Morgunblaðið - 02.11.1960, Page 16
16
MORGUNBLAÐIb
Miðvikudagur 2. nóv. 1960
Þórunn Bjarnadóttir frá Núpi
á Berufj.strönd 100 ára
ÞANN 2. nóv. 1860 fæddist að
Núpi á Berufjarðarströnd í>ór-
unn dóttir Bjarna Þórðarsonar
afabróður míns. Móðir hennar
var Málfríður Jónsdóttir frá
Núpshjáleigu.
Þórunn ólst fyrstu ár ævinnar
upp í foreldrahúsum, en fárra
ára gömul fór hún að Þver-
hamri í Breiðdal og dvaldist þar
til 18 jira aldurs. Árið 1874
fermdist Þórunn í Heydala-
kirkju. Henni er það minnisstæð
ast frá þeim árum, að veturinn
fyrir ferminguna var hún að
iæra þjóðhátíðarkvæðið jafn-
framt kristinfræðunum. Næstu
tólf árin var hún í vist víðar í
Breiðdal og á Teigarhorni við
Berufjörð hjá Weyrvadt-hjón-
unum Fluttist þá aftur að Núpi
til Jóns bróður síns, sem þar bjó
þá.
Þórunn var nú á bezta aldri,
nærri þrítug og með glæsileg-
ustu heimasætum strandarinnar.
Enda leið ekki á löngu unz hún
kynntist mannsefni sínu sem
síðar varð. Hann var vinur bróð-
ur hennar, og kom því oft í heim
sókn að Núpi. Þær heimsókmr
leiddu til þess, að þau hétu hvort
öðru eiginorði. Þennan sáttmála
staðfesti Þórunn með því að gift
ast ástvini sínum, Jóni bónda
Bjarnasyni frá Dölum í Fá-
skrúðsfirði, árið 1891. Þau settu
bú á Fögrueyri við Fáskrúðs-
fjörð og undu þar glöð við sitt
um tólf ára skeið. Þar fæddust
þeim fjórar efnilegar dætur. Ár-
ið 1903 fluttust þau til Reykja-
víkur og bjuggu hér á ýmsum
stöðum. Jún, maður hennar,
stundaði sjósókn á skútum hér
um margra ára skeið. Var m.a.
tólf vertíðir með Ellert Schram
skipstjóra. Síðar á ævinni fékkst
hann við netahnýtingu hjá Birni
Benediktssyni. Jón andaðist árið
1952. ,
Dætur þeirra eru allar búsett-
ar hér í bænum. Elzta dóttirin,
Elísabet, er gift Meyvant Sigurðs
syni, Eiði á Seltjarnamesi, Mál-
fríður býr í Granaskjóli 17, og
er hún aðalstoð móður sinnar í
ellinni og hefur verið það um
áratugaskeið. Þóra var gift Ein-
ari Guðmundssyni bifvélavirkja,
bróður Gubjörns Guðmundsson-
ar prentara og fyrrverandi prent
smiðjustjóra í Acta. Yngsta dótt
irin, Sigríður, ef gift Jóni G.
Við ó7l hreinlœtisverk
er þessi sápa bezt
Notii hina freyðandi Sólskinssápu við
heimilisþvottinn, gólfþvott og á málaða
veggi, í stuttu máli við öll þau störf,
þar sem sápa og vatn koma til greina.
Hin freyðandi Sólskinssápa fjarlægir
þrálátustu óhreinindi á svipstundu, án
nokkurs nudds. Munið að Sólskinssápan
fer einnig vel með hendur yðar.
Notið SóLskinssápu
við öll hreinlætis-
verk heimilisins.
AUt harðleikið
nudd er hrein-
asti óþarfi.
Notið Sólskinssápu
tii þess að gera
matarílát yðar
tandurhrein
að nýju.
Haldið gólfum og
máluðum veggjum
hreinum og björt-
um með Sól-
skinssápu.
X-S I4M/EN-MÓS-40
Jónssyni gjaldkera hjá Happ-
drætti Háskólans.
Þórunn varð fyrir þeirri raim
um nírætt að detta og lær-
brotna. Hefur hún ekki á fætur
stigið síðan. Þó hélt hún lengi
minni og sálarkröftum eftir það
slys, en nú dvínar minnið smátt
og smátt. Það rofar að vísu til
annað slagið, en gleymist óðar.
Henni væri því orðin full þörf á
að fá þráða hvíld og losna að
fullu við hina jarðnesku fjötra,
sem nú um aldarskeið hafa
hindrað, að hún fengi að skyggn
ast bak við fortjaldið mikla,
sem skilur nútíð og framtíð, og
njóta þar yndis og unaðar með
ástvinum og ættingjum um alla
eilífð.
