konar afbrigði og tjáninga form. Fjölbreyttari tjáningar- form. Þú~ byrjaðir sjalf að mála figurativt. Heldurðu ekki að þú snúir þangað heim aftur einn góðan veðurdag? Það veit maður aldrei. Það er erfitt að segja um, hvar maður endar. Samt fjhnst mér ósennilegt að ég snúi til baka til þess, sem ég hefi einu sinni yfirgefið. Natural- istisk list á þó alltaf miklar rætur í mér. I raun og veru finnst mér að það sem ég geri í dag í abstraktlistinni sé runnið frá náttúruáhrifum. En það er mín skoðun, að hið figurativa form nægi ekki til þess að túlka það, sem er að gerast í heimtnum í dag. At- ómöldin krefst fjölbreyttari tjáningarforma, segn. Nína Trggyvadóttir. íslenzki málar inn, sem ma’ar á þakinu á 17. hæð á miðri Manhattan. Það er gaman að hitta þessa ágætu listakonu, heimsborg- ara og fagurkera á þessum slóðum og finna straum gam- allar og nýrrar menmngar renna saman og skapa ný og forvitnileg listaverk. S. Bj. Kirkjutónleikar í Huinuriirði FÖSTUDAGINN 28. þ.m. voru fluttir helgitónleikar í Þjóðkirkj unni í Hafnarfirði, þeir 8. í röð- inni, en slíka tóníeika var byrj að að flytja í kirkju þessari i fyrravetur og þá í 7 skifti. Aðal- hvatamaður að starfsemi þessari er Páll Kr. Pálsson organisti kirkjunnar. Þetta er mjög merki- legt starf til eflingar kirkju og kristindóms og ekki hvað sízt til kynningar á kirkjulegri tónlist. Hafa þegar verið flutt mörg verk, bæði innlend og erlend og yfir 100 manns komið fram í kórum, einsöngshlutverkum og hljóð- færaleik. Að þessu sinni komu fram tveir listamenn auk organ istans, þeir Sigurður Björnsson söngvari, sem er Hafnfirðingur, og hinn ungi fiðluleikari, Einar Sveinbjörnsson, sem margir kann ast við af leik hans með Sinfóníu hljómsveitinni bæði í Reykja- vík og úti á landi. Báðir skiluðu þeir hlutverkum sínum ^f mikilli smekkvísi og túlkuðu hinar kirkjulegu tónsmíðar með alvöru og innileik. Bezt þótti Sigurði takast upp í Litanei eftir Shcu- bert og náði þar hin fíngerða rödd hans allmikilli dramatízkri spennu. En hápunktur tónleik- anna fannst mér vera Fiðlusón- ata í D-dúr eftir Handel og var samspil þeirra Einars og Páls, með ágætum. 1 upphafi hljómleikanna lék Páll Kr. Pálsson á orgelið verk eftir gamlan enskan meistara, M. Festing. Hefir lítið verið gert af því að kynna gömlu orgeltón skáldin brezku hér á Islandi. t.d. Boyce, Blow, Croft og Stanley, sem var mjög gott tónskáld þótt blindur væri. Síðast á efnis- skránni var Prelúdía og fúga eft ir J. S. Bach, sem Páll flutti af mikilli nákvæmni og með glæsi brag. Naut sín þar vel hið vold- uga og raddfagra orgel kirkjunu ar. Tónleikunum lauk með bæn og blessunarorðum, sem sóknar presturinn, séra Garðar Þorsteina son flutti og tóku kirkjugestir undir Faðir vor með prestinum. Að síðustu sungu allir 1. versið af sálminum Vor Guð er borg á bjargi traust. Þetta var mjög ánægjuleg og eftirminnileg kvöldstund. Hin fagra og vandaða kirkjutónlist virðist eiga auðvelt með að lyfia sálum áheyrenda upp úr hvers- dagsleikanum, þangað sem meiri friður og birta ríkir. Andrúms- loft þessara tónleika sýndi það glögglega. Ættu sem flestir söín uðir að hefja starf i svipuðu formi. Kirkjukórarnir og organ istarnir verða þar auðvitað aðal driffjöðurin. En svo er fjöldi lista manna, söngvara og hljóðfæra- leikara, sem ég efast ekki um að myndu leggja málefninu lið end urgjaldslaust í aurum og loía- taki. Umbun þeirra yrði mikil þar sem yrði þakklæti og hug- hrif áheyrenda. Eg vtl að lokum hvetja fólk til að sækja þessa helgitónleika í Hafnarfjarðar- kirkju, en þeim verður haluíð áfram í veiur og þeir næstu verða 27. nóv. á aímælisdegi Friðriks Bjarnasonar tónskáios og helgaðir honum. Hafi listamennirnir og aðstand endur hljómleikanna þokk fyrur starfið. Steingrímur Sigfússon. Haíníirðingar unnu HaFINARFIRÐI. — Á sunnudag- inn var haö uj.iuge*vei/i,iu miui iveiivikinga og nainnroinga. — iimm sveiur voru ira hvoruiu og unnu hinir sioarneinau a i. boröi, jafnteiii varö a öoru, Keiivikingar unnu a priðja, Hain firðingar a fjorða og á fimmia varð jafntefli. Síðasta umferð tvímennings- keppninnar verður spUuð i Ai» þýðuhúsinu í kvöld.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.