Morgunblaðið - 02.11.1960, Side 11

Morgunblaðið - 02.11.1960, Side 11
Miðvikudagur 2. nóv. 1960 MORCVNBLAÐlb 11 Greinargerð frá stjórn Ábuiðarverksmiðjunnar um gjöld firningarsjóðs verksmiðjunnar þ. e. krón- 1 LÖGUM nr. 40 frá 23. maí 1949 um áburðarverksmiðju er svo á- kveðið í 10. grein, að framlag áburðarverksmiðjunnar til fastra sjóða hennar skuli árlega vera: a. Til fyrningasjóðs 2'/2% af kostnaðarverði húsa, lóðar og ann erra mannvirkja og TVz% af kostnaðarverði véla og annarra áhaida. b. Til varasjóðs allt að 3% af kostnaðarverði framleiðslunnar. í 8. gr. verksmiðjlaganna er ennfremur ákveðið, að í áætluðu kostnaðarverði áburðarins skuli „reikna með nauðsynlegum og lögákveðnum tillögum í fyrninga sjóð og varasjóð verksmiðjunn- a r“. Öll árin sem verksmiðjan hefir verið rekin, fram til ársins 1959 hefir fyrningarsjóðsgjaldið ver- ið reiknað með þeim hundraðs- tölum, sem í lögunum standa þ. e. 2^2% og 7xh.% og þá miðað við það verð í krónum, sem verk, smiðjan, kostaði fullgerð en hún var reist á árunum 1952—1954. Á þeim tíma, sem síðan er lið- inn og þó miðað sé við árið 1959, hefir verðgildi krónunnar, þ. e. kaupmáttur hennar, stórkostlega breytzt til lækkunar eins og öll- um má vera kunnugt. Kostnaðarverð hvers hlutar og 1 um. ails, er nú orðið allt annað og miklu hærra mælt í krónum síð- asta árs, heldur en var í krónum áranna 1952'—1954. Krónufjöld- inn sem miða verður við á síðasta ári, er miklu meiri en fimm til sjö árum áður. Þannig er það álit sérfróðra manna, að kostnað- ur við slíka framkvæmd og áburð arvei’ksmiðjuna, hafi frá 1954 hækkað um 80 af hundraði og að kostnaðarverð verksmiðjunnar hefði þannig á síðasta ári numið um 245 millj. króna. Svo stór- íelldar hafa verðbreytingarnar orðið á þessum tíma, mæidar í íslenzkum krónum. Værj miðað við kaupmátt krónunnar á þessu ári þ. e. 1960, mundi kostnaðar verð verksmiðjunnar reynast mun hærra. Fyrningar mannvirkja eða ann- arra eigna eru jafnan miðaðar við áætlaða endingu þeirra, þ. e þann tíma sem talið er að af þeim séu full not, þó með eðlilegu viðhaldi, en án endurnýjunar. Fyrningatími húsa úr varanlegu efni er jafnan talinn Iengri en véla og áhalda og annarra lausra muna og fyrningagjald af slíkum byggingum því mun lægra en af hinu. Frá því fyrst að áburðarverk- smiðjan var undirbúin hefir verið ætiazt til að hún endurnýjaði eða endurbyggði sjálfa sig er til kæmi að þess þyrfti. Með það sjónarmið voru ákvæðin um fyrningagjald og .yrningasjóð sett í verksmiðju lögin og áskilið í þeim, að þau framlög séu reiknuð í verði áburð arins árlega. Framlag til varasjóðs verk- smiðjunnar er miðað við kostn- aöarverð framleiðslunnar eins og það reyndist hvert árið, en þar sem það verð er mælt í þeim krómun, sem á hverjum tíma gilda, verður jafnan fullt sam- ræmi milli þess framlags og fram leiðsluverðsins. Þar helzt eðlilegt hlutfall og samræmi við það sem ti; var ætlazt, er ákvæðin voru se-t. , Allt annað verður upp á ten ingnum er til fyrningagjalds