Ég óska Þórunni frændkonu
minni til hamingju með þá para-
dís, sem hún á í vændum eftir
'ldarstríð á meðal vor jarðarbúa.
Jón Þórðarson.
MERh >NAN frú Þórunn
Bjarnaaotur, Granskjóli 17 á
aldarafmæli í dag. Slík afmæli
eru fágæt mjög og vert að minn-
ast.
Jón Þórðarson prentari frændi
hennar hefur skrifað rækilega
og fróðlega grein um Þórunni,
svo litlu er þar við að bæta.
Þórunn Bjarnadóttir er einnig
náfrænka mín og kunnug mér
um hálfrar aldar skeið, og að
góðu einu, enda ekki annars að
vænta af þeirri ágætis konu.
Mátti segja að hjá þeim hjónum
væri öruggt athvarf og ókeypis
veitingahús, ekki síst fyrir Aust-
firðinga, sem að a.m.k. á fyrstu
árum þeirra hjóna hér syðra,
áttu ekki í mörg hús að venda
og var ég einn þeirra.
Geta má þó nærri að ekki hef-
ur alltaf verið miklu af að má
þar sem treysta skal á handafla
eins einasta manns.
En gjöfull er góður vilji.
Aldrei skorti góðgjörðir hjá
Þórunni og Jóni, og þá var nú
ekki að tala um atlætið. Þórunn
er af hinni fjölmennu Núpsætt
sem áður var kend við Keldu-
skóga á Berufjarðarströnd. Móð-
ir Þórunnar var Málfríður Jóns-
dóttir frá Núpshjáleigu, systir
Jóns hreppstjóra í Borgargarði
við Djúpavog, Ásdísar í Stakka-
gerði I Vestmannaeyjum, og El-
isabetar sem kölluð var Lísa-
bet, föðurömmu minnar á Núpi.
Faðir Þórunnar var einnig af
sömu ætt að nokkru. „Ekki fell-
ur eplið langt frá eikinni“ hefur
það sannast á Þórunni því að
a. m. k. móðir hennar og móður-
syskini hafa undantekningar-
laust verið úrvalsfólk sinnar tíð-
ar.
Veit ég það bæði af eigin
reynd og annarra manna um-
sögn þar eystra og sama segir
Sigfús Johnsen fyrv. bæjarfógeti
mér um Ásdísi frá Núpshjáleigu,
sem giftist til Vestmannae.yja og
er formóðir margs ágætis fólks
í Eyjum m.a. frú Ásdisar John-
sen og þeirra syskina. Margt og
mikið var ég búinn að heyra
austur þar um Jón í Borgargarði
en Einar Þórarinsson á Núpi syst
ursonur hans, orðhagur maður
mjög, sagði svo.
„Ja hann Jón í Borgargarði sá
blessaði maður, sem öllu vildi
hjálpa og viðbjarga, hvar sem
hann kom, og öllu gat bjargað
hvar sem hann kom, dauðu og
lifandi, já dauðu og lifandi, hvar
sem hann kom“.
Er nokkur þörf á betri eftir-
mælum? Frú Þórunn Ríkarðs-
dóttir Sivertsen í Höfn í Borgar-
firði syðra var frændkona þeirra
beggja, Jóns og Þórunnár Bjarna
dóttur. Á gullbrúðkaupsdegi
þeirra 11 júlí 1941 sendi hún
þeim fagurlega stílað ávarp, þar
segir hún m.a. þetta: „Eins og
gullið er hreinast í eldihum
þannig hafa þessi hjón komist
gullhrein og giftudrjúg gegnum
eldraunir þær og erfiðleika !sem
heimurinn hefur lagt á veg
þeirra í þessi 50 ár“. Og enn-
fremur tilfærir Þórunn þessi
spaklegu orð eins djúpvitrasta
skálds íslendinga. „Forngrikkir
sögðu bezt ér hóf að hafa því
hamingjan þeim tryggust reyn-
ist lýðum sem hvorki fljúga
djarfast, dýpst né kafa, en
drjúgir eru á skriði, í miðjum
hliðum“. Og verður æfiferli
þeirra Fögrueyrarhjóna trauð-
lega betur lýst í svo fáum orð-
um. Ég vil nota þetta tækifæri
til að þakka Málfríði dóttur
þeirra sárstaklega fyrir hina
löngu og frábæru umönnun móð-
ur sinnar í hennar háu og hjálp-
arvana elli.
Guð blessi þig Þórunn.
Með ljúfustu þakkarkveðju.
Ríkharður Jónsson.
Philco sjónvarpstæki
lítið notað með 24“ lampa til sölu. — Upplýsingar i
kvöld og ræstu kvöld, eftir kl. 8 að Hringbraut 75
niðri, Keílavík. /
Blómlaukar
Haustfrágangur
Gróðrastöðin við Miklatorg
Símar: 22-8 22 — 19-7-75.