a; verði fasteigna og annarra eigna verksmiðjunnar kemur, ef það gjald ætti nú og um ókominn tíma að miðast við verðlag, sem gilti árið 1954 eða fyrr. Því veldur hið breytilega og síminnkandi gildi verðmælisins, unnar. Þegar gjaldið til fyrningasjóðs var ákveðið fyrir meira en ellefu árum, er það sett tvenns konar þ. e. 2%% og 7%%. Lægri taxt- inn miðaður við hús, lóðir og mannvirki og þá reiknað með 40 ára endingu þ. e. að endurnýja mætti þær eignir að þeim tíma liðnum með eigin fé. Hærri taxtinn fyrir aðrar eign- ir 7 %% og þá miðaður við miklu skemmri endingu en fasteignanna og að endurnýja þyrfti þær að 13—14 árum liðnum. Á þeim tíma, sem hér er greint, átti sem sé að myndast sjóður, er nægði 1 til að standa straum af endur- byggingu verksmiðjunnar ef þyrfti án þess að lánsfé væri til þess fengið. En vegna hins stór- lækkaða kaupmáttar krónunnar, cem orðin var þegar á síðasta ári, mundi sá sjóður við lok hins á- ætlaða tímabils hafa aðeins svar- að til rúmlega helmings þeirrar fjárhæðar, sem verðlag ársins 1959 krefst til endurnýjunar. Við slíkt varð ekki unað lengur. Fyrn ingasjóður — endurbyggingar- féð varð að auka í samræmi við upphaflegan tilgang hans og til- ætlun löggjafarvaldsins með hon Þetta mátti gera með tveimur- aðferðum. Þeirri að breyta hinu bókfærða verði, kostnaðarverð- inu frá 1954 — til hækkunar, og láta það samsvara því sem slík verksmiðja kostaði nú, ef reist væri og halda þá hundraðsgjald- inu til fyrningasjóðs óbreyttu þ. e. 2V2% og 7V2%. Eða þá hinni að láta hið bókfærða verð standa óbreytt, en hækka hundraðsgjald ið til fyrningasjóðs verulega og sem næst því, að endurbygging- arféð safnaðist á hinum áður á- ætlaða endingartima. Hin síðarnefnda leið var farin, sem kunnugt er, eftir að hafa leitað álits bæði lögfræðinga og annarra aðila, sem kynntu sér málið eða báru kennsl á það. Hérlendis munu ýmsar aðferðir hafðar um bókfærða fyrningu eigna og verður ekki rætt um það hér, en aðeins minnt á, að í framtölum til skatts er gert ráð fyrir að tiltekin fyrning eigna sé talin með rekstrar- kostnaði stofnunar eða fyrir- tækis, eða í frádrætti tekna. Nú fyrir skemmstu nefir verið skýrt frá, að á þessu ári verði fyrn- ing á íbúðarhúsum úr Steiru steypu hækkað úr 1% í 4% og á timburhúsum úr 2% í 6% o. s. frv. miðað við fasteignamats- verð, og er með því viðurkennd þörfin á að fyrningagjald breyt- ist frá því sem verið hefir. Erlendis mun vera talið og látið gilda, að efnaverksmiðjur ýmsar, þar með áburðarverk- smiðjur, þurfi að endurnýjast að því er kemur til vélbúnaðar og þess konar, á ekki lengri tíma en einum tug ára og eru fvrn ingar og fyrningagjöld þeirra eigna miðað við þann tíma. Það verður að teljast, ekki að- eins forsvaranlegt, að miða fyrn. ingatima velbúnaðar áburðar. verksmiðjunnar hér við 13—14 ár heldur væri það skortur á ábyrgðartilfinningu hjá stjórn endum hennar að taka ekki til greina þær staðreyndir sem orðnar eru um verðlag og skii- yrði til endurbyggingar verk- smiðjunnar þegar nauðsyn kall- ar. Framarlega i þessari greinar- gerð eru tilfærð ákvæði verk- smiðjulaganna um árleg gjöld til fyrningasjóðs í hundraðstölum, en einnig bent á, að í 8 gr. þeirra sé ákveðið að reikna skuli með kostnaðarverði áburðarins „nauðsynlegum og lögákveðti- um“ tillögum tii fj’rningasjcðs. Með því ákvæði er greiniiega bent á, að auk þess lágmarks, sem lögákveðið er, sé jafnframt ástæða til athugunar þess hvort hið lögákveðna hundraðsgjald fullnægi því sem nauðsyn kref- ur og að þeir sem málin hafa á hendi geri sér einnig grein fyrir þvi. Þess vegna, meðal annars hafa stjórnendur verk- smiðjunnar talið rétt að fara inn á þá braut að binda sig ekki við lágmarks hundraðstölur sem verksmiðjulögin tilgreina, held. ur gert tillögu til aðalfundar Áburðarverksm. hf., sem hann hefir einnig samþykkt einróma, um að hækka gjödin til fyrn_ ingasjóðs í 3% og 12% i stað 2%% og 7%% sem lögin til- greina. Hinn minnkandi kaupmáttur verðmælisins hlýtur í þessu, sem öðru verðlagi, að verða áþreií- anlegur og koma fram bæði í hækkuðu verðlagi á vörum míð- að við krónuna og sem fjöigun á krónum á slíkum framlögum sem gjöldin til fymingasjóðs eru. Leyndar- mál Um hvað skyldu þessar tvær ungfrúr vera að pískra? Það hlýtur að vera meira leyndarmálið. Hins vegar sést það óðara og litið er á myndina að yngsti aldurs- flokkurinn fylgist einnig með tízkunni. Önnur ungfrúin er i smáköflóttum haustfrakka með hvítum kraga og samlit- um uppslögum á ermunum. Hin er í nýmóðins parísar- dragt, þ. e. fellt pils og rúm- góður jakki, sem er bryddað- ur með köflóttum leggingar- böndum og tölum. Hóta að hœtta viðrœðum Genf, 31. okt. — (NTBJ FULLTRÚI Bandaríkjanna á þríveldaráðstefnunni í Genf um bann við tilraunum með kjarnorkusprengjur, hótaði í dag að hætta viðræðum ef Sovétríkin samþykkja ekki lágmarkseftirlit með tilraun- unum. Var hótun þessi borin fram á 262. fundi ráðstefn- unnar, sem fyrst kom saman fyrir nákvæmlega tveim ár- um. —■ Hrossakaup Bandaríski fulltrúin, Charles Stelle, sagði að Bandaríkin gætu ekki haldið áfram endalausum umræðum. Sovétríkin yrðu að samþykkja að lágmarkseftirliti yrði komið á. Bandarikin gætu ekki átt hrossakaup um lifsnauð synlegar eftirlitsráðstafanir, þvi ef þau ekki stæðu á kröfum sin- um í þessu máli, væri þjoðar- öryggi þeirra stefnt í voða. Siðasta tilraun Stelle benti á að hlé hafi ver- ið á tilraunum með kjarnorku- vopn þau tvö ár sem við æð- urnar hafa staðið. En Banda- ríkjamenn gætu ekki reitt sig á að Sovétríkin virtu í rauninni tilraunabannið. Þess vegna gætu þeir ekki lengur fylgt tilrauna- banni án eftirlits. Bandarikin munu nú gera sína siðustu til- raun til að ná samningum, sagði Stelle. FILMUR, FRAMKÖLLUN KOPERING FÓTOFIX, Vesturveri TÉKKHESK VÉLAStNIHE SÍÐASTI SÝNINGARDAGUR SÝNING EKKI FRAMLENGD að Seljavegi 2 OPIl) í DAG AÐGANGUR ÓKEYPIS Bjóðum yiur veikomin á P * HEÐINN SÍ-SLETT POPLIN (N0-IR0N) MIHEKVXc/ívWSí* STRAU,N I NG ÓÞORF

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.